Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 23
FöstudagTir 28. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 W. Turner, skipstjori a togaranum Starelle t.h. og Garðar Pálsson, 1. stýrim. á Óðni, við réttarhöldin í Vestmannaeyj- um í gær, en Garðar fór yfir í brezka togarann, er hann var tekinn. — Réttarhöld í Eyjum í máli brezka togarans Skipstjórinn telur sig ekki fyrir innan mörkin RÉTTARHÖLD voru í Vest- mannaeyjum í'gær í máli brezka togarans Starelle H 219, sem tek inn var í landhelgi út af Geir- fuglaskeri í fyrradag.Skipstjóri togarans viðurkenndi ekki að hafa verið fyrir innan mörkin, — Jörgensen Frh. af bls. 1 sýna þolinmæði og tillitssemi, þegar fjallað er um mál, er hafa mikla þýðingu fyrir einstök Norð lurlandanna. Slíkt mun bezt styrkja böndin með þessum þjóð um. — í>að væri því í litlu sam- iræmi við norræna samkennd, ef ekki hefði verið reynt að leysa osamkomulagið um handritin. miál, sem um langt árabil hefir valdið miklum biturleik, sagði xáðherrann. W Jörgensen bar lof á þátt ’danskra vísindamanna í hand- ritarannsóknum og kvaðst játa, að aðstæðumar til áfrámhald- andi rannsókna í Danmörku jninnkuðu nokkuð við afhend- inguna. —. En Islendingar munu varðveita handritin vel, áhugi jþeirra á því að rannsaka þau er trygging fyrir því, sagði iiann. — Auk þess verða mikró- Silmur af þeim handritum, sem afhent verða, eftir í Danmörku Itil frekari rannsókna. W Jörgen Jörgensen lauk ræðu Binni með því að láta í ljós von um, að Þjóðþingið fylgdi sjón- armiðum ríkisstjórnarinnar í þvi, að sanngjamt sé að koma ftil móts við óskir Islendinga í r»þessu efni. — Hin íslenzku hand jrit eru vottur um þúsund ára menningu lítillar þjóðar, sem hefur auðgað allan heiminn, eagði ráðherrann. —. Sjálfir eru Danir rikir af þjóðlegum minj- um og hljóta því, í anda nor- rænnar samhyggðar, að hafa efni á því að hjálpa íslandi til að fá aftur hinn stórfenglega þjóðararf sinn, sagði Jörgen Jörgensen að lokum. og stóðu réttarhöldin enn yfir i gærkvöldi, þegar blaðið fór í prentun. Það var varðskipið Óðinn, sem kom að togaranum að veið- um og taldi hann vera 1,7 sjó- mílur fyrir innan 6 mílna mörk in. Var sett dufl í kjölfar tog- arans, og tvisvar skotið lausu skoti, er hann stöðvaði ekki ferð sína. Rétt á eftir nam togarinn staðar og varðskipsmenn fóru í báti yfir í hann. Herskipið Crossbow D-96 kom á vettvang og fékk leyfi Eiríks Kristóferssonar skipherra til að gera sína útreikninga. Mun það hafa talið togarann aðeins fyrir innan mörkin. Fór Óðinn með togarann til Vestmannaeyja. Málið var tekið fyrir í fógeta- rétti þar, er fulltrúar útgerðar- manna voru komnir á vettvang. Torfi Jóhannsson bæjarfógeti er dómforseti. Réttarhöld héldu áfram í gærkvöldi og hafði dómur ekki fallið í málinu er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. S.U.S. siða Framhald af bls. 14. ið rætt um félagsmál, svo og ýmis mál, sem efst hafa verið í hugum manna að undanförnu. Fyrirhugað er að vormót verði á Akranesi í næsta mánuði, vænt anlega 14. maí. Verður það á veg- um Þórs og Sambandes ungra Sjálfstæðismanna. Á SÍDUSTU sýningu litkvik- mynda Ósvalds Knudsens í Gamla bíói vildi það óhapp til, að sýningarvél bilaði þegar ver- ið var að sýna síðustu myndina, og reyndist ekki unnt að gera við hana á skammri stundu. Sýning- argestum er nú boðið að sjá nið- urlag sýningarinnar (Refurinn gerir gren í urð og Grænlands- myndina) á laugardag kl. 3. Og til uppbótar verða einnig sýndar þrjár aðrar kvikmyndir Ósvalds: Heklugosið 1947, Skálholt og Ullarband og jurtalitun. . -------------------- — Frumvarpið Framhald af bls. 1 3. grein: — Samtímis flutningi handritanna fer fram skipting fjár stofnunar Áhna Magnússon- ar, sem nú nemur oa. 100.000 krónum, og verður ákveðin upp- hæð, samkvæmt 3. grein laganna, 4. kafla, lögð til Háskólans í Reykjavik, með þeirri skyldu fyrir hann, að hann hafi umsjón með fénu og noti það í samræmi við skipulagsskrá stofnunarinn- ar. ★ 4. grein: — Þau handrit og skjöl, sem þessi samningur fjall- ar um, með tilheyrandi fé, skulu mynda Árna Magnússonar stofn- unina á íslandi, en heiti hennar verður staðfest af ríkisstjórn ís- lands. ★ 5. grein:— Árna Magnússonar stofnuninni á íslandi verða feng- in þau handrit úr Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn, sem ákvarðanir framangreindra laga, greinar 3, kafla 4, ná til. ★ 6. grein: — Málsaðilar eru sam mála um, að skipan sú, er gerð hefir verið, skuli viðurkennd sem fullkomin og endanleg ákvörð- un varðandi allar óskir af hálfu íslendinga um afhendingu hvers konar þjóðlegra, íslenzkra minja í Danmörku. — Samkvæmt þessu skal ekki í framtíðinni unnt fyr- ir íslenzka ríkið að setja fram eða styðja kröfur eða óskir um afhendingu slíkra minja úr dönsk um skjalasöfnum eða safnastofn- unum, opinberum eða í einka- eign. ★ 7. grein: — Flutningur þeirra j^andrita til íslands, sem að áliti stjórnar hinnar dönsku stofnuri- ar hafa þýðingu við gerð nýrrar, islenzkrar örðabókar, sem unnið er nú að í Danmörku, hefst ekki fyrr en því verki er lokið, þó í síðasta lagi 25 árum eftir að þessi samningur gengur í gildi. ★ 8. grein: — Með samningi milli menhtamálaráðherra landanna verða settar reglur um gagn- kvæma möguleika hinna tveggja deilda stofnunarinnar til þess að fá að láni handrit til nota við vísindalegar rannsóknir. ★ 9. grein: — Deilur, sem til greina kunna að kóma, varðandi hvern skilning leggja bera í þenn an samning, skulu ræddar að diplómatískum leiðum, en fáist ekki viðunandi lausn á þann hátt, skal málið lagt tU endan- legrar ákvörðunar fyrir opinbera nefnd, er skipuð sé tveim full- trúum, tilnefndum af dönsku rík isstjórninni og tveim fulltrúum, tilnefndum af íslenzku ríkis- stjórninni, ásamt oddamanni, er hinir fjórir nefndarmenn út- nefna. Ef þeir ná ekki samkomu- lagi um oddamann, skulu þeir fela forseta Alþjóðadómstólsins í Haag að velja hann. • r í tíundu grein samningsins, sem gerður er bæði á íslenzku og dönsku, með jafngildum textum, eru svo loks ákvæði um, að hann skuli staðfestur í Kaupmanna- höfn eins skjótt og unnt er — og að samningurinn skuli taka gildi frá og með fullgildingardegi. 4 flokks mót í handknattleik FRAM og Víkingur hafa ákveðið að efna til móts í 4 aldursflokki drengja í handknattleik. Hefst mótið á laugardag og lýkur sama dag. Mótið hefst kl. 8,15. Aðgang ur er ókeypis. Mótið er hrað- keppni og hver leikur stendur 2x10 mín. Sé jafnt er framlengt unz úrslit fást. Níu lið hafa tilkynnt þátttöku í mótinu Og leikir í 1. umfebð verða þessir. Fram — Víkingur Haukar — FH. ÍBK — ÍR KR — Ármann. Valur situr hjá. . - . & _ SKIPAllTGCRB rikisins Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 2. maí. — Tekið á móti flutn ingi í dag til Tálknafjarðar, áætl- unarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð svo og til Ólafsfjarð- ar. — Farseðlar seldir árdegis á laugardag. ESJA vestur uih land til Akureyrar hinn 4. maí. — Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morg un til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súganda- fjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. — Farseðlar seldir 2. mai. Vorlaukar (hnýði) Begoníur Gladíólur Anemónur Dahlíui Liljur Bóndarósir Ranúnclur Fjölbreytt litaúrval Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar 22-3-22 og 1-97-75 Alstaðar þar sem sólin skín sjást GLkJAANDI skór burst- aðir með NUGGET. Skór end as-1 BETUR vel burstaðir meá NUGGET 4 0» H úsbyggjend ur Tek að mér að gera uppdrætti af járnalögn, upphitun, skolp- og vatnslögn og öðru, sem lýtuir að byggingaverkfræði. THEODÓR ÁRNASON, verkfræðingut Sólvallagötu 13 — Sími 34925. íbúöir Til sölu fokheldar íbúðir og lengra komnar, enn- fremur einstaklingsherbergi, með sér inngangi. — Lán og góðir greiðsluskilmálar. Állar upplýsingar í Stóragerði 10. 3. hæð kl. 10—6 daglega. Sumardvöl barna Get útvegað nokkrum börnum á aldrinum 5—9 ára sumardvöl í sveit. Upplýsingar í síma 34933 á, föstu- dag og laugardag frá kl. 4—7. Faðir minn KRISTINN BRYNJÓLFSSON andaðist á heimili sínu, Ráðagerði Seltjarnarnesi, mið- vikudaginn 26. aprfl. Guðríður Kristinsdóttir. Maðurinn minn, GUNNAR J. CORTES læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 29. apríl kl. 10,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Kristrún Cortes. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem heiðruðu útför ÓLlNU HALLDÓRSDÓTTUR frá Kollsvík, með nærveru sinni eða á annan hátt. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Kristín og Ingvi Eyjólfsson. Sviðholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.