Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVN BLAÐ1Ð Föstudagur 28. aprH 1961 1 2HII3 SENDIBÍLASTOOIN Gott orgel óskast til kaups. 14926. Sími Handrið úr járni úti, inni. Verkst! Hreins Haukssonar Birkihvammi 23 Sími 36770 Viðtækjavínnustofan Laugavegi 178 — Símanúmer okkar er nú 37674. Jeppakerra Til sölu sem ný. Uppl í síma 24986. Til sölu glæsileg amerísk jeppabif- reið nýuppbyggð (‘59) með 6 manna húsi. Uppl. í síma 35037. Utanborðsmótor & 5 ha. Johnson (nýlegur). Til sölu. Uppl. í síma 24623. Til sölu Fermingarföt, drengja reið hjól og þvottapottur. Ó- dýrt. Uppl. í síma 19158. Drápuhlíð 28. 2ja herbergja íbúð óskast til leigu 14. maí. Þrennt í heimili. Árs fyrir framgreiðsla. — Uppl í síma 32885. íbúð 2ja til 3ja herb. óskast til leigu til áramóta. — Helzt í Kópavogi. — Fyrirfram- greiðsla. Sími 23213, Trillubátur 3ja til 4ra tonna óskast til kaups. Uppl. 1 síma 35553 eða 19560. Barnavagn til sölu Uppl. í síma 32612. Trilla Óska eftir 2—4 tonna trillu. Upp' í síma 12330 og eftir kl. 6 í síma 50461. Notað mótatimbur til sölu Uppl í síma 32612 kl. 12—*-l og eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. Singer saumavél fótstigin til sölu og Rafha bakaraofn. Sími 23017. í dag er föstudagurinn 28. apríl. 118. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 3:59. Síðdegisflæði kl. 16:20. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. —% JLæknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörðucr vikuna 22.—29. apríl er í Lyfjabúðinni Iðunni. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Næturlæknir £ Hafnarfirði er Garð- ar Olafsson sími 50126. Ljósastofa Hvítabandsins er að Forn haga , 8. Ljósböð fyrir böm og full- orðna. Uþplýsingar í síma: 16699. RMR Föstud. 28-4--20-SPR-MT HT. I.O.O.F. 1 = 1434288 y2 = Útbrkv. Frá Blóðbankanum. — Margir eru þeir, sem lengi hafa ætlað sér að gefa blóð, nú er vöntun á blóði og fólk er því vinsamlegast beðið að koma 1 Blóðbankann til blóðgjafar. Enginn veit hvenær hann þarf sjálf- ur á blóði að halda. Opið kl. 9—12 og 13—17. Ðlóðbankinn í Reykjavík, sími: 19509. Foreldrar: Sjáið um að böm yðar grafi ekki holur í gangstéttir, auk ó prýðis getur slíkt valdið slysahættu. Frá færeyska sjómannaheimilinu. — Johan Olsen starfar á Sjómannaheim ilinu færeyska til miðs júnímánaðar og hefur samkomu á hverjum sunnu degi og húsið er opið daglega. Allir eru hjartanlega velkomnir. Frá Guðspekifélaginu: Stúkan Bald ur heldur fund í kvöld kl. 20:30. Flutt verður erindi um dulræna reynslu er nefnist: Ávöxtur æðri opinberana. Kaffiveitingar eftir fund. Gestir vel- komnir. Frá Verzluriarskóla fslands. Verzlun ardeild Verzlunarskóla Islands verður sagt upp í Austurbæjarbíói laugardag inn 29. apríl kl. 10:30 f.h. PRENTARAKONUR: munið skemmti- fagnaðinn í kvöld í félagsheimilinu. Meðal skemmtiatriða eru skuggamynd- ir frá Grænlandi. Stjórnin. Garðeigendur: kastið aldrei úrgangi úr görðum yðar á götur bæjarins. Berklavörn, Hafnarfirði: — Deildin heldur bazar í Sjálfstæðishúsinu i kvöld kl. 8,30. Breyttur móttöku- tími tilkynninga í Dagbók Þeir, sem þurfa að koma til kynningum í Dagbók athugi' að frá mánaðamótum verður , eingöngu tekið á móti þeim, frá kl. 10—12 f.h. ÁHEIT og CJAFIR Aheit og gjafir til Barnaspítalasjóðs. Gjöf frá „Klúbbnum“ (ágóði af hatta sölu 1. jan. 1961) 2.120 Áheit frá B. J. 100 Aheit frá Þórunni Vilhjálmsdóttir 200 B.J. 50 V. H. Vilhjálmssyni 250. Gjöf frá H.C.A. 500. Barnaspítalasjóði hafa nýlega borist tvær dánargjafir. Guðrún H. Scheving, sem lézt á Eilliheimilinu Grund þ. 2. marz 1960 hafði arfleitt Barnaspítala sjóð Hringsins að peningagjöf að upp hæð kr. 16.651,51 ásamt tveim skulda bréfum í A-fl. 1 Happdrættisláni rík issjóðs, og 1 hlutabréf í Eimskipafél. íslands að upphæð kr. 50,00. Þórunn Jónsdóttir fyrrum kaup- kona, Klapparstíg 40, hér 1 bæ, arf- leiddi einnig Barnaspítalasjóð að pen ingagjöf að upphæð kr. 10 þús., en hún lézt þ. 15. jan. 1960. Kvenfél. Hringur inn kann vel að meta velvild og stuðn ing þessara látnu kvenna, sem vissu- lega hafa gefið fagurt fordæmi. Einnig hefir Barnaspítalasjóðnum borizt gjöf frá Sigurði Guðmundssyni, danskennara að upphæð kr. 5000.00. — Gjöfin er gefin til minningar um 100 ára afmæli látinnar móður hans Sigríðar Guðmundsdóttur, konu Guð mundar Guðmundssonar trésmiðs, Bjargarst. 14. Ennfremur hefur sjóðn- um borizt minningargjöf í sama til- efni, að upphæð kr. 2000,00 frá mág- konu Sigurðar, Karólínu Stefánsdótt ur, Sófusi Guðmundssyni, syni hans Jóhanni Sófussyni og Magnúsi Guð- mundssyni bakara. Kvenfélagið Hring urinn færir gefendunum beztu þakkir fyrir velvild þeirra og rausn. í marz ar mér afhent ávísun á 10 þús. kr. Var það erfðafé úr dánarbúi fr. Þórunnar Jónsdóttur, kaupkonu í Reykjavík. Vildi ég hér með þakka — Hvað gengur að ykkur? Haf ið þið aldrei séð dverg áður? Maður nokkur var fyrir rétti ákærður fyrir tvíkvæni. Eftir langar málafærslur komst rétt urinn að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi verða sýknaður vegna skorts á sönnunum. Dóm arinn skýrði sakborningnum frá úrsliti málsins og sagði föður- lega: — Láttu þetta þér að kenn ingu verða og farðu heim til hinn ar löglegu eiginkonu þinnar. Hinn ákærði hnyklaði brýrn- ar og stundi: — Það er svo sem gott og blessað, en hvorrar? — Hefur maðurinn þinn breytzt mikið síðan þið giftuzt? — Nei, ekki mikið, hann held ur sig við innyflin, áður talaði hann um hjartað, nú er það mag inn. þessa höfðinglegu gjöf, sem sýnir mikinn velvilja og skiining á störfum deildarinnar og Slysavarnafélagsins. Votta ég hinni dánu og skyldmennum hennar virðingu mina og þakkir fyrir þessa miklu gjöf. F.h. Kvennadeildar Slysavarnafél. i Reykjavík. — Gróa Pétursdóttlr. Söfnin Listasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1,30—4 e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard*. frá kl. 1,30—4 eh. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Beina línan er stytzt á siðgæðissviðinil eins og í stærðfræðinni. — Rahel. Munurinn á helgum manni og synd ara er sá, að hver helgur maður á sína fortíð, en hver syndari sína framtíð. — O. Wilde. Hundrað karlmenn geta myndað her- búðir, en það þarf konu til þess aö skapa heimili — Kínverskt. Átta af hverjum tíu glæpamönnum koma frá slæmum heimilum. — H. C. Andersen. Hver sönn kona er drottning á heim- ili sínu. — A. France. Fífl rekst alltaf á einhvern heimskari, sem dáir það. — N. Boileau. JÚMBÓ í KÍNÁ ■ + + Teiknari J. Mora 1) Og svo sprakk báturinn í loft upp. Vestalings hr. Leó, sem tróð marvaðann í ákafa til þess að halda sér uppi, hélt að hann hefði nú séð Júmbó í síðasta sinn. En til allrar hamingju hafði Júmbó tekizt .... 2) .... að stökkva frá horði í tæka tíð, og nú synti hann glaður í bragði til hr. Leós. — Sko, ég náði því reyndar! hrópaði hann. 3) En öll þessi áreynsla varð hr. t<eó um megn. Hann kunni ekki að synda, og nú var eins og skyndilega drægi úr honum allan mátt. Þetta leit ekki vel út. Hann hafði tvisvar farið í kaf, þegar Júmbó kom auga á skip, sem nálgaðist á hraðri ferð. Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman — Viltu þegja Doc!? — Ég get það ekki Morty!... .Það er okkur að kenna að Kid notar eiturlyf! Eftir að hann meiddist við æfingar, lögregluforingi, héldum við áfram að gefa honum deyfilyf... • svo hann gæti haldið áfram að berj- ast....Og nú er hann einhversstaðar .... að bíða ósigur í baráttunni gegn .., .heroini!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.