Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUN rtL AÐIÐ
Föstudagur 28. apríl 1961
Próf. Alexander Jóhannesson
fá. Islendingar
handritum?
Morgunblaðið snéri sér til
dr. Alexanders Jóhannessonar
og fékk hjá honum eftirfar-
andi upplýsingar um þau
handrit, sem íslendingar fá:
SKÝRT HEFIR verið frá því, að
íslendingar fái 1749 handrit úr
Konungsbókhlöðu og Árnasafni.
Langflest handritin koma úr
Árnasafni, en í Konungshókhlöðu
eru m.a. 15. handrit (14 skinn-
handrit, en 15. handritið er glat-
að, en er til í eftirriti, Gísla saga
Súrssonar óg þáttur Þormóðar),
sem öll eru mjög merk. Frægast
allra er handrit Eddukvæða, ritað
í lok 13. aldar. Þetta er veraldar-
gersemi og ómetanleg, hvað sem
í boði væri. Þá er Flateyjarbók,
stórkostlegt handrit, með Noregs-
konungasögum O.fl., ritað að
mestu leyti á árunum 1387—1394.
Þá er Grágás, elzta lagahandrit
fslendinga, ritað um 1250 (kallað
Konungsbók, hitt handritið er
Staðarhólsbók í Árnasafni). Þá
má nefna Jónsbók, skinnhandrit
frá fyrra hluta 14. aldar. Þá er
Konungsbók Snorra-Eddu, rituð í
byrjun 14. aldar. Síðastnefnda
handritið höfum við eftirlátið
Dönum, en fáum í staðinn Orms-
bók (Codex Wormianus) af
Snorra-Eddu, sem er betra hand-
rit (því að í því handriti er hin
fræga málfræðiritgerð). Meðal
annarra skinnhandrita eru Hrokk
inskinna 'og Morkinskinna, með
Noregskonungasögum. Varð að
samkomulagi, að Danir fengi
þessi handrit í staðinn fyrir að
láta þá hafa eitt og eitt handrit úr
ýmsum dreifðum flokkum. Óger-
legt er að lýsa öllum þeim hand-
ritum, er við fáum úr Árnasafni.
Skinnhandritin í Árnasafni munu
vera um hálft fjórða hundrað, en
pappírshandritin eru þó langflest.
Elztu handritin eru frá 12. og 13.
öld, en meiri hlutinn frá 14. til
17. aldar. Þar eru handrit af
Landnámu, íslendingabók, Sturl-
ungasögu, fslendingasögum (þar
á meðal Möðmvallabók, sem
geymir 11 fslendingasögur), þar
eru biskupasögur, Jónsbókar-
handrit afarmörg, fornaldarsög-
ur, rímur, heilagramannasögur og
ótalmargt annað. f handritunum
er fjallað um t.d. stjörnufræði,
málfræði, eðlisfræði, landafræði,
sögu, lögfræði, goðafræði, fagur-
fræði, læknisfræði, bragfræði og
fleira.
í riti því, er danska nefndin,
er sett var á laggirnar 1947 og
gefin var út 1951 (Betænkning
vedrörende de i Danmark berd-
ende islandske Hándskrifter og
Museumsgenstande), er handrit-
unum í Árnasafni skipt í 9 flokka
Og handritin talin 2618. En þar
má draga frá nokkur hundruð,
sem eru ekki íslenzk í sínu eðli
(t.d. 436 handrit, er varða ekki
ísland, 258 handrit, er komið hafa
í Árnasafn eftir dauða Árna
Magnússonar og 66 handrit, er
íslendingar hafa ekki samið, en
eru í uppskriftum eftir íslenzka
ritara).
Dr. Alexander Jóhannesson
Handritin eru i mjög mismun-
andi ástandi, sum aðeins örfá
blöð úr handriti, í önnur vantar
mikið. Við lauslega talningu
telst mér að þau númer, er fjalla
um íslendingasögur, séu 256, þau
er fjalla um konungasögur 137,
um biskupasögur 62, Og um forn-
aldarsögur 111. Þar við bætast
svo nokkur númer, er komið
hafa í Árnasafn eftir dauða
Árna Magnússonar eða á annan
hátt.
íslenzka handritanefndin gerði
kröfu um 1950 handrit samtals
úr Árnasafni og Konungsbók-
hlöðu, en Danir buðu fyrst 1600.
Síðan var sætzt á 1749, einsog
áður segir.
Loks skal þess getið, að Danir
afhenda öll skjöl, er beðið var
um, nál. 160. Eru þar m.a. bréfa-
bækur Brynjólfs Sveinssonar
biskups í frumriti, bréfabækur
Gísla Oddssonar biskups og Giss-
urar Einarssonar biskups. En
1927—28 fór fram mikil afhend-
ing á íslenzkum skjölum úr rík-
isskjalasafni Dana (900 númer að
mig minnir), og eru því skjala-
heimtur orðnar mjög góðar.
Ég hygg, að ríkisstjórn íslands
þar á meðal menntamálaráðherra
vor hafi haldið ágætlega á mál-
stað fslendinga.
Að mínu áliti mega íslendingar
vera mjög ánægðir með úrslitin.
Pólitísku viðhorfin í Danmörku
voru okkur mjög hliðholl.
Menntamálaráðherra Dana Jörg-
en Jörgensen sem nú fer bráðum
úr embætti vegna aldurs, hafði
ásett sér að leysa þetta gamla
þrætumál og forsætisráðherrann
Kampmann hefir sannarlega
unnið þrekvirki að halda þessu
máli fram til sigúrs, því að enn
er mikil mótspyrna meðal fræði-
manna í Danmörku gegn afhend
ingu. Þeirra herbragð mun að
síðustu hafa verið að birta ekki
árásargreinir um handritin, held
ur reyna í kyrrþey að hafa áhrif
á dönsku ráðherrana, einkum
Jörgen Jörgensen. íslendingar
eru sannarlega einnig í mikilli
þakkarskuld við Bjarna M.GísIa-
son, er í mörg ár hefir haldið uppi
skeleggri baráttu og ritað ágæta
bók um málið. (Hann er nú að
gefa út nýja bók, sem kemur út
þessa dagana og nefnist Danmark
—Island. Historisk mellemvæ-
rende og hándskriftsagen). Þá
hefir Jörgen Bukdahl með ræð-
um og ritgerðum stutt mjög hinn
íslenzka málstað, sömuleiðis
Bent A. Koch, ritstjóri Kristilegs
dagblaðs og dansks félagsskapar,
sem hann er formaður í, og marg
ir ágætir Danir. Er þess að vænta,
þegar þessum deilum er lökið,
að vinátta milli Dana Og íslend-
ínga megi eflast á ókomnum ár-
um.
Skídakappar Gott-
skálksættarinnar
MAÐUR er nefndur Gottskálk
Gottskálksson. Hann var fæddur
að Hálsi í Flókadal í Vestari-
Fljótum þ. 2. sept. 1851 og lézt
hér á Siglufirði 1927. Bjó hann
alllengi með konu sinni Sólveigu
Ólafsdóttir að Miðmói í Fljót-
um, fluttu þau hjón þaðan með
bamahóp sinn og bjuggu um hríð
að Dölum en til Siglufjarðair
fluttust þau árið 1919. Alls eign-
uðust þau hjón 8 börn, 6 syni og
tvær dætur og eru þrír synir
þeirra á lífi. Afkomendur þeirra
hjóna munu nú vera eitthvað
innan við 100 manns flestalt
innfæddir Siglfirðingar. Er þetta
alit heilsteypt dugnaðarfólk, sem
hefir tekið virkan þátt í atvinnu-
og menningarlífi bæjarfélagsins.
Elsti sonur þeirra hjóna, ÓLAF-
UR, sem nýlega er látinn, stund-
aði dýralækningar um margra
ára skeið og fórst það sérlega
giftugsarnlega úr hendi, þótt ó-
lærður væri. Fylgdist vel með
tímanum og notaði ný lyf og
læknaaðferðir þar sem því var
við komið.
Á unga aldri var hann harð-
duglegur skíðagöngumaður og
vann t.d. 1. verðlaun á skíða-
móti, sem haldið var að Barði
í Fljótum árið 1907, — að því
er ég bezt veit. Var eingöngu
keppt í bruni og mun þetta vera
fyrsta skíðamót, sem háð hefir
verið hér á landi.
Leikni Ólafs á skíðum kom sér
vel þegar hann brá sér á vetrum
í dýralækningaferðir yfir Siglu-
fjarðarskarð inn í Fljót eða yfir
Hestskarð og Hólsdalsskarð inn
í Héðinsfjörð. Er þar yfir hrika-
lega fjallgarða að fara og ekki
heiglum hent.
Óvíða á landinu mun vera eins
snjóflóðahætt eins og á þessum
slóðum og þó öllu heldur á út-
kjákum þessa svæðis. Nægir í
því sambandi að minna á snjó-
flóðið í Nesskriðum árið 1613,
þar sem 50 manns fórust, snjó-
flóðið úr Staðarhólshyrnu við
Siglufjörð 1919 þar sem 9 manns
fórust. Þá er talið, að snjóflóðið
í Engidal hafi fallið í sömu andrá
og fórust þar 7 menn, — þar á
meðal Gísli, sonur þeirra Gott-
skálkshjóna. Synir Ólafs Gott-
skálkssonar, þeir Björn, Rögn-
valdur og Einar eru löngu þjóð-
kunnir skíðagarpar. Tóku þeir
þátt í fjölmörgum skiðamótum
og voru ætíð sigursælir. Auk
þess voru þeir eftirsóttir skíða-
kennarar og veit ég, að Þingey-
ingar og Sauðkrækingar eru
þeim Ólafi og Rögnvaldi þakk-
látir fyrir ágæta kennslu í þess-
ari göfugu íþrótt.
Þriðji sonur þeirra Gottskálkg
og Sólveigar er RÖGNVALDUR,
sem einnig hefir iðkað skíða-
göngur til skamms tíma. En með-
al kvenskörunga ættarinnar er
... t Jón Þorsteinsson
það þó dóttir hans Aðalheiður,
sem borið hefir merkið hæzt.
Hún varð skíðadrottning íslands
á landsmóti í Reykjavík árið
1947 og hefir auk þess unnið
fjölda sigra á mótum víðsvegar
á landinu. Bróðir hennar Rögn-
valdur hefir verið í fremstu röð
skíðamanna um margra ára
skeið.
Fjórði sonur Gottskálkshjóna
er ÞORSTEINN og má segja hið
sama um hann og Rögnvald.
Einn af sonum hans, Jón að
nafni, á fertugsafmæli þann 27.
þessa mánaðar og með því, að
Framhald á bls. 22.
* Rauðmaga-eftirspii
kallar H. G. þetta bréf til
Velvakanda.
— Kauptu fisk í laugar-
dagsmatinn.
— Hvaða tegund?
— Það gildir einu. Allur
fiskur er svo miklu ódýrari
en kjöt. Þannig ályktaði frú-
in og ég snaraðist út í vor-
goluna.
Leið mín Iá fram hjá kjöt-
búð, þar sein blasti við aug-
lýsingaspjald í glugga:
„Lambakjöt kr. 19.10 kg.“ Ég
hugsaði: Satt er það að hin
fróma, dýrt er kjötið. En mér
fellur fiskur ákaflega vel til
matar, einkum þegar ég næ í
hann óskemmdan eftir með-
ferðina, þið skiljið hvað ég á
við.
Ég arkaði beint til fisksal-
ans og spurði: — Hvað áttu í
matinn.
—t Afvatnaðan sal'tfisk hann
er fínn: Ég hnusaði af bita
og hugsaði: Ekki laus við að
vera vatnsúldinn. Hvað
fleira?
— Togaraýsu (mér sýndist
hún kramin og þvæld). Sígna
grásleppu og ....
— Hvað kostar hún? greip
ég fram í.
— Hún er dýr, sagði fisk-
salinn, en hér á ég nýjan
rauðmaga, gerið svo vel, 9
kr. stykkið.
— Ha, hvað kostar kg?
— Ekki seldur eftir vigt.
— Jæja, það var skrýtið.
Fisksalinn snéri sér að konu
og sagði: Hvað vilt þú. Ég
má ekki vera að því að standa
í svona h.... rövli.
Ég byrsti mig og sagði: —
Þrjá rauðmaga, þá starfstu
sem þú hefur, og það á 9 kr.
stykkið. Ég vil ekki neinar
píslar. Loks fékk ég tvo litla
grámaga og einn minni rauð-
maga. — 27 kr., takk....
FERDIIM AIMR
☆
l" ’>l'
♦ Með blöðum og
öllu saman
Ég fór beint heim og brá
fiskinum á eldhúsvigtina kær.
lega umvöfðum af fisksalan-
um í 8 dagblöð, sennilega
gatlesnum svo óhrein voru
þau. Og allur þunginn reynd-
ist vera 2,8 kg eða tæpar 9.65
pr. kg.
— Þú verður að taka utan
af þessum hræðilegu skepn-
um, sagði frúin. Sjá hvernig
þetta lítur út.
Ég svipti umbúðunum utan
af fiskinum, bæði þeim sem
fisksalinn lagði til og guð gaf,
og eftir skamma stund lágu
þessir litlu kroppar fyrir
framan mig á borðinu. Ég brá
þeim aftur á vigtina, hálf.
hræddur um að þeir hyrfu mér
annars með öllu. Þeir vógu
allir 800 gr. Þá loks skildi ég
hvaða mistök ég hafði gert.
Fiskurinn kostaði mig kr. 33.75
kílóið.
• 33.75 kílóið
Sá sem ekki borðar hvelj-
una, hendir henni meira að
segja áður en hann sýður
rauðmagann, veit ekki hvað
rauðmagi er, og ætti ekki að
eyða svo miklum peningum
. í að kaupa hann aftur. Rauð-
magi er einhver bezti matur
sem Velvakandi fær á við
hvaða lambakjöt sem er, þ.
e. a. s. ef hann er nýr og
með þangbragðinu í hvelj-
unni. En þvældu dagblöðin
mættu að ósekju missa sig
utan um þessa fæðu.