Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagtir 14. maí 1961
MORGVNBLAÐIÐ
17
— Ferðaþættir
frá Spáni
Framhald af t>ls. 10.
Ihöfn til Fnamlkf'urt. Um þet'ta
var ekiki að fást, ég hafði
Sheimilisíang skrifstofu SAS í
Falma og þangað átti ég að
snúa mér til þess að leita eft-
ir tösku minni. Það þýddi því
ekki að hafa frekari áhyggjur
úit af þessu, ég var kominn
itil hins suðræna sólarlands
og nú var að njóta þess sem
það hafði uppá að bjóða. Á
hótel Capitol í miðri höfuð-
horg Malloroa beið mín mat-
ur og gott rúm. Ég var feginn
hvíldinni, á mongun skyldi
horfa á nautaat, þjóðaríþrótt
Spánverja, en frá því hef ég
eikýrt í annarri grein hér í
Iblaðinu.
I hringiðu næturlífsins
Að kvöldi 2. páskadags, eft-
ir að við höfðum horft á hið
sesispennandi mautaat, taldi
fararstjóri oikikar heppilegt að
menn lyftu sér upp og heim-
sæktu nokkra skemmtistaði
borgarinnar. E'kki er að efa
«ð þetta hefur verið heppileg
ráðstöfun, því að ekki var
laust við að sumum væri 6-
mótt eftir að hafa horft á
hinn svaikafengna leik við
dauðann.
f>að er vart ástæða til að
lýsa sk emm tist ö ðunum í
Pakna, þeir eru niauðalíkir
öðrum svipuðum stöðum víðs
vegar 1 Evrópu, nema hvað
skemmtiatriðin eru fyrst og
fremst spænsk, aðallega
spænskir dansar, þar sem skó
hælum og kiastanettum er
ske.llt af mikilli fimi og list.
í kjallara undir einum næt-
urklúbbnum sýndu sígauna-
dansmeyjar listir sínaæ og var
sá staður nok'kuð frábrugðinn
hinum. Lanigur myndskreytt
ur gangur lá niður í vistar-
veru þessa, en þar inni var
fremur þröngt, nofekur borð
með veggjum, en sigauna-
dömurnar sveifluðust í hring
á gólfinu fyrir framan borðin
og sungu og dönsuðu. Eftir
að hafa skemmt dkkur nokkra
stund, vildu þær ólmiar kenna
óklkur að skella kastanett-
um sínurn og jafnvel kenna
okkur að dansa og syngja.
Ekki fyrirfundust þó í oikfcar
hópi svo ákafir hljómlistar-
unnendur að þá fýsti að læra
kúnstir þeirra.
I Klukkan mun hafa verið
um það bil tvö um nóttina,
er við ferðalangarnir gerð-
umst þreyttir á spönslkum
dönsum og suðræinum freyði-
vínum og héldum heim til
næturhvíldar.
Taskau fundin
Næsta dag var lífinu tekið
með ró. Fyrsta gleðifregn
dagsins var að taskan mín
væri komin í leitirnar. Ég gat
því haft fataskipti og tekið
upp léttari klæðnað. En sikein
sól í heiði og hitiinn var hart-
nær 30 stig. í apríl getur hit-
inn á Balear-eyjunum jafn-
vel komizt upp í 26 stig, en
einnig er til að hann sé eklki
nema tvö stig. Að þessu sinni
var óvenju heitt á Mallorca.
Ekki hafði komið dropi úr
lofti frá því í janúarmánuði
og bændur á sunnanverðri
eyjumni, þar sem kornakrar
eru mestir, voru teknir að
örvænta um uppskeruna.
Jafnaðarlega eru 11 regndag-
ar í apríl, 9 í marz og 11 í
febrúar. Veðurfar vax því að
þessu sinni mjög óvenjulegt.
Hvern daig var hiitinn frá 23
og upp í 30 stig. Sólarstundir
eru að meðaltali 7 í aprílmán
uði en hafa án efa verið fleiri
þainn tíma sem við dvöld-
uiinst þarna, því að heita mátti
að aldrei drægi fyrir sólu þá
10 daga, er ferðamannahópur
inn íslenzki dvaldi á MallO'rca.
Á íslenzku heimili í
Palma
Strax og ég kom til Palma,
hitti ég ágætan íslending,
sem þar er búsettur, Helga
Lárusson frá Kirkjubæjar-
klaustri á Síðu. Helgi hefur
nú dvalizt á Mallorca í rúm
4 ár. Hann er nú ræðismaður
SAS-afgredðslunnar og leita
okkar þar og ljúka allir upp
einum munni um gestrisni
hans, góðvild og fyrirgreiðslu
við íslendinga, sem sækja á
þessar suðrænu slóðir. I>að
var síðari hluta dags að við
Helgi vorum á gangi um mið-
borgina og var hann að sýna
mér og segja frá helztu stöð-
um og byggingum þar. Við
rákumst þá á Helga Skúlason,
augnlækni á Akureyri og frú
hans, þar sem * þau sátu á
útiveitingastað og hvíldu lú-
in bein eftir gönguferð um
borgina. Heliga Lárussyni
fannst þá tilvalið að bjóða
okfcur, þessum þremur Akur-
eyringum, heim til sín til þess
að rabba við hann ofurlitla
stund. Við tökum boðinu, feng
um okkux leiguvagn og ókum
heim til han,s. Hann býr í
fallegu húsi í útjaðri borgar-
innar. Það er dæmigert fyrir
hús þau, er vel stæðir Spán-
verjar nota til íbúðar á þess-
um slóðum. Fyrri eigandi þess
var sikipstjóri. Fyrir framan
húsið er smefcklegur aldin-
garður, þar sem glóaldin
hanga á trjánum og gangstíg
ar flétta sig milli rósabeðanna.
Úr garðinium er gengið beint
inn í rúmgóða setustofu en
inn af henni er ámóta stór
borðstofa, Taka má burtu milli
vegginn milli stofanina og
gera báðar að dálitlum sal.
Út frá stofunum til beggja
handa eru öðru megin eldhús,
bað og snyrting, síðan tvö
herbergi, annað svefnherbergi
en hitt skrifstofa Helga. Hinu
megin er stórt og rúmgott
svefnherbergi, sem nánast
getur talizt oíurlítil setustofa
um leið. Auk þess eru þeim
megin tvö önnur íbúðarher-
bergi.
Glóaldin og íslenzkar
jöklamyndir
Við bakhlið hússins er ann-
ar giarður, vaxa þar ýmsar
matjurtir, svo og eru þar
sítrónutré og vínviður fléttar
laufþaki yfir mikinn hluta
garðsins. f bakhúsi er þvotta-
hús og smyrtiherbergi, eiinn-
ig ofurlítið íbúðarrými. Fram
við götuna er sjálfstæð bygg-
ing. Er þar bílskúr en uppi á
þaki hans sólskýli.
Við höfðum mikla ánægju
að koma á þetta eina íslenzka
heimili í Palma. Þar var á
skemmtilgean hátt blandað
saman íslenzku og spænsku
stofuskrauiti. Þar héngu á
veggjum suðræn listaverk og
litmyndir frá ýmsum löndum
heims en á milli voru fallegar
myndir heiman af íslandi, þar
sem sáust gamlir bóndabæir,
hribaleg fjöll og jöklar. Einn-
ig voru ýmsar fjölskyldumynd
ir, líkt og tíðkast á sveita-
býlum hér heima. í þessum
hlýlegu húsakynnum dvöld-
umst við með húsráðanda
nofckra stund, röbbuðum við
hann um heirna og geima og
nutum gestrisni hans. Það var
ánægjulegt að síðasta dvöl
Okkar á Mallorca var einnig í
þessu húsi, því allur ferða-
mannahópurinn sat kvöldboð
á heimili Helga í sameiginlegu
boði hans og ferðaskrifstof-
unnar Sunnu.
Hjá forstjóra fer'ðamála
En ég átti eftir að njóta enn
meiri fyrirgreiðslu Helga
Lárussonar, ræðismanns okk-
ar. Við Guðni Þórðarson fór-
um með honum til forstjóra
ferðamália á Balear-eyjunum,
Saiz að nafni. Er þetta annar
æðsti máður eyjanna, enda
ekki að furða, þar sem aðal-
atvinnuvegur eyjaskeggja er
þjónusta við ferðamenn í ýms
um myndum. Segja má raun-
ar að nær hver einasti rnaður
lifi beint eða óbeint á ferða-
mönnum. Guðni' Þórðarson
færði forstjóranum íslenzka
hvaltönn að gjöf en að þeirri
athöfn lofcinni gafst mér tæki-
færi til að leggja ncvkikrar
spurningar fyrir senor Saiz.
Hann saigði ferðalög til Mall-
orca, sem nýtur langstærsta
hluta af ferðamannastraumn
um til Balear-eyjanna, fara
stöðugt vaxandi. Það sem af er
þessu ári er ferðamanna-
straurfflurinn 32% meiri en
var á s. 1. ári. Á Mallorca geta
gist 25—30 þúsund ferðamenn
í einu, þar eru 22 þúsund
hótelrúm og nú eru þar í
byggingu 62 ný hótel. í fyrra
komu yfir 400 þúsund manns
til eyjarinniar og dvöldust þar
í 3.776,525 daga samtals. Lang
flestir vilja dveljast niður við
ströndina og njóta sólarinnar
á baðströndinni. Á árinu 1960
skiptu útlendingar peningum
í bönkum, sem svaraði 1600
millj. peseta.
Ferðamaðurinn
eyðir 350—400 kr. á dag
Gert er ráð fyrir að hver
ferðamiaður eyði sem svarar
4—500 pesötum daglega, en
það eru 300—375 kr. á dag.
Mallorca ein tekur til sín
10% af öllum ferðamanna-
straum sem til Spánar liggur.
Hefur þó meginland Spánar
mun betri aðstöðu, þar sem
þangað liggur gifurlegur bíla-
straumur norðan úr Evrópu.
í fyrra voru alls 11000 flug-
vélalendingiar í Palma og af
þeim rúmlega 400 þúsund
m'anns, sem þangað komu,
Ikomu 300 þúsund þeirra með
flugvéluim. Hinir komu með
skipum, flestir frá Barcelona.
Á Malloroa búa 350 þúsund
íbúiar. Ferðamennirnir árlega
eru því allmiklu fleiri heldur
en íbúatala eyjarinnar.Eyjan
er aðeins 3400 ferkílómetrar
að flatarmáli og er óhætt að
segja að hver blettur hennar,
sem möiguileiki er að láta
nokkurn gróður vaxia, sé nýtt-
ur. Á norðurhluta eyjarinn-
ar eru allhá fjöll og hlíðar
þess grýttar og gróðursnauð-
ar. Þar hafa eyjaskeggjar
byggt stalia, víða eins þétt
og kostur er í hlíðunum, og
af stöllunum hafa þeir pælt
upp grjótið og notað það í
veggi en síðan grdðursett
allskonar nytjagróður á stöll-
unum. Suðurhluti eyjarinnar
er hinsvegar að mestu sam-
feldur akur. Með hæfilegu
millibili eru þó gróðursett
aldirntré um alla akrana. Þann
ig er jarðveggurinn nýttur til
fullnustu.
Við kveðjum hinn langleita
spánska forstjóra ferðamália
og látum okkur nægja þessar
upplýsingar, en sjón verður
sögu ríkari, þegar við höldum
í ferðalög um eyjuna. Á morg
un ætluim við þvert austur
yfir Mallorca til hafnarbæjar
ins Porto Cristo en þar mun
án efa margt að sjá. — vig.
Ford Taxar 1960
Útvegum Ford taxa 1960 frá USA. Venjuleg skifting,
6 cyl., góð dekk, óskemmd boddy og áklæði.
BRIMNES H. F.
Mjóstræti 3 — Sími 19194.
HúsvörSur óskast
í verksmiðjubyggingu okkar að Sætúni 8, I Reykja-
vík. Ókeypis íbúð með síma, rafmagni og hita fylgir
starfinu. — Hentugt starf fyrir barnlaus hjón. —
Umsóknir með upplýsingum um nafn, heimilisfang,
aldur, fyrri störf, fjölskyldustærð og annað, sem
máli skiptir, óskast sendar sem fyrst til skrifstofu
okkar að Hafnarstræti 1, Reykjavík.
Kaffibrennsla og Kaffibætisverksmiðja
O. JOHNSON & KAABER H.F.
II
i
i
I
I
í
I
s
i
I
s
I
i
i
I
«
i
I
I
Höfum o^nað
% ■
Skóverzlun
%
UNDIR NAFNINU
Skóval
AUSTURSTRÆTI 18. (EymundssonkjaUara)
Kvenskór frá Englandi, margar gerðir
Karlmannsskór, margar gerðir, tvær breiddir.
Þar á meðal ódýrir karlmannasandalar og
ódýrir sumarskór, gataðir.
Ennfremur seljum við barnaskófatnað,, unglinga-
skófatnað, strigaskófatnað og gúmmískófatnað.
Komið, skoðið og kynnið yður hið stórglæsilega
úrval.
Skóval
AUSTURSTRÆTI 18. (Eymundssonkjallara)
i
í
i
i
s
«
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i