Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. maí 1961 ' Mary Howard: - - Lygahúsiö - frænka sé ekkert hrifin af böm- um.... og hvaSa ástæSa væri líka til þess? Hún hefur engin átt sjálf. En þegar mamma dó og pabbi var í fangabúSum, lofaSi hún mömmu, aS hún skyldi allt- af sjá mér farborSa, og þaS hef- ur hún líka gert V-____________________________ Þetta var síSasta daginn fyrir sumarleyfið í skóla frú Gunther, og allir nemendurnir voru önn- um kafnir að koma fyrir dótinu sir.u. Nemendur frú Gunther voru af ýmsu þjóSerni, en eitt áttu þó allar þessar stúlkur sameig- inlegt: þær voru af ríku foreldri. Allar nema Stephanie Cameron, og ef hún hafði ekki eins mikla vasapeninga og stöllur hennar, þá borgaði móðursystir hennar, frú Courtney, að minnsta kosti skólagjöldin hennar og sendi henni mikiS af fínum, gömlum fötum. í>að var nú líka dálítið í munni að vera náskyld frú Courtney, sem var alþekkt heimsmanneskja og fegurðardís. Sally Rowland gaut öðru hverju auga til Stephanie, þar sem hún lá á hnjánum við að láta niður í kofortið sitt. Þær höfðu > 1 4---------------- verið herbergisfélagar í tvö ár, eða allan skólatíma sinn hjá frú Gunther og nú var þetta síðasti dagurinn þeirra sem nemenda þarna. En Stephanie bar ekki við að láta niður dótið sitt. Hún sat og las í bók. Hún var grannvaxin stúlka, með fjörleg blá augu, sólbrennd og með svart hár, sem hún hafði sleikt aftur og undið í hnút í hnakkanum. Hún leit nú upp, sá forvitnis- svipinn á Sally og sagði: — Hvað gengur að þér, Sally? — Hversvegna ertu ekki að láta niSur? hraut út úr Sally. Stephanie lagði frá sér bókina. —Það er nú óþarfi ef maður ætlar ekkert að fara, sagði hún lágt, — og ég ætla ekkert sér- stakt að fara. — Því kemurðu ekki og verð- — (Skdldsaga) ——' + ur hjá mér? sagði Sally með á- kafa. — Mamma er búin að leigja hús suður á Miðjarðarhafsströnd — í Beaulieu — fyrir næsta mán uð. Ég veit mér leiðist þar alveg hræðilega. Stephanie brosti og hristi höf- uðið. Hún hafði áður verið hjá Sally og vissi ofurvel, að mamma hennar frú Rowland, sem var svo ströng var ekkert yfir sig hrifin af systurdóttur frú Court ney. — Það gæti náttúrlega verið gaman, sagði hún, áhugalaust. — Sólskin og hópur af ungu fólki. Sally starði á hana. Jú, ekki vantar það. Úrvalsfólk! I>ú veizt ekki hvað það er að láta alla kunningja sína þurfa að ganga undir rannsókn, áður en maður má tala við þá. Þú ert eina raun- verulega vinstúlkan, sem ég hef nokkurntíma átt. Pabbi er frá öldinni sem leið. Viltu trúa að hann hefur aldrei talað við syst- ur mína síðan hún strauk að heiman. — Það er nú ekki von, að hann sé hrifinn af því sagði Stephanie — Það hefði bara aldrei orðið ef hann hefði ekki komið svona skammarlega fram við Gillian og Clive til að byrja með, bana af því að þau voru eignalaus þá. Hann er harðstjóri! Stundum langar mig til að strjúka að heim an, bara til að stríða honum. Þú ættir að koma til Beaulieu og verða mér svolítið til skemmtun- ar, Stevie. — Þetta er auðvitað fallega boðið af þér Sally, en þú veizt, að ég verð að bíða hér um kyrrt, þangað til ég fæ boð frá henni frænku. — Ég veit það, svaraði Sally gremjulega. Hún reis upp og fleygði sér í stól. Hún var lítil stúlka heldur snotur en feitlag- in. Hún hafði fengið strangt upp eldi og var því móttækileg fyrir alla þá vináttu, sem aðrir sýndu henni. Þær stöllurnar voru jafn- aldra, en Stephanie fannst alltaf hún sjálf vera miklu eldri en Sally sem var svo óstöðúg í sér og hrifnæm. — Þú veizt vel, að það er alls ekki af því, að ég vilji ekki vera hjá þér, Sally, sagði Stephanie, — heldur er það af því, að nú þegar ég er útskrifuð héðan úr skólanum, þykist ég alveg viss um, að Karólína frænka vilji fá mig fyrir einkaritara. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið ætl un hennar. — Hvað er la»gt síðan þú hef- ur hitt hana? spurði Sally af for vitni. — Þrjú ár. Hún hefur verið í Ameríku allan þann tíma. — Jæja, mér finnst nú hún fara fremur með þig eins og skít inn, sem hún treður á, en sem systurdóttur sína. — Sally! Stephanie leit á vin- stúlku sína vingjarnlega en um leið með nokkurri gremju. — Þetta er ekki sanngjarnt af þér, Sally. Ég held að Karólína Hún þagnaði og hugsaði til föð ur síns, sem hún hafði aldrei séð í öll þessi ár. — Ég veit, að hún hefur aldrei búið mér neitt heim ili.. og hvernig ætti það líka að vera, eins og hennar lifnaðarhætt ir eru? En hún hefur kostað mig og klætt og borgað fyrsta flokks skólagöngu fyrir mig, svo að nú er það ekki nema sanngjarnt, að ég reyni að minnsta kosti að end urgjalda henni það á einhvern hátt. . — Hmmm. Sally lét ekki sann færast. í hennar augum var vin- stúlka hennar einskonar róman- tísk Öskubuska. Hún vissí vel, að Karólína Courtney hlaut að vaða í peningum, með sín tvö auðugu hjónabönd að baki, og nú í opin- berri vináttu við forríkan mann. — Sástu blaðið í morgun? spurði hún. — Nei.. Röddin í Stephanie setti sig í einskonar varnarstell- ingu, Þegar Karólína komst í blöðin var það venjulega af ein- hverju forvitnilegu tilefni. — Er þar eitthvað um Karólínu frænku? — Það er nú ekkert voðalegt. Sjáðu.. Stephanie leit á mynd- ina af hávaxinni og skrautbúinni konu, ljóshærðri. „Myndin var tekin af frú Court ney í New York í gær“ Xas hún upphátt. „Hún ætlar innan skamms að setjast að í húsi sínu á Miðjarðarliafsströndinni. Frú Courtney sagðist ekkert hafa um það að segja, er hún var spurð um langvarandi kunningsskap sinn við Charles Jerome, hinn þekkta auðjöfur. Hr. Jerome mun verða í gestahóp hennar í Frakk- landi, og orðrómur er uppi um það að frú Jerome sé að gera ráðstafanir til hjónaskilnaðar". — Hvað er hún gömul? spurði Sally. — Ég býst við, að hún sé svona fjörutíu og fimm ára, svaraði Stephanie. — Hún er falleg, sagði Sally. — Engin furða, að milljónarar geti orðið hrifnir af henni. Jæja, þú veizt þá að minnsta kosti, að hún verður í Evrópu í sumar. Það var barið að dyrum og ein þjónustustúlkan kom inn. — Bréf til yðar, Maddemoiselle. Stephanie þakkaði henni og tók bréfið. Hún kom þegar í stað auga á New York póststimpilinn og hrafnasparkið hennar Karó- línu frænku. Hún glotti til Sally. — Þetta mátti víst ekki seinna vera! Ég var fsarin að halda, að frænka væri alveg búin að gleyma til- veru minni. Jæja, við skulum sjá, hvað hún segir. „Elsku Stephanie" hófst bréf- ið. „Ég legg hér innan í ávsun fyrir farinu þínu til Nice. Ég flýg til London eftir nokkra daga, og held síðan áfram til Par ísar, en ég ætti að verða komin til Roque d’Or eftir svo sem þrjár — fjórar vikur“. „í þetta sinn kem ég ekki með ungfrú Purcell með mér. Mér hefur fundizt hún heldur seinlát í seinni tíð og ég vona, að þú sért nú tilbúin að taka við af — Jerry, ég er að Xtringja til að spyrja hvort þú hafir séð nokkirar Goody-goo auglýsingar við Straumá! — Já, Markús, þær er.. hér út um a.Ht .... En ég skil þetta ekki. Hverisvegna eru þeir að setja þær upp hérna úti í óbyggð — Ég veit það ek'ki Jerry! í aðalstöðvum náttúrufriðunar félagsins. — Vissulega Mlaifkús. okkur berast kvartanir og ljósmyndir .....Þeir setja upp Goody-goo auglýsingar á afsikekiktum stöð- um um allt land. aiútvarpiö Sunnudagur 14. maí 8:30 Fjörleg músík að morgni dags. 9:00 Fréttir. 9:10 Vikan framundan. 9:25 Morguntónleikar: (10:10 Veðurfregnir). a) Sinfónía nr. 92 í G-dúr (Ox- ford-sinfónían) eftir Haydn (Ríkishljómsveitin 1 Vínar- borg leikur; Hermann Scher- chen stjórnar). b) Andrés Ségovia leikur á gít- ar verk eftir Bach. c) Peter Pears syngur brezk þjóö lög í útsetningu Benjamin* Britten. d) „Symphonic Studies" eftir A1 an Rawsthorne (Hljómsveitin Philharmonia; Constant Lam- bert stjórnar). 11:00 Messa í hátíðasal Sjómannaskól- ans (Prestur: Séra Jón Þorvarð- arson. Organleikari; Gunnar Sig urgeirsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:00 Erindi: Afstaðan milli kynslóð- anna (Dr. Matthías Jónasson pró- fessor). 14:00 Miðdegistónleikar: Útdráttur úr óperunni „Halka** eftir Staislaw Moniuszko (Pólsk- ir listamenn flytja undir stjórn Walerian Bierdiajew. — t»or- steinn Hannesson skýrir verkið). 15:30 Kaffitíminn: a) Magnús Pétursson og félagar hans leika. b) Ray Martin og hljómsveit hans leika. 16:30 Veðurfregnir. — Endurtekið efnit a) Erindi dr. Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar: Haust f Þjórsárdal (Áður útv. 26. marz). b) Píanókonsert nr. 1 í fis-moll eftir Rachmaninoff, leikinn af Svjatoslav Riehter og sinfóníu hljómsveit rússneska útvarps- ins. (Áður útv. 6. apríl). 17:30 Barnatími (Skeggi Ásbjamarson kennari): a) Ölafur Jónsson syngur fáein vor- og sumarlög. b) Lilja Kristjánsdóttir frá Braut arhól flytur sögu um kisurn- ar sínar. c) Sigríður Guðmundsdóttir (10 ára) leikur þrjú lög á píanú. d) Elfa Björk Gunnarsdóttir les tvær frásagnir eftir Viktoríu Bjarnadóttur: Frá löngu liðn- um árum. e) „Táp og fjör og frískir menn'*. leikþáttur fluttur af skóla- börnum á Selfossi. 18:30 Miðaftanstónleikar: Hljómsveit Guy Luypaerts leikur lagasyrpu eftir Richard Rodgers. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 19:45 Stillið viðtækin! — Verkfræð- ingur útvarpsins, Stefán Bjarna- son, leiðbeinir hlustendum. 20:00 Píanótónleikar: Rögnvaldur Sig- urjónsson leikur „Wanderer- fantasíu" op. 15 eftir Schubert. 20:20 Erindi: Með vínbændum og fiskl mönnum á Portúgalsströnd —• (Guðni Þórðarson framkvæmda- stjóri). 20:45 Balletttónlist: „Fagra Dóná" eft- ir Johann Strauss (Filharmoníu- sveit Lundúna leikur; Jean Mat- inon stjórnar). 21:15 Gettu betur!, spurnlnga- og skemmtiþáttur undir stjórn Svav ars Gests. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 15. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Garð ar Svavarsson. — 8:05 Morgun- leikfimi: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pét- ursson píanóleikari. 8:15 Tónleiíc ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir), 12:00 Hádegisútvarp: — Tónleikar 12:25 Fréttir. — 12:35 Tilkynning ar. — 12:55 Tónleikar). 13:15 Búnaðarþáttur: Um matjurta- rækt (Öli Valur Hansson ráðu- „ nautur). 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. -- 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum# 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 20:20 Einsöngur: Einar Sturluson syng- ur; Fritz Weisshappel leikur und- ir á píanó. a) Tvö lög eftir Bjarna Þorsteins son: „Vor og haust" og „Kirkjuhvoll". b) Tvö lög eftir Jón Laxdal: „Syngið, syngið svanir mínir'* og „Ljúfar, ljósar nætur". e) Tvö lög eftir Franz Schubertf „1 kvöldroða" og „Unaður". 20:40 Erindi: Yosemite-þjóðgarðurinn f Kaliforníu (Þórður Kárason lög- regluþjónn). 21:05 Tónleikar: Sónata fyrir selló og píanó op. 119 eftir Prokofieff (Mastislav Rostropovitsj og Svato slav Riehter leika). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft- ir Sigurd Hoel; III. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). °a 00 Dagskrárlo>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.