Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1961, Blaðsíða 5
f Sunnudagur 14. maí 1961 MORCVWBLAÐ1Ð 5 MENN 06 = MAi£FN/ = EF HANN hætti að grefa meiri- hlutann af tekjum sínum myndi Mario Moreno gera miklu meira en tryggja sér þægilega ellidaga. En eins og stendur verður hann að láta sér nægja fimm hús og 8000 sterlingspund á viku. Hvað föt snertir er hann heldur ekki á flæðiskeri staddur, því að hann á um 300 skyrtur og álíka marga alfatnaði og ekki á hann í vandræðum með að ferðast, hann á sjö einkabif- reiðar og eina flugvél. Við þekkjum hann betur, sem Cantinflas, skopleikarann, sem lék eitt aðalhlutverkið í „Umhverfis jörðina á áttatíu dögum“. Eins og áður er sagt, fara ekki allir peningarnir, sem hann vinnur sér inn til eigin þarfa. Hann hefur gefið fé til bygginga á skóhim, sjúkrahús um og elliheimilum og þar að auki skemmtir hann tvisvar í viku í þáigu friðar í heim- inum. í tuttugu ár hefur hann leik- ið í uppundir jafn mörgum kvikmyndum, sem hans eigið kvikmyndafélag hePur gert. Sumar þeirra hafa hlotið mjög miklar vinsældir. Mexíkóbúar veðsetja jafnvel föt sín og aðr- ar eignir til þess að geta keypt aðgöngumiða að þeim. Þetta varð svo illa séð af yfirvöld- unum, að á mörgum stöðum varð að loka búðum veðmang- aranua daginn áður en Cantin flas-mynd var frumsýnd. Til sama ráðs er einnig gripið áð- ur en miklir leikar fara fram í nautaatshringnum. Upprunalega var Cantinflas gott nautabanaefni og hafði eiginlega hugsað sér að ná langt á þeirri braut. Hann sagði, að nautaat væri eina greinin, þar sem menn væru í stöðugri lífshættu. Það er aldrei hægt að vita hvað kem- ur fyrir, sagði hann, hvert skipti er ólíkt hinum fyrri. En maður veit að nautið verð- ur að deyja og með því að deyja skapar maður fegurð. Samt virðist sem Cantinflas hafi sagt skilið við þessa kenn -■•T-innnr ingu, því að þegar hann fer inn í hringinn, sem skopleik- ari, deyðir hann aldrei fórnar- dýrið. Þvert á móti notar hann óspart skopleikarahæfileika sína í hringnum og notar naut- ið, sem óviljugan mótleikara. Þetta vekur auðvitað mikla hrifningu áhorfenda. í hlutverkum sínum vill Cantiflas ekki að neitt komi til að stöðva hinn jafna straum gleðinnar. Hann á ekki til há- tíðleika Chaplins. — Ég vil líta út sem hin eilífi bjartsýn- ismaður. Ef fólkið yfirgefur kvikmyndahúsið rólegt og ánægt, hef ég áunnið töluvert. Það er mjög mikilvægt að gest irnir haldi heimleiðis, með það á tilfinningunni að heimurinn sé nú ekki svo slæmur eftir allt saman. „Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum“ var fyrsta kvik- myndin með ensku tali, sem Cantinflas lék í og hann lærði ensku sérstaklega fyrir þá kvikmynd. Áður hafði hann afþakkað 15 tilboð frá Holly- wood. En hann gerði samn- ing við Mike Todd, með sínum ______ . eigin skilmálum. Todd hafði áhuga á Cantiflas sem nauta- bana, en Cantiflas hafði aðrar hugmyndir, hann vildi leika Passepartout — og það gerði hann líka. Hann er 43 ára gamall, yngst ur af sjö systkinum. Faðirinn var starfsmaður póstþjónust- unnar í Mexiko og fjölskyldan hafði sparað saman nægilega fjárhæð til þess að setja yngsta soninn til mennta. Hann átti að verða læknir, en forsjónin hafði aðrar áætlanir. Hann fékk sér aukavinnu í smáleikhúsi með náminu, og á einni sýningunni sá hann dans ara og varð strax sannfærð- ur um að hann gæti dansað betur og tókst að sannfæra leikhússtjórann um það. — Næsta sporið var að í ljós kom að hann var betri skop- leikari en sá, sem leikhúsið hafði á að skipa og þannig gekk það koll af kolli. Er Cantinflas nýr Chaplin? Þeir eru ekki líkir, en við skulum láta orð Chaplins hjálpa okkur: — Cantinflas er bezti skopleikari heimsins. í Marseilles, ber mlkið á því að allir vilja vera mestir. Þannig voru tvær telpur, sem hittust við höfnina. — Systir mín, sagði önnur, fór til Indlands og giftist fursta og er hún prinsessa alveg eins og Margrét. — Uss, sagði hin, það er ekk- ert miðað við systur mina. Hún fór til Egyptalands, giftist prinsi og er nú múmía á safninu í Kairo. ★ — Ég g>et ekki ímyndað mér hvernig þú ferð að því að fá alltaf peninga hjá manninum þínum. — Ó, það er ofur einfalt, ég segi honum aðeins, að ég skilji við hann og fari heim til mömmu Hann lætur mig alltaf fá Deninga fyrir farinu. Söfnin Listasafn fslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1,30—4 e.h. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—-10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — XJtibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Útibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daea frá kl. 13—19, nema laugardaga Sérlyndur maður fer að sínum mun- um; hann ilskast við öilu, sem hyggi- legt er. Djúp vötn eru orð af mannsins munni, renandi lækur, vizkulind. Munnur heimskingjans verður hon- um að tjóni og varir hans eru snara fyrir líf hans. Gjöf, sem maður gefur, rýmir til fyrir honum og leiðir hann fram fyrir stórmenni. Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá, sem hefir taum á henni, mun eta ávöxt b»unar. — Orðskviðirnir. | Gott herbergi 4 > -íneð skápum til leigu. — Beglusemi áskilin. Holtsgata 41, Ytri-Njarðvík. Lanchester bifreið 1946 til sölu. Þarf viðgerð- arf en er gangfær. Verð kr. 8 þús. Uppl. í síma 1724, Keflavík. Til sölu Bílskúr sem ný 2% tonns trilla. — Sími 1137, Keflavík. eða góð geymsla óskast til leigu. Uppl. i síma 10832. Síldarbátur með báttdekki fæst í skipt- um fyrir 25—35 tonna bát. Sími 17662. Stúlka óskar eftir almennri skrif- stofuvinnu eða símavörzlu. Sími 32105. 3—5 herbergja íbúð óskast sem fyrst í Hafnar- firði eða Vogunum. Kefla- víkurleið. Uppl.1 í síma 14728. 13 ára telpa óskar eftir að komast í sveit, vön sveitavinnu. — Uppl. í síma 33896 eftir kl. 19. Peysur í sveitina Næstu daga verða til sölu klukkuprjónapeysur og fl. á unglinga Sporðagrunn 4. Sími 34407. ÍBÚÐ ÓSKAST 3ja herb. íbúð óskast nú þegar. Helzt í nýlegu húsi. Árs fyrirframgreiðsla. — Tilb. sendist afgr. Mjbl. merkt; „1245“. Til sölu þýzk bamakerra. Uppl. í símum 37632 og 32215. Vélhjól til sölu, Linnetsstíg 8, Hafnarfirði. Til sölu með tækifærisverði nýupp- gerður ísskápur, 9 cubic- fet (Crossley) Verð kr. 3800. Til sýnis í Kaffi- brennslu Johnson og Kaab- » er Sætúni 8. 2—3 herbergja íbúð óskast. ’X'vennt í heimili, vinna bæði úti. Uppl. í síma 37879 kl. 4—7 sunnu- dag. Pússningasandur Góður — ódýr. Sími 50230. Keflavík 1 herb. og eldhús til leigu. ísskápur til sölu sama stað. Uppl. í síma 2375. Ingólfs Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. Hljómsveit Aage Lorange leikur. Dansstjóri Árni Norðfjörð. Aðgöngumiðasala frá kl. 8, sími 12826 ATH.: Dansað í síðdegiskaffitímanum í dag kl. 3—5. , Sextett BERTA MÖLLER leikur. MELAVÖUUR í dag (sunnudag) kl. 8,30 keppa KR — Þróttur Dómari: Halldór Sigurðsson Línuverðir: Páll Guðnason, Frímann Helgason Annað kvöld (mánudag) kl. 8,30 keppa Fram — Valur Dómari: Þorlákur Þórðarson Línuverðir: Baldvin Ársælsson, Sverrir Kjærnested Leikbókin fyrir sumarið 1961 fæst í veitingasölu vallarins Múrhúðun Tilboð óskast í að sléttpússa húsið Melabraut 32, Seltjarnarnesi. Upplýsingar gefur Þorsteinn Ólafs- son, Melhaga 16, sími 17223 og 19073.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.