Morgunblaðið - 29.06.1961, Side 2

Morgunblaðið - 29.06.1961, Side 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. júní 196i Verðbólga bitnar harð- ast á hinum efnaminnstu A L L T síðan núverandi ríkisstjórn gerði viðreisn- arráðstafanir sínar á sl. ári hefur Tíminn ekki þreytzt á að reyna að koma því inn hjá fólki, að ver- ið sé að innleiða hér á landi algjörlega úrelt efna hagskerfi, sem flestar þjóð ir heims hafi lagt allt kapp á að losa sig við. Síðast er þessi vizka höfð eftir miðstjórn Framsókn- arflokksins skömmu fyrir síðustu helgi. Og eftir að Kennedy tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur Tíminn sínkt og heilagt klifað á því, að hann miði efnahagsráðstafanir sínar sérstaklega við að byggja út ámóta „kreppukerfi“ og hér sé verið að taka upp. Hefur jafnvel helzt verið svo á Tímanum að skiljá, að Kennedy hafi til- einkað sér „framleiðslu- stefnu“ Framsóknarflokks- ins svo til óbreytta. Sannleikurinn er hins vegar sá, að auðvitað er miklu nær að kalla efna- hagsmálastefnu Framsókn- arflokksins úrelta og rang- snúna, (að svo miklu leyti sem um stefnu er að ræða, því að stefna hans er fyrst og fremst sú að viðhalda hér höftum og verðbólgu og hefur það sennilega aldrei komið bet ur í ljós en einmitt nú að undanförnu. IWW Erindi um Japan LANDFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur fund í hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík, föstudaginn 30. júni n.k. kl. 20,30. Þar mun Mr. Ric- hard H. Pongh frá Bandaríkj- unum flytja erindi á ensku um Japan, og jafnframt sýna lit- skuggamyndir þaðan. Mr. Pongh er verkfræðingur að menntun, sem hefur aflað sér alhliða þekkingar á náttúru- fræði. Hafa náttúruverndarmál verið aðalstarf hans um langt skeið. í Bandaríkjunum eru öfl ug samtök einstaklinga og félaga sem vinna að náttúruvernd og hefur Mr. Pongh unnið á vegum slíkra samtaka. Honum var boðið í fyrir- lestraferð til Bretlands og er nú á leið heim aftur. Á vegum Flug- félags íslands og Ferðaskrif- stofu ríkisins hefur Mr. -Pongh ferðast um svipað og erlendir náttúruskoðaðar hafa gert á veg um þessara aðila. í kvöld heldur hann erindi um náttúruvernd í Bandaríkjunum í hátíðasal Há- skólans og annað kvöld talar hann um Japan, eins og að fram an getur, á vegum Landfræði- félagsins. ' .. Á síðustu árum hafa öll þau lönd, sem átt hafa við svipuð vandamál að stríða í efnahags málum og við íslendingar, reynt að vinna bug á þeim með áþekkum ráðstöfunum og hér voru gerðar á sl. ári. í þessu sambandi má t.d. nefna Finnland, Frakkland, Grikk- land, Spán og Tyrkland, sem öll hafa á síðari árum gert efnahagsráðstafanir, sem sér- staklega hefur verið beint gegn höftum og verðbólgu og svipað mjög til viðreisnarráð stafana íslenzku ríkisstjórnar- innar. Hafa þær hvarvetna bor ið hinn bezta árangur, og í því landi, sem lengst er um liðið síðan til þeirra var grip- ið (Grikklandi, 1953), má segja, að þær hafi valdið al- gjörum straumhvörfum í efna hagsmálum. Það er svo auðvitað hrein fjarstæða að bera saman efna hagskerfi fslands og Banda- ríkjanna. Þau byggjast á ólík um lögmálum, og vandamál- in, sem við er að etja í þessum tveim löndum, eru gerólík að eðli. Bandaríkin eru háþróað iðn aðarland, sem ekki hefur náð eins miklum hagvexti og á að geta orðið. Stefna Kennedys hefur því fyrst og fremst mið að að því að örva þennan vöxt. Og sennilega er ekkert fjær stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahagsmáium en einmitt kauphækkunar- og verðbólgu stefna Framsóknarflokksins. Má glögglega sjá þetta á efna hagsmálastefnuskrá hennar, sem Kennedy lagði fyrir Full trúadeildina í febrúar s.l. Þar segir m.a. í kafla þeim, sem sérstaklega fjallar um fram- leiðni og stöðugt verðlag: „Við verðum nú öll að gera okkur ljósa þörfina fyrir efna hagsstefnu, sem gerir banda- rískri framleiðslu kleift að keppa með árangri við er- lenda framleiðslu. Við þolum ekki óheilbrigðar laiuna- og verðlagsbreytingar, sem valda hækkun framleiðslukostnaðar ins, veikja samkeppnisaðstöðu okkar á alþjóðavettvangi, þrengja um á vinnumarkaðin um og stofna efnahagslífi okk ar í voða“. Og nokkru siðar: „Við munum heidur ekki kaupa skammvinna efnahags- lega ávinninga því verði að stofna til óhóflegrar hækkunar á framfærslukostnaðinum — Verðbólgan, sem ætíð er hættulegust hinum efna- minnstu, mundi nú áreið- anlega hafa í för með sér alvarlega greiðlujafnðar- erfiðleika og þar með skaða efnahagskerfi hins vestræna heims. Orsakir verðbólgunnar eru margvíslegar. Nokkrum sinn um eftir stríðið hefur verðlag hækkað allverulega vegna þess að heildareftirspurnin var meiri en framleiðsiugeta okkar. Ríkisstjórnin vill ekki stuðla að slikri þróun og við munum beita hinum áhrifamiklu tækj um fjármálastefnu ríkisins og lánastofnana til þess að stöðva hana, ef hætta verður á henhi í framtíðinni". Kennedy leggur þannig á- herzlu á nauðsyn þess að kaup gjald og verðlag sé stöðugt og • varar við verðbólguþróun, sem alltaf komi harðast niður á hinum efnaminnstu. Á sama tíma beitir Framsóknarflokk- urinn sér fyrir því, að kaup- gjald sé spennt upp úr öliu valdi og verðbólgunni sleppt lausri á hina efnaminnstu. Ana /5 hnúlor\ j/y1 S V SOhnútar X Snjókoma * úii wm V Skúrír K Þrumur msss X KutíatkH H Hmt I NOKKIJÐ hefur rignt af lægð inni fyrir suðvestan landið. Fer hún hægt yfir, svo að fyr- ir norðan mun hlýna í bili. Á norður- og vesturhluta kortsvæðisins er fremur svalt en hlýtt suðaustantil. Er 20 stiga hiti í London Og 21 í París og þegar kemur sunn- ar og austar í álfuna er enn- þá hlýrra, t.d. 27 stig í Madrid. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi Sv-land, SV-mið og Faxa- flóamið: Hvass austan og rigning fyrst, SA stinnings- kaldi og skúrir á morgun. Faxaflói, Breiðafjörður og Breiðafjarðamið: Austan stinn ingskaldi og dálítil rigning fram á nóttina, SA kaldi og skúrir á morgun. Vestfirðir og Norðurland og miðin: Austan stinningskaldi eða allhvasst, þurrt veður fram eftir nóttu en lítils hátt- ar rigning á morgun. NA-land, Austfirðir og mið- in: Austan gola Og síðar kaldi, skýjað, sums staðar rigning þegar líður á nóttina. SA-land og miðin: Austan stinningskaldi og rigning fyrst. Sunnan kaldi og skúr- ir á morgun. Tiikynna skal flug yfir landamœri A-Þýzkalands Berlín 28. júní (Reuter-NTB) STJÓRN Austur-Þýzkalands til- kynnti í dag, að frá og með 1. ágúst yrðu allar erlendar flug- vélar sem búnar væru loftskeyta tækjum að fá leyfi austur-þýzkra yfirvalda til flugs inn og út yfir austur-þýzkt landsvæði. Verða flugvélarnar að tilkynna stjórnarvöldunum áður en þær fljúga inn yfir landsvæðið og verður þá aftur tilkynnt, hvort þeim sé það heimilt. Sama máli gegnir þegar flugvélar fljúga út yfir landamærin. Jafnframt mun stjórnin taka 50 austur-þýzk mörk sem leyfisgjald fyrir að fljúga inn yfir landið. Talsmaður vestur-þýzku stjórn arinnar í Bonn sagði í dag, að yj Jr, S Verður Sigurður fiskrannsóknaskip? FISKVEIÐIÞJtolR leggja nú mikið kapp á rannsóknarstörf varðandi fiskveiðar og fiskverk- un. Á bls. 6 í blaðinu er sagt frá nýju fiskirannsóknarskipi, sem Bretar eru að byggja. Mbl. hefur fregnað að Einar Sigurðs son, útgerðarmaður, hafi boðið íslenzku ríkisstjórninni togarann Sigurð fyrir fiski- og hafrann- sóknarskip. Togarinn er sem kunnugt er einn af stærstu togurunum, um 1000 lestir að stærð, rúmar 500 lestir af fiski og hefur kæliút- búnað. Vandaðar íbúðir eru í skipinu fyrir 48 menn, eins tveggja og fjögurra manna her- bergi. Skipið hefur 2300 hestafla dieselvél með skiptiskrúfu og Snjór í Skarðs- heiðinni FREGNIR að norðan bera með sér að í kuldunum undanfarið hafi snjóað í fjöll. í gær mátti sjá héðan úr Reykjavík, að nýfallinn snjór var efst í Skarðsheiðinni. gekk I6V2 sjómílu í reynsluferð. Skipið er útbúið öllum togút- búnaði og margháttuðum sigling ar- og fiskleitartækjum skv. nýj ustu kröfum og hefur skipið m.a. svokölluð stór síldarleitartæki. Flogið í dag EKKERT var flogið innanlands í gær, en í dag áætlar Flugfélag íslands að fljúga milli Egilsstaða Og Keflavíkur. Upppantað er í flugvélina báðar leiðir. Óráðið er, hvort flogið verður á morgun. ákvæði þetta mundi ekki hafa bein áhrif fyrir Vestur-Þýzka- land, því það eru aðeins banda- rískar, brezkar og franskar flug- vélar, sem annast áætlunarflug til Berlínar. Jafnframt er haft eftir áreið- anlegum heimildum í Vestur- Berlín, að ákvæðia gildi ekki um herflutninga og vöruflutninga herja Vesturveldanna í borginnL Drætti frestað hjá Krabbameinsfél. SÖKUM HINS óeðlilega ástands í atvinnumálum, hefur sala í siðasta happdrætti félagsins geng ið mun tregar en áætlað var. Hefur Krabbameinsfélag Rvíkur því fengið leyfi viðkomandi ráðu neytis til þess að mega fresta drætti í rúman mánuð, eða til 2. ágúst n.k. Vér treystum bæjarbúum til að styðja málefni vort, þrátt fyr ir þessa töf, með því að kaupa miða við happdrættisbílinn að Laugavegi 7. Krabbameinsfél. Reykjavíkur. Ný fiskbúð HAFNARFIRÐI: — f dag verður Opnuð ný fiskbúð að Hverfis- götu 56, þar sem áður var Palla- búð. Eigendur eru þeir Albert Magnússon og Oddur Jónsson, er áður ráku „Turninn". Hafa þeir félagar látið innrétta búðina á smekklegan hátt og er þar öllu haganlega fyrir komið. Auk fisks munu þeir hafa á boðstólum ýmiss konar niður- suðuvörur og kartöflur. Slysið við Hofsós VEGNA fréttar í blaðinu á þriðju dag um bifreiðarslys, sem varð rétt fyrir sunnan Hofsós á laug- ardagsmorgun, hafa tveir þeirra, er í slysinu lentu, komið að máli við blaðið. Telja þeir of sterkt til Orða tekið í frásögn blaðsins af slysinu, og meiðsli þess, er skarst í andliti, vera minni en frásögnin gefur til kynna. Enn fremur telja þeir bifreiðina hafa orðið fyrir mun minni skemmd- um en blaðið segir. Megi það teljast mildi forsjónarinnar, að ekki fór verr en skyldi um slys á mönnum. Þriðji maðurinn mun enn dveljast í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.