Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 * A SUNNUDAGINN var vígt nýtt félagsheimili, Aratunga, í landi Braut- arhóls í Biskupstungum. Er það hin glæsilegasta bygging, tveggja hæða, auk kjallara, með stór- um og björtum salarkynn- um og hið heppilegasta til allrar félagsstarfsemi. Félagsheimilið Aratunga í Biskupstungum. Þess skal getið að sökum verkfallsins var ekki hægt að ljúka utanhúsmálun fyrir vígsluna. IMýtt félagsheimili, Aratunga vígt í Biskupstungum Félagsheimilið Aratunga er reist á ákjósanlegum stað, nsegur jarðhiti er þar í jörðu og útsýni hið fegursta. Fyrstu áform um byggingu þess yoru gerð árið 1952 en af ýmsum ástæðum hófust framkvæmdir ekki fyrr en árið 1958. Höfðu hreppsbúar mikinn áhuga á þessum framkvæmdum allt frá byrjun og lögðu fram vinnukraft og fjárframlög til þess að hraða þeim sem mest. Er aðstaða til skemmtanahalds öll hin bezta, samkomusalur- inn rúmar um 300 manns í sæti, leiksvið er þar stórt og rúmgott og inn af salnum er eldhús með fullkomnum út- búnaði. í kjallara eru geymsl ur og búningsherbergi og loft hitunartæki, en á efri hæð í- búð húsvarðar og símstöðvar- herbergi, en ráðgert er að flytja símstöð sveitarinnar frá Torfastöðum í félagsheimilið. Auk þess eru á efri hæðinni herbergi fyrir bókasafn og fundahald. — Kostnaður við byggingu hússins mun vera rúmlega 3 millj. króna. Teiknistofa Gísla Halldórs- sonar gerði teikningar að hús- inu, en Traust h.f. lagði fram verkfræðilega aðstoð. Stefán Kristjánsson sá um tréverk, aðalmúrari var Axei Davíðs- son og Kaupfélag Árnesinga sá um raflagnir. Formaður eig endanefndar er Helgi K. Ein- arsson, bóndi á Hjarðarlandi en framkvæmdastjóri bygg- inganefndar var Þórarinn Þor finnsson, bóndi á Spóastöð- um. Mikill fjöldi Tungnamanna auk aðkomugesta var saman- kominn í hinu nýja samkomu húsi er vígsluathöfnin hófst kl. 2 á sunnudaginn. Sóknar- presturinn í Skálholti, séra Guðmundur Óli Ólafsson á Torfastöðum flutti prédikun og ræddi um nauðsyn þess að öll starfsemi, sem í framtíð- inni færi fram innan veggja hinnar nýju byggingar mætti einkennast af þeim hugsjón- um og félagsanda sem leitt hefðu til þess að ráðizt var í þessa framkvæmd. Kvaðst hann vona að Tungnamenn mundu leggja sig alla fram um að láta heimilið þjóna sín um eiginlega tilgangi, að leiða til aukins þróttar í meijn ingar- og félagsmálum sveitar innar og sporna við þeirri ó- heillavænlegu þróun sem gert hefur vart við sig í ýms- um héruðum, að ungt og efni- legt fólk legði á flótta frá bernskustöðvunum vegna til- breytingarleysis og ónógra tækifæra til að leiða hugann frá hinu daglega amstri sveita lífsins, við leik og dans í góð" um húsakynnum. Tungna- menn ætluðu að nota hið nýja og glæsilega heimili til félags- legra átaka sem byggð væru upp á rótum íslenzkrar sveita menningar. Að svo mæltu gaf séra Guð- mundur húsinu nafn, og heitir það nú Aratunga, kennt við Ara fróða Þorgilsson, upphafs mann íslenzkrar sagnaritunar, sem sótti fróðleik í æsku til Halls Þórarinssonar og Teits ísleifssonar á höfuðból- inu Haukadal í Biskupstung- um. Kirkjukór sveitarinnar söng á undan og eftir prédik- uninni, en síðan hófst kaffi- samsæti og báru konur úr kvenfélagi sveitarinnar fram veitingar, kaffi og ljúffengt meðlæti og var auðfundið að hvorki hafði verið sparað egg né smjör í deigið. Veizlustjóri var Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu og stjórn- aði hann jafnframt fjöldasöng, meðan setið var að borðum. Sungu viðstaddir fjölmörg al- þýðu- Og ættjarðarlög marg- raddað og af miklum þrótti. Margar ræður voru fluttar við þetta tækifæri af fulltrúum, hreppsnefndar, ungmennafé- lagsins og kvenfélagsins, en þessir aðilar eiga full- trúa í eigendanefnd hússins. Margir aðrir hreppsbúar tóku til máls svo og fulltrúar félaga Tungnamanna í Reykjavík og á Selfossi, sem færðu heimil- inu gjafir, og aðrir gestir, meðal þeirra Þorsteinn Einars son formaður félagsheimila- sjóðs og séra Eiríkur X. Eiríks son, formaður Ungmennafé- lags íslands. f lok fagnaðarins las veizlu- stjóri upp kveðjur og árnaðar óskir sem félagsheimilinu höfðu verið sendar og gat um ýmsar gjafir, sem því höfðu borizt. Lauk veizlunni um miðaftansbil en fyrsti dans- leikurinn var haldinn í félags heimilinu um kvöldið. Þórarinn Þorfinnsson, bóndi á Spóastöffum, framkvæmda- stjóri byggingarnefndar og Helgi K. Einarsson, bóndi á Hjarffarlandi, formaður eigendanefndar. Gagarin til London LONDON, 10. júlí — Gagarin geimfari kemur flugleiðis til London á morgun og er orffrónt- ur á krciki um aff Krúsjeff komi meff honum. Engin staðfesting hefur enn fengizt á því — og t fljótu bragði virffist þaff ótrúlegt, aff Krúsjeff komi þannig fyrir- varalaust. Gagarin er gestur fyrirtækis, Séff yfir hluta samkomusalarins í Aratungu. (Ljósm. Mbl.: Markús) sem aðstoðað hefur við uppsetn- ingu Rússlands-sýningarinnar miklu í London. Mjög strangur lögregluvörður verður hafður um Gagarin meðan hann dvelst í London, en þar mun hann dvelj- ast í rússneska sendiráðinu. Verð ur honum sýndur margs konar sómi, m.a. fær hann að hitta Macmillan. Misheppnað skot POINTARGUELLO, Kaliforníu, 10. júlí. — Bandaríkjamenn ætl- uðu í dag að senda upp fyrsta „viðvörunarhnöttinn“, sem færi á braut sinni yfir Sovétríkin. Skotið misheppnaðist. „Viðvörun arhnöttur“ þessi átti að verða sá fyrsti, sem gefið gæti hættu- merki, ef fjarstýrðum flugskeyt- um yrði skotið á loft í Sovétríkj- unum — til árásar á Vesturveld- in. Átti að senda hnöttinn upp með Midas III flugskeyti, en bil- un varð í því áður en það komst frá jörðu. i SMSTÍIM Sannleikurinn um vextina Á tímabili virtist svo sem bltfff stjórnarandstöffunnar ætluðu aff verffa óþreytandi viff aff hamra á þeirri falskenningu sinni, aff 2% lækkun útlánsvaxta mundi að fullu vega á móti útgjalda- aukningu atvinnuveganna vegna hinna gífurlegu kauphækkana, sem hér hafa orffið aff undaa- förnu, og því væri ekki þörf neinna annarra gagnráðstafana þeim til hjálpar. Lengi klifuffu þeir á, að „vaxtahækkunin ein mundi leysa allan vanda“, en nú um nokkurt skeiff hefur svo virzt sem þeir væru búnir aff átta sig á því, hvílíkri f jarstæðu þeir hafa haldiff fram í þessum efnum. Eftir nokkurt hlé á þessum á- róffri hefur hann nú aff nýju komiff fram á sjónarsviðiff, í auk- inni útgáfu, því að nú er því ekki einungis haldið fram, að vaxta- lækkunin „mundi leysa allan vandann“, heldur segir Tíminn sl. sunnudag að, vaxtahækkunin ein myndi gera meira en bæta framleiðslunni upp kauphækkun- ina“. Vegna þessara staffhæfinga er ekki ófróðlegt aff gera nokkurn samanburð á útgjaldaaukningu atvinnuveganna vegna kaup- hækkananna annars vegar og upphæff hugsanlegrar vaxtalækk unar hins vegar. Sé gert ráff fyrir, aff útgjalda- aukningin nemi sem svarar 18% kauphækkun munu útgjöld at- vinnuveganna hækka um a. m. k. 540 millj. kr. vegna hennar einn- ar á 1 ári, þar sem hvert 1% í kauphækkun er taliff jafngilda 30 millj. kr. útgjaldaaukningu. Hjá aðalútflutningsatvinnuvegi landsmanna, sjávarútveginum, er kauphækkunin þó jafnvel enn meiri, effa 20%. Heildarupphæff árlegra útlána viðskiptabankanna nemur nú з, 500 millj. kr. Vaxtatekjur þeirra af þessum útlánum eru и. þ. b. 350 millj. kr., svo aff 2% lækkun vaxtanna mundi nema u. þ. b. 70 millj. kr., sem sam- kvæmt útreikningum Tímans ætti aff vega á móti 540 millj. kr./ Aff vísu vill Tíminn ekki faU- ast á, að nema 6—7% af kaup- hækkununum séu urnfram greiffslugetu atvinnuveganna, en engu aff síffur væri þó um aff ræffa 180—210 millj. kir. útgjalda- aukningu umfram getu. En meff reikningssnilld sinni hefur Tím- inn fundiff út, aff 70 millj. kr. „geri meira en“ vega á móti þeirri upphæð! Zetkin um Ulbricht Sennilega er enginn kommún- istaleifftogi heimsins óvinsælli og hataðri en austur-þýzki forsætis- ráffherrann Walter Ulbricht. Á hverju sem hefur oltiff austan tjalds hefur honum þó ætíff tek- izt meff einhverjum ráðum aff standa af sér alla hreinsunarelda, sem þar hafa geisað. Er taliff, að skriffdýrsháttur hans gagnvart ráðandi mönnum í Sovétríkjun- um og algert miskunnarleysi gagnvart keppinautum sínum heima fyrir eigi mestan þátt í langlífi hans í valdastólnum. í sambandi við hinar miklu umræffur um Berlínarmálið um þessar mundir, rifjaði danska blaffið Information upp ummæli Klöru Zetkin, eins af stofnendum þýzka kommúnistaflokksins, frá árinu 1935: „Viff skulum vona, aff örlögin hlífi þýzka kommúnistaflokkn- um viff þeirri ógæfu, aff þessum manni skoli nokkurn tima upp á yfirborffiff. Ég þoli hann ekki. Lítiff affeins í augu hans, og þiff munuff sjá, hversu slægur og óhreinlyndur hann er“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.