Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí 1961 Sýnikennsla í hárgreiðslu „Hefurðu séð þennan þýzka", spurði hárgreiðslukon an mig um leið og hún keppt ist við að rúlla upp hárið. Nei, ég hefi ekki séð þann þýzka, hvað var merkilegt við hann?“ „Jú, hann er að sýna nýjung ar í litun og hárgreiðslu í Pfaff-salnum á Skólavörðu- stíg“, uppfræddi hún mig. „V hér á stofunni förum seinni partinn í dag að horfa á hann“ ★ Á þessa leið var rabbað á öllum hárgreiðslustofum hæj arins dagana 29. maí til 2. júní s.l. Meistarafélag hárgreiðslu- kvenna hafði fengið þýzkan sérfræðing, Grafentin að nafni, frá Wella-verksmiðjun um hingað til lands til að halda sýnikennslu í hár- greiðslu. Hann dvaldist hér á landi í 5 daga. — Eg hef haldið tvær sýning ar á dag, sagði Grafentin, er blaðamaður Mbl. hitti hann að máli seinasta daginn, sem hann dvaldi hérna. Samtals hafa um 120 reykvískar hár- greiðslukonur mætt á þessum sýningum og módelin hafa verið 25. Mildir brúnir litir mest í tízku. — Módelin hafa að sjálf- sögðu öll verið lögð sam- kvæmt nýjustu tízku Og hár þeirra lituð. Tízkulitirnir 1 ár eru mildir brúnir litir, kopar- og koníakslitir og purpura- rautt. Þær ljóshærðu vilja svo kallaðan norrænan hárlit, og að síðustu er einn, sem nýtur mikilla vinsælda í augnablik- inu og nefnist „zuklamen". Litir hafa sálfræðileg áhrif, eins og kunnugt er, Og því er þýðingarmikið að velja hára litinn af stakri nákvæmni. íslenzkt prjónnblað NÝKOMIÐ er út íslenzkt prjónablað. „Prjónninn“, sem er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. í blaðinu eru 10 upp- skriftir af peysum, og auk þess uppskriftir af barna- hönzkum, ungbarnasokkum og húfu. Áætlað er að „Prjónninn" komi út einu sinni eða tvisvar á ári og í því verði ávallt f jöl- Herra Grafentin leggur síðustu hönd á einn kollinn. Sama er að segja um hár- greiðsluna, hún er háð per- sónu hvers og eins. .... Nei, stutta hárið hefur borið sigur af hólmi á þessu misseri, háa hárgreiðslan er búin að vera í bili. Og fjólu blái liturinn, sem svo mikið var í tízku í fyrra, er líka horf inn. Konurnar urðu fljótt þreyttar á honum. Litun í heimahúsum varhuga- verð. — Hvað vilduð þér segja um litun hárs í heimahúsum? — Eg tel hana stórvarhuga verða. Kona getur ekki farið út í næstu búð, keypt ein- hvern háralit og litað hár sitt sjálf svo vel fari. Og auk þess getur það verið stórhættu legt. Efnasamsetning litanna er mjög misjöfn og fer mis- jafnlega vel með hárið. Eng inn nema fagmaður getur vit að með fullri vissu, hvað er bezt fyrir viðkomandi hár- gerð. Litað sjampó er hættu- minna en getur líka verið var hugavert. Fer það allt eftir tegundum. ★ Við tókum nú léttara tal og Grafentin skýrði frá því að hann hefði unnið rúmt ár hjá Wella-verksmiðjunum og á því ári hefði hann heimsótt 6 lönd fyrir utan ísland, síðast Júgóslavíu. „En Wella hefur viðskipti við 90 lönd víðsveg ar á hnettinum," bætti hann við og var auðheyrt að hann hafði hug á að komast til sem flestra. ★ Pfaff-salurinn, sem skömmu áður hafði verið þéttsetinn reykvískum hárgreiðslukon- um, var nú auður, utan einn- ar konu, sem sat í hárþurrk- unni. Lítill sonur hennar, á að gizka 3ja ára, vappaði þar í kring og virti fyrir sér alla- vega litar hárflyksurnar, sem lágu á víð og dreif á gólfinu. „Af hverju talar maðurinn svona?“ spurði hann móður sína, en hún heyrði ekki neitt þar sem hún sat í þurrkunni. Þá fór hann aftur að virða fyr ir sér gólfið og gat nú ekki orða bundizt: ,En ka gólfið er óhreint!11 Hg. breytt úrval af kvenna-, barna- og herrapeysum. Blað- ið er prentað í prentsmiðju Jóns Helgasonar og er frágang ur þess prýðisgóður. Ritstjóri og útgefandi er Dóra Skúla- dóttir, blaðamaður. Meðfylgjandi mynd er af einni peysunni úr blaðinu, peysu á eiginmanninn. skrifar um ÞAÐ HEFUR oft verið svo um sumarmánuðina, að ekki heíur verið um auðugan garð að gresja í kvikmyndahúsunum hér, sýndar fremur lélegar myndir eða myndir teknar til endur- sýningar. Svo er einnig að þessu sinni hjá sumum kvikmyndahús unum. Hér eru þó enn sýndar nokkrar mjög athyglisverðar, nýjar myndir, svo sem „Fjár- kúgun“ í Tjarnarbíói, „Á vogar- skálum réttvísinnar“ (Compuis- ion) í Nýja Bíói. í Hafnarfjarðar bíói gengur enn danska myndin „Trú,. von og töfrar", sem tekin er í Færeyjum, enda er það prýðisgóð mynd og Bæjarbíó sýnir nú mjög spennumikla og velgerða mynd er nefnist „Hættuleg karlmönmim". Mynd- in gerist í Rómaborg og segir frá ungri og fagurri konu, Angelu KVIKMYNDIR að nafni, sem er einkaritari auð- ugs kaupsýslumanns. Hún kynn- ist amerískum bílasala, Steve Catlett, sem starfar þarna í borg inni. Þessi kynni verða Steve örlagarík. Hann fær ást á Angelu og hún virðist bera sama hug til hans. Og kvöld eitt hringir hún til hans mjög æst í skapi og bið- ur hann að koma heim til sín þeg ar í stað. Þegar Steve kemur þangað sér hann kaupsýslumann inn liggja dauðan á gólfinu. Þar með er Steve flæktur í þetta mál, — grunaður um að hafa myrt kaupsýslumanninn, — og annan mann að auki, sem kemur þarna óvænt til sögunnar, en hann er eiginmaður Angelu, ný kominn úr fangelsi. Steve er stað inn að margs konar ósannindum fyrir lögregluréttinum, enda hugs ar hann um það eitt að hreinsa Angelu 'af öllum grun. Böndin berast því æ þéttar að Steve og ekki annað sýnna en hann hljóti þungan refsidóm. En sögulokin verða önnur og koma ö.llum á óvart, en ekki er vert að rekja þau atvik nánar. Aðalhlutverkin leíka þau Mara Lane (Angela), Dennis O’Keefe (Steve) og Rossano Brazzi (eig- inmann Angelu). Mara I.ane er ung og fríð leikkona, fædd I Vínarborg. Er hún talin mjög efnileg leikkona og eiga glæsi- lega framtíð fyrir sér í leiklist- inni. Mynd þessi verður áreið- anlega vel sótt. í Stjörnubíói er nú sýnd nokk- uð sérstæð mynd, „Sæskrímslið". Myndin er amerísk, frá Colum- bíafélaginu. Hún hefur að vísu ekkert listrænt gildi, en er gerð af mikilli tækni. — Nýr ame- rískur kafbátur verður í reynslu för sinni fyrir árás risavaxins kolkrabba, sem heldur skipinu með ofurafli í örmum sínum um stund. Þegar hættan er liðin hjá heldur kafbáturinn til hafnar og skipstjórinn, Pete Matthews gef- ur flotastjórninni skýrslu um mál ið. Utan á skipinu finnst lítiil kolkrabbi og vísindamennirnir John Carters og ungfrú Joyce komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé afkvæmi risavaxins kol- krabba úr undirdjúpum Kyrra- hafsins. Flotastjórnin hefur enga trú á þessum skýringum vísinda- mannanna, en þegar fréttir fara að berast úr fleiri áttum um voveifleg sjóslys af völdum þess- arar ófreskju og bílstjóri kaf- bátsforingjans verður ófreskjunni að bráð að honum og vísinda- mönnunum ásjáandi, þá lætur flotastjórnin sannfærast. Hun flytur bækistöðvar sýnar til San Francisko og gerir margs konar ráðstafanir til þess að ráða nið- urlögum dýrsins. Almenn skeif- ing grípur um sig meðal íbúa borgarinnar og þegar ófreskjan birtist við höfnina og tekur að mylja öll mannvirki þar og víðar í borginni mélinu smærra, þá nær óttinn og ringulreiðin há- marki sínu. En viðureigninni iýk- ur með sigri hertækninnar, en ástin hefur jafnframt sigrað þau Pete kafbátsforingja og hina fríðu vísindakonu Joyce. Eins og áður er sagt er myndin gerð af furðulegri tækni og því fremur gaman að sjá hana. Císli Einarsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi Skólavörðustíg 16 Sími 19658. Cólfslípunin Barmahlið 33. — Sími 13657. l.ö.l. rivu nuiv Síðasti stórleikur sumarsins timvraiun AMn niiNnrr . oUUvLol ImLttliU — UUIiUll Keppa á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 8,30 Dómari Þorlákur Þórðarson Su3vestur>ond sigraði S.t. Mirren með 7-1 Gordon Schmith 30 landsleikir og Holland með 4 - 3 Heimir Guðjónsson landsliðsmarkvörður Tekst Jbe/m einnig oð sigra Duncfee? Nú verður Jboð fyrst spennanái MÓTANEFNDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.