Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. júlí 1961 Þjóðarframleiðslan rís ekki undir kauphækkuninni Framkvæmdabankinn staðfestir upplýsingar Morgunblaðsins SAMKVÆMT tölum Fram- kvæmdabanka tslands hefur þjóðarframleiðsla okkar vax- ið um 4.1% að meðaltali ár- lega á tímabilinu 1946—1958. Á sama tímabili hefur þjóð- arframleiðslan aukizt um 2% á mann að meðaltali. Þessara upplýsinga hefur Morgunblaðið aflað sér, þar sem Tíminn hefur undanfama daga keppzt við að bera brigð ur á upplýsingar, sem Morg- unblaðið flutti um þetta efni skömmu fyrir helgina. Upp- lýsingar Framkvæmdabank- ans staðfesta algerlega fyrri upplýsingar Morgunblaðsins, en í framhaldi af þeim var vakin athygli á þeim háska- lega leik, sem framsóknar- menn og kommúnistar hafa Ieikið að undanfömu gagn- vart efnahagslífi landsins með því að knýja fram stórfelld- ar kaupgjaldshækkanir, sem sýnt er að framleiðslan get- ur ekki staðið undir með nokkra móti. Tölur Framkvæmdabank- ans eru þessar: eins svo ekki verður um villzt, að atvinnuvegirnir munu ekki með nokkru móti geta risið undir hinum miklu kaupgjaldshækkunum, sem orðið hafa að undan- förnu. Áður hefur hér í blað- inu verið vakið máls á þeirri spurningu, hvar taka eigi hin 15—26%, sem lögð hafa verið á framleiðsluna með hinu hækkaða kaup- gjaldi og engin framleiðslu- aukning er til fyrir. En það er spurning, sem svara verð- Meðal árlegur vöxtur þjóðar- framleiðslunn- Meðal árlegur vöxtur þjóðar- framleiðslunn- 1946—50 1951—55 1956—58 1946—58 Við þessar ótvíræðu upp- Iýsingar er í raun og veru litlu að bæta. Þær sýna að- • á föstu ar á mann á verðlagi föstu verðlagi. 2.7% 0.7% 5.5% 3.4% 4.1% 1.9% 4.1% 2.0% ur á næstu mánuðum eigi framleiðsla þjóðarinnar ekki að stöðvast. Áhorfendur dæmdu um góöhestana BORGARNESI, 12. júlí. — Hesta- mannamót hestamannafélagsins Faxa í Borgarfjarðarhéraði var haldið að Faxaborg á Hvítárbökk um sl. sunnudag. Á annað þús- und manns sótti mótið, og um 300 hestar voru þar, bæði keppn- ishestar og aðrir. Margir hestar voru reyndir og urðu úrslit sem hér segir. í 250 metra sk'eiði sigraði Stjarni Guðjóns Ólafssonar að ölvaldsstöðum, á 25,8 sek., og hlaut 2. verðlaun, þar eð árangur inn dugði ekki til fyrstu verð- launa. Nr. tvö varð Jarpur, eig- andi Magnús Guðbrandsson frá Flugslys Casablanca, Marokkó, 12. júlí (Reuter). TÉKKNESK farþegaþota af gerðinni Ilyusin-18 rakst í dag á háspennulínu og hrapaði log andi til jarðar. Með vélinni voru 64 farþegar og níu manna áhöfn og fórust allir. Slysið varð um 15 kílómetr- um frá Casablanca. Flugvélin var á leið frá Prag til Con- kary í Guineu, með vðikomu í Sviss. Vélin ótti einnig að koma við í Rabat í Marokkó^ en var send til Casablanca vegna þoku í Rabat. En þoka grúfði einnig yfir Casablanca og var þá farið fram á leyfi fyrir vélina að lenda á banda- rískum flugvelli um 30 km. fyrir sunnan borgina. Á með- an gerði flugstjórinn enn eina tilraun til lendingar í Casa- blanca og rakst þá á 60.000 volta háspennulínu. Flugvélin hrapaði tiL jarðar og rann um 60 metra en brak úr henni þeyttist í allar áttir. 4 Einn farþeganna, Coulibaly t Fonomo þingmaður frá Mali lýðveldinu, var með lífsmarki þegar komið var að brakinu, en hann lézt skömmu síðar. Með vélinni voru 15 konur og 5 börn. Álftá á 26 sek., og hlaut þriðju verðlaun. í 300 metra stökki sigraði Hrafnhildur, eigandi Guðmundur Hermannsson, Nýja Bæ, á 25 sek. Nr. 2 varð Skjóni Péturs Jóns- sonar frá Geirshlíð á 24,3 sek. og nr. 3 varð Rauður Sigurðar ögmundssonar frá Þverholtum á 25,6 sek. í 250 m fölahlaupi sigraði Rauður Bergsveins Símonarson- ar, Borgarnesi á 20,3 sek. Nr. 2 varð Skjóni Gísla Jónssonar, Skeljabrekku á sama tíma og Rauður, en sjónarmunur var á hestunum. Nr. 3 varð Dögg Páls Egilssonar, Borgarnesi á 20,6 sek. Þá var keppt um Faxaskeifuna og hlaut hana Rauður Ingvars Magnússonar frá Hofsstöðum, mjög efnilegur reiðhestur með sérlega gott skeið. Á mótinu var það nýmæli tekið upp að hafa keppni milli góð- hesta frá Mýra- og Borgarfjarðar sýslu, og dæmdu áhorfendur um hæfni þeirra. Kusu þeir þrjá beztu hestana frá Borgarfjarðar- sýslu og fékk flest atkvæðin Goði, eign hins landskunna hesta manns Höskuldar á Hofsstöðum. Um kvöldið var dansað á palli, og fór mótið fram hið bezta í hví- vetna. — H.J. Sígarettu- laust á Raufar- höfn RAUFARHÖFN í gær. — Síga- rettur eru hartnær gengnar til þurrðar hér, og má reikna með að eftir fáa daga verði hér sígarettulaust. Tóbaks- einkasalan mun ekki fá síga- rettur fyrr en í næstu viku, og eftir er þá að koma tóbak- inu hingað norður. Óhemju fólksfjöldi hefur drifið hér að, frá Siglufirði og víðar, og sífellt bætist meira af fólki í hópinn. — E. NA /5 hnútor / SV 50 hnútor H Snjihma t ÚSi «** \7 Skúrir K Þrumur 'Wz, KuMaakil Hilaski! H Hm» L^LaqS EINS og kortið ber með sér, er alldjúp lægð yfir Bret- landseyjum, enda rignir þar víða. Lægðin þokast hægt austur eftir. Hins vegar er nokkur hæð yfir Grænlandi, enda hæg N eða NA-átt hér á landi og hafinu umhverfis. Er nokkur þokusúld norð- austan lands og hiti aðeins 8—10 stig, en suðvestan lands er bjart veður og hiti allt að 16 stig (á Kirkjubæjar- klaustri). Ný lægð er yfir Nýfundnalandi á hægri hreyf ingu austur eða norðaustur eftir. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi. SV-land, Faxaflói og miðin: Norðan eða NA gola, víðast léttskýjað. Breiðafjörður, Vestfirðir og miðin: NA gola, léttskýjað með köflum. Norðurland til SA-lands og miðin: Hægviðri, víðast þoku- loft.í nótt en léttir til á morg- un. I Þróttur kemur veg fyrir uppskipun Þegar uppskipun átti að hefj- ast úr Vatnajökli laust eftir há- degi í gærdag, höfðu verkfalls- verðir Þróttar stillt nokkrum vörubifreiðum meðfram skips- hliðinni, svo að vörabílar Jökla hf. komust ekki að henni. Neit- uðu verkfallsverðirnir öllum til- ir voru samankomnir, með Krúsjeff forsætisráðherra í broddi fylkingar. Kvikmynda dísin fékk ekki einu sinni tækifæri til að púðra sig eða skipta um klæðnað, heldur var hún leidd inn í salinn í ferðafötunum. Var henm vís- að til sætis við hlið banda- ríska kvikmýndaframleiðand- ans, William Perlberg, sem sagði, að þessi meðferð á stjörnunni væri frekleg móðg- un við hana. Út yfir tók þó, þegar Jekat- erina Furtseva, menntamála- ráðherra hóf að flytja lof- ræðu um Krúsjeff og komm- únismann, sem stóð yfir í þrjá stundarfjórðunga, en eyddi að eins örfáum mínútum til að ræða um kvikmyndir og láðist algjörlega að nefna Eollo á nafn. Fór þá blóðið að ólga í æðum ítölsku kvikmynda- dísarinnar, sem skömmu síð- ar stóð upp úr sæti síniu og strunsaði út í fússi. Felmtri Lollo móögaðist mælum um að fjarlægja bílana, og gat uppskipun því ekki haf- izt. Jöklar h.f. munu hafa keypt tvo vörubíla nú nýlega og hafa haft í hyggju að nota þá við uppskipunina, en verkfallsverðir Þróttar hafa haldið því fram, a5 þeir væru keyptir í þeim tilgangi einum að fara kringum vörubíl- stjóra. Einnig munu þeir byggja aðgerðir sínar á ákvæðum samn ings þess, sem gilti áður en vinnu stöðvunin hófst, en nú er enginn samningur í gildi. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gærkvöldi munu Jöklar h.f. ekki hafa höfðað lögbannsmál gegn þessum aðgerðum Þróttar í gær, og ekki hafði verið tekin ákvörðun um, hvort það yrði gert. Fornleifa- fundur í GÆR var skýrt frá merkum fornleifafundi í Noregi í nánd við bæinn Egge (Egg) fyrir botni Þrándheimsfjarðar. Talið er að fornleifar þessar séu frá áranum 300—400 e.Kr. Vegna slæmra skil yrða í gær er ekki unnt á þessu stigi að segja nánar frá fundin- um, en það verður gert síðar. Þess má geta að Egge er getið á nokkrum stöðum í Heims- kringlu Snorra Sturlusonar, aðal lega I sögu Ólafs konungs helga (d. 1030). GINA Lollobrigida, móðgað- ist mjög við setningu kvik- myndahátíðarinnar í Moskvu á sunnudagskvöldið. Lollo, sem kom til Moskvu rétt fyr- ir setningarathöfnina, var ek- ið í flýti frá flugvellinum, beint til sýningahallarinnar á Leninleikvanginum, þar sem helztu kommúnistaleiðtogarn- miklu sló á viðstadda og Krús jeff varð rauðari en nokkru sinni fyrr. Gaf Lollo síðar út yfirlýsingu, þar sem sagði, að „framkoma yfirvaldanna gagn vart henni hefði verið svívirði leg“ og hún hefði verið orðin þreytt á að hlusta á þessar „drepleiðinlegu kommúnista- ræður“. Vega og brúargerð fyrir vesían ÞÚFUM, N.-ís. 11. júlí — Smölun sauðfjár til rúnings er nú lokið og gekk vel. Sláttur er almennt hafinn, og hefur spretta lagazt mikið síðustu daga og er orðin mjög sæmileg á óskemmdum tún um. Byrjað er á byggingu brúar á Gljúfurá og annast þær fram- kvæmdir Guðmundur Gíslason, brúarsmiður. Þá er vegagerð haf in kring um Kaldalón, og annar flokkur vegagerðarmanna er að störfum í ögurnesi. Að byggingu brúarinnar á Gljúfurá lokinni, verður hafizt handa um að brúa Hópið í Vatnsfirði. —-PP i Samningavið- ! ræður við verkfræðinga ogháseta í G Æ R hófust samninga- viðræður um kaup og kjör milli Stéttarfélags verkfræðinga og vinnuveit enda. í dag munu vinnu- veitendur einnig hefja samningaviðræður við Sjó mannafélag Reykjavíkur um kaup og kjör háseta á farskipum. c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.