Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. júlí 1961 I í í ! í í í / — Ég var nú að geta mér til um, hvernig þetta hefði allt •gengið til. Sandra gaf henni nákvæma lýs ingu á heimsóknum peirra hjóna. — Ég furða mig svo sem ekk- ert á því, að hann hafði bannað henni að koma í búðina, þangað t*l hann gæti sýnt henni hana sjálfur, endaði hún söguna, með beizkju. Auðvitað ætlaði hann að fá svigrúm til að segja mér, á •hverju væri von, en hefur auð- vitað dregið það á langinn með- an hann gat. — Og hún hafði enga hug- mynd um, að hún væri að valda svona miklu uppnámi? — Enga, þykir mér trúlegast. Hún var mjög almennileg við mig og ég þá auðvitað við hana. Ég held ég hafi ekki einu sinni deplað augum þegar hún kom inn. Og sjiöggvast fyrst, meðan hún var að fara út úr bílnum, þekkti ég hana ekki einu sinni, enda hafði ég nú ekki séð hana nema rétt í svip, einu sinni eða tvisvar. Og auk þess hélt ég, að hún væri ennþá í Ástralíu! — Ég er alveg viss um, að hann er núna að skamma sjálfan sig fyrir að vera ekki hrein- skilnari við þig en svona. Sandra barði saman krepptum hnefunum. — Já, það er einmitt það, sem ég á bágast með að fyrir gefa honum. f>etta að vita alls ekki, hvort ég er keypt eða seld. Hún hristi höfuðið. — Já, það er skrítið, finnst þér ekki? Þú mundir halda, að nú þegar ég veit, hvemig samband þeirra er raunverulega, þá mundi ég vera minna ástfangin af honum. — Hefur það nokkuð breytzt? Alls ekki. Tilfinningar mínar eru nákvæmlega þær sömu og áður. Ég er reið og móðguð og vonsvikin og í vandræðum með, hvað ég á til bragðs að taka, en ég held bara ekki, að ég hafi j Renée Shann: j j j manndóm — eða hörku í mér til þess að hætta við allt saman. Hún leit á Júlíu með eymdarsvip. — Já, er það ekki hreinasta kval- ræði að vera ástfangin? Júlía hló. ■— Oftast er það al- veg dásamlegt. — Ég held það sé dálítið vafa- samt, jafnvel þegar bezt lætur. Ef maður er afskaplega ham- ingjusamur, er maður alltaf hræddur um að það standi ekki lengi. Júlía horfði á hana með sam- úð. — Það er nú bara í kvöld, sem liggur svona illa á þér, og mig furðar ekkert á því. Ef ég má segja það, þá finnst mér Clive Brasted farast skammar- lega við þig. Ekki að mér finnist hann fara betur með konuna sína. En það lítið ég sá til henn- ar, þá er g viss um, að hún getur bjargað sér sjálf. Hún leit á úrið. — Hjálpi mér, klukkan er ekki nema átta. Það verður langt kvöld hjá okkur núna. Það er víst • bezt að fara niður til mömmu svo að hún fari ekki að kveina yfir því, að við séum að vanrækja hana, öllsömun. — Þú getur sagt henni frá mér, sagði Sandra einbeittlega, — að ég sé með höfuðverk og sé farin að hátta. — Það skal ég gera. Júlía leit á systur sína með áhyggjusvip því að henni var full-ljóst, að hún átti fullt í fangi með að stilla sig, og mundi á hverri stund bresta í óstöðvandi grát. Sandra hafði verið að gráti kom- in allt kvöldið. Hún hafði nú aldrei verið sérlega örugg um Clive, en við þessa nýju vit- neskju um, að hann og kona hans ætluðu að taka upp sambúð sína að nýju, vissi hún, að Sandra hafði orðið fyrir reiðar- slagi. — Get ég ekki náð í eitthvað handa þér? Á ég að koma með flóaða mjólk handa þér, þegar ég kem upp að hátta? — Ég held ekki. Sandra seild- ist eftir litlu glasi á borðinu. — Ég ætla að taka svefnskammt. Jafnvel tvo. Það er alveg óhætt þeir eru svo veikir. Ég tek þá oft. Júlía hleypti brúnum. Henni var ekkert vel við, að Sandra skyldí þurfa á meðölum að halda til þess að geta sofið. — Hvar fékkstu þá? — Clive náði í þá fyrir mig. Það er allt í lagi. Hafðu engar áhyggjur. Ég lofa þér, að ég skal ekki taka ofmikið. Júlíu hnykkti við. — Nei, það ætla ég líka að vona. Sjálfri er mér meinilla við öll svefnmeðöl. — Ég skal minna þig á það daginn sem þú verður eins á- hyggjufull út af Robin og ég er út af Clive. Sandra brosti ve- sældarlega. — En sem betur fer, er ekki líklegt, að til þess komi. Blessaður Robin þinn er ekki einungis laglegur, heldur er hann líka staðfestan uppmáluð. X Clive kom í búðina stundvís- lega klukkan eitt, daginn eftir. Sandra kallaði til ungfrú Soam- es, að hún ætlaði út í mat, en yrði ekki lengi, þar sem hún hefði svo margar pantanir, sem þyrfti að afgreiða seinnipartinn. — Ef einhver hringir, þá segðu, að ég verð komin upp úr tvö, kallaði hún um öxl sér um leið og hún gekk út. —- Þú segir það, -sagði Clive. — Ég hef nú annars svo margt að tala við þig, að það getur tekið talsverðan tíma. — En ég hef eitt að segja við þig, sem engan tíma tekur, sagði Sandra og var næstum búin að bæta við: — Ef ég hefði bara mannsmóð í mér til þess! Því að nú yrði hún að segja honum, að sambandi þeirra yrði að vesa lokið. Það vissi hún eins vel og að sólin kæmi upp í fyrramálið. Hún hafði hert sig upp í að segja honum þetta og nú var um að gera að koma því frá sér eins fljótt og þjáningarlaust og unnt væri. — Hvert eigum við að fara? spurði Clive og hélt upp bílhurð- inni fyrir henni. — Mér er álveg sama hvert við förum, ef það er bara nógu næðissamt og nógu langt milli borðanna til þess að engihn heyri til okkar. Hann fór nú með hana í gam- alt veitingahús, sem ekki var mjög þéttsetið. — Ég hef komið hingað nokkr- um sinnum áður, sagði hann.. — Maturinn er að vísu ekkert til að státa af, en hér er rólegt eins og í dauðs manns gröf. — Mér er alveg sama um mat- inn, sagði Sandra stutt í spuna. — Það datt mér líka í hug. En hvað viltu drekka? — Eg vil ekkert að drekka. Clive benti þjóninum og bað um tvo vermút. — Ef við eigum að rífast, dugar okkur ekki vatn- ið tómt, sagði hann. — Ég ætla mér ekkert að fara að rífast. Allt, sem ég ætla, er að segja upp frá næstu mánaða- mótum. Ég vil fá mér eitthvert annað starf og ef ég gæti fengið það erlendis^ vildi ég það allra helzt. Clive tók matseðilinn og stakk upp á, að þau pöntuðu það sem þau ætluðu að fá, og sagði hóg- lega, að hitt gætu þau talað um seinna. Og fyrst henni væri sama hvað hún borðaði, ætlaði hann að panta fyrir þau bæði. — Jæja, sagði hann þegai* þjónninn var kominn nógu langt burt, — Hvaða vitleysu varstu að segja? Sandra horfði á hann yfir borð ið og undraðist með sjálfri sér, að hún skyldi ennþá geta verið ástfangin af honum. Vitleysa?! Svo að hann vildi gefa í skyn, að henni væri ekki alvara! Hann var nú búinn að gera henni nægi lega mikið illt, þó hann bætti því ekki við, að hún færi með vit- leysu. —Stundum kemst ég nærri því að hata þig, Clive, sagði hún. Hann svaraði blíðlega og var jafnfljótur að breyta um tón og stundum áður: — Fyrirgefðu, elskan. Auðvitað átti ég ekki að segja þetta. Vitanlega er það engin vitleysa. Þú ferð bara að eins og vænta mátti. Þér finnst ég hafa svikið þig og heldur sjálfsagt, að ég sé all-s ekki ást- a r L: á á As OUR VOUNG CAtSAPA GOOSE BASKS ON A FLORIPA SANP BAR NEAR A SPOT WHERE HUNTERS ARE BUILPING A BLIND, WE GO BACK TO THE TIME WHEN HE WAS A DOWNY ÓOSLING ON THE SHORES OF HUPSON BAV Meðan gæsasteggurinn ungi blundar í sólinni á sandrifi und- an Floridaströnd nálægt þeim Stað sem veiðimenn eru að smíða skotbyrgi, hverfum við aftur til þess tíma er hann var dúnmjúk- ur gæsarungi á strönd Hudson- flóa. í fyrstu sundferðinni réðist risastór gedda fyrirvaralaust á hópinn og dró einn ungann nið- ur í djúpið. Og um nóttina læddist hreysi- köttur að hreiðrinu og tókst að drepa fleiri unga áður en for- eldrum þeirra tókst að reka morð ingjann á brott. fanginn af þér lengur í neinni alvöru. Þú minnir sjálfa þig á, að ég sé að fá hjartkæra eigin- konu mína heim frá útlöndum og þá talarðu um að gera þitt bezta til að gleyma mér. — Já, það er ekki fjarri sanni, Clive. — En eitt nefndi ég ekki. — Og hvað var það? — Að þú elskar mig. Hún hnykkti höfði. — Ég ^afna mig vonandi eftir það. — Og svo er eitt ranghermt hjá þér. — Þú ætlar kannske að reyna að fá mig til að trúa, að þú sért alvarlega ástfangin af mér. — Já, það ætla ég. — Ef þú hefðir verið það, hefð- irðu líka verið hreinskilinn við mig um konuna þína. Sagt mér, að þú ættir von á henni heim 4 laugardaginn var, og að hún ætl- aði strax að flytja til þín. í stað þess kemurðu með heila lyga- þvælu um, að hún ætli að setj- ast að í gistihúsi. og telur mér trú um, að þú þurfir ekki annað en rétt að nefna það, þá gefi hún eftir skilnaðinn, og þú getir strax farið að gera ráðstafanir þar að lútandi. — Nú, ég yrði að minnsta kosti að gefa henni sönnun. — Það kemur ekki málinu við, enda vorum við búin að koma okkur saman hvað það atriði snerti, eða að minnsta kosti, að því væri hægðarleikur að koma í kring. Og hvað skeður svo i staðinn? Hún kemur heim og hef ur aldrei verið fjær því að ætla aBUtvarpiö Fimmtudagur 13. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „A frívaktinni", sjómannaþáttur Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Tilbrigði um íslenzkt þjóðlag fyrir kammerhljómsveit eftir Hans Grisch. Hljómsveit Bíkisútvarpsins leikur. Bohdan Wodiczko stjórnar. 20:25 Erlend rödd: „l>ögn ómælisgeims ins“ eftir Reinhold Schneider. (Guðmundur Steinsson rithöf- undur). 20:45 Tónleikar: Igor Oistrakh leikur vinsæl fiðlulög. A. Ginzburg leilc ur með á píanó. 21:05 Frásöguþáttur: Kynnisför til Kent. (Sigurður Gunnarsson kennari). 21:35 Tónleikar: Sænskir listamenn flytja lög úr óperettunum „Sum- ar í Tírol“ eftir Benatzky og . „Viktoria og hermaðurinn henn- ar" eftir Abraham. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn“ eftir H. G. Wells; II (Ind- riði G. Þorsteinsson). 22:30 Sinfóníutónleikar: t»refaldur konsert fyrir fiðlu, selló, píanó og hljómsveit í C- dúr op. 56 eftir Beethoven. — Joachim Hantzschk, Erich Neu- mann, Gúnther Kootsz og sin- fóníuhljómsveit útvarpsins 1 Leipzig flytja. Odissei Dimitriadi stjórnar. 23:10 Dagskrárlok. Föstudagur 14. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og 'tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kí. 15:00). — 16:30 Veðurfr. Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunda son og Tómas Karlsson). 20:30 Svipmyndir frá París, — tal og tónar (Irma Weile Jónsson). 21:00 Upplestur: Lárus Pálsson leik« ari les ljóð eftir Kristján Jó* hannsson. 21:10 Islenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts: XVI. Árni Krist jánsson leikur sónötu í C-dúP K545 (Sonata facile). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; XIX. (Arnheið- ur Sigurðardóttir), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður# inn“ eftir H. G. Wells; III lestur. (Indriði G. Þorsteinsson rithöf« undur þýðir og les). 22:30 í léttum tón: Jo Ann Castle leilt ur á harmoniku 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.