Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 1
20 síður wgjmMdbVb 48. árgangur 154. tbl. — Fimmtudagur 13. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins De Caulle París, 12. júlí — (Reuter) DE GAULLE forseti flutti í kvöld ávarp, sem útvarpað var og sjónvarpað um allt Frakkland. Sagði hann þar m. a. að Frakkar væru því íylgjandi að Serkir fengju sitt eigið land til umráða, en varaði jafnframt við því að ef viðræður Frakka og Serkja um frið í Alsír fara út um þúfur, muni landinu verða skipt milli Evrópu- manna og Serkja. Sagði de Gaulle að í ráði væri að hef ja nú þegar brottflutning „þýð- ingarmikilla" hersveita Frakka frá Alsír. EINS OG VENJULEGA Þá sagði forsetinn að Rússar væru að skapa nýtt hættuástand í heiminum „eins og venjulega". ,Væru þeir nú að gera kröfur, sem stefndu heimsfriðnum í voða. Hann sagði að þeir væru enn að gera tilraun til að ráða einir örlögum Berlínar með því að gera ferðir þangað og aðstöðu bandarískra, franskra og brezkra hermanna í borginni að deilu- efni. Kvaðst de Gaulle vilja ítreka fyrri ummæli sín þess efn- is að hann teldi algjörlega úti- lokað að gengið yrði að kröfum Sovétríkjanna varðandi Berlín. Ef Sovétríkin óska þess að draga úr spennunni í heiminum, verða þau að gera það með því að draga úr ögrunum sínum, sagði de Gaulle. En þegar þau skella dyrunum og krefjast þess að leysa málin án tillits til réttar hinna stórveldanna þriggja, taka Sovétríkin á sig alla ábyrgð á af- leiðingunum. • Varðandi Alsír sagði de Gaulle að sá tími væri liðinn þegar ein þjóð gat drottnað yfir annari. Það væri nú hagsmunamál Frakka að losna undan fjárfrek- um skyldum sínum gagnvart Alsír og láta fyrrverandi þegna sína sjálfa ráða framtíð sinni. Þessi þróun verður að ná til Alsír eins og annarra fyrri ný- lendna Frakklands. Kuwait LONDON og Kuwait, 12. júli. (Reuter). —Samkvæmt áreið anlegum fregnum mun brezka stjórnin vera samþykk tillög- um aðalritara Arababandalags ins, Abdel Hassouna, um lausn á Kuwaitmálinu, ef furstinn í Kuwait fellst á þær. Tillögur Hassouna eru í f jórum liðum: 1. Bretar kalli allt herlið sitt burt úr furstadæminu. 2. Sjálfstæði Kuwaits verði viðurkennt. 3. Kuwait verði meðlimur Arababandalagsins. 4. Sjálfstæði og fullveldi Ku waits verði tryggt gegn öllum árásum. Fulltrúar stjórnarinnar í Ku wait hafa áður lýst því yfir að stjórnin væri því fylgjandi að hersveitir SÞ, eða sveitir Arababandalagsins 1 e y s t u brezku hersveitirnar af hólmi í Kuwait, en því aðeins að tilgangur varnarsveitanna væri sá einn að tryggja sjálf- stæði landsins. Nýir gervihnettir Kanaveralhöföa og Arguéllo- höföa, 1«. júli (Reuter-NTB) BANDARÍKJAMENN skutu í dag á loi't tveim nýjum gervitunglum. Er annað ætl- að til veðurathugana, hitt til að fyigjast með því þegar eldflaugum er skotið á loft einhvers staðar í heiminum. TIROS III. Frá Kanaveralhöfða í Florída var veðurhnettinum Tiros III. skotið á braut umhverfis jörðu. Notuð var eldflaug af gerðinni Thor-Delta og fór hnötturinn á braut í 650 kílómetra hæð. Hnött urinn er búinn ljésmyndavélum og sjónvarpssenditækjum auk tækja til að mæla hita ofl. Á hnötturinn að senda ljósmyndir af skýjamync'unum til jarðar. En myndir þessar munu auðvelda Framhald á bls. 3. Riíssar kaupa 50 iús. tunnur af síld Askilja sér rétt jbús. tunnur í GÆRKVÖLDI var und- irritaður sölusamningur milli Síldarútvegsnefndar og Prodintorg — innkaupa stofnunar Sovétríkjanna — um sölu á 50 þúsund tunnum saltsíldar veiddri við Norður- og Austur- land. Af hinu selda magni eiga a.m.k. 75% að vera með 20% fituinnihaldi eða meira, af síldinni fullverkaðri, og ekki yfir 25% af magninu með fituinnihaldinu milli 17 og 20%. — Hinir rússnesku kaupendur áskilja sér rétt til þess að kaupa 10 þúsund tunnur til viðbótar og verða til oð kaupa 10 til viðbótar þeir að hafa sagt til um það innan eins mánaðar, hvort þeir kaupa þetta viðbótar- magn. Samningaumleitanirnar við Rússa hafa staðið yfir í 8 vikur. Lokaþátt samninganna önnuðust af hálfu Síldarút- vegsnefndar þeir Erlendur Þorsteinsson, Sveinn Bene- diksson, Gunnar Jóhannsson og Gunnar Flóvenz. 35 skötuselir AKRANESI í gær. — Afli 7 drag nótabáta, sem lönduðu hér í gær var samtals 12,5 lestir. 35 skötu- seli fékk humarbáturinn Ásbjörn m. a. í gær. Voru þeir allir hrað- frystir. Eru skötuselir eftirsótt vara bæði í Englandi og Þýzka- landi, og í háu verði. Svo fékk og Ásbjörn dálítið af öfuguggum og löngu. — Oddur. LJÓSMYNDARI Morgunblaðs ins skrapp suður í Nauthóls- vík í gær, og ætlaði um leið að taka myndir af fallegum sjó- og sóldýrkendum. Það fór þó á annan veg, því að þegar suður eftir kom, var þar ekki sálu að sjá. Reykvíkingar eru nefnilega orðnir svo vandlátir á veðurfar, að þeir nota helzt ekki sjóinn og sólskinið nema í Suðurhafseyjablíðu. Hins vegar kom ljósmyndarinn víð hjá Flugskólanum Þyti á heim leiðinni og brá sér upp í há- loftin — fór sem sagt í loftið í staðinn fyrir sjóinn. Þessa mynd tók hann af einu gróðursælasta hverfi bæj arins. Þótt það sé ekki nema um 30 ára gamalt, er trjágróð- urinn þar orðinn býsna þrosk aður, og víðast gnæfa trén hærra en sum húsanna, sem flest eru þó all-háreist. Sýnir það vel, hve skógrækt getur hér borið góðan árangur, sé vel að henni hlúð og umhverf- ið skjólsælt. Um kostnaðar- hliðina spyr enginn, því að hér er skógurinn ætlaður til augnayndis en ekki nytja. — Lesendur geta spreytt sig á því að þekkja göturnar. Stjórnarmyndun reynd í Finnlandi Helsingfors, 12 júlí. — (NTB-Reuter) — URHO KEKKONEN, forseti Finnlands, hefur falið Martti Miettunen, þingmanni Agrar (bænda) flokksins og lands- stjóra í Lapplandi, að gera tilraun til að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi. Engin lögmæt stjórn hefur ver- ið í Finnlandi frá því að Vieno Sukselainen fyrrverandi íorsætis ráðherra baðst lausnar hinn 3. þ.m. Eemil Luukka, fyrrverandi innanríkisráðherra hefur gengt embætti forsætisráðherra frá því Sukselainen sagði af sér. Miettunen hefur þegar boðið Sænska þjóðarflokknum þrjú ráðherraembætti og Finnska þjóð arflokknum tvö í væntanlegri samsteypustjórn, og gefið þeim frest til hádegis á morgun að svara því tilboði. Hvort sem sam vinna tekst eða ekki mun Agrar- flokkurinn skipa tíu ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.