Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. júlí 1961 Land óskast Óska eftir að festa kaup á ca. 5—7 hektara landi í nágrenni Reykjavíkur, má vera sunnan Hafnar- fjarðar. — Tilboð sendist í Pósthólf 1032 fyrir 23. þ.m. 3ja herb. ibúð til sohi nálægt Miðbænum. Upplýsingar í síma 12380. Herbergi eða lítil íbúð óskast Höfum verið beðnir að útvega til leigu eitt herbergi og eldhús, fyrir erlenda konu sem hér ætlar að dveljast á tímabilinu 1. ágúst til n.k. áramóta. — Húsgögn og eldhústæki þurfa að fylgja. — Góð leiga og fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Nánari upp- lýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundsson, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-3202 og 13602. íbúð óskast Ung hjón óska eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herb. fbúð. — Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Reglusemi pg mjög góð umgengni. — Upplýsingar í síma 16086 eftir kl. 19. Chevrolet Station 7956 er tll sölu gegn staðgreiðslu. Bifreiðin verður til sýnis við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti á morgun, föstudag 14. júlí frá kl. 11 f.h. til kl. 3 e.h. — Einnig við skrifstofu félagsins Hótelinu á Keflavíkurflug- velli, laugardaginn 15. júlí. — Tilboðum sé skilað á skrifstofu félagsins eða í pósthólf 67, Keflavík- urflugvelli fyrir kl. 6 e.h. laugardaginn 15. júlí Pan American World Airways Amerískar hurðarskrár m/kúluhúnum GLUGGAJÁRN STORMJÁRN 8 gerðir BRÉFALOKUR 3 gerðir SKÁPAHANDFÖNG á eldhús og baðskápa FATASNAGAR 10 gerðir HURÐASTOPPARAR GÚMMÍSMELLUR SMEKKLÁSAR ÞÉTTILISTAR á glugga og hurðir. Helgi Magnásson & Co. JHafnarstræti 19 Símar: 13184 og 17227 — Utan úr heimi Framhald af bls. 10 James Reston, sem þytkir oftast vita flestum betur, hvað gerist bak við tjöldin í Washington, en hann telur að Kennedy sé alger lega andvígur því að beita her- valdi í Berlínardeilunni — enda sé forsetinn þeirrar skoðunar að Krúsjeff ætli sér ekki að ganga svo langt, að vesturveldin telji sig knúin til slíks. — Hins veg ar verður því ekki neitað, að nú, eins og svo oft áður, gengur jafnvel hinum reyndustu stjórn málafréttariturum illa að átta sig á því, hvað sovétstjórnin raunverulega ætlast fyrir. Sú Skoðun virðist þó eiga mestu fylgi að fagna, að Rrúsjeff hygg ist nú fyrst og fremst reyna þol rif vesturveldanna til hins ýtr- asta — og þá sér í lagi Kennedy Bandaríkjaforseta. Að vonum hefir verið mjög mikið skrifað um þessi mál að undanförnu í blöð um víða ver- öld. Koma þar fram mörg og mismunandi sjónarmið, að því er varðar fyrirætlanir Rússa og væntanlega mótleiki vesturveld- anna — og þar af leiðandi líta menn líka deilurnar misjafn- lega alvarlegum augum. — Hið virta, bandariska stórblað „New York Times“ birti allýtarlega grein um Berlínarmálið s. 1. mánudag, í hinu vikulega frétta yfirliti sínu. Verða hér birt nokik ur brot úr því helzta, sem þar kemur fram. ÍC Hættan á röngu mati aðstæðna f upphafi er sagt lauslega frá víðtækum fundahöldum í Washington í sL viku og skeyt- um, sem farið hafa milli höfuð- borga vesturveldanna vegna hót- ana Krúsjeffs um að gera sér- friðarsamning við Austur-Þýzka land fyrir árslok og að fá a,- þýzku stjóminni í hendur eftir- lit með flutningaleiðum vestur- veldanna til Berlinar, ef þau vilji ekki gera friðarsamninga við bæði A.- og V.-þýzkaland og gangast inn á, að V.-Berlín verði hlutlaust borgríki, án hers. — Siðan segir blaðið m. a.: Efst á dags'krá í viðræðunum í sl. viku var í fyrsta lagi svar við yfiílýsingu Krúsjeffs (filá Vínarfundinum) — og í öðru lagi hvemig almennt skuli bregðast við hinu yfirvofandi ‘hættuástandi. Hin vestrænu bandalagsríki eiga mi'killa hagsmuna að gæta í Berlín og Þýzkalandi. En að- staða þeirra er slæm. Vestur- Berlín liggur um 180 km innan takmarka Austur-Þýzkalands. GRASFRÆ TLIMÞÖKUR VKLSKORNAH Símar 22822 og 19775. 30 stykki Opel Rekord 57—59 20 stjkki Opel Caravan 57—59 Mercedes 180 — 190 — 220, bensín og diesel Opel-vagnar frá smíðaárunum ’53 til ’57 í miklu úrvali. DETMOLDER AUTOHAUS Grozhandler der ADAM OPEL AG Detmold Marienstr. 16 Tel. 5317 — Deutschland Skrúðgarða úður Þeim er ekki Ijóst, hve langt Krúsjeff hyggst ganga — en þó þykir sýnilegt, að rangt mat að- stæðna hjá öðrum hvorum aðilan um gæti jafnvel hrundið af stað kjarnorkustyrjöld. Enn fremur er það svo, að þótt hinir vest- rænu bandamenn séu á einu máli að því er varðar megin- markmið gagnvart Berlín, þá eru þeir ekki enn fyllilega sammála um öll framkvæmdaatriði stefn unnar. ■k Grundvallarmunur sjónarmiða Erfitt er að dæma um horfur á lausn Berlínardeilunnar með samningum, vegna þess að sjón- armið vesturveldanna og Sovét- ríkjanna að því er varðar fram- tíð þýzkalands rekast mjög á í grundvallaratriðum. Rússar vilja fá staðfesta skiptingu landsins til frambúðar. Ef þeir fengju slíku framgengt, kynnu þeir að draga úr Berlínarkröfum sínum, a. m. k. í bili, eða fallast á ein- hverja málamiðlun. Krúsjeff er greinilega fullviss um, að það yrði einungis tímaspursmál, hvenær Vestur-Berlín „hyrfi“ inn í A.-þýzkaland, ef engin von væri lengur um sameiningu lands hlutanna í framtíðinni. Það er af þessum sökum, sem vesturveldin vilja ekki löghelgaj skiptingu Þýzkalands — enda þótt þeim sé vel ljóst, að engin skilyrði eru til sameiningar landsins í fyrirsjánlegri fram- tíð. — Ef litið er á málið í heild, er erfitt að koma auga á atriði, sem orðið gætu grundvöllur samningaviðræðna. En hvers er þá von? ★ Líkleg „hernaðaráætlun“ Krúsjeffs Ekki verður annað séð en Krúsjeff sé að þessu sinni stað- ráðinn í því að framkvæma hót- un sína um að gera sér-friðar- samning við A.-þýzkaland. Munu þá Austur-þjóðverjar að líkind- um taka við stjórn eftirlits á herflutningaleiðum vesturveld- anna til V.-Berlínar (þeir sjá nú þegar um eftirlitsstöðvarnar á öðrum samgönguleiðum). Ef þeir leyfa þá óhindraða umferð eftir sem áður, er ekki líklegt, að verulegt hættuástand skapist. Etf þeir hins vegar reyna að hindra samgöngur við borgina (en hótanir þess efnis hafa þeg- ar komið fram af hálfu a.-þýzkra yfirvalda), munu vesturveldin freista þess að brjótast í gegn með valdi. Það er næstum víst. — En kjarni málsins er hins vegar sá, að líklega fer Krúsjeff hér bil beggja. Hann hefir þegar gefið í skyn, að vesturveldin verði að semja við a.-þýzk stjórn arvöld um samgönguréttinn við V.-Berlín, eftir að Sovétríkin hafi gengið frá friðarsamningi við A.-þýzkaland. Þannig telur hann sig sennilega geta vakið þann glundroða, er geri vestur- veldunum erfitt um vi'k að beita sér og veiki öryggi V.-Berlínar HERNÁMSKORT | ROOSEVELTS Þetta kort var blrt fyrir nokkru, ásamt ýmsum skjölum í sambandi við Teheran-ráðstefnuna 1943, fyrstu ráðstefnu binna „Þriggja stóru“, Roosevelts, Churchills og Staiíns. — Línurnar, sem sjást á kortinu, dró Roosevelt eigin hendi I — og sýna þær, hvernig hann hugs I aði sér í megindráttum skiptingu 7 Þýzkalands í hernámssvæði eftir 1 styrjöldina. Vildi hann, að banda- ríska hernámssvæðið næði yfir norðvesturhluta Þýzkalands, allt til Berlínar — og skyldi borgin fylgja með. Ljóst er, að ef tillögur forsetans hefðu náð fram að ganga, væri nú einu ágreiningsefninu færra í heim inum — en Berlínarmálið er nú meira að segja talið hættuiegast ailra deilumála Austurs og Vest- urs. Ekki er fyllilega Ijóst, hvað varð um þessar tillögur Roosevelts — en Bretar og Bandaríkjamenn tóku að bitast um, hvorir þcirra skyldu hernema norðurhluta Þýzkalands. Bretar fengu að lokum norðvestur- hlutann, eins og kunnugt er, — en svæði þeirra náði hvergi nálægt Berlín. — Svo virðist sem Berlín hafi hreinlega gleymzt, eða ein- hvern veginn orðið út undan í | samningamakkinu milli Breta og / Bandaríkjamanna um hernáms- 1 svæðin. 7 — en tun leið forðazt að taka slíkt úrslitaskref, sem orðið gæti til þess að hrinda af stað kjam orkustyrjöld. ÍC Mismunandi skoðanir Sumir vestrænir leiðtogar em þeirrar skoðunar, að gera beri nú þegar ráðstafanir til þess að fæla Krúsjeff frá að fara inn á svo áhættusama braut. Þeir segja, að ekki sé nóg að gefa úit yfirlýsingar um réttindi vestur- veldanna í Vestur-Berlín. Hafa meðal annars komið fram tillög- ur um að efla verulega herafla Atlantshafsbandalagsins í Ev* rópu, að hafa nokkurn hluta liðs ins viðbúinn í vígstöðu — og að gefa út afdráttarlausa yfirlýs- ingu um að vesturveldin munl alls ekki líða austúr-þýzkum neins konar hindranir á aðflutn- ingsleiðunum til Vestur-Berlín- ar. Þau rök eru hins vegar færð gegn Slíkum aðgerðum, að þær mundu einungis kalla á gagnað- gerðir, sem enn mundu draga úr möguleikum á að losna farsæl- lega úr úlfakreppunni í Berlin. Er í því sambandi bent á það, að enda þótt Krúsjeff kunni að leika tveim skjöldum í Berlínar- málinu að ein'hverju leyti, muni hann ekkj lengur hafa efni á því að snúa frá tómhentur —* þ. e. fresta enn einu sinni fram- kvæmd heitinga sinna tun sér- friðarsamning við Austur-þýzka- land. Þeir, sem þessu halda fram, túlka og þá ráðstöfun að hætta við fækkun í Rauða hernum og veita aukið fé til hernaðarþarfa sem bendingu Krúsj«ffs til vest urveldanna, um að hvers konar valdbeitingu þeirra í Berlínar- deilunni veirði svarað í sömu mynt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.