Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júlí 1961 morguisblaðið IIINGAB er komin nefnd manna frá Siðvæðingarhreyf- ingunni (Moral Re-Arma- ment) og hafa l»eir meðferð- is kvikmynd. Hámark lífsins, sem sýnd mun verða fyrir al- menning í Stjömubió næstu da'ga. Myndin verður frum- sýnd á föstudaginn og verður sýnd á veujulegum sýningar- tímum, kl. 5, 7 og 9. Meðal nefndarmanna eru þeir James Dickson kammerherra, þing- maður frá Stokkhólmi og pró- fessor Eiliv Skard frá Osló, en þeir eru mörgum íslending um að góðu kunnir. Blaðamönnum var gefinn kostur á því að sjá kvikmynd ina sl. miðvikudag og flutti próf. Skard formálsorð. Kvik myndin, sem er frábærlega vel gerð, er byggð á ævistarfi blökkukonunnar Mary Mc Leod Bethuns, sem vann sig upp úr sárustu fátækt, foreldr ar hennar voru þrælar, í það að verða ráðunautur tveggja Bandaríkjaforseta. Úr kvikmyndinni Hámark lífsins. Um myndina sagði „The Hollywood Reporter": „M.R.A. myndin slær öil aðsóknarmet í Los Angeles“. Marion Anderson sagði einfaldlega: „Dásamlegt, dásamiegt.“ Siðvæ&ingarmenn sýna jbekkta kvikmynd í Stjörnubíó STAKSTEINAR Þjóðarframleiðslan Á öðrum stað i blaðinu í dag eru birtar upplýsingar um vöxt þjóðarframleiðslu okkar allt frá stríðslokum, sem byggðar eru á tölum Framkvæmdabanka ís- lands. Sýna þessar upplýsingar glögglega, að kauphækkanirnar að undanförnu eru langt um- fram það, sem nokkur von er til, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar geti staðið undir. Þessar tölur staðfesta raunar aðeins upplýsingar, sem birtar voru hér í blaðinu skömmu fyrir helgina, en þar var sýnt fram á, að árleg meðalaukning þjóðar- framleiðslunnar sl. 15 ár hefur verið um 4%, en þar sem aukning mannfjöldans hefur verið 2% ár- lega, væri raunveruleg meðal- aukning framleiðslunnar aðeins 2% á mann. Tölur Framkvæmda- bankans Eins og við mátti búast hafa þessar upplýsingar raskað mjög Úrvals leikasar og söngvar- ar leika í myndinni, m. a. Mauriel Smith, sem lék Car- men Jones við frumflutning söngleiksins á Broadway, heimsfræg söngkona, og Ann Buckles, þekkt bandarísk leik kona. Inn í myndina er svo fléttuð lífsskoðun og boðskap ur Siðvæðingarhreyfingarinn- ar um baráttiuna gegn komm- únisma og einræði, fyrir betri mönnum og betri heimi. Kvikmynd þessi hefur farið Adenauer svarar KrúsjeH Bonn, Vestur-Þýzkalandi, 12. júlí — (Reuter) — HANS KROLL, sendiherra Vestur-Þýzkalands í Moskvu, afhenti í dag Andrei Gromy- ko, utanríkisráðherra, orð- sendingu ríkisstjórnar sinn- ar. Orðsending þessi er svar við orðsendingu um Berlín og Þýzkaland, sem send var ásamt bréfi Krúsjeffs, for- sætisráðherra, til Adenauers kanzlara hinn 17. febr. sl. Segja Vestur-Þjóðverjar að ef Sovétríkin semji sér- frið við Austur-Þýzkaland, verði það til þess að auka spennuna í heiminum, en ekki draga úr henni. Segir ennfremur í orðsendingunni að þrátt fyrir allt, sem orðið hefur eftir að heimsstyrjöld- inni lauk, haldi þýzka þjóð- in áfram að vera ein og ó- skipt heild, og sé ekki unnt að taka alvarlega neina þá stefnu, sem ekki tekur tillit til þeirrar staðreyndar. SAMEINAÐ ÞÝZKALANB Vestur-Þjóðverjar benda á að í orðsendingu Rússa sé áherzla lögð á það að hraða beri friðar- samningum við Þýzkaland. En þá samninga geti sú stjórn ein undir ritað, sem kosin er frjálsum kosn ingum í sameinuðu Þýzkalandi. .Vilji stjórn Sóvétríkjanna friðar- samninga við Þýzkaland, verður hún fyrst að veita þýzku þjóðinni rétt til að velja sér sameiginlega stjórn með frjálsum kosningum. Ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands mun fagna því innilega ef stjórn Sovétríkjanna vill hraða friðar- samningum við Þýzkaland á þess um grundvelli. í þýzku orðsendingunni er enn fremur bent á að sérsamningar við einn hluta Þýzkalands brjóti í bága við sjálfákvörðunarrétt- inn, sem viðurkenndur er í stofn- skrá Samejnuðu þjóðanna. En friðarsamningar við sameinað Þýzkaland leystu allan vanda, einnig vandamál í sambandi við Berlín. Dýpkunarskip í Akraneshöf n AKRANESI í gær. — Dýpkunar- skipið Leó hefur verið að verki í dag við að dæla upp úr báta- höfninni. Liggur frá Leó leiðsla á flotholtum, sem nær upp fyrir grjótgarðinn mikla, undir Hala- kotsbökkum, og dælir hann leðj- unni þangað í uppfyllingu. — Oddur. sigurför um allan heiminn og er óhætt að hvetja alla til þess að sjá hana. Myndin er í lit- um og widescreen og er gerð af þekktum kvikmyndamönn- — Gervihnettir Framhald af bls. 1. veðurfræðingum að fylgjast með því er fellibyljir eru að mynd- ast. — Hnötturinn vegur um 140 kg. og er 98 mínútur að fara um- hverfis jörðu. Mörgum löndum eru tryggðar upplýsingar þær eru gervihnött urinn mun senda frá sér. MIDAS III. Nokkrum stundum eftir að Tir os III. var kominn á braut, skaut flugherinn öðrum gervihnetti á braut umhverfis jörðu. Nefnist sá hnöttur Midas III. og var s'kot ið á loft frá tilra. nastöðinni á Arguellohöfða í Kaliforníu. Not- uð var þriggja þrepa Atlas eld- flaug og komst hnötturinn á braut í 3000 kílómetra hæð. Hnöttur þessi er búin innrauðum mælitækjum, sem sýna strax hitageislunina frá eldflaugahreifl um um leið og eldflaugunum er skotið á loft. Ætlunin er að koma á lof-t keðju af Midashnöttum og geta Bandaríkjamenn þá fylgzt með öllum eldflaugaskotum, hvar sem er á jörðu. Midas III. vegur 1500 kíló. Áður hafa Bandaríkjamenn skotið alls 45 gervitunglum á loft og eru 24 þeirra enn á braut um- hverfis jörðu. Skólafólk vantar atvinnu Á ÞESSUM tíma hefir alla jafna verið hægt að útvega fjölda skólafólks atvinnu hér í bænum. En sökum vöru- bílstjóraverkfallsins hefir Reykjavíkurbær og ýmis fyr irtæki ekki getað bætt við sig neinu fólki, enda eru framkvæmdir mjög hægar þótt víðast sé unnið ennþá. Byggingarframkvæmdir eru að stöðvast vegna þess að ekki er hægt að flytja efni til bygging- anna. Umsóknir óafgreiddar Á Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar liggur nú fjöldi um- sókna skólafólks um atvinnu, sem ekki er hægt að sinna, en það hefir ekki verið áður á þessum tíma. Bridge RÉTTIR eru nú farnar að ber- ast um hvernig hinar ýmsu sveitir verði skipaðar á Evrópu- mótinu sem fram fer í Englandi ií haust. Sænska bridgesamband- ið tilkynnti nýlega hvernig lið þeirra verði skipuð, en kvenna- liðið verður þannig skipað: Segander, Werener, Möller, Voss Schrader, M&rtensson og Stenhammar. Karlasveitin, sem álitin er mjög sterk og Svíar gera sér vonir um að nái langt, er þann- ig skipuð: Lundell, Wohlin, Nevell, Rád- berg, Hjertstrand og Nygren. Norska kvehnaliðið verður þannig skipað: Bedixen, Huun, Dullirud, Her- seth og Ramn Johansen. Enska bridgesambandið hafði ákveðið að þeir Terence Reese og Boris Schapiro skyldu keppa á Evrópumótinu fyrir England en 4 spilarar til viðbótar skyldu ákveðnir að undangenginni úr- tökukeppni. Rétt í þann mund er úrtökukeppnin var að hefj- ast, tilkynnti Terence Reese að hann gæti ekki tekið þátt í Ev- rópumótinu og útilokaði það þá einnig félaga hans Schapiro. — Ákveðið var því að þrjú efstu pörin í úrslitakeppninni skyldu keppa fyrir hönd Eng- lands á Evrópumótinu. Keppn- inni er nýlokið og verður enska liðið þannig skipað: N. Gardener, A. Rose, K. W. Konstam, C. Rodrique, A. F. Truscott og R. A. Priday. Danska kvennasveitin hefur á undanförnum árum náð góðum árangri á Evrópumótum. Það hefur því vakið mikla athygli að Danska bridgesambandið hef ur tilkynnt að það muni ekki senda kvennasveit á næsta Ev- rópumót. 1 ýmsum löndum stendur nú yfir og er að Ijúka úrtöku- keppnum í einhverri mynd. — Munu því fréttir af skipan ann- arra sveita berast mjög bráð- lega. 7. júlí. Þrír austur-þýzkir kappaksturs menn, sem komu um sl. helgi til þess að taka þátt í kapp- aksturskeppni, hafa nú beiðzt hælis sem pólitískir flóttamenn, að því er yfirvöld hér tilkynntu í dac. geðró Tímans, sem ekki hefur hikað við að kalla þær „þvætt- ing“ Morgunblaðsins og öðrum ámóta nöfnum. Þar með hefur málið raunar verið afgreitt af hans hálfu. Þó hefur blaðið birt gamlar tölur eftir einum af vara- þingmönnum Framsóknarflokks- ins, sem hafa átt að sanna, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar væri a. m. k. tvöfalt meiri. Nú er það svo, að tölur um þessi efni hafa lengstum verið nokkuð ófullkomnar hér- lendis, þó sífellt hafi þær að vísu verið endurbættar undanfarin ár. Tölur Framkvæmdabankans eru hyggðar á síðustu óg nákvæm- ustu athugun, sem fram hefur far ið á þessum málum. Áttu að réttlæta kauphækkanirnar En hvers vegna hefur Tíminn viljað gera sem mest úr aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar? Blaðið veit sem er, að raunhæf- ar kjarabætur nást því aðeins með kauphækkunum, að tilsvar- andi framleiðsluaukning hafi orð ið í þjóðfélaginu. Er því Tíma- tölunum um framleiðsluaukning- una ætlað að sýna fram á, að þær kauphækkanir, sem nú hafa orð- ið, séu raunhæfar kjarabætur, þar sem þær séu aðeins í sam- ræmi við vöxt þjóðarframleiðsl- unnar. Auk þessa, og til frekari árétt- ingar, hefur Tíminn svo lialdið því fram, að hér hafi ekki orð- ið neinar kauphækkanir síðan 1958, þótt þjóðarframleiðslan hafi síðan vaxið um samanlagt 12% á mann, eftir því sem blaðið hefur eftir varaþingmanninum, og því sé atvinnuvegunum síður en svo ofboöið með kaup- hækkununum. Þessari staðhæf- ingu hefur raunar verið svarað áður hér í blaðinu, en þó er ekki úr vegi að rifja það upp, fyrir Tímann, að enda þótt hér hafi ekki orðið kauphækkanir síðan 1958 með samningum verkalýðs- félaga, þá sýna skattaframtöl, að laun hafa engu að síður hækkað talsvert á þessu tímabili. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Morg- unblaðið hefur áður birt og byggðar eru á skattaframtölum verkamanna, sjómanna og iðn- aðarmanna í Reykjavík hækkuðu laun þessara stétta að meðaltali um 10% á árinu 1959 og um a. m. k. 5% á árinu 1960. Tölur Framkvæmdabankans og skattaframtöl launþega sjálfra hafa þannig hrundið þeim tveim kenningum Tímans, sem helzt hefur verið ætlað að réttlæta kauphækkanirnar, sem stjórnar- andstöðubandalagið hefur komið af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.