Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORCVNfíl4ÐIÐ Fimmtudagur 13. júlí 1961 99 Sexliðakeppnin^ á Bisfett Island í 4. sæti eftir fyrri da ICristleifur setti met í hindrunar- hlaupi og afrek hans og Vil- hjálms i langstokki færðu ísland ur 6. í 4. sæti landsliðið í frjálsíþróttum er í 4. sæti eftir ,sex liða keppninnar“ á Bislettleikvanginum í ÍSLENZKA fyrri dag „ „----- - Osló. A-lið Noregs hefur örugga forystu, enda hafa liðs- menn þess sigrað í 7 greinum af 10. Keppnin hófst í fögru veðri, sóískini og blíðu og voru brautir og allar aðstæður hinar ákjósanlegustu. • Afrek Vilhjálms og Kristleifs. Sigri A-liðs Noregs hefur aðeins verið „rænt“ í þremur greinum. Vilhjálmur Einarsson og tveir Austurrík- ismenn h._fa séð um það. Vil- hjálmuf vann örugglega í langstökkinu með 10 cm. lengra stökki en næsti maður eða 7.29 m. sem er hans lengsta stökk á þessu ári. Það var þó Kristleifur Guð hjörnsson sem vakti mesta at- hygli íslendinganna í dag. Með ákaflega góðu hlaupi í 3000 m. hindrunarhlaupi setti hann allt á annan endan með al áhorfenda sem voru 7044. Kristleifur og Ellefsæter háðu harða baráttu um sigur- inn. Einvígið náði hámarl.i á endasprettinum og ekki mátti á milli sjá. Það var fyrst 30 m. frá marki sem Kristleifur varð að gefa eftir fyrir hinum reynda Norðmanni sem óspart var kvattur af áhorfendum. En Kristleifur sá um „silfrið“ og nýtt met í greininni — og það sem mestu skipti þennan dag — 5 stig til íslands. Annars var ekki mikið um góðan árangur á Evrópumæli- kvarða. Einna bezt var 100 m. hlaup Bunæss 10.4 sekúndur en með því jafnaði hann sitt per- sónulega met. • 5 km. hlaupið. 5000 m. hlaupið og hindrunar hlaupið voru þær greinar er mest an spenning vöktu. í 5 km. hlaup inu hafði Nielsen Danmörku for ystu allt þar til klukkan hringdi síðasta hring. En á lokasprettin- 'um reyndust Norðmaðurinn og Austurríkismaðurinn sterkastir. • Svavar veldur vonbrigðum. 800 m. hlaupið urðu vonbrigði. Austurríkismaðurinn Klabath og Bentson Noregi háðu hart ein vígi á endaspretti en Austurríkis maðurinn vann með herzlumun og segja Norðmenn það einkum vegna þess að Bentson lokaðist inni á síðustu beygju. En enn meiri vonbrigði urðu 800 m. fyrir Islendinga. Svav- ar hafði forystu um tíma á seinni hringnum en hefur sennilega ekki þolað að hefja lokasprettinn svo fljótt og varð að sleppa öllum fram úr sér á síðustu metrunum. • Hástökki,,, Hástökkið var mikill sigur fyr ir Norðmenn. Jón hafði vakið mikla athygli fyrir keppnina og var spáð sigri eftir sitt 2.03 m. stökk. En hann reyndist óörugg- 3. N. Nilsen, Danmörku .... 4. Ödegaard, Noregi 3 ... 5. Odd Fuglem, Noregi 2 .... 6. Agnar Levy, ísland ... .... 14:37,8 .... 14:39,2 .... 14:41,4 .... 17:00,? 800 m hlaup 1. R. Klabath, Austurríki ..... 1:55,1 2. J. H. Bentson, Noregi 1 .... 1:55,1 3. T. Helland, Noregi 2 ....... 1:55,6 4. S. Rekdahl, Noregi 3 ....... 1:56,4 5. K. Christiansen, Danmörku .... 1:56,9 6. Svavar Markússon, íslandi .... 1:58,2 3000 m hindrunarhlaup l.O. Ellefsæter, Noregi 1 .... 9:06,6 2. Kristleifur Guðbjörnsson, fsl. 9:06,8 Isl. met (9:07,6 gamla metið 3. R. Dahl, Noregi 2 ......... 9:08,6 4. H. Ganyel, Austurríki ..... 9:08,6 5. B. Pedersen, Danmörku ..... ?:??,? 6. R. Sösveen, Noregi 3 ...... 9:24,4 Langstökk 1. Vilhjálmur Einarsson, íslandi .... 7,29 Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson í leik Suðurlands-úrvals- ins og Dundee. Hún sýnir annað mark Skotanna. Það kom eftir að boltinn hafði dansað á marklínu og Heimir og Hreiðar gert heiðarlegar tilraunir til að bjarga., Það var Robertsson (11) sem síðastur Skota snerti knöttinn. Heimir er í vígahug með húfuna sína keyrða niður í augu vegna sólarinnar. — Kristleifur — harður keppnismaður ur á ,,lægri hæðum*4. Það réð úr slitum þótt hann að lokum færi jafnhátt Vaag 1.99. Úrslit í einstökum greinum voru þessi: (Vegna slæmra hlustunarskila náðust ekki einstakir árangrar og er spum- ingarmerki í þeirra stað). • Hástökk 1. Arve Wang, Noregur 1 ....... 1,99 2. Jón Þ. Ólafsson, ísland .... 1,99 3. Helmuth Donnar, Austurríki .... 1.96 4. Gunnar Huseby, Noregur 2 .... 1,93 5. Ole Papsö, Danmörk ......... 1,85 6. Haugland, Noregur 3 ........ 1,85 Sleggjukast 1. H. Thun, Austurríki ........ 64,50 2. M. Föleide, Noregi 2 ....... 58,12 3. Orla Bang, Danmörku ........ 53,65 4. Oddvar Krogh, Noregi 3 ..... 52,95 5. Roald Reiswang, Noregi 1 ... 49,17 6. Þórður B. Sigurðsson, íslandi 48,46 110 m grindahlaup 1/. Gulbrandsen, Noregi 1 ..... 14,7 2. Schlachtberger, Austurríki . 15,1 3. Björn Helen, Noregi 3 ...... 15,1 4. Björgvin Hólm, íslandi ..... 15,4 5. A. Larsen Nyhus, Noregi 2 .... 15,5 6. Ernst Ecks, Danmörku ....... 15,6 100 m hlaup 1. Bunæs, Noregi 1 ............ 10,4 2. D a n i .................... 10,7 3. Casten, Austurríki ......... 10,7 4. O. Lövaas, Noregi 2 ........ 10,9 5. B. Berglund, Noregi 3 ...... 10,9 6. Valbjörn Þorláksson, íslandi .... 10.9 Kúluvarp 1. B. Andersen, Noregi 1 ..... 16,40 2. Pötsch, Austurríki ........ 15,86 3. Guðmundur Hermannsson, ísl. 15,49 4. U. Evjenth, Noregi 2 ...... 15,10 5..H. O. Aune, Norégi 3 ....... 15,08 6. S. Fossbo, Danmörku ....... 13,46 5000 m hlaup 1. P. Benum, Noregi 1 ...... 14:36,4 2. Steinbach, Austurríki ... 14:37,2 2. J. Kirkeng, Noregi 1 3. H. Flaaten, Noregi 2 ,. 7,04 4. H. Muchitsch, Austurríki 5. F. Messe, Noregi 3 . 6,87 6. A. Keldman, Danmörku .... . 6,72 4x100 m boðhlaup 1. Noregur 1 . 41,4 3. Austurríki . 42,4 4. Noregur 3 . 42,4 5. Noregur 2 . 42,? . ??,? Stig eftir fyrri dag 1. Noregur 1 54 2. Austurríki 45 3. Noregur 2 32 4. ísland 28 5. Danmörk 26 V2 6. Noregur 3 24V2 Þróttur vann Reyni 4:1 SÍÐARI leikur Þróttar og Reynis fór fram á grasvellinum í Njarð- vík á sunnudaginn var. í fyrri umferð hittust þessi lið á Mela- vellinum í Reykjavík og sigruðu Sandgerðingar þá með einu marki gegn engu. Þróttur mun hafa haft fullan huga á að hefna harma sinna, enda voru aðeins tvær mínútur liðnar af leiktímanum, þegar Jón Magnússon hafði skorað fyrsta markið fyrir Þrótt. Talsverður þungi var í sókn Þróttar framan af hálfleiknum, en eftir því sem leið á leiktímann var eins og Þróttarar smituðust af langspyrn um Sandgerðinga og um tíma var háð stórskotahríð á báða bóga, sem lauk með marki er Eyjólfur Gíslason skoraði fyrir Reyni, skömmu fyrir lok hálf- leiksins. Þróttur hóf leiftursókn þegar í byrjun síðari hálfleiks og skor- aði Jón Magnússon aftur á 2. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Helga Árnasyni. Mínútu síðar var dæmd vítaspyrna á markvörð Sandgerðinga fyrir grófa hrind- ingu. Helgi tók vítaspyrnuna, en brenndi af. Þróttarar léku nú mun betur heldur en í fyrri hálf- leik og á 32. mínútu skoraði Helgi þriðja markið og fimm mínútum síðar lék Eysteinn framvörður í gegnum þrjá varnarleikmenn og skoraði fjórða og síðasta mark Þróttar. Leikur Sandgerðinga var nokk uð stórskorinn og mikið um ónákvæmar sendingar. Gottskálk markvörður var bezti maður liðsins. Heppni - óheppni FRÁ ísl. sjónarmiði hefur margt farið verr en skyldi á Bislett. Það er t.d. óheppni að fá 6. sæti í 100 m þegar 4. og 5. maður hafa sama tíma og íslendingurinn. Einnig var bú- ist við því að Þórður B. Sig- urðsson krækti í meira en stig í sleggjukasti, einkum þar sem árangur varð ekki betri en raun ber vitni. Jón Þ. Ólafs son er líka óheppinn í hástökk inu, þar sem hann með sitt met 2.03 virtist vera í „topp- formi“. Hann tapar „gullinu“ á fleiri tilraunum en Vaag sem fór allar hæðir í 1. tilraun nema 1.99 í annari. Þess var einnig vænzt að Svavar næði betri árangri í 800 m og þar með fengi ís- land fleiri stig. Það er því aðeins í hindr- unarhlaupinu — og kannski í langstökkinu — sem ísland fær óvænt stig. En það vegur minna en skyldi gegn hinu, sem ver hefur farið en vænzt var. -K KEPPNIN byrjaði allt annað en vel fyrir íslendingum á Bislett í gær. Eftir þrjár grein- ar ráku þeir lestina með 5 stig, Noregur C hafði 9 og Danmörk 10.. Eftir 15 greinar voru tölur landanna í sömu röð 10, 14 og 15. En þá komu lokaúrslit í langstökki og hindrunarlilaupi og með afrek um Kristleifs og Vilhjálms komst ísland í 4. sætið sem það heldur eftir fyrri daginn — vonandi ekki Iakar eftir keppnina alla, en það sæti hafði ísland í fyrra. Ágústa sigraði í Rostock ÍSLENZKT sundfólk keppir þessa dagana á miklu móti í Rostock en þangað er boðið fjölmörgu af bezta sundfólki margra landa. Á þessu móti vann Ágústa Þorsteinsdóttir það afrek að sigra í 100 m skriðsundi kvenna. Synti hún á 1.06.9 mín. Ekki er vitað enn hverjir mótherjar henn- ar voru, en afrekið er gott, því víst er að þarna eru margar af heztu sundkonum Norður-Evrópu og Þýzka- lands. Hrafnhildur Guðmundsdóttir varð 8. í 100 m skriðsundinu á 1:09,4 mín. Hún keppti einnig í 200 m bringusundi og varð 11. í röðinni á 3:12,8 mín. Guðmundur Gíslason keppti í 200 m skriðsundi og varð 8. f röðinni á 2:16,6 mín. Loks keppti Áriíi Þ. Kristjáns« son frá Hafnarfirðii í 100 m bringusundi og varð 21. á 1:21,1 og nr., 17 í 200 m bringusundi á 2:52,4 mín. Ágústa á eftir að keppa í 400 m skriðsundi og Guðmundur j 100 m skriðsundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.