Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. júlí 1961 Jökulsá á Fjöllum sundriðin Rætt við Jón Jóhanness^n í HiöðrudaE Eftirfarandi samtal hefur Víkingur Guðmundsson bóndi á Grundarhóli átt við Jón Jóhannesson i „Hesturinn okkar“. Vík- ingur er fréttaritari Mbl. á Hólsfjöllum og hefur blaðið fengið ieyfi til að birta viðtalið. — Komdu sæll, Jón! — Já, sæll! — Viltu eki segja mér. tii- drög þess eða frá því, þegar þú sundreiðst Jökulsá? Ég er að hugsa um að skrifa það niður fyrir „Hestinn okkar“. — Ja, jú. Ég get það svo sem, en annars var það ekki nema eins og hvert annað viðvik eða isnúningur, sem maður fær alltaf öðru hvoru við fé og hesta. Hef ég oft komizt í hann krappari en Þá. — Ert þú ekki eini maður- inn, sem vitað er að hafi sundriðið Jökulsá? — Jú, að minnsta kosti vilj- andi. — Segðu mér þá frá. — >að var síðasta sumarið sem ég bjó í Fagradal, að ég fékk rauðblesótta hryssu með hestamönnum sunnan yfir Sprengisand. Hún var þannig til komin, að Jón Stefánsson í Möðrudal, tengdafaðir minn, hafði selt hryssu suður á land, en sú hryssa reyndist fylfull. Kaupandinn vildi ekki eiga folaldið, en Jón vildi ekki láta lóga því, svo það réðst svo, að hann fékk það og kom því fyrir hjá Gunnari bróður mínum, presti á Skarði. Þar ólst það svo upþ. Það var þessi rauðblesótta hryssa, sem ég svo síðar fékk. Þegar eftir að ég fékk hana hér norður, fór að bera á stroki í henni, en sumarið sem hún kom, tókst að gæta hennar. — Vorið 1944 fluttist ég í Möðrudal með allt mitt bú. Hestarnir voru settir með heimahestun- um, en sú blesótta lagði fljót lega til stroks. Ég fór strax á eftir henni, þegar ég varð þess var að hún var farin. Ég lagði á blesóttan dráttarhest, sem ég hafði keypt úr sama hópi og sú blesótta kom með að sunn an. Hann var frá Gunnlaugi Kristmundssyni sandgræðslu- stjóra, stólpagripur, 59 þuml., latur, en hafði takmarkalaust þrek, alltaf kallaður Stóri- Blesi. Hafði Gunnlaugur alið hann upp. Annan hest, Börk, sem var hálfgerður drullu- sokkur, teymdi ég svo með mér. Ég fann fljótlega slóð þeirrar blesóttu, og lá hún vestur að Jökulsá. Ég rakti hana svo suður með allri á, allt að Kreppu, þar sem hún lá yfir. — Lagðirðu svo hiklaust í jökulvötnin? — Það var ekki um margt að velja. Stefnan, sem hrossið hafði, var beint inn á gróður laus öræfin og Vatnajökull fyrir og ekkert nema hungur dauði framundan. Ég komst á broti yfir Kreppu. Slóðin lá síðan suður vestur að Jökulsá og yfir. Þarna eru stórgrýtisklappir og hraun og víðast klettar að ánni. Úr Krepputungu komst ég þó úr bási milli tveggja hraun- kamba út í Jökulsá og yfir. Landtaka var ágæt, sléttar sandeyrar, svo að þetta gekk allt vel. Slóðina fann ég fljót- lega eftir þá blesóttu og rakti hana vestur milli Herðubreið- ar og Herðubreiðartagla. Þar snýr Blesa við og setur sig Hér sjáum við þrekgarpinn Stóra-Blesa til vinstri. Gunn- laugur sonur Jóns stendur á milli hans og Kólgu, sem einnig var dráttarhestur eins og Blesi. norður austan við Herðubreið arfjöll og norðvestur í Ódáða hraun í stefnu á Bláfjöll. Þar tapa ég slóðinni í hrauninu, enda eru líkurnar farnar að aukast fyrir því að Blesa hafi það af. Ég er einnig farinn að óttast að farið verði að leita að mér, svo að ég sný við og tek stefnuna beint á bæinn í Möðrudal. — Hraun ið norður og norðvestur af Herðubreiðarfjöllum er mjög brunnið og óslétt. Víða eru sprungur og holur misjafn- lega breiðar. í þetta sinn var mest af þessum sprungum fullt af gömlum snjó, sem var að hlána. Hestarnir köfuðu því mikið í snjónum, og ef betur var að gáð, mátti sjá niður úr förunum í djúpar sprungur. Sá ég greinilega, að ef Blesi festi fót í sprung- um þessum, einn eða fleiri, var verr farið en heima set- ið, enda fátt til bjargar. Þetta var aðalástæðan til þess að ég sneri við. Blesi var heldur enginn léttleikahestur, en greinilegt að hann vissi um hættuna og reyndi að fleyta sér á snjónum, ef hann fann laust undir. — Varstu ekkert hikandi við að leggja í Jökulsá, og það þótt hún og Kreppa væru komnar saman? — Ja, hinn kosturinn var að ríða inn í Reykjahlíð um 70 km veg, hringja í Gríms- staði og biðja um ferju og ríða s-vo heim nær 80 km, en þá var enginn sími í Möðru- dal. Beint heim voru hins ’ vegar ekki nema 10 km. Ég treysti Blesa takmarkalaust. — Hvernig gekk svo yfir ána? — Ég kom að ánni hjá Ferjufjalli norðan Grafar- landa. Þar er gamall ferju- staður, og var ferðafólik stundum ferjað þar yfir en hestar látnir synda. Þannig hagar til að straumurinn ligg ur meir með vesturlandinu. Nú var allhvasst á sunnan og mikil hláka til jöklanna og því allmikið vatn í ánni. Það sem var hins vegar ljótast við hana fyrir óvanan vatna- mann, var öldugangurinn vegna stormsins og auk þess á móti straumi að sækja. En það var ekki úr mörgu að velja, 150 km vegalengd á annan veginn en Jökulsá eins og hún var á hinn. Ég held að við Blesi höfum verið sam mála um að prófa ána. Ég hugsaði mér að láta Börk, lausa hestinn, synda neðan við Blesa og þannig létta honum sundið, ef Börkur synti hrað ar. En það fór nú á annan veg. Þegar Blesi greip sund- ið, stóð Börkur í alla fætur Jón Jonannesson á Brúnku sinni. Jón er einn af beztu hestamönnum Austurlands, viðurkenndur tamningamaður og orðlagður fyrir góða hirðingu og alla meðferð hesta. eins og negldur niður. Mun- aði þá litlu að hann drægi mig af baki. Blesi spann sig upp að framan, náði botni með afturfótunum, spyrnti sér fram og dró Börk á eftir sér, enda stóð Börkur djúpt og fremst á malarkambi. Eft ir það gekk allt vel. Blesi synti miklu hraðar en Börkur og dró hann alla leiðina. Þetta fór allt saman vel, og er það engum öðrum en Blesa að þakka. — Ertu vanur að sundríða og sjálfur syndur? — Nei, hvorugt. Þegar upp úr ánni kom, tók Blesi sprett inn heim og var það í eina skiptið, sem ég sat á honum viljugum meðan ég átti hann. Þegar heim kom hafði ég ver ið átján tíma í ferðinni. — En hvað svo um Blesu? — Blesa kom fyrir í Stóru- tungu í Bárðardal eftir hálfan mánuð. Ég tók hana heim aftur, setti hana í girðingu með stóðhesti um sumarrið. Vorið eftir áti hún folald og lagði aldrei til stroks framar. — Myndir þú leggja í Jök- ulsá aftur ef þú þyrftir? — Ekki hiklaust, en þó veit ég ekki, ef ég hefði Stóra- Blesa. — En segðu mér. Þú segist oftar hafa komizt í hann krappann en í þetta sinn. Hvenær var það? — Það sem ég hef komizt næst því að finna lyktina af dauðanum, ef svo mætti að orði komast, var í póstferð Og eiginlega svitna ég í hvert sinn, sem mér verður hugsað til þess. Ég fór með sleða nið ur yfir Hólssand og hafði skjóttan hest fyrir honum, óttalegan óþokka. Færi var þannig, að fyrst var skel sem hélt sleðanum en braut und- an hestinum en harðfenni und ir og nokkuð djúpt á því. Allt gekk vel niður eftir og til baka fram í Hafursstaði. En skömmu eftir að ég fór þaðan, brotnaði annar kjálkinn á sleðanum. Ég átti ekki annars kost en að setja taug í stað- inn, en Skjóni þoldi aldrei að neitt kæmi við afturlapp- irnar á honum. Enda var ég ekki nema rétt setztur á sleð- ann og var að laga eitthvað póstpokann fyrir aftan mig, þegar hann tók svo snöggt .viðbragð, að ég hraut af og missti hann. Hann þaut eins og kólfi væri skotið út alla móa langleiðina í Land. Þar náði ég honum og sneri við og ók greiít upp sand. Uppi á sandi átti ég geymda olíu- tunnu, sem ég tók á sleðann núna, þar sem færi var nú svo gott, að hesturinn vissi ekkert af drættinum. Allt gekk vel þangað til komið var upp undir Hólssel, sunn- an í Þykkvuásana. Þar stanz- aði ég og ætlaði að fá mér í pípu. Ég stóð framan til við hestinn og var að troða í pípuna. Austansveljandi var á, og hefur vindurinn senni- lega sveiflað tauginni í löpp- ina á Skjóna, en ég vissi ekki fyrr til en ég lá framan við sleðann milli nefja og allt var á fleygiferð og skeifnaskafl- arnir hvinu við hausinn á mér. Ég rann eftir glerhálu hjarninu og fór því ekki und ir meiðana. Skjóni var orð- inn sár af brotanum, og lík- lega hefur það bjargað mér, að þegar hann stökk, þá þurfti hann að kippa fótunum beint upp úr snjónum. Ég fór að reyna að þoka mér út að kjálkanum og tókst að koma hausnum upp á hann. en fæt- urnir voru upp á sleðanum, en um leið heyrði ég þennan óskapa gauragang. Er ég stóð upp alls ómeiddur en pípan í maski, sá ég hvar Skjóni þeyttist yfir stórgrýtismel, og hefði sú ferð sennilega nægt mér. — Ekkj hefur þú líklega haldið upp á Skjóna eftir þessa ferð? — Ég notaði hann mikið eftir þetta, en svo fór, að hon um var lógað fyrir óþokka- skapinn, segir Jón að endingu. — Kvikmyndir Framh. af bls. 6. hans að lokum með aðstoð þorpsbúa. Með honum kom til þorpsins gamall félagi hans, Morgan að nafni og setja þeir á laggirnar veitingastofu og er þar oft æði róstusamt eins og allir kannast við af öðrum myndum af þessu tagi. Kven- fólk kemur þarna vitanlega mjög við sögu: Jessie Marlowe, hji^krunarkona, sem allir þorps- búar meta mikils vegna líknar- starfa hennar og Lily Dollar, gömul vinkona Morgans, nýkom in í þorpið til þess að gera upp gamlar sakir við Clay. Clay og Jessie fella hugi saman og einn- ig takast ástir með Lily og Gannon, harðskeyttum náunga, sem var í flokki bófanna en var nú orðinn aðstoðarlögreglustjóri. En samvistir þeirra verða skamm ar. Þegar Clay hefur lokið hlut- verki sínu í Warlock heldur hann einn á brott úr þorpinu. En rétt áður hafa þeir félag- arnir Clay og Morgan orðið ósáttir og fellur Morgan fyrir byssukúlu Clay’s. Mynd þessi er að efni til hvorki betri né verri en mynd- ir upp og niður af þessu tagi, en hún er yfirleitt prýðilega leikin, enda fara ágætir leikar- ar með aðalhlutverkin, svo sem Henry Fonda, er leikur Clay, Anthony Quinn, er leikur Morg- an, Richard Widmark, sem fer með hlutverk Gannon’s og Dorothy Malone (Lily) og Dolo- res Michaels (Jessie). Handíða og myndlistarskólinn Lúðvig fer - Kurt Zier kemur SAMKVÆMT ósk Lúðvígs Guð- mundssonar skólastjóra hefur menntamálaráðuneytið veitt hon um lausn frá embætti frá 1. sept. nk. að telja. Hefur hann þá gegnt skólastjórastörfum í 34 ár, þar af í 22 ár við Handíða- og mynd- listaskólann sem hann stofnaði haustið 1939. Sem eftirmann Lúðvígs hefur ráðuneytið ráðið Kurt Zier og tekur hann við hinu nýja em- bætti sínu 1. sept. næstk. Kurt Zier starfaði um skeið við lista- háskólann (École international) í Genf. Þegar Lúðvíg stofnaði handíðaskólann réðst Zier í þjón ustu hans og var yfirkennari skól an í tíu ár eða til 1949. Þá hvarf hann aftur til Þýzkalands og gerð ist fyrst kennari í myndlistum og nú, síðustu tíu árin, einnig forstöðumaður Odenwald-skól- ans, sem er víðkunnur og merk- ur ungmenna- og menntaskóli. Vegna eindreginna tilmæla Lúðv. Guðm. hefur Zier nú sagt lausu hinu virðulega rektorsem- bætti sínu og hverfur aftur til Handíða- og myndlistaskólans, svo sem fyrr segir. Þegar Kurt lét hér af störfun árið 1949, tók Sigurður Sigurðs son listmálari við myndlista kennslu hans. Kennslustarfi þess hefur nú verið gerður að fastr stöðu og hefur menntamálaráðu neytið nýlega sett.Sigurð til ai gegna stöðunni frá 1. júní sl. ai telja. Jafnframt þessu verðu Sigurður yfirkennari skólans svi sem að undangengnu. —. Ai loknu stúdentsprófi (1937) hó Sigurður guðfræðinám við há skólann hér. Vorið 1938 laul hann prófi í forspjallsvísindum Haustið 1938 innritaðist hann listaháskólanumí Kaupmanna höfn og var þar við nám í list málun til vors 1945. Um nokkur árabil hefur Sigurður nú verií formaður Félags ísl. myndlista manna. Á hann og sæti í dóm nefnd félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.