Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. Jðlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Bæjarstiórn Framhald af bls. 13. vseri hafin verkfallabarátta til þess að knýja fram enn aukin útgjöld. Vissulega hefði komm- únistar sizt af öllu hag laun- þega í huga, þegar þeir berðust nú fyrir því að koma af stað nýrri verðbólguskriðu. Valborg Bentsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, tók til máls. Hún kvað það eiga að vera eins með resktur bæjar- ins eins og heimilin, að þar ætti hvarvetna að gæta ítrasta sparn aðar. Taldi hún að með því móti mætti komast hjá hinum auknu útgjöldum. Lagðist bæj- arfulltrúinn því gegn tillögum borgarstjóra. Magnús Ástmarsson, fulltrúi Alþýðufl., sagði, að bæjarstjóm v æ r i ærinn 1 vandi á hönd- 1 um. — Hann í/ kvaðst sammála n ýmsu, sem sagt W>--< / L hefði verið um nauðsyn sparn- aðar. En það ^fjjl þarf ekki annað /Aagnus en líta á breyt- Astmarsson ingartillögur þeirra manna, sem nú segjast ætla að spara ,við afgreiðslu fjárhagsá:ætlunar, til þess að sjá eð þessari útgjaldaaukningu verð ur ekki mætt nú með því móti, án þess að draga úr þjónustu eða framkvæmdum í stórum stíl. Sú staðreynd, að kjör hafa ekki batnað hér eins og í ná- grannalöndunum, er ekki því að kenna að verkalýðsforystan hafi sofið á verðinum, og ekki held- ur því, að ríkisstjórnir síðustu 20 ára hafi ekki reynt að glíma við verðbólguna. En núverandi ríkisstjórn hefur í raun og veru gert einu tilraunina, sem von er til að beri árangur. Magnús Ástmarsson kvað sig furða á þeim skilningi Alfreðs Gíslasonar, að hann talaði fyr- ir hönd meirihluta bæjarbúa, en gæfi svo jafnskjótt þá skýr- ingu á meirihluta annars flokks i bæjarstjórninni, að peningar keyptu honum fylgi á kjördegi. Freklegar væri ekki hægt að móðga bæjarbúa. Bæjarfulltrúinn sagði að lok- um, að ekki væri um annað að gera fyrir bæjarstjórnina en að fallst á þær tillögur, sem lægju fyrir fundinum ,um hækkun á útsvörum og gjaldskrám. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hóf máls á því að minna á, að bæjarstjórn Akeyrar hefði sam- Þorvaldur f kristjánsson þykkt 10% út- svarshækkun og Jakob Frímanns son, kaupfélags- stjóri, fulltrúi Framsóknar- flokksins, hefði greitt atkvæði með þeirri hækk un. Hann benti á hve ofsafengin afstaða kommúnista væri. Á for- síðu Þjóðviljans í gær hefðu staðið eftirfarandi orð: „Ráðstafanir þessar eru hermd- arráðstafanir og skemmdarverk. Þær eru knúnar fram af öflum, sem nú vilja leiða þjóðina enn á ný út í botnlausa hringiðu verð- bólgunnar". Það er ekki að furða, sagði bæj arfulltrúinn, þó að málflutningur fulltrúa þessa flokks sé taumlaus, þegar þeir hefja umræðurnar með því hugarfari, sem túlkað er í þessum orðum. Þeir mæla af ©fstæki og blindni við þá línu, sem þeim svo greinilega er gefin. Kommúnistar hafa í umræðum þessum mikið talað um verð- bólgu. En málflutningur þeirra byggist á hugtakarugli. Verðbólg- an er hástig þenslu. Hún mynd- ast þegar eftirspurn er meiri en framboð. Ef kaupgjald hækkar meira en framleiðslan stendur undir, verður verðbólguþróun. Hinsvegar getur verðlag hækkað, þó að ekki sé um verðbólgu að ræða. . Óbeinir skattar hækka til I „Ef þið látið Yuri Gagarín sleppa eins og þennan ballett- dansara á dögunum, þá verðið þið allir settir í næstu geimflaug — aðra leiðina.“ I Kveðja Hlsírsku sen din eín darinnar dæmis verð, en geta dregið úr verðbólgu, þar sem þeir draga úr eftirspurn. Fölsk kaupgeta leiðir hins vegar til verðbólgu. Komm- únistar segja nú að 13—14% kauphækkun hafi ekki verðbólgu áhrif. Þetta er auðvitað fráleitt, þegar haft er í huga að þjóðar- framleiðsla hefur aðeins aukizt um 2% árlega. En það er athyglisvert, að halli á rekstri ríkis- eða bæjarfélaga getur líka stuðlað beint að verð- bólguþróun. Þeir, sem keppa að 13—14% kauphækkun, þegar þjóðarframleiðslan eykst um 2%, eru hinir sannkölluðu verðbólgu braskarar. Þetta sést þó enn aug- ljóslegar, þegar þess er gætt, að þeir vilja þar að auki reka bæjar félagið með halla. Einnig með þeim yfirlýsingum afhjúpa þeir verðbólgustefnu sína. Kauphækkanirnar hlutu að draga dilk á eftir sér; það gat hver maður séð fyrir. Um það má deila, hvort kauphækkanirn ar hefðu verið æskilegar eða ekki, en þær eru orðinn hlutur, og þá verður að mæta vandan- um. Er þá ekki nema um tvær leiðir að ræða, annað hvort að draga saman rekstur bæjarins eða hækka tekjurnar. Síðari kosturinn er skárri, en að láta kauphækkanirnar koma niður á þjónustu við bæjarbúa og frám- kvæmdum bæjarins. Fulltrúar bræðralags kommúnista og Fram sóknar leggjast gegn samþykkt- inni. Þeir fylgja því samdráttar- stefnu. Við bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins viljum ekki láta neitt lát verða á framkvæmdum. Þess vegna viljum við tryggja nauðsynlegt fjármagn. Sá kostur hefði verið beztur að ekki hefði þurft að koma til kauphækkana, sem hefðu slíkar hækkanir í för með sér. Málflutningur kommúnista hér er aðeins bergmál frá heildar- átökunum í íslenzkum stjórnmál- um í dag. Stjórnarandstæðingar hafa séð, að í viðreisninni felst gagnger og róttæk ráðstöfun til að koma á heilbrigðu og traustu efnahagslífi. Þeir trúðu því ekki . að stjórnin gæti lyft þessu Grett- istaki. Eftir árið sáu þeir að til- raunin mundi takast. Þá tókst þeim að misnota samtök laun- þega til að raska þeim grund- velli, sem lagður hafði verið. Þeir héldu þá, að þeim tækist að hrekja ríkisstjórnina frá völd um, en sjá nú að það mun þeim ekki heppnast. Nú heimta þeir að ekkert sé gert til þess að tryggja eðlilega efnahagsþróun. Þarf þá að furða, þótt þeir krefjist að bæjarstjórn- in aðhafist ekkert. Þessir menn heimta að fá að vera óhindraðir í skemmdarstarfsemi sinni. Af því og því einu markast andstaða þeirra. En að sjálfsögðu tekur bæjarstjórnin þær ákvarðanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja hag borgaranna. Guðmundur Vigfússon tók aftur til máls. Hann sagði að afturhaldssamasti bæjarfulltrúi Framisóknarflokksins hefði greitt atkvæði með útsvarshækkuninni á Akureyri. (Var þá skotið ihn í að hér væri ekki Framsóknar- fulltrúar til skiptanna). Valborg Bentsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins og Alfreð Gíslason tóku þessu næst til máls, og var Alfreð að halda ræðu sína, þegar blaðamaður Mbl. yfirgaf fu-vdinr. laust eftir miðnætti. — Sild Framh. af bls. 20 Fróðaklettur með 800 og Ingiber Ólafsson KE með 800. Víðir II landaði í gær í salt 200 tunnum á Ólafsfirði, og fór með afganginn, sem var hátt á 2 þús. tunnur, til Hjalteymr. Vopnafjörður hefur 35 þús. mál. Fréttaritararnir á síldarstöð- unum á Austfjörðum simuðu eft- irfarandi fréttir úr plássum sín- um í gær; Vopnafjörður. Búið að landa 17. þús. málum síldar til verk- smiðjunnar hér á þremur dögum og 12.500 mál bíða löndunar. Saltað er á þremur plönum, en vantar fólk. Er alls búið að salta í 5 þús. tunnur. Eru því alls kom- in hér yfir 35 þús. mál með því sem er ólandað úr skipunum. Þrærnar eru orðnar fullar og er hátt á þriðja sólarhrings bið fyr- ir skipin. Vinna hófst í gær í síldarverksmiðjunni, sem bræddi í fyrra 4000 mál á sólarhring. En afköst hennar munu nú eitthvað minni, því síldin er miklu feitari og erfiðari í vinnslu -og ný soð- kjarnatæki draga eitthvað úr af- köstum, en síldin nýtist þá betur. í morgun fékk eitt skip Kapri SU 2000 mál inni í mynni Vopna- fjarðar. Þessi skip bíða hér lönd- unar: Páll Pálsson með 900 mál, Hafbjörg VE með 650, Keilir AK 600, Helga 700, Hannes lóðs 700, Stapafell 1100 Hannes Hafstein 650, Særún IS 1000, Ólafur Tryggvason 1600 ,Bjarni Jóhanns son 1600, Sæfaxi AK 1000, Kapri 900 mál í bræðslu og meira í salt, Rán IS 900 og Faxavík 600. Út að kvöldi — JtieS afla að morgni Neskaupstað, 13. júlí. ___ Til Neskaupstaðar komu í nótt Gló- faxi með 800 tunnur, Björg SH 300, Þráinn SH 500 tunnur, Haf- rún NK 800 tunnur, allt í söltun. í bræðslu komu Svanur RE 600 mál, Hafnarey 4-500 miál, Skarða vík SH 800, Guðbjörg GK 700, Guðbjörg ÍS 8—900 mál, Hugrún ÍS 400 mál. Sumir þessara báta fóru héðan seint í gærkvöldi og voru komn- ir aftur snemma í morgun með góðan afla. Síldin er mjög falleg og væri hægt að salta mest af henni ef aðstaða væri til. Hér eru aðeins tvær söltunarstöðvar. Vonum við hér eystra að áhugi síldarsaltenda fari smám saman að beinast meira að Austfjarðar- síld, enda fara hér óhemju verð- mæti forgörðum daglega, vegna þess að ekki er hægt að nýta aflann sem spillist. Og fjöldi skipa verður að bíða hér dögum saman, eða sigla til Norðurlands með aflann. Þó er þetta reyndar ekkert annað en það sem gerzt hefur hérna ár eftir ár. Saltað og brætt Eskifirði: — Síldarbátarnir koma hingað inn drekkhlaðnir og er orðið löndunarstopp og þróarpláss búið. Er bæði saltað og brætt. í dag komu hingað Vattarnes með 1200 tunnur, Reyn ir SU 700 mál, Guðrún Þorkels- dóttir með 700 tunnur og Víðir SU með 8—900 mál. Auk þess er verið að salta úr Auðbjörgu. ER við nú höldum á brott af íslandi, þessu viðmótsþýða og friðsæla landi, viljum við í nafni alsírskrar æsku og allrar þjóðar okkar, sem í sjö ár hefur barizt fyrir frelsi sínu, færa einlægar þakkir öllum þeim, sem svo vel hafa greitt götu okkar hér, öll- um þeim, sem hafa sýnt okkur samúð, svo og þakka íslenzku þjóðinni, leiðtogum hennar og öllum þeim, sem lýst hafa yfir fulltingi sínu Og stuðningi við okkur á grunvelli þess freisis og réttlætis, sem svo mjög er í heiðri haft hér á landi. Eftir að hafa hitt að máli stjórn arvöld, forvígismenn stjórnmála flokka, alþýðusamtaka, stúdenta Og æsku landsins, höldum við áfram förinni glaðir í huga yfir þeim árangri, sem dvöl okkar hér hefur borið, sannfærðir um, að heimsókn okkar hingað muni treysta og efla til mikilla muna þau vináttubönd, sem tengja saman þjóðir okkar. Reykjavík, 12. júlí 1961, F.h. Alsírska stúdentasam- bandsins (UGEMA), Mohamed REZZOUG. F.h. Verkalýðssambands Alsír (UGTA), Mohamed CHENNAF. Cagarins vel gœtt LONDON, 13. júli. — Yuri Gagarín er tekið sérlega vel x London og jafnan hefur verið múgur og margmenni þar sem hann hefur látið sjá sig. Mjög strangur vörður gætir hans í borginni, bæði eru það rúss- neskir förunautar svo og brezk- ir leynilögreglumenn. í dag heim sótti Gagarín Macmillan og sagði forsætisráðherrann á eftir, að þetta væri „geðslegur strák- ur“. Dugleg stúlka óskast strax. — Ekki yngri en 17 ára. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Konan mín og móðir okkar, ÁSTRlÐUR oddsdóttir Hringbraut 88, andaðist á Landspítalanum, fimmtudaginn 13. júlí. Þorsteinn Guðlaugsson, börn og tengdabörn AXEL JÓNSSON kaupmaður, Sandgerði, lézt í Keflavíkurspítala miðvikudaginn 12 júlí 1961 Börn, fósturbörn og tengdabörn Hjartkær eiginmáður minn og faðir okkar, JÓHANNES BIRKILAND verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 10,30 f.h. Ragnhildur Sumarlína Magnúsdóttir,, Æska Björk Jóhannesdóttir, Ósk Elín Jóhannesdóttir, Ragnhildur Unnur Jóhannesdóttir. Hugheilar þakkir til lækna og starfsfólks á Sólvangi í Hafnarfirði, sem annast hefur og hjúkrað, FRU jósefínu GUÐBRANDSDÓTTUR í veikindum hennar og til allra er sýndu henni vináttu sína og heiðrað hafa minningu hinnar látnu. Fanney Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.