Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBLAÐlh Föstudagur 14. júlí 1961 Stúlkur vantar til eldhússtarfa Leikhúskjallarinn tHERMDs REOISTEREO TRAOE MARK Heimsins bezti Hitabrúsi No. 16 Vz Minor Vt litri No. 16 Standard V2, litri No. 1616 Major % litri No- 16Q Family 1 litri No. 58Q KAFFIKÖNNUR FALLEGAR HENTUGAR IJRVAL LITA FÆST ALSTAÐAR Umboðsmaður: JOHN LINDSAY — Reykjavík — Sími 15789 — Launatekjur Framhald af bls 9. staðar og ætti af þeirri ástæðu einni, að vera vandlega gætt, að sjávarútvegur okkar fengi a. m. k. tilkostnaðarverð fyrir hráefni sitt Af gjaldeyristekjum Norð- manna eru t. d. 18—20% frá fisk- iðnaðinum, en hér frá 90—95%. Allt þetta veit íslenzka þjóðin nokkurn veginn, þó að okkur hafi blindandi tekizt á tveim ára- tugum, að gera stórvirkustu og ódýrustu atvinnutækin, togara- útgerðina tvívegis gjaldþrota. í hinum fyrrnefnda þætti um „Fiskimál" í Þjóðviljanum 4. júlí sl. reiknar höfundurinn það réttilega út, að ef t. d. íslenzku togararnir fengju sama verð fyr- ir fisk sinn eins og fiskverðið er í Noregi, hefðu þeir á síðasta ári ekki tapað milljónum heldur grætt milljónir, þrátt fyrir ó- venjulega lítinn afla á íslenzkan mælikvarða — en þó svipaðan afla og þykir annálsverður á enskan og þýzkan mælikvarða. Eftir þessa einföldu uppgötv- un slær óráðshjali á greinarhöf- imd, hann tekur alla hraðfrysti- húsaeigendur og útvegsmenn á kné sér og bendir þeim út til Noregs, til þess að læra þar, hvernig þeir eigi að greiða og fá hærra hráefnisverð. Út frá þessu ályktar hann svo þannig: „Við vitum í dag, að mismun- urinn á íslenzku og norsku íisk- hráefnisverði, miðað við ársfram leiðslu okkar, nemur hundruð- um milljóna íslenzkra króna" — og þarf nú ekki mikinn reiknings heila til þess að finna það út — en bætir svo við, „og að bessa peninga vantar okkur í þjóðar- búið. En hvar er þá að finna?“ Já, margur fann minna grand í mat sínum, en nokkur hundruð milljónir íslenzkra króna, sem • vantar í þjóðarbúið! Maður sem veit um slík mis- smíði í mikilvægustu atvinnu- grein þjóðarbúsins, hefir ekki leyfi til þess nú á tímum, ef hann hefir nokkra ábyrgðartil- finningu, að láta sér nægja að spyrja, hvar þær sé að finna. Slíkt hefði verið afsakanlegt á tímum einokunarverzlunarinnar á íslandi, á 18. öld og jafnvej. framundir og yfir aldamótin 1900. En á 20. öld og einkum eft- ir 1946 þegar bæjarfélög og rík- ið, fara að starfrækja í stórum stíl atvinnutæki fiskiðnaðarins á sjó og í landi er slíkur málflutn- ingur gjörsamlega úreltur og ó- afsakanlegur. f Hver meðalgreindur maður sem vill í alvöru vita eitthvað Um hráefnisverð á fiski, útflutnings- verðmæti og innlendan tilkostn- að við öflun og verkun útflutn- ingsverðmætanna, getur auðveld lega fengið þær upplýsingar sem hann þarf, úr mjög greinargóð- um og skýrum reikmngum t. d. Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Bæj arútgerðar Hafnarfjarðar, Síld- arverksmiðjum ríkisins (togara- útgerð), Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f. og víðar, en öll þessi fyrirtæki eiga fiskaflann sjálf, allt frá því hann kemur úr sjó og þar til hann er seldur á erlendum markaði. En reikn- ingar þeirra sanna, að ekkert þjóðarbú í veröldinni, mun fá eins mikið, fyrir eins lítið fram- lag, eins og íslenzka þjóðfélagið fær frá sjávarútvegi sínum. Halldór Jónsson — Hugsjónasagan Frh. af bls. 11 snertir, þá er búningur þeirra skarlatsrauður og hatturinn sömuledðis. Þeir eiga stöðugt að vera áminntir með þessu að vitna um trú sín® með blóði sínu. E.t.v. ; vill kirkjan ekki senda konur í broddi fylkingar í blóðugri of- sókn, heldur ætlar hún fyrst og fremst klerkum að mæta henni. Spyrja má hvort þessi afstaða kirkjunnar sé raunhæf nú á tím- um, þaæ eð konur láta lífið fyrir hina kristnu trú eigi síður en karlar. Kunnug vorum við hjón- in konium, sem kommúnistar tóku af lífi trúarinnar vegna; meðal þeirra var ein vestræn kona, sem var læknir. Hvað hinar eiginlegu kín- versku fótareifar snerti, þá grein ir fræðimenn ekki á um að kirkj an leysti þær. Þrír kínverskir höfundar höfðu að vísu ritað gegn þeim áður, án þess að kristn ir væru, sjá „My Country and my People" eftir Lin Yutang, bis. 158—161. — Kinverjar eiga hins vegar heiðurinn af eftirfarandi umbótum: Jafnrétti kynja fyrir almennum lögum 1911 háskóda- menntun kvenna 1919, jafn erfða réttur 1927, íþróttir stúlkna frá 1930, vestrænn dans og nektar- myndir kvenna frá 1928. Fóstur- eyðingin stafaði ekki af fáfræði, heldur af tízku að dómi fræði- manna. En svo skynsamir voru Kinverjar að þeir féllust þegar á að betr® væri að pína gótlfin með háum hæium en fætuma með reifum ævilangt. — Það voru einna helzt konurnar sjálf- ar, sem á móti mæltu. IV. Fjarlægðin frá guðdóminum Dr. Matthías heldur fast við þá hugmynd að það hijóti að vera skoðun ísraelsmanna að þar sem konan skipaði ekki embætti prestsins, þá hafi hún staðið fjær guðdóminum en karlmenn. En vilji hann halda fast við þessa hugmynd, þá verður að gena það á öðrum forsendum. Hið „dýna- miska“-kraftvirka-embætti í fsra el er spámannaembættið, hið „statiska" — staðræna — er prestsembættið. Gjöf Andans — Rúach — fer ekki eftir kynjum, hvorki í Gamla né Nýja testa- mentinu. Þess vegna fer Hilkía, sem greini'lega er æðsti prestur, tii Huldu spákonu, sem hefir gjöf Andans, einmitt til þess að vita vilja Guðs (2. Kon. 22). Les- um vér orð hennar, sézt að hún talar í sama anda og hinir klass- isku spámenn. En dr. Matthias gefcur leitað að þvi abstrakt kvenhatri, sem hann viil finna, í siðgyðingdómá, eftir að spá- menn eru þagnaðir og lokið er samningu helgirita Gamla Testa- mentisins og grískra áhrifa er farið að gæta. Um páfaembættið og konuna er að verulegu leyti hið sama að segjia. Divina Comedia eftir Dante er viðurkennt að geymi einna bezt hugmyndir miðalda- kirkjunnar í fögru formi. Hittum vér þar fyrir konur í himnaríki og hei'la páfa í helvíti. Vistin fer ekki eftir embættinu, heldur eftir verkum, góðum eða illum. Desum dóm heil. Birgittu yfir Klemensi 4. páfa: „Hamin er kænn og samvizkulaus og óhæfur til starfa. Hann virðist vanta heila. Eyru hefir hann í andliti, augu í hnakikanum" o. s. frv. í stíg- andi tón. Þetta hindraði ekki kirkjuna í því að taka Birgittu í tölu dýrlinga. Kjarni málsins er: Menn meðtaka laun frá þeim, er þeir þjóna; heimurinn launar sínum, Djöfullinn sínum og Guð sínum þjómim, í hvaða embætt um, sem þeir eru. Þeir, sem eru að einhverju leyti beggja blands, fara í hreinsunareldinn og pínast þar, skamma eða iarnga hríð 1 samræmi við verk sin. Þannig fór án tillits ti'l kynja. Um erfðarétt í ísrael nútímans vitnar dr. Matthías til Goldu Meir, að hann hafi verið settur þar 1951. Eflauist er þetta rétt eins langt og það nær, þ. e. sögu- lega. En hugsjónin um að konur skuli fá arf jafnt og karlar, er þegar í Jobs bók, um 2400 árum fyrr en löggjöf Goldu Meir. Job er talinn fyrirmynd í réttsýni og hann gaf dætrum sínum arf með sonum sin'um. — Dr. Matthías telur eflaust að þetta hafi lítið gildi, fyrst því var ekki almennt fylgt. Það er sama hvort Biblían, hann eða ég halda einihverju góðu fram. Sé því ekki fylgt, þá njóta menn auðvitað ekki neinnar blessunar af því, en við höfum þó gert skyldu okkar, og Biblían sínia. Sjá Hebreabréfið 4, 2! Dr. Matthías nefnir Salomó bonung og kvennamál hans. En það er misskilningar að álíia að Biblían lýsi velþóknun yfir þvi, sem hann gerði illa. f Konunga- lögunum segir: Eigi skal hann hafa maxga hesta, né heldur fara aftur með lýðinn til Egyptaiands til þess að afla sér margra hesta .... Hann skal og eigi hafa margar konur, svo að hjarta hans gjörist eigi fráhverft og hann skai eigi draga saman ó- grynni af silfri og gulli (5. Mós, 17). Fræðimenn telja að lögin séu sett vegna þess að hér sé verið að lýsa vanbóknun á fram- ferði Salomós fyrir hrossabrask, þrælasölu, fráhvarf frá Guði, fjölkvæni og kapítalisma. — Það er fróðlegt að sjá einmitt af því sem Golda Meir segir, að hin nálægu Austurlönd, sem voru skemmst á veg komin í öllum kverniréttindamálum, eru ein- mitt þau lönd, sem hafa öldum saman verið nálega lokuð kristni boðinu. Þau lönd, sem opin hafa staðið kristihni trú, eru verulega langt á undan hinum í þeim efn- um. Y. Menningarlegur skilniugur karla og kvenna Dr. Matthías ritar eins og til væri einhver sameiginlegur skiln ingur karla á menningunnri í heild og konan geti nú gengið að honum og endurskoðað hann frá rótum og þetta beri hemni að gera. Gallinn er aðeins sá að þessi „skilningur karlmannsins“ á menningunni er ekki til, hann er hugarfóstur og abstraikt-hugs- un. Og í siðgæðinu ber mjög mik ið á milli skilnings kvenhatara og réttsýnna og sanngjamra karla. Að mínum dómi hafa margar mætar konur fyrir löngu tekið menminguna til meðferðar og bætt hana stórkostlega á ýms ar lundir. Finnum vér þetta strax og komið er inn í venjulegt sjúkrahús. Ég geri miklu meira úr framlagi kvenna til menning- arinmar í fortíðinni en dr. Matt- hías. f mörgum greinum fer skilningur beggja kynja á menn- ingunni saman, enda hafa bæði kyninr byggt menninguna upp. Hlutur kvennia í uppeldi hefir á- vellt verið mikill, en hefir á síð- ustu öld auikizt stórlega í öllum m'annúðarmákiin, eing og kunn- ugt er og fer vaxamdi. Ég held að það yrði óvinmamdi verk á Vesturiöndum að greina skilning „karlmannsins" frá sameigimleg- um skilningi beggja kynja á menningunni. Við yrðum þá að taika upp japansikan hugsunar- hátt, Yin-Yang frumspeki. EIL SÖLU Ford Fairlane model 1955, 6, cyl. einkabíll, mjög vel með farinn og glæsilegur. Keyrður aðeins 67 þús. km. — Tilboð sendist í pósthólf 1154, fvrir 17. þ.m. merkt: „Einkabíll". Krafan um hreinlífi og jafn- rétti í samskiptum kynjanna, sem dr. Matthias ber fram og er hon- um til sóma, er ekkert annað en hið gamla boðorð: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig, sagt með öðrum orðum. En það er ekki bjarmi af nýjum degi, eimhversstaðar í framtíðinni, held ur var það og er rauinveruileiki, einnig hér og nú, í samlífi hjóna, sem els'ka hvort annað og hafa frá æsku búið sig undir að lifa slíbu lífi — og eLmkuip þó hjá þeim, er haildia fast við hið trúar- lega siðgæði kr ist indómsins. Uppeldisfræðdlega er hér þó mikill vandi á ferðum. Og utan. kristnininar á þessi hugsjón og þetta siðgæði litlu fylgi að fagna. Þar sem afkristnun hefir átt sér stað, eru menn á hraðri leið burt frá hugsjón hreinlífis og jafn- réttis. Ekiki var Nazismimn viin- veittur þesisari sameigimlegu hugsjón okikar og annarra. Og kvikmyndaiðmaðurimn rífur hana niður í huga unglingamna, sorp* rit og klám-list stefma að sama marki, drykkjuskapur og dans- æði draga í sömu átt. E. Rernan, sem var frægur hugs uður og höfundUr í Fraikklamdi, var meðai pósitivistanna, sem af* námu hið trúarlega siðgæði og tóku upp kennslu í trúlausu sið- gæði í frönskuim skólum. Fyrir- tæki þeirra var ekki lítið, það sem þeir komu af stað árín 1879—1886. 80.000 kennarar áttu að kenna veraldlega, trúlaiusa siðfræðd í frönskum skólum, bama. Hvemig fóru leikar? Frá því er greint í merkilegri bók eftir dr. Aage Holther. Annar fræðimiaður, dr. Bjame Sfcard, segir að þessi siðfræði hafi gufað upp. Akvæðin um siðfræði- kennsluna kváðu enn vera í frö'nskum fræðslulögum, en sið- fræðin sjaldan á stundatöflunum. Þesisi siðfræði varð svo losaraleg og samhengisiaiuis grein að flestir gáfust gjörsamlega upp á að kenna hana. Rikið sætti sig við orðimn hlut ðg „lét það slarka'* eims og dr. Bj. Skard orðar það. Afsiðun Frakklamds hefir líika gengið greiðlega. E. Renan sá þetta þegar í lif. anda lífi. Hann leit yfir það, sem þeir samherjar höfðu gert og hélt um það akademiska ræðu, í henni varpaði hann fram spurn imgumni um hvort „næsta kynslóð yrði að lifa í skugga af skugga, treina sér siðgæðilegan safa úi þeim kristindómi, sem menn höfðu kvatt og anda í ilmi úr tómum vasa“. Reraan dó 1892 og sá ekki þá afsiðun sem vér höf- um orðið vottar að. Hann sá ekkl „skugga af skugga“ tveggja heimsstyrjalda — og vissi ekki um hin nýju tilboð, sem barl- menn nútímans gera í líkama kvenna. Um sálina hirða þeir minna. Vér lifum á öld sálarfræði og uppeldisfræði. Og vissudega ber að meta þær greinar að verð. leikum og meira en gert er. Þær ættu einnig að vera metnar til stúdentsprófs, t. d. hjá kennur* um. Allt um það greima sócialvís- indin frá tímamótum víða uim hinn vestræma heim, — afsiðun- lartímiamófcum kringum 1950, þar sem meiri hluti glæpa og óknytta er að færast yfir á herðar hinraar ungu kymslóðar. Ég vona að starfsbróðir ruinn, dr. Matthías, verði ekki fyrir sömu raun og Reraam. Hann er velvi'ljaður maður og grefur ekki pund sitt í jörðu, heldur reynir að ávaxta það. — í barnaskólun. um eru enn að mínum dómi hin* ir bezt siðuðu íslendingar. En er ekki eitthvað í hinum æðri skól- um, sem minnir á ilminn úr tóm- um vasa, — eða bjiarma af degi, sem aldrei rennur upp? Hvað er þá ilmur úr tómum vasa? Amnað hvort ilmleifar af því blómi, seni þar áður var — eða allis engima ilmur. Jóhann Hannessjn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.