Morgunblaðið - 05.08.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 05.08.1961, Síða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ % Laugardagur 5. ágúst 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 44 ) í I í i i ! ari í kvöld en nokkru sinni fyrr Þú ert svo falleg, Júlía .... Hann dró hana aS sér og kyssti hana. Hún reyndi að slíta sig lausa, en armar hans héldu henni fastri. Loksins. er hann sleppti henni, sagði hann: — Ég get ekki trúað því. að þér sé eins mikið sama um mig og þú vilt vera láta. Tíminn leið. Klukkan á arin- hilunni só níu og síðan tíu. Júlia sat og laut fram á legu- bekknum. — Ég vildi, að þau faeru að koma. Það er orðið svo áliðið. m Og rétt í sama bili hringdi sím inn.Lionel fiýtti sér að svara. — Hallói Já, það er hann. Og við Júlíu: — Þetta er George. Júlía beið í ofvæni og vissi ekki hvað á seiði var. Hún heyrði Lionel segja George að hafa engar áhyggjur. Já, auðvitað var þeim alveg óhætt. Honum þætti verst, hvað Betty tæki sér þetta nærri. — Er Betty þarna? spurði Júlía, sem stóð nú við hlið Lio- nels. — Má ég tala við hana? Betty kom í símann. — Júlía! Mér þykir hræðilega fyrir því að yfirgefa ykkur Lionel svona, en ég gat eki að því gert. George var að segja Lionel frá því. Ég er hrædd um, að við náum ails ekki heim í kvöld. Við erum í sjúkrahúsinu núna. Mamma verð ur að ganga undir skyndiupp- skurð við botnlangabólgu. Eg er svo voðalega áhyggjufull, en George vill ekki fara frá mér. — Vitanlega ek'ki. Afskaplega þykir mér þetta leitt, Betty. En gerðu þér engar áhyggjur. Við Lionel komumst einhvernveginn af þó að við getum ekki verið ein hérna. En ég ætla að fá mér gistingu í kránni, sem Lionel sagði mér frá á leiðinni. Þess- ari, sem þið George gistuð í. Lengra komst hún ekki, því nú fann hún að símatólið var hrifs- að úr hendinni á henni. og Lio- nel hafði lagt það á, áður en hún gæti kvatt. Hún leit á hann, dauðhrædd. Það var eitthvað í augnaráði hans, sem hún hafði aldrei séð áður. — Láttu ekki eins og bjáni, sagði hann. — Þú ferð ekkert héðan í kvöld. Júlíu varð hverft við augna- ráð Lionels. Augun voru nú dökk og gljáandi en andlitið náfölt. Það var sýnilegt, að hann ætlaði ekki að hlusta á nein. mótmæli. -— Þetta er tækifæri. sem kem ur aldrei aftur. sagði hann og reyndi að draga hana að sér. — Hugsaðu þér það, elskan mín! Hér erum við tvö alein og það er ekki okkur sjálfum að kenna. Það er ekki eins og við hefð- um gert það af ásettu ráði. — Við .... dettur þér í hug, að ég hefði nokkurn tíma tekið þátt í nokkru slíku Hann hló snöggt. — Kannske ekki þú, en ég hefði gert það og mér er engin launung á því. Við skulum láta eins og við séum fullorðnar manneskjur. Við er um tvær ástfangnar manneskj- ur, og við erum nú aldrei nema mannleg. Júlía dró sig frá honum. Það var rétt eins og tjald hefði verið dregið frá og nú sæi hún allt annan Lionel. Hann var ekki lengur ástfanginn vinur, sem engu að síður dytti ekki í hug að taka hana frá manninum hennar, eins og hún hafði skoð- að hann hingað til. Hún hugs- aði til þess með beizkju, hvílík ur bjáni hún hefði verið að hafa nokkurntíma haft þær hugmynd ir um hann. En hún gat engum kennt nema sjálfri sér, þessi vandræði, sem hún var nú í stödd. Hún hafði undanfarnar vikur verið að leika sér að eld- inum. Og ekki nóg með það, heldur hafði hún notið þess. Og það var ekki fyrr en nú þegar hún stóð augliti til auglitis við hugsanlegar afleiðingar, sem henni datt í hug að draga sig í hlé. Henni datt í hug í æsingi sin- um, að eina ráðið væri líklega að taka L^rnel - alls ekki alvar- lega. Hlæja bara að honum og látast vera viss um, að hann væri bara að gera að gamni sínu. — Láttu ekki eins og bjáni Li onel. Þú veizt fullvel, að við get- um ekki verið hér tvö ein í alla nótt. Lionel gekk að borðinu þar sem vínföngin stóðu og fékk sér glas af viskíblöndu. — Vilt þú, elskan? — Nei, þakka þér fyrir. Heyrð irðu ekki, hvað ég var að segja? — Jú, ég held nú það, og hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Hann leit á hana með hæðni- svip. — Vitanlega getum við gist hérna og megum meira að segja vera fegin. Eins og ég sagði áð- an, þá hefði ég ekki getað und- irbúið þetta betur. • Tfekla AUsturstræti 14 '. * . Sfani 11687 ' C': } ._• ' •_' * ‘ '_ ' ^Kýnniz^ Sc ri/is • • og þír kaupib Servis þi/ottavél■ tíeírín^ °9 .. . ^kiri.-* siv . . . og þarna á milli gasgeymisins og fiskimjölsverk- gmiöjunnar hafið þið dásamlegt útsýni yfir vatnið! Júlía horfði fast á hann á móti. I —- Já, bjáni er ég, það skal — Eg trúi varla, að þér sé þetta ég viðurkenna. Bjáni að leggja alvara. Þessvegna ættirðu að^það í hættu að missa Robin fyr- hætta að haga þér svona og! ir mann eins og þig. hringja heldur í krána fyrir mig, j Hann hló. — O, þú hefur nú og segja, að ég þurfi að fá her- misst hann, hvort sem er, telpa bergi- I hun. Það hef ég vitað frá upp- — Það gæti mér aldrei dottið í hug. Júlía sneri sér og greip síma- skrána fyrir nágrennið, en mundi þá í sama bili, að hún vissi ekki enusinni nafnið á þorpinu, sem þarna var næst. — Hvar er þetta, Lionel? — O, það er margar mílur í burtu. Hún svaraði með beizkju: — Mér er nákvæmlega sama hvað langt það er í burtu. — Það verður nú langt fyrir þig að ganga það. Veðrið er held ur ekki upp á það bezta. Það var farið að rigna rétt áðan. Júlía sneri sér nú að honum ofsareið. — Mér er sama, hvern ig veður er. Ég verð ekki hér ein með þér í nótt. Lionel hallaði sér kæruleys- islega upp að arinhillunni, og sló öskuna af vindlingnum. Ég myndi nú í þínum sporum hugsa mig um tvisvar áður en ég færi út. Það væri ekki til ann- ars en þú yrðir gagndrepa og villtist í þokkabót. Og ef þú heldur, að ég ætli að fara að taka bílinn út úr skúrnum til þess að aka þér, þá er það mesti misskilningur. Hann drap í vindl ingnum, lauk úr glasinu og gekk til hennar: — Hættu nú, elskan mín að láta eins og þú sért sak- laus og engilhrein. Hvað gengur eiginlega að þér. Ég vonaði að við .... — Hvað sem þú kannt að hafa haldið, þá var það ekki nema vitleysa! æpti Júlía, sem var nú orðin bálreið og jafnframt auð- mýkt. Og ef þú vilt. vita, hvað að mér gengur, þá gengur það að mér, að ég er að fá vitið aftur. Síðan þaut hún út og Upp á loft, í herbergið, sem henni var ætlað og var ékki sízt nú, býsna freistandi. Hún greip töskuna sína og fleygði dótinu sínu í hana, eins og það kom fyrir. Hún gat ekki hugsað sér, hvað Betty og George mundu halda um hana. Kannske þyrftu þau aldrei að fá að vita þetta. Hún var búin að segja Betty, að hún ætlaði ekki að gista þarna. Hún greip kápuna sína, fór í hana og leitaði í ákafa að veskinu sínu og hönzkunum, sem hún hafði skilið eftir. — Þér er ekki alvara, að þú sért að fara, elskan? Hún hafði verið að loka tösk- unni sinni, en sneri sér nú við og sá, að Lionel stóð í dyrunum. — Jú, það er mér, og ég vil ráðleggja þér að fara ekki að reyna að halda aftur af mér. Hann dró hana að sér hrotta- lega, fetti hana aftur á bak og kyssti hana aftur og aftur og aft ur. í hvert skipti sem hún reyndi að segja eitthvað lokaði hann munni hennar með kossi. Hún streittist á móti eins og óð. Fyrst hélt hún, að hún mundi aldrei geta slitið sig lausa. En þá sleppti hann henni snögglega. Eitt andartak stóðu þau og horfðu hvort á annað. — Þú ert bjáni. hreytti Lionel út úr sér í reiði sinni. — Að nota ekki svona tækifæri .... hafi en bara stillt mig um að segja það til þess að særa ekki tilfinningar þínar. —? Það er lygi. Visvitandi lygi. En hún var bara hræddust um, að það kynni að vera satt. En jafnvel þó svo væri, vildi hún ekki framar líta við Lionel. Var mest hissa á, að hann skyldi nokkurntíma hafa haft nokkurt aðdráttarafl fyrir hana. Liklega var það bara skyndiskot, sem stafaðj af einmanaleik hennar og áhyggjum út af Robin, og efa um tilfinningar hans. Og þegar Lionel ætlaði næst að þrífa til hennar, veik hún sér fimlega und an, greip töskuna og þaut niður stigann. Hún fálmaði eftir læs. ingunni og tókst loks að opna hana. Hún fann, að nú hafði sett að henni óstöðvandi grát. Hún þaut í blindnj eftir litla stígn- um og opnaði hliðið. Þar stóð hún í vandræðum og hafði ekki hugmynd um, úr hvaða átt hún hefði komið að húsinu. Hún gat ekki munað það. Hún sá varla út úr augunm, enda kom hún út í myrkrið úr birtunni. Hún vissi ekki annað en það, að hún varð að komast frá Lio- nel. Hvað annað, sem fyrir hana kynni að koma, skipti hana engu máli. XVIII. Sandra stakk lyklinum f skrá. argatið og opnaði útidyrnar. Ekkert hljóð heyrðist í öllu hús* inu. Hún var fegin, að enginn skyldi vera heima. Mamma henn ar hafði sjálfsagt farið 1 bíó. Sandra hafði hringt áður og sagt, að hún mundi ekk; koma heim fyrr en seint um kvöldið, og frú Fairburn hafði gvarað snöggt, að úr því að ekkert barn anna yrði heima, gæti hún sjálf eins vel farið eitthvað út a8 skemmta sér. , Sandra leit á úrið sitt. Klukk. an var hálfátta. Hún fékk sér eitthvað að borða, hafði góða matarlyst og var eiginlega hissa á því. Síðan fór hún upp og náði sér í skriffæri. Hún settist við borð móður sinnar í stofunni, til SBUtvarpiö Laugardagur 5. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14:30 í umferðinnl (Gestur Þorgríms- son). 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. Lög fyrir ferðafólk. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Poul Robeson syng ur. 20:30 Leikrit: „Tvelr 1 skógi**, gaman* leikur eftir Axel Ivers 1 þýðingu Þorsteins Ö. Stephensen, Tónlist eftir Reyni Geirs. — Leikstjórij Helgi Skúlason. — Iæikendur: Helga Bachmann, Þorsteinn G. Stephensen, Helgi Skúlason og Knútur Magnússon. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. m a r k * u ó r” — Hvað er langt síðan dýrun nm fór að fækka, Sirrí , — Það byrjaði rétt eftir að þú fórst Markús ... Og pab' -.far áhyggjufullur! — Eg verð heima u-m tíma og skal reyna að komast að því hvað um er að vera. — Heyrðu, hvar fékkst þú þessa gæs? HE WAS WOUNDEP IN FLORIDA, AND I DECIDED TO BRINS HIM HOME AND MAVCE A PET OF HlM/i — Hún særðist á væng í Flor- ida og ég ákvað að taka hana með heim og temja hann. -r X Kopering Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Fótófix !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.