Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 12. ágúst 1961 AKID AN AFENGIS FLESTUM eða öllum hættir okkur sjálfsagt til að finna að aksturslagi og hegðun ann- arra í umferðinni. En hvern- ig högum við okkur sjálf? Hafið þér nokkurn tíma í al- vöru athugað, hvernig þér sjáifur akið, og reynt að bæta það, sem yður þá kynni að finnast ábótavant? Hér á eftir fylgir dálítið prófverkefni, þar sem öku- mönnum er skipað í 3 flokka. Reynið að finna út í hvaða flokki þið eruð. 1. flokkur: Prúðmenni við stýrið. 2. flokkur. Eins og gengur og gerist. 3. flokkur: Hreinn og ó- svikinn (látum okkur nægja að segja) ökubusi. Lesið spurningarnar með athygli og reynið að vera ærleg við sjálf ykkur. Svar- ið með því að setja „já“ eða „nei“ aftan við hverja spurn- ingu. Gerið þetta og reynið nú einu sinni að vera ykkar eigin dómarar. Athugið svo á eftir, hvort máske væri hægt að bæta um eitthvað. Að þessu loknu skulið þið leggja saman öll „jáin“ og „neiin“. Verði „já“-svörin færri en >, eruð þér prúð- menni við stýrið, manneskja, sem ber virðingu fyrir sjáilfri sér og öðrum í umferðinni. Verði „já“-svörin frá 5 upp í 10, heyrið þið til 2. flokki, þ. e. til ökumanna, sem eru bara „svona og svona“. Verði „jáin“ fleiri en 10, ættuð þið að taka ökuvana ykkar til al- varlegrar athugunar á nýjan leik því að þá tilheyrið þið flokki, sem e ógnun við um- ferðaröryggið. Hér koma svo spurningamar: 1. Hættir yður til þess, undir akstri, að finna að smá ökugöllum eða umferðarbort- um annarra? 2. Rautt umferðarljós skipt ir yfir í gult. Rjúkið þér þá af stað eins og „spúttnik"? 3. Eruð þér vanur að halda yður svo nærri næsta bíl á undan, að yður vinnist ekki tími til að forða árekstri, ef hann hemlar skyndilega >*g óvænt? 4. Er þér eruð setztir undir stýri, hættir yður þá til að hefja mi'klar umræður, seaa máske gætu leitt athygli yð- ar frá akstrinum? 5. Hugsið þér bara um það, að þér sjálfur hafið sem bezt skyggni. Eruð þér vanur að aka áfram með háljósin er þér mætið bíl í myrkri? 6. Eruð þér svo viss um öku fimi yðar, að þér akið áfram á mikilli ferð, er þér komið í mikla umferð? 7. Er þér akið á aðalbraut, látið þér þá eins og það væri óhugsandi, að bíll kynni að koma frá hliðarveg', með ökumanni, sem kannske ekki virti aðalbrautarréttinn? 8. Við gatnamót kemur bíll frá hlið, þvert á stefnu yðar bíls. Þér „eigið réttinn" eins og sagt er. Akið þér þá bara áfram að jafnaði, eða kann- ske undantekningarlaust „á réttinum", án þess að skeyta því frekar, hvað af þessu kynni að leiða? 9. Eruð þér einn af þeim, sem aldrei, eða helzt aldrei nota stefnuljós? 10. Er þér ætlið að beygja, gefið þér þá stefnuljósin um leið og þér byrjið að taka beygjuna? 11. Reynið þér að aka fram úr langri bílalest á miklum umferðarvegi? 12. Akið þér fram úr á blindri hæð eða beygju? 13. Eruð þér vanur að taka beygjur á fullri ferð? 14. Botnhemlið þér í beygj- um á mikilli ferð? 15. Ef hvellspringur hjá yður á framhjóli, botnhemlið þér þá? 16. Gerið þér yður kæru- lausan, varðandi tjón, með því að hugsa sem svo, að tryggingafélögin borgi brús- ann? 17. Stanzið þér alveg, þar eem er skilyrðislaus stöðv- unarskylda, eða stanzið þér bara hér um bil? 18. Þér nálgizt vegamót, þar sem er skilyrðislaus stöðvunarskylda. Framan við yður, á sömu akrein, bíða 2 til 3 bílar eftir því, að um- ferðin leyfi þeim að halda á- fram. í»ér stanzið auðvitað aftan við aftasta bilinn. Svo kemur tækifæri fyrir fremsta bílinn. Umferðarhlé er og hinir renna hiklaust á eftir. Eruð þér ánægður með að gera það sama? 19. Gleymið þér að gefa brunabílum, svo og lögreglu- og sjúkrabílum forrétt í um- ferðinni er þeir gefa merki? 20. Rennið þér bílnum fram og heyrt, og að þér vissuð yfirleitt ekkert um atburð- inn? 22. Ef þér „lendið sjálfur í því“, mynduð þér þá þegja um það, sem gæti orðið yður í óhag? 23. Leyfið þér sjálfum yður smávegis „leyfileg brot“ í umferðinni, en þolið öð-rum ekki það sama? 24. Hafið þér gaman af því að dæma um umferðarslys, sem þér hafið orðið sjálfur vitni að? 25. Eruð þér vanur að ganga frá bílnum í myrkri, á dimmri akbraut, án þess að setja stöðuljósin á, jafnvel þótt sé rigning eða kóf? 26. Langar yður til að láta aðra sjá, hvað þér séuð fim- farendur á blautum götum? 34. Kemur það fyrir, að þér sýnið fulla aðgætni, er þér mætið stóra bílnum, en séuð allt annar, er þér mætið bíl minni en yðar eigin? 35. Sé bíll á undan yður eða á eftir, hefjið þér þá gjarnan kappakstur? 36. Ef yður finnst annar ökumaður beita yður órétti, eða ef þér lendið í t. d. á- rekstri, eigið þér þá erfitt með að hafa hemil á skapi yðar? 37. Takið þér bílinn yðar á gangbrautirnar á meðan þér bíðið eftir umferðarhléi eða grænu umferðarljósi? 21. Segjum, að þér hafið orðið vitni að ökutjóni eða — slysi og séuð kallaður sem vitni. Mynduð þér þá svara því, að þér hefðuð ekkert séð ur og fær í umferðinni? 27. Eruð þér vanur að aka á fullri ferð að þeim stað, sem þér þurfið að stanza á, eða getið búizt við að þurfa að stanza á, og treysta blint á hemlana? 28. Skiplið þér um akrein án þess að gefa stefnuljós áð- ILT? 29. Langar yður til þess, er þér sjáið bíl á undan yður gefa merki um það, að hann ætli yfir á sömu akrein og þér eruð á, að hindra hann í því að komast inn á akrein- ina framan við yður? 30. Gleymið þér yður undir akstrinum vegna þess, sem þér sjáið á gangstéttum eða annars staðar í umferðinni? 31. Eruð þér vanur að aka í gegnum hóp af fólki á gang- braut, enda þótt það eigi rétt- inn en ekki þér? 32. Borðið þér bilmingsmál tíð á undan erfiðum ökutúr án þess að hugleiða, að það gæti gert yður syfjaðan und- ir akstrinum? 33. Ausið þér auri á veg- ef að þér eruð svefnlaus og mjög þreyttur? 38. Kveikið þér yður nokk- ur tíma sjálfur í sígarettu er þér akið í mikilli umferð? 39. Ætli einhver sér að aka fram úr yður bíl, eruð þér þá vanur að „spýta í? 40. Eruð þér vanur að troða yður áfram í umferðinni, hvar og hvenær sem þér get- ið? 41. Er þer setjizt undir bíl- stýri, fyndist yður þá rangt að segja við sjálfan yður eitt- hvað á þessa leið: „Mundu nú væni n.inn að nú ætlarðu að fara að aka bíl, og að bezt verður fyrir þig að hafa hug- ann við það og annað ekki“? Og svo síðast en ekki sízt stóra spurningin: 42. Akið þér nokkurn tíma undir áhrifum áfengis, hve lítil sem eru, eða er þér eruð ekki búinn að ná yður eftir mikla drykkju? (Frá Bindindisfélagí ökumanna). Castro fordæmir flugrvélaránin Miami, Fla., 10. ágúst — (Reuter). í GÆR var skýrt frá þeim at- burði, að bandariskri farþega- þotu befði verið rænt og henni flogið til Havana. Síðar kom í ljós að þar var að verki ungur maður frá Alsir, sem vildi láta í ljósi andstöðu - sína við stefnu bandarísku stjórnarinnar í Kúbu málinu. Fidel Castro gaf sjálfur leyfi til þeas að flugvélinni yrði flogið til Bandaríkjanna aftur, en Alsír maðurinn var handtekinn í Hav- ana. Castro fordaemdi flugvélarán ið, svo og þau, sem á undan eru gengin. Hann kvaðst vona að bundinn yrði endir á slík athæfi, «f bandarísku flugvélunum tveim, sem enn eru í Havana, yrði skilað. Virðist ljóst, að kúb- anska stjórnin hafi ekki átt neinn þátt í þessu seinasta ævin týri. Áður en flugvélin hélt aftur til Bandaríkjanna voru farþegar og áhöfn hennar leyst út með gjöf- um — rommi handa karlmönn- um og blómum handa konunum. ★ Atburður þessi varð með þeim hæti að alsírmaðurinn gekk að flugfreyju einn, setti byssuhlaup í bak henni og skipaði henni að opna dyrnar að stjórnklefanum, annars sky1-''! hún engu fyrir týna nema lífinu. Neyddi hann síð- an flugmanninn til þess að fljúga til Havana. Meðal farþega var utanríkis- ráðherra Colombiu, Julio Tur- bay Ayala, sem er opinskár andstæðingur Castros, en er flug vélin hélt frá Havana kvöddust þeir tveir alúðlega með handa- bandi. Prestssetrið AKRANESI, 11. ág. — Nú er lokið við að steypa upp íbúðar- húsið nýja að prestssetrinu á Borg á Mýrum. Það er tæpir 200 fermetrar að flatarmáli, ein hæð og rishæð. Yfirsmiður er Jón Guðmundsson, trésmíðameistari frá Akranesi. — Oddur. Ásfjall tekið til skiptameðferðar í LÖGBIRTINGARRLAÐINU 5. þ.m. er frá' því sagt að með úr- skurði skiptaréttar Hafnarf jarðar hinn 22. júlí hafi bú Ásfjalls h.f., Hafnarfirði, verið tekið til skipta meðferðar sem gjaldþrota. Jafn- framt hefur skiptaráðandinn í Hafnarfirði, Jón Finnsson skorað á alla þá, sem telja til skuldar hjá Ásfjalli h.f. að lýsa kröfuim sínum fyrir honum innan fjög- urra mánaða. Ásfjall h.f. átti togarann Keili, sem keyptur var notaður frá Þýzkalandi, óg gekk ríkissjóður í ábyrgð fyrir láni til togarakaup anna. Átti útgerðin í miklum erf iðleikum með togarann sökurn vélarbilana o.fl., og lauk svo, aí ríkissjóður keypti togarann á nauðungaruppboði í vetur. Mur ríkissjóður verða stærsti kröfu> hafinn við gjaldþrotaskipti félags ins. — Framkvæmdastjóri Ás- fjalls h.f. er Axel Kristjánsson. 22 pd. lax fíugu í Bugðu íi VALDASTÖÐUM — Þann 88. fyrra mánaðar höfðu veiðzt 755 laxar í Laxá í Kjós, 32 í Bugðu og atta í Meðalfells- vatni. Þyngsti laxinn var 22 pd og var það Eggert Kristjáns son stórkaupmaður, sem fékk hann á flugu í Bugðu. —St.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.