Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 11
M O R a n 7V fí J. 4 Ð I Ð 11 Laugardagur 12. águst 1961 ARKAD 300 MILUONA t»AU lönd, sem stofnuðu til Kfna Ihagsbandalags Evrópu eða Sam- eiginlega Markaðsins, eru Frakk- land, Vestur-Þýzkaland, Ítalía, Belgía, Holland og Luxemburg. Bandalaginu til grundvallar er Kómarsamningurinn, sem undir- ritaður var 25. marz 1957 og sem gekk í gildi 1. janúar 1958. Auk Afríkulanda í tengslum við •Frakka og Belga, sem hafa til Ibráðabirgða aukaaðild að banda laginu, hefur verið undirritað- ur samningur um aukaaðild Grikklands. Nú nýverið hefur brezka ríkisstjórnin lýst því yfir, eð hún muni leitast við að ná aðild Bretlands að Sameiginlega IMarkaðinum og sama máli gegn- ir um Dani og íra. Dr. Erhard, efnahagsmálaráðherra Þýzka- lands, sem nú er formaður ráðs eameiginlega Markaðsins, gaf nýlega í skyn, að öll aðildarríki JTríverzlunarbandalags Evrópu, EFTA, myndu ýmist sækja um fulla aðild eða aukaaðild að Eameiginlega Markaðinum. Yfir lýsingar þessa efnis hafa enn sem ikomið er, hins vegar ekki kom ið fram frá ríkisstjórnum EFTA iandanna, að undanskildu Bretum og Dönum. Þá hefur beiðni Tyrk lands um aukaaðild að banda- laginu legið fyrir all lengi. Virð- ist því svo, að auk íslands verði Iþað innan tíðar aðeins Finnland, Kpánn og Júgóslavía af Vestur- Evrópulöndunum, sem ekki hafi opinberlega markað afstöðu til aðildar. rMarkmið bandalagsins Markmið Rómarsamningsins er að koma á fót algjöru efnahags- bandalagi þátttökuríkjanna, „einu ríki í efnahagslegu tilliti“, eins og viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason komst nýlega að orði. Meðal aðildarríkjanna verður komið á frjálsum viðskipt um með því að þær hömlur, sem eru á því að svo sé nú, toll- ar og innflutningstakmarkanir með leyfum, verði brott felldar. Samhliða setningu hins frjálsa vörumarkaðs, sem verður í áföng um, skal komið á fót frjálsum Iþjónustu-, vinnu- og fjármagns- markaði, þ.m.t. frelsi til atvinnu- reksturs. Mörkuð skal sameigin Jeg stefna í landbúnaðar- og ejávarútvegsmálum, í flutninga- málum og um samkeppnisreglur. Aðildarríkin skulu samrýma etefnur sínar í efnahagsmálum olmennt, á sviði fjármála og gengismála og að því er varðar viðskipti við lönd utan bandalags Jns. Löggjöf aðildarríkjanna skal ioks samrýmd svo sem nauðsyn- legt er starfsemi hins sameigin- lega markaðs. Með því að öll'mis munun milli borgara aðildarríkj anna skal afnuminn, þýðir þetta eð lög og reglugerðir á fjölmörg um sviðum verða þau sömu. Að- elatriðið er að þær ákvarðanir, eem gilda í sérhverju landi um borgara þess, taki jafnt til út- lendinga frá aðildarríkjunum. Loks er stofnað til Félagsmála- Bjóðs og Fjárfestingarbanka, sem veiti aðildaríkjunum efnahags- lega aðstoð í þeim tilgangi að •hraða þeim breytingum á efna- bagssviðinu, sem æskilegar eru. rij Með því að keppa að þessum markmiðum hyggjast aðildarrík- in hagnýta á sem hagkvæmastan Ihátt auðlindir sínar og skapa á þann hátt grundvöllinn fyrir efnhagslegum framförum og vel- megun. Rómarsamningurinn fjall «r eingöngu um efnahagslega eamvinnu en sú hugsun, sem ligg ur honum til grundvallar er vafa laust sú að stuðla að nánari pólitískri samvinnu eða einingu Evrópuþjóðanna. Um hversu ná- in þessi samvinna kann að verða er ógerlegt að segja nú. Segja má að markmið Efna- hagsbandalags Evrópu séu ein- KORT þetta, sem birtist nýlega í danska blaðinu „Politiken", sýnir Sameiginlega markaðinn og EFTA-Iöndin. Eru sérstaklega aðgreind þau hinna síðarnefndu, sem líklegt er talið að ger- ist bráðlega aðilar að Sameiginlega markaðnum — og Noregur talinn með. Þess ber þvi að geta, að engin aðildarbeiðni hefur enn komið frá af hálfu Norðmanna. — Tölurnar fyrir neðan nöfn landanna tákna íbúafjölda þeirra. ungis í stórum dráttum mörkuð í Rómarsamningnum. Mörg á- kvæðanna eru aánast almenn- ar stefnuyfirlýsingar, sem að- ildaríkin og stjórn bandalagsins er falið að keppa að, en ekki er vitað um fyrirfram hvernig verða í fmmkvæmd. Enn hefur stefn- an á sviði landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmála ekki verið mörk- uð né hin sameiginlega viðskipta stefna, svo dæmi séu nefnd. Ein- ungis er vitað að um samræm- ingu og nána samvinnu verður að ræða. Af þessum sökum verður ekki séð gjörla fyrir um hvað það í raun muni þýða að eiga aðild að Sameiginlega Markaðnum. Sex-veldin sjálf hafa ekki ákveðið framtíðarstefnuna nema að litlu leyti. Af þessu leiðir líka það að þau ríki, sem aðild gera að banda laginu fá með því tækifæri að hafa áhrif á mótun stefnu þess. Stjórn bandalagsins Stofnanir þær, sem settar er.u á laggirnar með Rómarsamningn um til að stjórna sameiginlegum málum bandalagsríkjanna eru þær, sem nú skulu greindar. Framkvæmdastjórnin. í henni eru 9 meðlimir og er for- setinn Þjóðverjinn Walther Hallstein. Hlutverk framkvæmda stjórnarinnar er einkum það að gera tillögur til ráðsins, sem er æðsta stjórn bandalagsins. Áhrif framkvæmdastjórnarinnar á með ferð mála verða vafalaust mjög mikil, þar sem tillögum hennar verður aðeins vísað frá með sam hljóða atkvæðum ráðsins. Fram- kvæmdastjórninni er falið ákvörð unarvald í ýmsum þýðingarminni málum. Ráðið fer með ákvörðunarvald í ýmsum sameiginlegum málum bandalagsríkjanna, en í því eiga sæti einn ráðherra frá hverju hinna sex þátttökuríkja. Ákvarð anir í mörgum málum eru tekn- ar af meirihluta en þá hafa Frakkland, Þýzkaland og Ítalía 4 atkvæði hvert, Belgía og Hol- land 2 atkvæði hvort og Lúxem- burg 1 atkvæði. Með því að bindandi ákvarðanir eru teknar af meirihlutanum er bandalag- inu skapað ákvörðunarvald, sem áður var í höndum aðildarríkj- anna einna. Samstarf sex-veld- anna markar í þessum efnum þáttaskil í alþjóðasamvinnu. Séu slíkar ákvarðanir ekki í samræmi við ákvæði Rómar- samningsins, er hægt að bera málið undir dómstólinn, en hon- um er ætlað túlkun samningsins. Loks er stofnað þing, sem hef- ur til bráðabirgða 142 meðlimi og valdir eru af þjóðþingum að- ildaríkjanna. Þinginu er einkum ætlað ráðgefandi hlutverk og það að hafa eftirlit með gerðum framkvæmdastj órnarinnar. Stofnun Sameiginlegs Markaðs Svo sem áður greinir er í áföngum stofnað til frjálsra við- skipta milli þátttökuríkjanna. Þessi ákvæði um stofnun hins Sameiginlega Markaðs, sem nú skal nánar lýst, eru hornsteinn- inn í samvinnu sex-veldanna. Sameiginlegi Markaðurinn er ennfremur tollabandalag en það þýðir að jafnframt því sem inn- byrðis tollar og höft eru niður- felld er settur sameiginlegur toll ur gagnvart löndum utan banda- lagsins s.k. „ytri“ tollur. Stofn- koma til framkvæmda, íslenzk. um útflutningi mjög óhagstæðar. Vandamálin ' varðandi samruna V-Evrópu Lítill vafi verður að teljast á að yfirlýsing Macmillans þ. 31. júlí s.l. um að Bretar hyggðust hefja aðildaviðræður við Sam- eiginlega Markainn verði talin örlagarík í sögu Evrópu. Með þessari yfirlýsingu, sem hlotið hefur stuðning brezka þingsins, er skapaður grundvöllur fyrir viðskiptalegum samruna Vestur- Evrópu í stað þess klofnings, sem nú er. Yfirlýsing Breta mark ar hugsanleg endalok EFTA og um leið Sameiginlega Markaðs- ins, svo sem hann er nú, og með því stofnun nýs markaðssvæðis, „markaðs 300 milljóna" eins og EFTA-ráðherrarnir lýstu yfir í júní. Þau vandamál. sem leita þarf lausnar á eru margþætt. Þau leiða þó flest af því að taka verður upp sameiginlegan ytri toll og setja sameiginlega stefnu á ýmsum sviðum og svo það að fela stofnunum bandalagsins á- kvörðunarvald um málefni, sem löndin áður réðu sjálf. Nokkur dæmi má tilgreina. Viðskiptatengsl brezka sam- veldisins eru byggð á sérstökum gagnkvæmum tollaívilnunum. Þannig njóta til dæmis Nýsjálend ingar, Ástralir og Kanadamenn sérstaks hagræðis á brezka mark- aðinum, sem aðrar þjóðir hafa ekki. Gangi nú Bretar í Samein- lega Markaðinn og taki upp sam- ræmdan toll við sex-veldin hverf ur sérstaða samveldislandanna, en af því myndu þau bíða alvar- leg efnahagslega hnekki. Má t. d. benda á Nýja-Sjáland, sem að verulegu leyti og umfram hin samveldislöndin, byggir efnahag sinn á framleiðslu landbúnaðar- afurða, sem markaður er ekki fyr ir eins og nú stendur annars staðar en í Bretlandi. Þá hafa Bretar sérstök vandamál varð- andi það að taka upp sömu land- búnaðarpólitík og meginlndsrík- un tollabandalagsins verður í 3 j in. Það felur í sér, að þeir yrðu áföngum eða stigum, sem hvert j að takmarka það styrkja- og nið- . i x *_ urgrejgs]uj5erfi) sem n)j er> en um sig er 4 ár og hófst það fyrsta þ. 1. jan. 1958. Lýkur því fyrsta stigi í árslok 1961, því öðru í árslok 1965 og því síðasta í árs- lok 1969. Með samningum eru gerð undanþáguákvæði um hugs- anlega lengingu þessa aðlögunar tímabils um þrjú ár, en einnig því að það megi stytta. Allt út- lit er nú fyrir, að hið síðarnefnda verði ofan á. Nú þegar hafa sex- veldin lækkað tollana innbyrðis um 30%, og um næstu áramót verður önnur innbyrðis lækkun um 10% eða jafnvel 20%. Nái toílalækkanirnar 50% um næstu áramót hefur tímaáætluninni ver- ið flýtt um þrjú ár og mætti þá ætla að tollalækkununum verði lokið í kringum 1967. Hinn sameiginlegi ytri tollur er yfirleitt meðaltal af tollum landanna svo sem þeir áður voru. Hækka því löndin eða lækka tolla sína út á við að hin- um sameiginlega tolli eftir á- kveðnum reglum. Má taka toll- ana á fiskafurðum sem dæmi. Þeir hafa að vísu ekki verið ákveðnir sem beint meðaltal, en fylgja þó reglunni í stórum drátt- um. Fyrir stofnun Sameiginlega Markaðsins voru litlir sem engir tollar á sjávarafurðum £ Bene- lux-löndunum, frekar lágir tollar í Þýzkalandi en yfirleitt mjög háir tollar á Ítalíu og sérstak- lega í Frakklandi. Setning sam- eiginlega tollsins þýðir þá að um stórfelda tollhækkun verður að ræða í Benelux-ríkjunum, mjög verulegar hækkanir verða í Þýzka landi en hins vegar lækkun á ftalíu og í Frakklandi. Þessar tollabreytingar verða þegar þær grípa til annarra aðgerða, sem fælu í sér verðhækkanir landbún- aðarafurða. Loks geta Bretar ekki af skiljanlegum ástæðum tekið upp nýjan toll gagnvart EFTA- löndunum, sem þeir hafa skuld- bundið sig að veita frjálsan að- gang að brezka markaðinum. Hið sama gildir auðvitað um hvert EFTA-landanna um sig gagnvart öðrum bandalagsríkj- um. Um vandamál annara en Breta í þessu sambandi má nefna hlut- lausu EFTA-ríkin, Svíþjóð, Sviss og Austurríki. Þau finna banda- laginu það til foráttu að með þátttöku í því tapi þau stjóm á slíkum málum sem tollum og viðskiptamálum við lönd utan. bandalagsins, sem séu ekki sam rýmanleg hlutleysisstefnunni frekar en hin mjög nánu tengsl við bandalagsríkin. Það má og nefna að Norðmenn telja m. a. vandkvæði á því, að samþykkja ákvæði um atvinnu- rekstursfrelsi, sem feli í sér gagnkvæmt frelsi til útgerðar innan fiskveiðilögsögunnar. Annars má einnig benda á af- leiðingar þess að gera ekki aðild að Sameiginlega Markaðinum. Það þykist hver þjóð sjá að yrði engu síður örlagarík ákvörðun. Hin efnahagslega þróun innan Sameiginlega Markaðsins hefur verið afar hagstæð frá stofnun hans 1958. Á tímabilinu 1958— 1960 jukust viðskipti milli að- ildarríkjanna um 49%. samtímis mikilli aukningu viðskipta við önnur lönd. Þessi þyóun fram- Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.