Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 18
18 HiORGUNBLAÐIt, Laugardagur 12. ágúst 1961 , KR spilaði Akranes skoraðiogvann S IG U R á Akranesi yfir heimamönnum hefði getað fært KR hinn eftirsótta ís- landsmeistaratitil. Og þeir voru áreiðanlega margir, sem höfðu spáð KR sigri, þrátt fyrir það að Þórólfur Beck lék ekki með liðinu. — En Skagamenn voru ekki á sama máli. Þeir mættu ákveðnir og sigurvissir til leiks með sitt stóra leynivopn, Þórð Þórðarson. Og það kom líka á daginn að raunverulega var sigur Akurnes inga aldrei í hættu. Með Þórð Þórðarson aftur í stöðu mið- herja virtist vera kviknaður á ný -sá neisti hjá liðinu, sem manni virtist vera kulnaður á ýmsum fyrri leikum þess í sum- ar. Sóknarþrenningin, Þórður Jónsson, Þórður Þórðarson og Ingvar, réði yfir hraða, sem KB vörnin hreinlega réði ekki við. liEIKURINN Þegar á fyrstu mínútunum kom í ljós hvemig gangur leiks- ins mundi verða. KR-ingar voru meira með knöttinn, léku lag- lega inn að vítateig andstæðing- Landskeppnin f DAG gengur ísiand til lands- keppni í frjálsum íþróttum gegn A-Þjóðverjum. Það er við ofur- efli að etja fyrir okkar menn, en mikið getur oltið á því hvernig áhorfendur taka árangri þeirra. — I ýmsum greinum hljót- um við örugglega 3. og 4. sætið en það er í ýmsum öðrum grein- um hægt að hressa þannig upp á kappliðsmenn að þeir nái stig- um af Þjóðverjunum. Síðast er við mættum þeim unnu þeir með 40 stiga mun — allt sem er minnra núna getum við kallað sigur. Þeir eiga menn sem eru æfðir í al- heimskeppni — okkar menn eru nýliðar á því sviði. En það er okkar ávinningur að keppt er hér heima nrúna. Hjálpum strák- unum til þess að gera muninn minni en í fyrra. Hér neðar á síðunni má sjá auglýsingu um það í hvaða grein um er keppt í kvöld. Auk þeirra greina er keppt í „gestagrein- um“ en í þeim taka þátt þrír af beztu íþróttamönnum A-Þjóð- verja en þeir eru allir á heims- mælikvarða. Það gefst í kvöld einstakt tækifæri til að sjá frjálsíþróttakeppni sem að kveð- ur. I anna, en þegar þangað kom fékkst enginn til að skjóta. Skagamenn hinsvegar not- færðu sér flýti framherjanna og með eldsnöggum upphlaupum tókst þeim að skapa verulega hættu við KR-markið. Á 8. mínútu leiksins, lék Þórður Þórðarson í gegn um þrjá varnarleikmenn KR, upp að endamörkum, gaf knöttinn fyrir markið til Jóhannesar, sem einn og ótruflaður skoraði örugglega. Þetta mark var fyrst og fremst Þórði að þakka enda þótt Jóhannes skoraði úr góðu tækifæri. Leikurinn varð nú nokkuð þófkenndur á köflum og all- mikil harka færðist í hann. A 25. mínútu börðust þeir Garðar og Þórður Þ. um knöttinn, með þeim afleiðingum að Þórður meiddist í ökla og varð að yfir- gefa völlinn. Hann kom þó inn á aftur, en hvarf af leikvelli 10 mín. fyrir lok hálfleiksins, en°í staðinn kom Margeir Daníels- son, sem tók stöðu innherja, en Ingvar fór í miðherjastöðuna. Á 44. mín. mistókst Herði Felixsyni að hreinsa, en hinn eldsnöggi Ingvar var fljótur að gripa tækifærið og skoraði fram hjá úthlaupandi Heimi mark- manni. Hálfleiknum lauk án þess að fleiri mörk væru skoruð. ÞETTA EB BYRJUNIN" KR-ingar hófu síðari hálfleik með þungri sókn á Akraness- markið. Þegar á þriðju mínútu skoraði Gunnar Felixson, með góðu skoti innan á stöng, eftir sendingu frá Ellert. „Þetta er aðeins byrjunin", sögðu hinir mörgu KR-ingar meðal áhorfenda og það leit út fyrir að spá þeirra mundi ræt- ast því KR pressaði og press- aði, fékk homspyrnur og inn- vörp út við endalínu, en mörk- in létu standa á sér. Skagamönnum tók nú að leið ast þófið og á 12. mín. náðu þeir einu af sínum hröðu upp- hlaupum, sem endaði með horn- spymu og upp úr henni bjarg- aði Hreiðar á línu. Fjórum mín. síðar kom þriðja mark Skaga- manna. Heimir ætlaði að hafa hendur á háum knetti, en Ingvar kom aðvífandi og skall- aði knöttinn yfir Heimi og í mark. Eftir þetta fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Akurnesinga. Skagamenn léku hárréttan varnarleik, drógu kant mennina aftur fyrir innherjana og mynduðu þann varnarvegg, sem sóknarlínu KR tókst ekki að brjóta niður. Þverleikur KR fyrir framan vítateig Akraness, var eins og endurtekning á úr- slitaleiknum á íslandsmótinu í fyrra. LIÐIN Lið Akurnesinga átti nú betri leik heldur en ég hef séð hjá því fyrr í sumar. Helgi var ör- uggur í markinu og söng mik- ið. Hinn ungi Gunnar Gunnars- son skilaði miðframvarðarstöð- tpyw f '' unni mjög vel og átti í fullu tré við nafna sinn Felixson. Jón Leósson átti góðan leik, einkum í síðari hálfleik og Ingvar var ofjarl Harðar Felixsonar. Þórð- ur Þórðarson virtist veraj á meðan hans naut við, svipaður og þegar hann var í fullri þjálf- un í gamla daga. KR-liðið olli mörgum von- brigðum. Án Þórólfs virðist það vera eins og höfuðlaus her. — Stuttar sendingar fram og aft- ur, þversum á vellinum, orsaka, að allan hraða vantar í upp- hlaupin og vörn andstæðing- anna veitist nægur tími til að taka sér stöðu. Og þó er þessi undarlega hræðsla við að skjóta líklegast höfuðgalli framlímmn- ar. í fyrri hálfleik átti KR, segi og skrifa, eitt skot á mark Akraness. í síðari hálfleik var að vísu skotið nokkuð meira, en þó virtust manni mörg góð tækifæri vera látin fara for- görðum. Vörn KR var óvenjulega taugaóstyrk og virtist koma á hana óðagot í hvert skipti, sem Skagamenn komu knettinum fram yfir miðlínu. „Og það voru hljóðir og hóg- værir menn, sem héldu til Reykjavíkur". Allmargir stuðningsmanna KR tóku sér far með Akraborginni upp á Skaga til að hvetja lið sitt. Þar fór fremstur í flokki Egill rakari, sem reykvískir vallargestir kannast vel við. —. Þegar Egill tók að. eggja KR- inga til dáða, sýndu heimamenn að þeir voru heimaríkir nokkuð og tóku þeir rakarann og toll- eruðu. Við þessar aðfarir var ekki laust við að felmtri slæi á lið sunnanmanna og það var hógvær hópur, sem hélt heim- leiðis á Akraborginni á fimmtu* dagskvöldið. — B. Þ. Akranes skorar gegn KB Haínfirðingar fallnir Töpuðu 4;1 fyrir Fram SÍÐASTI vonarneisti Hafn- firðinga um áframhaldandi vist í I. deild slokknaði, er þeir töpuðu næstsíðasta leik sínum í mótinu gegn Fram á eigin velli, 4:1. Framarar hins vegar, sluppu með sigri sínum úr allri hættu, en þeir hafa lengi sumars verið II. deildar „kandidatar“ ásamt Hafnfirð- ingum. Enn einn lélegur leikur á Hafnarfjarðarvelli. Leikirnir í suimar á Hafnar- fjarðarvelli hafa verið hver öðr- um lélegri eins og kunnugt er. Er þetta vellinummikiðaðkenna. Hann er allt of laus og lítill. Er liðin gengu til leiks í gær mátti sjá að allt hafði verið gert til að hafa völlinn sem beztan og til að byrja með var hann líkast- ur nýheflaðri borðplötu, en ekki leið á löngu áður en færðin spilltist. Það varð brátt greinilegt að Fram var -sterkari aðilinn í þess ari keppni, þó áttu Hafnfirðing- ar tvö allgóð færi á fyrstu mínút unum, er Albert gaf góðan bolta inn til Bergþórs, en ekkert varð úr, svo og úr aukaspyrnu skammt fyrir utan vítatei-g, en Albert spyrnti úr henni mjög lag- lega nokkra þumlunga framihjá markhornimu. Baldvin Baldvinsson er nafn, sem eflaust á eflaust eftir að koma við sögu meistaraflokks Fram, eða ætti að geta það eftir fyrsta leik sín- um að daama. Baldvin lék mið- herja og skoraði, með hörku og 7:0 hraða 3 mörk og er markahæstur einstaklinga liðsins í íslandsmót- inu. Fyrsta markið skoraði Bald- vin, er 22 mínútur voru liðnar Etf leik. Karl hafði verið óheppinn og misst heldur auðveldan bolta fram hjá sér inn að línunni, þar sem bakverðirnir voru fyrir, en harka Baldvins nægði til að pressa boltann inn, 1:0. Eftir þetta voru Framarar mun meira á ferðinni, enda þótt þeir skoruðu ekki fleiri mörk í hálf- leiknum, t.d. bjargaði Theodór bakvörður ÍBH á línu eftir að Baldur komst einn inn fyrir mark vörðinn. Baldur átti og skot I þverslána utanverða og sitt'hvað fleira gerðist markvert við Hafn arf j arðarmarkið. 2 /\ Baldvin fær boltann • l/ frá hægri útherja, Grétari Sigurðssyni og þarf ekki annað en að stjaka honum í tómt markið. Vel gert af Grétari. Framhald á bls. 19. v A-ÞVZKALflHB-B B— ÍSLAND Keppni í frjálsum íþróttum hefst á Laugadalsvelli kl. 4 í dag. Keppt verður í 110 m. grindahlaupi kúluvarpi, þrí- stökki, stangarstökki, 1500 m. hlaupi, 3000 m. hindrunarhla upi kringlukasti og 400 m. hlaupi. Reykvíkingum hefur ekki áður gefizt kostur á að sjá slíka afreksmenn í frjálsum íþróttum. FRJÁLSIÞRÓTTASAMBAND ISLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.