Morgunblaðið - 16.08.1961, Qupperneq 2
2
MORGUMtL AÐ1Ð
MiðviKudagur 16. ágúst 1961
Ben Gurlon enn
forsætisráðherra ?
Kosningar til Israelsþing i gær
TEL AVIV, 15. ág. — (Reuter)
— Kjörsókn var fremur góð, er
fimmtu almennu þignkosningam
ar í ísrael hófust í dag. Um
1/10 kjósenda neytti atkvæðis
sins fyrstu þrjár stundirnar, en
spáð var, að heildarkjörsókn
mundi a.m.k. nema 75%.
Flestir telja, að verkalýðs-
flokkur Ben Gurions, Mapai,
í Axarfirði -
ekki Arnarfirði
í frétt í blaðinu í gær, þar
sem skýrt var frá því, að þrjú
ný rækjusvæði væru fundin,
stóð, að eitt þeirra væri í Arn-
arfirði. I>etta var prentvilla, og
átti að standa þar „í Axarfirði“.
Leiðréttist þetta hér með.
Bruni
íJKÖMMU fyrir klukkan eitt í
gær var slökkviliðið kvatt að
Sláturfél. Suðurlands við Skúla-
götu. Þegar komið var á staðiinn
logaði í rafmagnstöflu í vélahúsi
og í lofti yfir rafmagnsklefa.
Var eldurinn slökktur með há-
þrýstidælu og kolsýrutækjum.
Skemmdir urðu nokkrar.
Veiðif er ð
Heimdallar
HEIMDALLUR FUS efnir til
annarrar veiðiferðar á Arnar-
vatnsheiði um næstu helgi, en
eins og kunnugt er stóð félag-
ið fyrir slíkri för fyrir nokkr-
um vikum síðan og tókst hún
mjög vel. Farið verður frá
Valhöll á föstudagskvöld og
lsomið til Reykjavíkur á sunnu
dagskvöld. Auk þess, sem
veiðimennska verður iðkuð
við Fiskivatn og Kleppsvatn
munu þátttakendur skoða
Surtshelli og Barnafossa. Þeir
féiagsmenn, sem áhuga hafa á
ferðinni eru beðnir að hringja
í síma 17100 og verða þar
gefnar allar nánari upplýsing-
ar.
Skákin
S V A R T :
Síldarverksmiðja ríkisins
Raufarhöfn
ABGilEFGH
ABCDEFGH
H V í T T :
Síldarverksmiðja ríkisins
Siglufirði
Raufarhöfn leikur:
B h * — g 3
Siglufjörður svarar:
Be 2 — f 3
muni enn sem fyrr verða lang-
stærsti flokkur þingsins — jafn
vel sé ekki útilokað, að hann
nái hreinum meirihluta. A síð-
asta þingi hafði flokkurinn 52
sæti af 120. — Kosningabarátt-
an hefir yfirleitt verið heldur
lin — og eina ógnunin við Ben
Gurion og flokk hans stafar frá
hinum nýja Frjálslynda flokki,
sem er samsteypa tveggja minni
flokka, sem áður störfuðu (Fram
faraflokksins og Almenna Zíon-
istaflokksins) og höfðu til sam-
ans 14 þingsæti.
Athugasemd við
grein Bukdahls
ÞAÐ skal tekið fram, að grein
Jörgens Bukdahls um hand-
ritamálið, sem birtist í opnu
blaðsins í dag, var rituð, áð-
ur en undirskriftir þriðjungs
þingmanna í danska þinginu
voru fengnar fyrir frestun af-
hendingar handritanna.
— Síldin
Frh. af bls. 20.
magn. Hér er lygn og gott veður
en þoka. — Guðjón
*
Neskaupstað, 14. ágúst
SÍÐAN á laugardagskvöld hafa
komið hingað um 12.000 mál síld
ar úr eftirtöldum skipum: Sig-
urður 1000, Héðinn 1300, Krist-
björg 600, Vonin II. 550, Glófaxi
750, Þorgrímur 700, Helguvík 300,
Böðvar 600, Þráinn 750, Hjálmar
500, Mímir 600, Páll Pálsson 650,
Snæfell 700, Hugrún 800, Björg
NK 500, Jón Jónsson 800 og Ingi-
ber Ólafsson 950.
Verksmiðjan hefur nú alls tek-
ið á móti um 105 000 málum.
Þyrill var hér í dag og lestaði
600 tonn af lýsi, sem hann flytur
til Hjalteyrar. — SIL.
Eskifirði, 14. ágúst.
í morgun komu þessir bátar
inn: Guðrún Þorkelsdóttir með
700 mál Og tunnur, Hólmanes með
300 mál, Fram GK með 300 mál,
Grunnfirðingur II. með 500 mál
og tunnur og Seley er að koma
inn kl. 3 með einhvern slatta.
— GW
Óheppinn flóttamaður. Einn úr alþýðulögreglunni vísar hon-
um veginn til baka — til „sæluríkis“ Ulbrichts.
Atburðir í Berlín
Fra'mhald af bls. 1.
hvaða gagnaðgerðir komi til mála
að gera nú í Berlínarmálinu.
Annar ráðuneytisfundur mun
verða á morgun. Talsmaður
stjórnarinnar vildi fátt segja um
fundinin í dag — aðeins, að við-
ræður hefðu komizt vel á veg
— og að ekkert yrði framkvæmt
nema í nánu samráði við vest-
urveldin. — Þá var tilkynnt í
Bonn í dag, að v.-þýzka þingið
kæmi saman til aukafundar um
Berlínarmálið á fimmtudaginn —
og mun ríkisstjórnin leggja þar
fram skýrslu um málið og gera
grein fyrir sjónarmiðum sínum
varðandi það, hvaða ráðstafanir
fceri að gera.
★ „Reitt til höggs“
í tilkynningu a.-þýzku
f/T m /S hnutar 1 '&SVSOhmHor K Snjóiomo * ÚHW& V Shirir. K Þruniur W/ZS, KutíooMXH, Hm! ZS* Hitoski! \L*‘ Laoi 1
stjórnarinnar, sem nefnd var
hér að framan, er ekki
minnzt á samgöngu- og flutn
ingarétt vesturveldanna til
Berlínar, sem hvílir á
samkomulagi fjórveldanna
(Bandaríkjanna, Bretlands
og Frakklands — og Sovét-
ríkjanna), en hins vegar
sagt, „ef v.-þýzka stjórnin
fellir einhliða úr gildi við
skiptasamninginn, sviptir hún
sig um leið möguleikum til
að halda áfram vöruflutn-
ingum um yfirráðasvæði
Þýzka alþýðulýðveldisins“,
sem sé „fullvalda ríki“. Og
enn fremur segir í tilkynn-
ingunni: „Það liggur í augum
uppi, að með því að taka
slíkt skref (þ. e. að ógilda
viðskiptasamninginn) væri
vestur-þýzka sambandslýð-
veldið vitandi vits að reiða
til höggs við Vestur-Berlín.“
í orðsendingunni er fullyrt, að
A.-þýzkaland geti vel komizt af
án viðskiptanna við Sambands-
lýðveldið — en hins vegar hefir
löngum verið talið augljóst, að
ýmsar greinar iðnaðar í A.-þýzka
landi væru mjög háðar hráefn-
um þeim ,sem keypt hafa verið
af V.-þjóðverjum.
Lægðin við SV-ströndina
veldur rigningu um allt land-
ið að kalla. Hún er á hreyf-
ingu austur eftir og má því
búast við sæmilegu veðri í
dag.
Miklar þokur eru suðvest-
ur í hafi og einnig víða við
Grænland. En á Norðursjó og
strönduim hans er skúra-
veður.
Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-land til Breiðafjarðar og
miðin: Vestan stinningskaldi
og skúrir í nótt, hægari og létt
skýjað með köflum á morg-
un.
Vestfirðir til NA-lands og
miðin: Breytileg átt, rigning
með köflum í nótt en léttir til
á morgun.
Austfirðir og miðin: Sunn-
an kaldi og rigning eða súld
fram eftir nóttu en vestan
kaldi Og léttskýjað á morgun.
SA-land og miðin: Vestan
kaldi, bjart með köflum.
ár Enn opiff austur
Sovézk heimild í Austur-
Berlín lét hafa það eftir sér í
dag, að ekki sé fyrirhugað að
loka merkjunum milli borgar-
hlutanna algerlega fyrir allri
umferð á báða bóga — en svo
kunni þó að fara, að annars
verði ekki kostur, ef „æsinga-
og undiróðursmenn" haldi á-
frarn að laumast inn í A-Berlín
að vestan. — Sá orðrómur komst
á kreik „vestantjalds“ snemma
í dag, að ákveðið hefði verið að
loka fyrir allar samgöngur þeg-
ar í dag, um nón — en seint
í kvöld sáust engin merki þess,
að slíkar ráðstafanir væri í að-
sigi á þeim 12 stöðum, sem „opn-
ir“ hafa verið. Hins vegar fram-
fylgdi a-þýzka lögreglan ná-
kvæmlega hinum nýju „reglurn**
um að bílstjórar að vestan verði
að sýna sérstakt leyfi frá opin-
berum aðilum til þess að fá að
aka austur fyrir mörkin. Var
hundruðum bifreiða að vestan
snúið frá af a-þýzkri lögreglu
við borgarmörkin í dag. j
Jc Mótmælaaffgerffir
Þaff gerðist viff „opiff" milli
borgarhlutanna á Friedrich-
strasse í dag, aff hópur Vestur-
Berlínarbúa réðst í reiði sinni
aff a-þýzkum bílum, sem héldu
vestur yfir, og barði þá meff
berum hnúunum. Annað atvik
gerðist við Brandenborgarhliðiff.
Um 20 unglingar tóku að rífa niff-
ur gaddavírshindranir austur-
þýzkra, en v-berlínskir lögreglu-
menn hindruðu unglingana í
þeim framkv. og ráku þá burt
frá markalínunni. Hefir lögregl-
an verið mjög á varðbergi til aff
koma í veg fyrir beinar mótmæla
aðgerffir íbúa V.-Berlínar. Hins
vegar hefir borgarstjórnin skor-
að á ibúana að f jölmenna til mót-
mælafundar við borgarstjórnar-
húsið kl. 15 á morgun (ísl. tími).
„Vopnaðar herbúðir
í fyrrnefndu bréfi sínu till
sovézka hernámsstjórans í
A.-Berlín sökuðu hinir vest-
rænu „kollegar" hans Sovét-
ríkin m. a. um að rjúfa sam-
komulagið frá 20. júní 1949
(eftir samgöngubannið við
Berlín), þar sem ábyrgzt var
ferðafrelsi í allri Berlín og
milli borgarinnar og annarra
hluta Þýzkalands. „Við fram-
kvæmd þessara ólöglegu að-
gerða, hafa hernaðarlegar og
stjórnmálalegar stofnanir,
sem komið var upp í trássi
við fjórveldasamkomulagið
—• en sjálf tilvera þeirra í
Austur-Berlín er ólögleg —•
(hafa þessar stofnanir) gert
sovézka hernámssvæðið í
Berlín að vopnuðum herbúð-
um“, segir í bréfinu — og
enn fremur: „Vér verðum að
mótmæla hinum ólöglegu að-
gerðum 13. ágúst og lýsum
yður ábyrga fyrir því, að
umræddir samningar verði
haldnir". Búizt er við, að á
eftir þessu bréfi fylgi form-
leg mótmæli til sovétstjórn-
arinnar frá ríkisstjórnum
vesturveldanna —- og loks
svar við síðustu Berlínar-
orðsendingu Krúsjeffs, frá 3.
ágúst.
Borgarstjórn V.-Berlínar sendi
í dag bréf til hernámsstjóra vest-
urveldanna, þar sem lagt er til
að þeir ráðgist við borgarstjórn-
ina um ýmsar aðgerðir til svar3
við ferðahömlum a.-þýzku yfir-
valdanna. — Þá er talið, að fasta-
ráð NATO í París kunni að at-
huga möguleika á því að banna
ferðir A.-Þjóðverja til NATO-
landa á fundi, sem ráðið heldur
að líkindum á morgun.
Jc Heldur dregiff úr herverffi
Austur-þýzkur talsmaður sagði
í dag, að ekkert væri ákveðið, hva
lengf Brandenborgarhliðinu yrði
algerlega lokað, en það yrði a.
m. k. ekki opnað fyrr en linnti
„ögrununum“ frá V.-Berlín. —
Þrátt fyrir lokun hliðsins var
heldur dregið úr herverði aust-
an þess í dag. Þannig sáust nú
aðeins 25 sovézkir skriðdrekar
þar á verði í dag, í stað 50 I
gær, og einnig voru nokkrir vopn
aðir verðir fjarlægðir. En víða á
götuhornum stóðu herflutninga-
bílar, fullir af hermönnum, sera
tilbúnir voru að grípa til vopna,
ef óeirðir hæfust.