Morgunblaðið - 16.08.1961, Page 10
10
MORGVTS BtAÐlÐ
Miðvlk'udagur 16. agust 1961
Otgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
✓ Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: 4ðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
KÚGARARNIR í
¥ BERLÍN hafa staðið opn-
ar oyr til frelsisins. Um
þær dyr hafa daglega
streymt hundruð og þúsund-
ir flóttamanna undan járn-
hæl kommúnismans. í Berlín
hefur fólk austan tjalds og
vestan getað kynnzt lifnaðar-
háttum og þjóðskipulagi lýð-
ræðisins annars vegar og
kommúnismans hins vegar,
nokkurn veginn óhindrað.
Afleiðing hinna gagn-
kvæmu kynna í Berlín hef-
ur orðið sú sem alheimi er
kunnugt, að útlit var fyrir
landauðn í Austur-Þýzka-
landi, ef menn gætu óhindr-
að flúið vestur á bóginn. Öll
orð, öll geimskot, öll loforð
og allar hótanir hinna aust-
rænu ofbeldismanna var létt-
vægt fundið, meðan fólkið
hafði opnar dyr til frelsis.
Ekkert sýnir betur hinn al-
gjöra veikleika kommúnism-
ans gagnvart lýræðinu — í
miðjum hernaðarstyrknum —
en mynd sú, sem nú blasir
við allra augum í Berlín.
Með gaddavír og skriðdrek
um, kúgun og morðum, kann
kommúnistum að takast að
stöðva flóttamannastrauminn
vestur yfir. En um leið inn-
sigla þeir enn einu sinni að
kommúnisma verður hvergi
á komið né við haldið nema
með fullkominni ógnarstjórn.
Athyglisvert er það og
gleðilegt, að fjölmennastir í
hópi flóttamannanna hafa
verið æskumenn um tvítugs-
aldur; menn sem frá bernsku
hafa alizt upp undir skipu-
lögðu kommúnistisku upp-
eldi og þindarlausum áróðri
gegn lýðræði og frelsi. Hin
nýja kynslóð átti að meðtaka
kommúnismann með móður-
mjólkinni. En einmitt þetta
fólk brýzt undan okinu og
leitar sér frelsis. Sú stað-
reynd staðfestir, að mann-
dóminn og frelsisþrána tekst
ofbeldismönnunum aldrei að
deyða, hversu víðtækt glæpa
kerfi sem þeir innleiða í
stjórnarháttum.
ÍSLENZKIR
ANGURGAPAR
¥ LEIÐSÖGN hins íslenzka
•“■ kommúnistaflokks eru
þeir menn, sem vísvitandi
vilja hlekkja þjóð sína í þær
þrældómsviðjar, sem við
blasa í kommúnistaríkjunum;
menn sem lofsungu þjóðar-
morðið í Ungverjalandi og
menn, sem klappa þeim Krús
jeff og Ulbricht lof í lófa fyr
ir að sýna „skrílnum“ í Aust-
ALLRA AUGSÝN
ur-Þýzkalandi í tvo heim-
ana.
En hérlendis eru líka til
menn, sem leynt og ljóst
styðja kommúnista, þótt þeir
myndu sjálfir hafa staðið á
götum Búdapestborgar og
barizt við hlið landa sinna,
jafnvel þótt sú barátta hafi
fyrirfram verið vonlítil eða
vonlaus. Það er þessum mönn
um, hinum nytsömu sakleys-
ingjum, sem teflt er fram á
taflborðinu í rússneska sendi
ráðinu og austur í Kreml.
Það er fyrir þeirra tilstyrk,
sem kommúnistar gera sér
vonir um að geta, er tímar
líða, kúgað hina íslenzku
þjóð eins og þá austur-þýzku.
Án þessa mannafla væri
kommúnisminn þegar orðinn
heimaskítsmát á íslandi.
Skammsýni þeirra manna,
sem skrifa upp á Moskvu-
víxilinn, sem rúblupresturinn
þeytist með um landið, er
vissulega ótrúleg. Hver sú ís-
lenzk undirskrift, sem Kreml
verjum er afhent fyrir
greiðslu og síðan flokkuð hjá
þeim í hóp hlutleysingja,
styrkir þá trú kúgaranna að
reisn mannkynsins sé ekki
meiri en svo, að það muni
þegjandi og möglunarlaust
smeygja á sig helfjötrum á
borð við þá, sem nú eru
reyrðir austur í Berlín.
Við íslendingar getum ef
til vill ekki mikið að gert til
hjálpar þeim þjóðum, sem
kúgaðar eru, en nokkur geta
áhrif okkar þó verið. Við
getum lýst því yfir, svo að
ekki verði um villzt, að við
stöndum við hlið banda-
manna okkar, við séum reiðu
búnir til að taka þátt í vörn-
um hins frjálsa heims, við
höfnum kommúnisma oghlut
leysi gagnvart ofbeldinu. Sér
hver þjóð, sem nægilega ein-
beitt sýnir slíka afstöðu, hún
veikir kommúnismann og
flýtir fyrir þvi að þjóðir og
einstaklingar fái á ný að búa
við frelsi.
HÁLFVELGJA
TÍMANS
EIR munu vafalaust hafa
verið margir Framsókn-
armennirnir, sem bilt hefur
orðið við í gær, er þeir sáu
blað sitt, Tímann. Á forsíðu
blaðsins er hvergi minnzt á
einhverja mestu og uggvæn-
legustu erlenda frétt um
margra ára skeið. Inni í blað
inu er að vísu getið um
þjóðarfangelsun Austur-Þjóð
verja, en slegið úr og í, og
Gólf-
þvotf-
ur og
geim-
fero
Þeir segja Rússamir, að
þessi mynd sýni og sanni,
að Ghermann Xitov sé fullt
eins góður eiginmaður og
hann er góður geimfari. —
Hann sést hér vera að
hjálpa konunni sinni við
gólfþvottinn og virðist fara
það ágætlega úr hendi.
Nær 7 þús. fldtta-
menn yfir helgina
blaðið virðist nánast enga
stefnu hafa í Berlínarmálinu.
^ Óhjákvæmilega dettur
mönnum í hug að Þórarni
Þórarinssyni, ritstjóra, hafi
ekki þótt hlýða að móðga
gestgjafa þann, sem hann
gisti fyrir skömmu, Ulbright,
hinn illræmda ofbeldismann
kommúnismans. Auk þess er
svo öllum mönnum það Ijóst,
að það er fyrsta boðorð Fram
sóknarmanna um þessar
mundir, að styggja ekki ís-
lenzka kommúnista.
Ritstjórnargrein Tímans í
gær ber þessa líka ljóst vitni.
Þar er rætt um erlent fjár-
magn, þá hugmynd, sem
Framsóknarflokkurinn fyrst-
ur íslenzkra flokka tók inn í
stefnuskrá sína. Fyrir til-
mæli kommúnista, sem ótt-
ast það mjög að við verð-
um efnalega sjálfstæðir og
fáum að búa við þau stór-
bættu lífskjör, sem framund-
an eru hjá öllum þeim þjóð-
um, sem vel stjórna, leggst
Framsóknarflokkurinn nú
gegn þessari tillögu sinni.
Fyrst er reynt að gera er-
lent fjármagn tortryggilegt
og síðan lýkur ritstjórnar-
greininni á þessum orðum:
„Ef hún (þjóðin) kveður
ekki niður þessa stefnu og
málsvara hennar, þ. e. núver
andi ríkissijórn, getur Island
verið orðið nýlenda erlendra
auðhringa áður en varir, líkt
og löndin í Mið-Ameríku“.
Þessi ritstjómargrein hefði
sannarlega sómt sér vel í
Þjóðviljanum.
Berlín, 14. ágúst — (Reuter)
UM síðustu helgi náði
straumur flóttamanna frá
Austur-Berlín yfir til
Vestur-Berlínar hámarki
sínu. Frá því á hádegi á
Iaugardag fram til kl. 4
síðdegis á mánudag voru
6.904 flófamenn skráðir í
Vestur-Berlín. Höfðu
menn flykkzt yfir landa-
mærin í stórum hópum er
uggur þeirra um algera
lokun ágerðist.
Síðast í gserkveldi komust
nokkrir menn og konur með
hinum djarflegasta hætti yf-
ir mörkin. Ellefu menn og
tvær konur syntu yfir nær-
liggjandi vötn og skipa-
skurði, þar á meðal var mað-
ur nokkur, er hafði bundið
þriggja ára son sinn á bak-
ið og synt með hann yfir.
Nokkrir kornust yfir gamlar
rústir og húsagarða.
Einn ungur maður ók
Volkswagenbifreið sinni með
ofsahraða gegnum hervörð
og tókst að komast yfir á
franska hernámssvæðið.
Annar lét sem hann væri
austur-þýzkur blaðamaður
og komst þannig í gegnum
Brandenborgarhliðið. Er
þangað var komið tók hann
á rás og hljóp í krókum yf-
ir landamærin, þar sem hon-
um mættu mikil fagnaðar-
læti þeirra, er til sáu. Lítill
drengur tók sig til og hljóp
gegnum hóp lögregluþjóna,
sem ekki áttuðu sig fyrr en
snáðinn var kominn yfir
mörkin.
Fjöldi manna kom til
Marienfelde búðanna í dag.
Þar var mikil ringulreið og
mátti þar bæði sjá fjölskyld-
ur saman komnar í miklum
fögnuði, unga menn skála í
kampavíni fyrir naumlegri
undankomu, og konur og
menn, er biðu eirðarlaus og
kvíðin ástvina sinna er einn-
ig höfðu ætlað yfir mörkin,
en voru ekki enn komin til
búðanna.
^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ■