Morgunblaðið - 16.08.1961, Page 12
12
MORCtnsm. 4ÐÍÐ
Miðvikudagur 16. ágúst 1961
c^tinwma
S/'/n/: 1114 4
Ragnhildur Jónssdóttir
Minning
Frú Ragnhildur Stefanía Jóns-
dóttir, Holtsgötu 37, Reykjavík,
var fædd 17. ágúst 1899, á Efri
Bláfeldi í Staðastaðasókn í
Stúlka
óskast til ritarastarfa við Bæjarspítalann frá 1. sept.
n.k. Vélritunar- og málakunnátta nauðsynleg. —
Umsóknir um stöðuna sendist til skrifstofu Bæjar-
spítalans í Heilsuverndarstöðinni.
Reykjavík, 14. ágúst 1961
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur
Mínar innilegustu þakkir færi ég hér með Kvenfélaga-
sambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, Kvenfélagi Garða-
hrepps og öllum þeim, sem færðu mér gjafir og sýndu
mér vinarhug er ég varð fyrir því óhappi að handleggs-
brotna sl. vor. — Einnig þakka ég hjartanlega öllum,
sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu.
Anna Kristinsdóttir, Katrínarkoti
Öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu í
sumar með heimsóknum, gjöfum og skeytum, sendi ég
mitt innilegasta þakklæti.
Árni Þorvaldsson, Hólkoti, Skagafirði
Innilega þakka ég öllum þeim, sem heimsóttu mig,
færðu mér gjafir og sendu mér heillaskeyti á fimmtugs-
afmæli mínu þann 6. ágúst sl.
Jón Þórarinnsson, Hjallabakka
Ég þakka innilega öllum skyldum og vandalausum er
sýndu mér vinarhug á einn og annan hátt á sjötugsaf-
mælinu 13. ágúst. — Lifið heil.
Sveinbjörn Angantýsson, Bræðraborgarstíg 49
Kæru Saurbæingar, vinir og vandamenn, sem heim-
sóttu mig a.ð Ólafsdal á sjötugsafmæli mínu 27. júlí
sl. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Þakka ég af
alhug skeyti og stórgjafir. Sömuleiðis þakka ég vinnu-
félögum mínum hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur skeyti og
gjafir. — Guð blessi ykkur öll.
Guðjón Guðmundsson, Brekkustíg 4, Reykjavík
Jarðarför móður okkar
INGIBJARGAR ISAKSDÓTTUR
fer fram föstudaginn 18. þ.m. frá kirkju Óháða safn-
aðarins, kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Margrét Jónsdóttir, Guðlín Jónsdóttir
Eiginmaður minn
magnCs g. guðnason
steinsmiður
í; verður jarðsettur frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 17.
ágúst kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna.
Steinunn Ólafsaottir.
Hugheilar þakkir til allra er auðsýndu samúð við
andlát og jarðarför föður okkar,
KRISTJÁNS A. KRISTJÁNSSONAR
frá Suðureyri, Súgandafirði
Börnin
Þökkum vinarhug og samúð við andlát og jarðarför
eiginmanns mins ,föður og fósturföður okkar,
KRISTJÁNS VALDIMARSSONAR
simamanns
Sigrún Arthursdóttir,
Gunnhildur Kristjánsdóttir,
Katrín Rögnvaldsdóttir
Snæfellsnessýslu, og ólst upp með
stórum systkinahóp, og eru nú
aðeins tvær háaldraðar systur
henhar á lífi: Elín Þuríður Jóns-
dóttir í Ólafsvík og Kristín Þór-
dís Jónsdóttir ísafirði.
Foreldrar Stefaníu, eins og hún
var ætíð nefnd, voru hjónin Jón
Vigfússon bóndi og Þórdís Guð-
mundsdóttirj bónda og hafnsögu-
manns á Hafnarnesi í Fáskrúðs-
firði, Einarssonar bónda á
Hvammi í Fáskrúðsfirði. Kona
Guðmundar í Hafnamesi, var
Þuríður Einarsdóttir hreppstjóra
frá Sævarenda á Fáskrúðsfirði,'
hin ágætasta kona. Kona Einars
bónda á Hvamtni, var Kristín
Bjarnadóttir frá Þverhamri í
Breiðdal, Stefánssonar á Þver-
hamri, Magnússonar prests á
Hallormsstað 1742—1766. Kona
Stefáns á Þverhamri var Kristín
Sturludóttir frá Gvendarnesi,
Jónssonar á Gvendarnesi, Sturlu-
sonar. Kona Jóns Sturlusonar á
Gvendarnesi, Guðrún Eiríksdótt-
ir, Gissurarsonar prests á Þing-
múla 1600—1647. Kona séra Giss-
urár Bjarnasonar á Þingmúia,
Guðrún Einarsdóttir prófasts, á
Eydölum d. 1627.
Frú Stefanía var vel gefin til
munns og handa, lagleg og að-
laðandi og glæsileg kona. Hún
var hjartagóð og hjálpsöm og
reyndist ástvinum sínum sannur
vinur og hjálparhella, sem ætíð
kom fram þeim til huggunar og
hjálpar í sorg og gleði.
14. sept. 1918, giftist hún eft-
irlifandi manni sinum Ingvari
Árnasyni, mesta valmenni og
áttu þau saman eina dóttur, Ingi-
björgu Ingvarsdóttur gifta Þórði
Guðmundssyni skrifstofumanni
frá Hóli, og eiga þau fjóra efni-
lega syni, sem voru yndi og eft-
irlæti ömmu sinnar. Þau hjónin
Stefanía og Ingvar ólu upp bróð-
urdóttur Stefaníu, Unni Guðjóns-
dóttur, gifta Guðmundi J Krist-
jánssyni fulltrúa og eiga þau
þrjár efnilegar dætur og einn
son, sem voru einnig eftirlæti
hennar og kölluðu þau hana
ömmu sína.
Þau hjónin Stefanía og Ingvar
reyndust fósturdóttur sinni eins
og hún væri þeirra eigin dóttir.
Ástvnum sínum og systkinum og
systkinabörnum og tengdafólki
reyndist hún sannur vinur í sorg
og gleði og stóð þeim við hlið
og huggaði og hjálpaði þeim.
í dag er einnig borinn til
hinztu hvíldar frændi hennar,
sem andaist 6. ágúst s. 1. 16 ára
gamall í blóma lífsins og verður
ásamt henni jarðaður í , sömu
gröf við hlið hennar.
Gústaf Geir GuAmunds-
son kveðja
Vestfirðingar sigla
til Englands með
aflann
ÍSAFIRÐI, 14. ág. — Vélbátur-
inn Guðbjartur Kristjánsson fór
í nótt áleiðis til Englands með
um 30 tonn af ýsu og flatfiski,
sem hann hefur keypt undan-
farna daga af dragnótabátum á
Vestfjörðum. Guðbjartur Krist-
ján mun væntanlega selja í
Hull nk. fimmtudag eða föstu-
dag. — Verið er að útbúa mb
Vin frá Hnífsdal til að hefja
siglingar með sams konar afla.
F. 29. ágúst 1945 — D. 6. ágúst’61
Hann var augasteinn foreldra
sinna og systkina. Foreldrar hans
eru hjónin Guðmundur Gislason
vélstjóri Framnesvegi 24 og frú
Ágústa Jónasdóttir, sem er syst-
urdóttir Stefaníu sálugu og kom
til hennar 14 ára og var hjá þeim
hjónum, Stefaníu frænku sinni
og Ingvari, þar til hún gifti sig.
Var mikið ástríki og vinátta milli
þeirra frænknanna og innileg
vinátta sem hélzt fölskvalaust alla
ævi. Öllum ástvinum hinnar
látnu heiðurskonu og hins unga
frænda hennar, sem var mikið
mannsefni, er mikill harmur
kveðinn, en Ijúfar minningar,
sem birta er yfir græða sárin og
sorgirnar og breyta sorgartár-
um í gleðitár í von um endur-
fundi á landi lifenda, þar sem
er eilíf sæla.
Blessuð sé minning þeirra.
Vigfús Kristjánsson.
Kveðja frá
foreldrum og
ástvinum
Sárt var oss að sjá þig falla,^
sorg um hugi vora fer. "
Guð þig leiði eilífð alla,
engar hættur grandi þér.
Ævisköpin engir tefja,
— úthlutað er hverjum sitt.(j
jartans þökkum hlýjum vefja'j
hugir vorir leiði þitt.
Máist ei þín minning, valda,(
meðan varir jarðlífs töf.
Vina og frænda hugir halda^
heiðursvörð um þína gröf.
D. Ben.
Jófríður Karlsdóttir
Minning
F. 25. febr. 1908. D. 8. ágúst 1961
JÓFRÍBUR Karlsdóttir eða El-
friede Krause, sem var hennar
þýzka nafn, var fædd í Berlín,
en fluttist hingað til íslands fyrir
10 árum, með manni sínum Karl
Krause verkfræðingi, sem nú ber
íslenzka nafnið Karl Karlsson.
Þau hjónin hafa búið síðustu ár
in að Nýbýlavegi 46A í'Kópavogi.
Árið 1948 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, þá voru hörð ár í
Þýzkalandi, að nýafstöðnum
mesta stríðsharmleik sögunnar.
Margir Þjóðverjar fóru á þeim
árum úr landi í atvinnuleit og í
þeim hópi voru þessi hjón, sem
komu hingað til íslands, og hafa
búið hér síðan. í fyrrahaust veikt
ist svo Jófríður og hlaut upp-
skurð, Og vinir hennar vonuðu að
hún hefði komizt yfir sjúkdóm-
inn. En svo nú á þessu sumri tók
hann sig upp aftur, og það endaði
með hinni miklu ferð, sem allir
eiga fyrir höndum. Þessi þýzka
kona tók ástfóstri við ísland, og
hún þráði það um mörg undan-
gengin ár að verða íslenzkur rík
isborgari. Þessa ósk sína fékk
hún svo uppfyllta 2. ágúst sl.,
þá liggjandi sárþjóð á Lands-
spítalanum. Þrátt fyrir miklar
þjáningar þá gladdi það Elfriede
Óskum eftir að ráða strax
Afgreiðsiustúlku
í vefnaðarvörubúð, sem hefði enskukunnáttu og væri
vön saumaskap. — Nánari upplýsingar gefur Starfs-
mannahald SÍS, Sambandshúsinu.
Starfsmannahald SfS
mikið að fá að lifa þá stund að
verða ríkisborgari þessa lands,
og hún valdi sér íslenzka nafniS
Jófríður Karlsdóttir. öll þessi
miklu veikindi bar þessi kona
með æðruleysi og kvartaði aldrei.
Hún hafði hlotið hétjulund I
vöggugjöf, sem antist henni til
hinztu stundar. Nú þegar ég
kveð þessa konu síðustu kveðju,
þá er margs að minnast Og margt
að þakka. Hún reyndist mér eins
og bezta systir, allt frá því að ég
kynntist henni fyrst, og börnuan
mínum var hún svo góð, sem
væru það hennar eigin börn. Jó-
fríður var tígurleg kona, látlaus
í framgöngiu. Svipurinn var
hreinn og göfugmannlegur. Eg
sem þessar línur rita, kynntist
henni sem mikilhæfri og góðri
konu í þess orð beztu fnerkingu.
Hún unni öllu sem var fagurst,
og var mjög listelsk og listhneigð.
Á unga aldri hafði hún stundað
listfræðinám við þýzkan hóskóla,
enda bar hún gott skyn á það,
hvort hlutur var vel eða illa gerð
ur. Allur listiðnaður lék í hönd-
um hennar, og sérstakt yndi hafði
hún af því að búa til blóm, enda
gerði hún það svo vel, að ýmsir
sem sáu þessa vinnu, héldu að
blómin væru lifandi. Annars má
segja að allir hlutir hafi leikið
í höndum þessarar konu, sean
vandaði svo vel hvert verk, að
allt sem hún snerti á, öðlaðist
listgildi. En þrátt fyrir slíka af-
burða hæfileika, þá var Jófríður
sú kona, sem ekki tranaði sér
fram. Hún var mjög hlédræg i
eðli, og elskaði að fá að lifa í
friði. Nú þegar leiðir skiljast, þá
skortir mig orð, til að þakka svo
sem ég vildi, alla vináttu Jó-
fríðar sálugu við mig, því hún
hefur verið mér mikils virði.
Guð blessi þig vinkona, með hjart
ans þökk fyrir alla kynninguna.
Við fráfall Jófríðar sálugu er
mikill harmur kveðinn eftirlif
andi manni hennar, og ég vil að
síðustu flytja honum mina dýpstu
samúð.
Kristjana Quinn