Morgunblaðið - 16.08.1961, Síða 19

Morgunblaðið - 16.08.1961, Síða 19
Miðvikudagur 1G. agúst 1961 MORCVNBLAÐIÐ 19 — Sextugsafmæli Fnh. af bls. 3. aravík, og var ákveðið að lenda þar vegna þess að marg- ir höfðu aldrei fyrr komið jþangað. Skömmu eftir að við lentum í Meistaravík gerði sól- I skin og logn, og þá ókum við í bíl niður að höfn námufé- lagsins, og skoðuðum þar sauð I nautskálf, sem er þarna eins og heimalningur. Frú Ny- I holm, kona eins yfirmanna staðarins, hefur tamið kálfinn, og hann hagar sér þarna eins ' og gsefasti heimalningur uppi á fslandi. — Á meðan við vor ' um að skoða sauðnautið kom I fjallarefur labbandi hinn ró- legasti. Virtist hann ekkert hræddur, og við tókum af hon um myndir á tiltölulega stuttu færi, en síðan skundaði hann upp í fjall. Okkur var kunnugt um tvö fjallavötn innarlega í Scoresbysundi, en þessi vötn iheita Holger Danskes Briller, og kölluðum við þau okkar I á milli Gleraugnavötn. Þarna er ákaflega skjólgott og þægi legt að athafna sig með flug- ( vélina. Þaðan héldum við frá Meistaravík, og komum yfir annað vatnið í logni og heið- I ríkju. Vatnið glitraði eins og 1 perla fyrir neðan okkur, og öll fjöll stóðu á haus í því. Þarna sáum við sauðnaut í hlíðunum, og var útsýni með eindæmum fagurt. ^ Svo renndum við okk- ur niður á spegilsléttan flöt- inn, og óðum upp að norður- ströndinni. Þar drógum við vélina afturábak upp í fjör- una svo við gátum næstum gengið þurrum fótum á land. Þar var slegið upp tjöldum í ilmandi lyngbrekku, og vakti það strax athygli manna að þarna var töluvert af full- þroskuðum bláberjum. Síðan fóru menn í gönguferðir um nágrennið, og fundum við þarna m. a. á, sem var bókstaf lega full af fiski, og mátti ! auðveidlega tína hann upp •með höndunum. Við höfðum ekki veiðileyfi fyrir sunnan 72 breiddargráðu, en okkur fannst þó að við mættum fá okkur í soðið, enda virtist okk ! ur sem grænlenzkir fiskimenn hefðu allan þann fisk, sem þeir þyrftu, þrátt fyrir það. Vonum við að Danir misvirði það ekki við okkur þótt við fengjum okkur þarna í soðið. \ Morguninn eftir komu tvö sauðnaut í átt að tjöldunum og komust nokkrir í gott ljós- (myndafæri við aninað naut- ið, sem var stórt og mjög ferlegt. Það gekk til okkar af einskærri forvitni, en þeg- ar við nálguðumst, tók það á rás, og sáu menn þá, að naut in eru frá á fæti, og lítið hefði þýtt að taka til fótanna ef þetta hefði snúizt á hinn veginn. Voru allir sammála um að það mundi lítið sport að ráðast á þessi dýr norðurs- ins. f Um fimmleyti tókum við niður tjöldin og hófum okk- ur til flugs. Við flugum enin yfir Scoresbysund, en í botni sundsins var aragrúi af risa- stórum borgarísjökum, og þá voru allar myndavélar á lofti. Til Reykjavíkur komum við kl. hálf níu. i Enn fremur voru allir sam- mála um að synd væri að farga svo góðri flugvél, sem Katalínan er, og varð það að aamkomulagi að stofna „Kötu- iklúbb“ og reyna’ að koma mál um svo fyrir, að vélin verði ekki rifin, heldur reynt að halda henni við eingöngu til Bportflugs til Grænlands. Hvort þetta tekst veltur á forstjóra og stjórn Flugfélags ' íslands, sagði, Jóhannes Snorrason að lokum. —hh ^C=*Q=<d=<Q=<G=^Q=<G=<Q=<G=^Q=<d=«^. v E IN S og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, er 3 kanadísk flotadeild væntan- ((, leg hingað í vináttu- og kur- J teisisheimsókn á finuntudag- ’/f inn. Þetta er í fyrsta skipti, v sem íslendingar fá slíka heim- íj sókn til landsins, en sam- (b skipti Kanada og fslands hafa )) ávallt verið mikil og góð. A ^ síðari árum hafa þau aukizt y. mjög á sviði ýmiss konar al- •r þjóðlegs samstarfs, svo sem í V, Atlantshaísbandalaginu. Fort Erie Flotadeildin kemur á ytri höfnina í Reykjavík kl. 8 á fimmtudagsmorgni og verður þar til kl. hálfníu á þriðju- dagsmorgni. í deildinni eru fjórar freigátur, allar smíðað- ar seint í seinustu heimsstyrj öld. HMCS Fort Erie var hleypt af stokkunum 1944. Það fylgdi skipalestum á Atlantshafi fram til 1945 og stundaði kaf bátaveiðar. 1945 stóð til að senda það til Kyrrahafs, til þess að taka þátt í styrjöld- inni gegn Japönum, og var skipinu breytt með tilliti til þess. Stríðinu lauk, áður en Port Erie færi til Kyrrahafs- ins. Síðar var skipið endur- byggt og hefur nú bækistöð í Halifax. Skipherra á Fort Erie er Latham B. Jenson, CD., RCN, fertugur að aldri og er hann yfirmaður flotadeildarinnar. Hann hefur verið í hinum konunglega kanadíska sjóher síðan 1938. Þegar heimsstyrj- öldin hófst, var hann á her- Kanadísku freigáturnar. — Efst Fort Erie, þá Outre- mont, Lanark og Inch Arr- an. —■ skipinu Renown, sem tók þátt í orrustunni um Narvik. Síð- ar.sigldi hann á tundurspill- um á Atlantshafi og bjargað- 1 Kanadiska flotadeildin kemur d fimmtudag Fjórar freigátur og 700 menn ist, er einum þeirra var sökkt. Um tíma var hann á hinu fræga orrustuskipi Hood. — Rúmt ár var hann yfirmaður á tundurspillinum Algonquin, sem fylgdi skipalestum, er þær fluttu vopn og vistir frá Bandaríkjunum til íshafs- hafna Rússa. Hann tók þátt í strandhöggum í Noregi og innrásinni í Normandí. Eft- ir styrjöldina hefur hann stjórnað ýmsum skipum, en á árunum 1957 til 1958 starf- aði hann í bækistöðvum At- lantshafsbandalagsins í París. Jenson tók við Fort Erie í ágúst 1960. Outremont HMCS Outremont var hleypt af stokkunum 1943. A stríðsárunum gætti það skipa lesta á leið til Murmansk og fékkst við kafbátaveiðar á At lantshafi og í Ermasundi. — Skömmu eftir ófriðarlok bjargaði það áhöfn skips, sem lent hafði í árekstri við flug- vélamóðurskip úti á rúmsjó. Áður hafði það bjargað 46 Þjóðverjum úr kafbáti, sem Kanadamenn sökktu í Norð- ursjó. 1951 var skipið endur- byggt og er nú einkum ætl- að til kafbátaveiða. Skipstjóri þess er J. And- rew Fulton, CD, RCN, 34 ára. Hann gekk ungur í þjónustu flotans og barðist í Kóreu- styrjöldinni. Sérgrein hans, sem hann hefur hlotið sér- staka menntun og þjálfun í, er stórskotalist. Lanark HMCS Lanark var fullsmíð að 1944. í styrjöldinni fylgdi það skipum yfir Atlantshaf á leiðinni frá St. John’s í Ný- fundnalandi til Londonderry í Irlandi. Skipið var endur- byggt 1951. Skipstjóri þess er Colin H. P. Shaw, CD, RCN, fæddur í Englandi 1925, en gekk í kanadíska flotann 1944. Hann hefur starfað við sjóflugherinn, kennt í her- skólum, unnið við aðalbæki- stöðvar kanadíska flotans og verið skipherra síðan í fyrra. Inch Arran Inch Arran var fyrst sjó- sett 1944 og tók þótt í gæzlu- og verndarstarfi í skipalestun- um í stríðinu; lenti m. a. í því að fylgja þýzkum kafbáti, sem gefizt hafði upp, til hafnar í Nýfundnalandi. Inch Arran var endurbyggt 1951. Skip- stjóri þess er Philip Chesshire Hamel Cooke, CD RCN, fædd- ur í Englandi 1919. Hann gekk í kanadíska sjóherinn 1940 og barðist með honum í heims- styrjöldinni. Við Inch Arran tók hann 1959. Dagskráin Á skipunum eru alls um 700 manns, þar af 112 sjáliðsfor- ingjaefni (kadettar). Á fimmtudagsmorgun munu skipherrarnir ganga á fund forseta íslands, utanríkisráð- herra, borgarstjóra Reykjavík ur, lögreglustjóra, hafnar- stjóra, forstjóra landhelgis- gæzlunnar o. fl. aðila. Síðar sama dag munu ýmsir þessara aðila endurgjalda heimsókn- ina með gagnheimsókn um borð . Kl. 18 er 120 manns boð ið til veizlu um borð. Á föstudag fer Jenson flota- foringi í heimsókn suður til Keflavíkurflugvallar til aðmír álsins þar, en áður býður ut- anríkisráðherra til hádegis- verðar. Þá mun ríkisstjórnin bjóða 175 sjóliðum í ferðalag til Þingvalla og Hveragerðis, en á laugardag býður Reykjavíkur- bær öðrum 175 í sams konar ferðalag. Á laugardag og sunnudag verða skipin almenningi til sýnis milli kl. 2 og 4. Ung- lingar undir 12 ára aldri fá þó ekki að skoða skipin, nema í fylgd með fullorðnum. Á laugardag býður aðalræð- ismaður Kanada á íslandi, Hallgrímur Hallgrímsson for- stjóri, yfirmönnum og öðrum til síðdegisdrykkju. Þann dag fer fram skotkeppni sjóliða og nokkurra félaga úr Skotfélagi Reykjavíkur. Á sunnudagsmorgun ganga sjóliðarnir í fullum skrúða fylktu liði undir fánum og vopnum frá höfninni og suður í Fossvog, þar sem þeir leggja blómsveig með viðhöfn á minn isvarða um fallna hermenn í brezka samveldinu. Síðari hluta sunnudags keppa Kanadamennirnir við íslendinga í íþróttum. Kl. 2 verður golfkeppni og kL 4 knattspyrna á Melavellinuan, en kl. hálfníu um kvöldfS körfuknattleikur á Háioga- landi. Á mánudag mun forseti ís- lands þiggja hádegisverðarboð Jensons flotaforingja um borð í skipi’hans, Fort Erie. Heimsókninni lýkur þann dag, og á þriðjudagsmorgun siglir flotadeildin aftur héð- an.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.