Morgunblaðið - 16.08.1961, Síða 20
Síldin heldur
áfram að veiðast
Áfram veginn • •
Sjá bls. 8.
182. tbl. — Miðvikudagur 16. ágúst 1961
IÞROTTIR
Sjá bls. 18.
SIG-LUFIRÐI, 15. ágúst. Eftir-
talin skip hafa komið með síld
af Austfjarðamiðum til verk-
smiðja S. R. Á Siglufirði siðan
í gærdag : Vörður Þ. H. 450 mál,
Helga RE 900, Helgi Helgason
1450, Katrín Su 820 Saeþór ÓF
1000, Víðir II Garði 800. Til verk
smiðjunnar Rauðku kom Heið-
rún ÍS með 7—800 mál.
Á Grímseyjarsundi varð síld-
ar vart í gærkvöldi á lóðningu,
en reyndist allt smásíld sem á-
netjaðist og er mikið verk að
ihrista hana úr. í dag er hér suð-
austan gola og mikil rigning.
— Guðjón.
Raufarhöfn, 14. ágúst
Frá laugardagsmorgni til sunnu
dagsmorguns var sæmileg veiði.
Þá var kunnugt um 39 skip, sem
fengið höfðu 28.600 mál Og tunn-
ur. Á sunnudegi og fram á mánu-
fengu 45 skip 28.550 mál og tunn-
dagsmörgun var svipuð veiði; þá
ur. í gær var ástandið líkt óg
jafnvel heldur betra.
Það var Ljósafellið frá Fá-
skrúðsfirði, sem fann aðalsíldar-
magnið á sunnudagskvöld um 35
til 36 mílur undan landi. Aðal-
steinn skipstjóri kastaði þá á
1500 mála tórfu, hirti sjálfur 1200
en gaf öðrum bát 300 mál eftir.
í gærkvöldi hitti Ljósafell aftur
á feiknamikla síld tveimur mílum
dýpra.
>«* Leiguskipin
Siglufirði, 14. ágúst
í gær var lokið við að afferma
tvö norsk leiguflutningaskip, sem
hingað komu að austan með
bræðslusíld. Þau voru með sam-
tals um 8000 mál síldar. Þá komu
hingað í morgun tvö skip með
bræðslusíld, Guðbjörg ÍS með
800 mál Og Gissur hvíti með 400
mál. Síld hefur ekki verið söltuð
hér að undanförnu. — Stefán
*s*» S.R. bráðum með lA milljón
Siglufirði, 14. ágúst
Á hádegi á laugardag höfðu
Flugvéla -
sprengja
á línu
REYÐARFIRÐI 15. ágúst. —
Jón Björnsson í Gröf, Reyð'-
arfirði, fékk í gær flugvéla-
sprengju á línu, sem hann
hafði lagt hér í firðinum.
;Mun sprengjan ættuð frá
norska flughernum, en Norð-
menn voru hér á stríðsárun-
um, og æfðu sig oft í því að
fleygja sprengjum úr flug-
vélum í sjóinn. Gerðu þeir
það einnig sér til gamans að
nota sprengjurnar til að veiða
fisk í soðið, en er þær
sprungu, rotaðist fiskurinn
og flaut upp á yfirborðið.
Sigldu norskir síðan um á
hraðbát og hirtu fiskinn.
Mun sprengja sú, er Jón fékk,
vera þannig til komin.
Sprengjur þessar eru litlar,
um 1,2 m á lengd og nálega
hálfur meter í þvermál. Er
lítil skrúfa aftan á þeim, til
að stjórna ferð þeirra í vatn-
inu. — Er Jón varð sprengj-
unnar var, skar hann á öng-
ultauminn og sökk ódráttur
þessi aftur á bafsbotn.
— Arnþór.
Síldarverksmiðjur rikisins tekið
á móti 470.974 málum, sem skipt-
ast þannig:
Siglufjörður 235.914 mál, Rauf-
arhöfn 201.275 mál, Húsavík 7 861
mál ög Skagaströnd 5.636 mál.
Flutningaskipin Jolita og Una
hafa 20.288 mál innan borðs. Um
helgina losaði Una 3.500 mál.
Guðbjörg og Gissur hvíti komu
með 800 og 400 mál, og von er
á Helgu RE með 800 mál. Tank-
skip, sem fylgir sovézka veiði-
flotanum, er fiskar hér norður
í hafi, kom hingað í síðustu viku
og tók 1000 tonn af neyzluvatni.
Það lestar sér aftur í dag sama
Frh. á bls. 2
Þorskhaus-
inn til
sýnis
STÓRI þorskhausinn, sem
þröstur gerði sér hreiður í
og Mbl. birti myndir af á
dögunum, verður til sýnis
í Morgunblaðsglugganum
næstu daga. Hér er um að
ræða hina gagnmerkustu
hreiðurgerð, og er ekki að
efa að ungir sem gamlir
muni hafa skemmtun af að
skoða hausinn.
Síldarskip missfi
bátinn í þoku
Áframhaldandi
óþurrkar
í Þingeyjarsýslu
HÚSAVÍK 15. ágúst. — Áfram-
haldandi erfiðleikar eru hér um
slóðir vegna binna langvarandi
óþurrka, þótt þeir, sem súg-
þurrkun hafa, séu betur staddir
en hinir, er ástandið hvergi
gott. Sjaldgæfir hafa verið tveir
samstæðir þurrkadagar á sumr-
inu, og þremur þurrkdögum
samstæðum man ég ekki eftir.
í gær var hér í sýslu sól og
sumar og mikið unnið að heyj-
um, en þó fór eins og áður, að
þurrkdagurinn varð aðeins einn,
því að í dag hafa hér verið
skúrir, en stillt og hlýtt í veðri.
Þó munu margir hafa lagað mik-
ið fyrir sér í gær, náð inn heyj-
um, en þó víðast töluvert hrökt-
um.
Veðurspámenn hér, þeir bjart-
sýnni, spá veðurbreytingu að
lokinum hundádögum 23. þ. m.,
en þeir svartsýnni ekki fyrr en
um höfuðdag 29. þ. m. Illa mun
fara fyrir mörgum bóndanum,
ef lengi þarf að bíða eftir þurrki.
— Fréttaritari.
KLUKKAN rúmlega 3 síðdegis
í fyrradag var vélbáturinn Keil-
ir frá Akranesi á siglingu 6 sjó-
mílur austur af Glettinganesi,
er siglt var á nótabát hans svo
hann slitnaði aftanúr. Var þar
svarta þoka á og skyggni sára-
lítið. Skipstjóri sagði að mið-
punktur ratsjárskífunnar í bát
sínum hefði verið mjög ógreini-
legur og því erfitt að staðará-
kvarða skip sem sáust í rat-
sjánni innan hálfrar sjómílu frá
bátnum. Kvað skipstjóri því
heppilegra að standa í stýris-
glugga og freista að fylgjast með
siglingum fremur en að standa
við ratsjána.
Skömmu áður höfðu skipverj-
Skip smíð-
uð til
ffalla
SIGLUFIRÐI, 14. ág. — Það
þykir í frásögur færandi, að
feðgarnir Jón Kristjánsson og
Sæmundur Jónsson smíða í
hjáverkum trillubáta í fjalls-
hlíðinni fyrir ofan Siglufjarð
arkaupstað. Mun það senni-
lega eina skipasmíðastöðin á
landinu, sem starfar upp til
fjalla. Á morgun verður sjó-
settur 10 tonna trillubátur,
sem þeir feðgar hafa smíðað
fyrir Svein Þorsteinsson,
skipstjóra, og er það annar
trillubáturinn, sem frá þeim
fer úr fjallshlíðinni á þessu
ári. — Stefán.
ar séð 4 togara í ratsjánni er
þeir töldu vera brezka.
Á Bátur slitnar aftanúr
Skyndilega verða þeir varir
að dráttartaug sú er hélt nóta-
bát þeirra aftan í slitnaði, en
taugin 60 faðma löng. Snéru þeir
þá við til að huga að bátnum og
nótinni, sem í honum var. —
Komu þeir að bátnum mikið
brotnum og hófu þegar að taka
nótina um borð. Tókst það og
náðist nótin lítið skemmd. Freist
uðu þeir að draga bátinn til
lands, en það reyndist ekki fært
sökum þess hve brotinn hann
var.
á; Var á leið á miðin
Keilir var á leðinmi á miðin
frá Vopnafirði, en þar hafði
hann landað síld. Fór hann síð-
an inn til Norðfjarðar og þar var
bráðabirgðapróf í málinu en síð-
an hélt báturinm norður tun.
Ekki reyndist skipverjum á
Keili fært að komast að því hver
hefði siglt á nótabátinn sökum
þess hve þokan var svört.
í GÆRKVÖLDI var gamli.
eimvagninn, sem notaður var ]
til grjótflutninga til hafnar-1
gerðarinnar í Reykjavík á sín-1
um tíma, fluttur á sýningar-
svæði Reykjavíkurkynningar- ;
innar við Melaskóla. Eins og
sjá má á myndinni hlaut hann I
góðar móttökur hjá ungu kyn- |
slóðinni.
Það var í marz 1913, sem \
vagninn kom hingað til lands,
og var lagningu járnbrautar-
innar lokið á rúmum mánuði. |
17. apríl 1913 var brautin full-
lögð, og fór eimvag ninn fyrstu I
ferð sína eftir henni þann dag fj
Réttum mánuði síð ir hófust,
svo grjótflutningar til hafnar-
gerðarinnar úr Öskjuhlíð.
(Ljósm. Mbl. K.M.)
Vélskófla
stórskemmd
UM helgina var skemmd stór
vélskófla i Rauðhólum, en ein-
hverjir hafa brotizt inn í skófl-
una, og ekið henni af stað. Aðal-
bóma skóflunnar hefur síðai.
verið reist, en of mikið, þannig
að hún féll afturábak og lenti á
húsi skóflunnar, sem stór-
skemmdist. Var vélskóflan ný-
lega komin úr mikilJi viðgerð. -
Alvarieg misklíð
Adenauers og Brandt
Útflutningur á
síld að hefjast
LÍTIÐ var frétta af síldveið-
um í gær. Síldarleitin á Seyð
isfirði kvað engar veiðar hafa
verið fyrir Austurlandi í
gær en í fyrrinótt nokkra, —
Útlit var fyrir brælu í gær-
kvöldi.
Byrjuð er yfirtaka á síld á
Seyðisfirði hjá öllum söltunar-
stöðvunum þar og er ráð gert
að Helgafellið taki síld til útflutn
ings til Rússlands n.k. föstudag.
BERLÍN, 15. ág. — Það er nú|
ijóst, að komin er upp alvarleg
misklíð með þeim Adenauer,
kanslara Vestur-þýzkalands, og
Willy Brandt, borgarstjóra Vest-
ur-Berlínar — einmitt þegar
Berlínardeilan stendur sem hæst.
— ★ —
Brandt er andstæðingur Aden-
auers við kosningarnar í haust —-
kanslaraefni jafnaðarmanina. Á
kosningafundi í gær drap Aden-
auer illkvittnislega á þá stað-
reynd, að borgarstjórinn er óskil
getinn. Vakti þetta mikla athygli
á fundinum — og þótti mörgum
helzt til langt gengið.
— ★ —
f dag gerðist það svo, er Willy
Brandt sat í forsæti á fundi
borgarstjórnar V.-Berlínar, að
hann fékk í hendur útdrátt úr
fyrrnefndri ræðu Adenauers, þar
sem kanslarinn talaði um and-
stæðing sinn sem „herna Brandit
— alias Frahm“ (eftirnafn móð.
ur hans). — Brandt yfirgaf þeg-
ar fundinn, er hann hafði lesið
þetta. Síðar gaf hann út yfirlýs-
ingu, þar sem hann lýsir furðu
sinni vtgna hinnar „ódrengilegu
árásar“ Adenauers, einmitt „þeg
ar mikill reynslutími gengur yfir
þýzku þjóðina" — og nauðsyn
ber til. að allir standi saman.
Ekki róið
AKRANESI 15. ágúst. — Hum-
arbáturinn Ásbjörn er hættur
veiðum. Engir trillubátar eru á
sjó í dag. Stormur er af suð
vestri, og ókyrrð í sjóinn. ,
— Oddur.