Morgunblaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 23
# Þriðju'dagur 29. agust 1961
MORCVNBLAÐIÐ
23
Svíar ætla
— seglr Erlander,
forsætisráðherra
OSLÓ, 28. ágúst. — Svíar
eru fúsir til þess að hefja
samningaviðræður við Efna-
hagsbandalag Evrópu, sagði
Tage Erlander í viðtali við
Arbejderbladet í Osló í dag.
Missti skrúfuna
NESKAUPSTAÐ, 28. ágúst. —
Norskt síldveiðrskip, sem hafði
orðið fyrir því óhappi að missa
skrúfuna kom hingað í gaer. Ann-
að norskt skip dró það hingað
ínn á höfnina. Norðmennirnir
voru þó það heppnir að hafa
aðra skrúfu með sér, og verður
ekipið tekið hér í dráttarbraut og
varaskrúfan sett á. Skipið er með
700 tunnur saltsíldar og mun
þurfa að láta töluverðan hluta
farmsins á land, þegar það fer
í slipp. —
— Svavar.
— „Prince Philip"
ITrh. af bls. 24
áfall fyrir útgerðina. Ég er ekki
búinn að jafna mig á þessu.
KLUKKAN 1 í nótt símaði frétta
ritari Mbl. á Akureyri og sagði,
að Óðinn hefði komið til Akur-
eyrar kl. 0,30. Brezki skipstjórinn
var um borð. Heitir hann Alfred
Whittleton, 44 ára. Varðskips-
menn sögðu svo frá, að er þeir
hefðu komið að togaranum, hefði
báti verið skotið út. Skipstjórinn
kom um borð, var mjög kurteis
og eftir að hafa séð staðarákvarð
anir varðskipsins, sagðist hann
viðurkenna, að þær gætu verið
réttar. Bætti hann því við, að rat
sjá togarans væri biluð. — Stýri-
maður og háseti voru sendir af
varðskipinu um borð í togarann
og síðan var siglt til hafnar. Tog-
arinn var enn ókominn til Akur-
eyrar, væntanlegur upp úr kl.
1 í nótt.
— /jb róttir
Framh. af bls. 22
er enn óráðinn. Við erum ekki
búnir að gera upp við okkur
hvort hægt muni vera að nota
skálann í sambandi við skíða-
iðkun, en skíðalendur eru hér
HÓgar, en málið sem sé í athugun.
— Eina nýjung munum við þó
Innleiða, og það er að taka að
okkur erlenda íþróttahópa, sem
gista landið. Þetta mun spara
íþróttafélögunum stórar upp-
hæðir og við teljum að þetta ætti
að geta gert dvöl íþróttamann-
anna mun skemmtilegri en ella.
— f mannvirkjagerð framtíðar-
innar ber helzt að nefna innrétt-
ingu á svefnskála fyrir 40—60
manns, byggingu á útisundlaug,
böðum, búningsherbergjum og
leikskála.
Þetta sögðu þessir djörfu félag-
ar sem leggja nú á bratta, sem
íþróttaforystan okkar hefur enn
ekki treystst til að leggja í, þ. e.
er í íþróttaskóla í nágrenni höfuð
borgarinnar, þar sem æskan get-
ur sótt í þann brunn, sem hún
þarf að drekka af, en fær of fá
tækifæri til, þar sem erlendir
iþróttaflokkar æfa í hreinu fjalla
lofti í aðeins rúmlega 20 kíló-
metra fjarlægð frá höfuðborg-
inni, og þar sem einhverntíma á
e. t. v. eftir að rísa nokkurskon-
ar „eldisstöð“ fyrir íþróttastjörn-
ur líkt og sænska íþróttasamband
ið rekur á Bosön við Stokkhólm.
— jöp —
ekki að einangra sig
Svíar eru tilbúnir að gera
málamiðlun, sagði hann. En um
eitt atriði getur engin málamiðl-
Un orðið. Svíar eru staðráðnir
í að halda hlutleysi sínu í átök-
um stórvetdanna.
Sænski forsætisráðherrann
kvaðst fullviss um að sænska
þjóðin styddi stefnu stjórnar-
innar. — Og Rómarsáttmál-
inn er enginn endanlegur
grundvöllur til viðræðna og sam
komulags við Efnahagsbanda-
lagið.
Það síðasta, sem Sviar mundu
gera, væri að einangra sig, hélt
ráðherrann áfram. En að sækja
um inngöngu á grundvelli Róm-
arsáttmálans, það mundu Svíar
ekki gera. Erlander sagði að lok-
um, að Svíar mundu, eins og
Norðmenn, athuga gaumgæfi-
lega allar hliðar málsins og
reyna að finna grundvöll til
samningaviðræðna.
:
Nýr leiðtogi og ný stefna Serkja i Alsir
Ben Khedda tekur
viö af Abbas
U M helgina bar það til
tíðinda í herbúðum al-
sírskra þjóðernissinna,
sem nú hafa í 7 ár barizt
fyrir sjálfstæði Alsír, að
stjórnvölurinn var fenginn
í hendur nýs Ieiðtoga —
Youssef Ben Khedda, en
Ferhat Abbas, sem verið
hefur forsætisráðherra
„alsírsku bráðabirgða-
stjórnarinnar“ síðustu ár-
in, stjakað frá.
Orsök breytingarinnar
Það, sem hér hefur gerzt,
er ekki einungis það, að 37 ára
gamall maður hafi leyst sex-
tugan stjórnmálaleiðtoga af
hólrhi — eins og kynslóðir
taka við hver af annarri. Or-
sökin til þessara mannaskipta
virðist þvert á móti eiga ræt-
ur sínar í þeim ágreiningi, sem
alla tíð hefur ríkt undir niðri
í röðum þjóðernissinna um
það, hvernig haga beri sjálf-
stæðisbaráttunni. Hvort sýna
eigi svolítinn sveigjanleik og
samningalipurð og freista þess
að koma málinu sem friðsam-
legast fram — eða fylgja því
eftir með fullri hörku og lát-
lausum skæruhernaði? Verða
mannaskiptin og yfirlýsingar,
sem fylgt hafa í kjölfar þeirra
ekki skýrð á annan veg en
þann, að fleiri hafi nú gerzt
hlynntir síðari kostinum.
Mennirnir tveir
Ferhat Abbas hefur verið
talinn til varkárari manna
í hópi þjóðernissinnahreyf
ingarinnar, FLN, þó að hann
hafi engu að síður verið ein-
arður í yfirlýsingum sínum og
afstöðu. Það þótti mikill feng-
ur fyrir hreyfinguna, þegar
Abbas, sem var mjög kunnur
maður og naut mikils álits,
gekk til liðs við uppreisnar-
menn í apríl 1956. Upp frá því
fékk öll barátta þeirra á sig
fastari mynd. Það er hins veg-
ar talið hafa veikt nokkuð að-
stöðu Abbas í hópi þjóðernis-
sinna, að hann skyldi ekki
hafa verið með í byrjun.
Um feril Ben Khedda er það
hins vegar að segja, að hann
var einn þeirra 9 manna, sem
í rauninni hrundu uppreisn-
inni af stað. Síðan hefur hann
tekið virkan þátt í margskon-
ar skæruhernaði og neðanjarð-
arstarfsemi þjóðernissinna. Sú
þátttaka veldur því, að hann
þykir líklegur til að geta haft
traust tök á þeim þætti bar-
áttunnar. Það er annars haft
er a.ö.l. sú, að langvarandi og
árangurslausar samningavið-
ræður við Frakka í Evian, sem
fóru gjörsamlega út um þúf-
ur, þegar framtíð Sahara kom
á dagskrá, þyki hafa sýnt, að
seint muni ganga að leiða sjálf
stæðisbaráttuna til lykta með
an megináherzlan sé lögð á við
ræður og samstarf við Frakka.
Meiri harka
f yfirlýsingu, sem alsírska
þjóðernissinnastjórnin gaf út
síðdegis í gær, er m.a. skýrt
frá því, að nú verði lögð á-
herzla á að efla liðssveitir upp
reisnarmanna í Alsír og fylkja
alsírsku þjóðinni til harðn-
andi baráttu á sviði stjórnmála
og fyrir þjóðfélagslegum fram
förum. Út á við verði einnig
kappkostað að færa út kvíar
UTAN UR HEIMI
á orði, að Ben Khedda sé um
margt líkur Nasser, forseta
Sameinaða Arabalýðveldisins.
Og Tito, Júgóslavíuforseti, er
sagður vera mikill vinur hans.
Breytt um stefnu
Ákvörðunin um að fela Ben
Khedda forystuna var tekin
af svonefndu þingi þjóðernis-
sinnahreyfingarinnar, sem
kom saman í Tripolis í Libyu
dagana 9. til 27. þ.m. Niður-
staðan þar virðist hafa orðið
sú, að nauðsyn beri nú til
að herða róðurinn. í því satn-
bandi er fróðlegt að rifja upp,
að fyrir rúmlega hálfu öðru
ári eða seint í febrúar 1960
voru einmitt gerðar gagnstæð-
ar breytingar á stjórn þjóð-
ernissinna. Þá voru látnir
víkja úr henni nokkrir þeirra
manna, sem hvað einstrengis-
legastir voru taldir, en meðal
þeirra var einmitt Ben
Khedda. Sagði franska stór-
blaðið „Le Monde“ m. a. frá
því í fréttum um þá breytingu,
að skoðun manna í Túnis
væri sú, að hin nýja stjórn
væri „stjórn samninga“ —
„hinir varkárari svo og leið-
togar hersins sætu áfram en
öfgamenn hefðu verið einangr
aðir.“ Ástæðan til þess að nú
hefur verið snúið við blaðinu
■W*
Búizt er við að
aukin harka
tærist nu i
sjálfstæðis-
baráttuna
„alsírsku byltingarinnar“ og
afla henni sem mests fylgis,
bæði efnahagslegs stuðnings
og stjórnmálalegs — jafnframt
því sem róið verði að því
öllum árum, að veikja stöðu
'„franskrar nýlendustefnu" á
alþjóðavettvangi. — Það er
einnig mikilvægt atriði í yfir-
lýsingu hinnar nýju stjórnar,
að hún ítrekar enn þá afstöðu
þjóðernissinna, að Sahara-eyði
mörkin sé óaðskiljanlegur
hluti Alsír.
Samningaleiðin
ekki útilokuð
Þrátt fyrir það, að vænta
megi meiri hörku í baráttu
þjóðernissinna í kjölfar þeirra
atburða, sem nú hafa átt sér
stað, hafa möguleikar á samn-
ingaviðræðum þó ekki verið
gefnir upp á bátinn að fullu
og öllu. Belkacem Krim, sem
var aðalfulltrúi þjóðernissinna
FERHAT ABBAS
— hefur nú sagt sitt síðasta
sem forsætisráðherra útlaga-
stjórnar alsírskra þjóðernis-
sinna.
á fundunum við Evian fyrir
skömmu Qg almennt er talinn
hlynntur viðræðum við
Frakka, situr áfram í stjórn-
inni og hefur þar sterka að-
stöðu sem innanríkisráðherra,
auk þess sem einn af nánustu
samstarfsmönnum hans og
fyrrverandi aðstoðarmaður
Saad Dahleb, gegnir embætti
utanríkisráðherra í henni. í
yfirlýsingu stjórnarinnar í gær
er heldur ekki algjörlega skot
ið loku fyrir viðræður við
Frakka, heldur komizt svo að
orði, að þær séu mögulegar á
grundvelli þess að alsírskt
land, þar á meðal Sahara,
verði ekki skert né eining
alsírsku þjóðarinnar spillt og
samskipti fari fram á jafnrétt-
isgrundvelli. Þess má loks
geta, að frá París bárust þær
fregnir í gær, að franska
stjórnin teldi breytinguna eng
an vegin þurfa að fela í sér,
að viðræður væru útilokaðar.
Til Kairo og Belgrad
Skömmu eftir að tilkynnt
hafði verið, að Ben Khedda
væri tekinn við embætti for-
sætisráðherra í þjóðernissinna
stjórninni, lagði hann af stað
til Kairo á fund leiðtoga Casa-
blanca-ríkjanna sex — þjóð-
ernissinnastjórnarinnar, Sam-
einaða Arabalýðveldisins, Mar
ocoo, Ghana, Guíneu og Malí.
Mun hann síðan ásamt þeim
halda til Belgrad, þar sem
leiðtogar 24 hinna svonefndu
hlutlausu þjóða hefja ráð-
stefnu á föstudaginn. Er ekki
talið ólíklegt, að á þeirri ráð-
stefnu muni koma nokkru
skýrar í ljós en þegar er orð-
ið, hvaða stefnu Ben Khedda
hyggst fylgja.
Kornuppskera A.-Þjóð-
verja í hœttu
Grunaður
um njósnir
Karlsruhe, 28. ágúst
RÚSSNESKUR verkfræðingur,
Valentin Pripolzev, starfsmaður
rússnesku verzlunarsendinefndar
innar í Köln, hefur verið hand-
tekinn, grunaður um njósnir.
EGGEBT CLAESSKN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
fcæstaréttarlögm en<o.
Laugavegi 10. — Sími; 14934
Austur-Berlín, 28. ágúst
ALVARLEGA horfir um korn-
uppskeru Austur-Þjóðverja. Upp
skerutíminn hófst fyrir sjö vik-
um, en kornskurður hefur gengið
mjög illa, sums staðar er aðeins
helmingur uppskerunnar kominn
í hús.
Austur-þýzka stjórnin hefur nú
gripið til örþrifaráða til þess að
reyna að bjarga uppskerunni og
er yfirvöldum í landbúnaðarhér-
uðunum heimilað að kalla allt
vinnufært fólk út á akrana svo
og að nota öll dráttardýr og öku-
tæki, sem þörf krefur, við upp-
skeruna. Eru allir skyldugir að
vinna að björgun uppskerunnar
alla daga vikunnar. Einungis þeir
sem vinna „önnur og mikilvæg-
ari“ störf í þágu ríkisins, eru
undanskildir. í yfirlýsingu komm
únistastjórnarinnar segir, að erfið
leikarnir stafi af „óhagstæðu tíð-
arfari“.
— „Njet"
Framhald af bls. 1.
einnig hefur verið gefið eftir varð
andi staðsetningu gæzlustöðva og
uppbyggingu gæzluliðs.
Tsarapkin sagði hins vegar í
dag, að Rússar mundu ekki semja
um bann við kjarnorkutilraun-
um nema sem lið í allsherj arsam-
komulagi um afvopnun. Tillögur
Bandaríkjanna miðuðu aðeins að
því að koma njósnurum inn í
Sovétríkin, sagði Tsarapkin.
♦------------------------♦
Ráðning á gátu dagsins: Bjór.
4------------------------4