Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 24

Morgunblaðið - 29.08.1961, Side 24
Vettvangur Sjá bls. 13. IÞRÓTTIR eru á bls. 22. 193. tbl. — Þriðjudagur 29. ágúst 1961 SiU EKNHVEK síldveiði var fyrlr austan land í gær og voru Z eða 3 bátar búnir að fá ein- hvern afla i gærkvöldi og aðr- ir að kasta, en erfitt mun hafa verið að eiga við hana. Blað- inu tókst ekki að fá nánari fregnir af veiðinni í gær- kvöldi. Víðir með 21415 mál í FRÉTT frá Fiskifélagi íslands segir svo: í síðastliðinni viku var sára- Mtil veiði, þegar undan er skil- inn þriðjudagiurinn 22. ágúst. Þann dag öfluðu 4€ skip um 17 þús. mál við austurbrún Kolku- grunns. Vikuaflinn var 35.725 mál og tunnur. Heildaraflinn í viku- lokin var 1.525.166 mál og tunn- ur (í fyrra 791.414), sem skipt- ist þannig: Saltsild, upps. tn. 359.466. í bræðslu, mál 1.131.802. í frystingu, uppm. tn. 23.786. Bræðslusíld, seld í erlend skip, mál 10.112. í*rjú aflahæstu skipin eru: Víðir II, Garði 21.415 mál og tunnur, Guðrún Þorkelsdóttir, Eskifirði 19.920 mál og tunnur og Ólafur Magnússon, Aikureyri 19.482 mál og tunnur. 61 skip hefur aflað yfir 10. þús. mál og tunnur. Miklar afskipanir NESKAUPSTAÐ, 28. ágúst. — Óvenju miklar afskipanir eru hér í Neskaupstað í dag, og eru hér alls fjögur skip. sem taka ýmsar sjávarafurðir. Goðafoss lestar freðfisk, þýzkt skip tekur saltfisk og tvö norsk skip taka síldarafurðir. Lestar annað þeirra 500 tonn af mjöli, en hitt um 500 tonn af lýsi. Ágætis veður er hér í Neskaupstað í dag. — Svavar. FRUMDRÖG að hugmynd Rannsóknarráðs rikisins og raforkumálastjóra að skipu- lagningu rannsóknarhverfis framtíðarinnar í Keldnaholti (í holtinu vestan við Korpúlfs staði). Þær byggingar sem sýndar eru verða aðeins byggð ar á fjölmörgum árum, en lík- legt er talið að fyrir milli- göngu ríkisstjórnarinnar fáist á næstunni fjármagn til að byggja rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Er unnið að teikningum að henni í sam- ráði við sérfræðinga Land- búnaðardeildar Atvinnudeild- ar. Líkanið gerðu arkitektarn- ir Sigvaldi Thordarson og Skarphéðinn Jóhannsson. Fremst á myndinni til hægri er bygging fyrir iðnaðarrann- sóknir (1). Til vinstri við það fá byggingar- og vatnsvirkja- rannsóknir bækistöð (2). Aft- an við iðnaðarrannsóknahúsið er hús landbúnaðarrannsókna (3). Lengra til vinstri og ofar er bækistöð jarðeðlisfræði og orkurannsökna (4). Vinstra megin við það og ofar verður rannsóknarráð ríkisins til húsa ■i og einnig eru þar sameiginleg- ir fundarsalir, mötuneyti o. fl. (5). og í byggingunni aftast til hægri fá rafmagns og jarð- hitatilraunir inni (6). Bygg- ingin í holtinu efst til vinstri er ómerkt. Líkanið var til sýn- is á ráðstefnu raunvisinda- rannsókna i Hóskólanum í gær. Sjá nánar bls. 8. „Prince Philip“ tekinn í landhelgi „Þetta eru Ijótar fréttir", sagði Páll Aóalsteinsson, einn eigenda VARÐSKIPIÐ Óðinn tók brezka togarann Prince Philip GY 218 fyrir meint landhelgisbrot á Grímseyjarsundi um ki. 5 síðdeg- is í gær. Var togarinn um 1,9 sjómílur innan fiskveiðitakmark- anna. Hélt Óðinn til Akureyrar með togarann, sem er tæplega 600 tonna skip, 6 ára gamalt. — ♦ — Þess var nýlega getið í ensk- um blöðum, að Prince Philip hefði skipt um eigendur fyrir skemmstu. Nýtt útgerðarfélag, Abunda í Grimsby, keypti hann ásEunt tveimur öðrum. - ♦ — Einn meðeigandanna í Abunda er hinn kunni togaraskipstjóri og aflamaður Páll Aðalsteinsson. Fréttamaður Mbl. hringdi í gærkvöldi heim til Jónasar, bróð- ur Páls, til þess að segja honum tíðindin. — Þetta eru slæm tíðindi, sagði Jónas. Páll situr hérna við hlið- ina á mér. Hann er í stuttri heim sókn. Og við höfum ekkert heyrt um þetta, bætti Jónas við. — Bíddu, ég ætla. að segja honum frá þessu. — Svo kom Páll í sím- ann: — Þetta eru ljótar fréttir, sagði hann. Okkar skipstjórar hafa bein fyrirmæli um að fara alls ekki inn í landhelgi. Þetta er mikið Framhald á bls. 23. Drengur verður tyrir strœtisvagni ÞAÐ slys varð í gær á Sogavegi Skammt frá Tunguvegi að 10 ára drengur, Viðar Þórarinsson til Tólf ára telpa bjargar lífi 3ja ára drengs Akureyri, 28. ágúst. N Ý L E G A voru nokkur börn aö berjatínzlu norð- an til á Hrísey, nánar til- tekið nálægt bænum Mið- bæ, sem nú er í eyði. Börnin voru á aldrinum 3ja til 14 ára. Tvær telpur 12 og 13 ára voru þarna og munu hafa haft eftirlit með tveimur 3ja ára drengjum. Drengirnir voru að leik meðan telpurnar tíndu berin. Leit í brunni Eitt sinn, er önnur þeirra leit eftir drengjunum, veitti hún því athygli að annar drengjanna var horfinn. Fór hún þá að athuga um þetta og fann þá drenginn stutt frá. Hafði hann lent í gömlum brunni og lá þar í hálfu kafi, aðeins bakhlutinn stóð upp úr. Hún óð þegar út í brunninn, sem hafði fyrir nokkrum ár- um verið hálffylltur af grjóti og möl og eftir skamma stund náði hún í axlabönd hans og gat dregið hann til lands. Litli drengurinn heitir Aðalsteinn Stefánsson, en telpan Svan- laug Árnadóttir. Meðvitundarlaus Drengprinn var meðvitund- arlaus, mjög kaldur og alveg stífur og helblár í andliti. Telp an gerði hinum börnunum þeg ar aðvart og fór ein telpan þegar inn í kauptúnið til þess að sækja hjálp, en Svanlaug hóf að gera lífgunartilraunir á drengnum. — Hún velti hon- um fyrst á þúfu þarna í móun- um, en þegar það bar ekki árangur hóf hún að blása í vit hans og reyna að soga loft upp úr lungum hans. Eftir all- langa stund fór að færast líf í Aðalstein litla og byrjaði hann að anda hægt en tók síð- an að gráta. Jafnaldra Svanlaugar, Sig- rún Hilmarsdóttir, aðstoðaði hana eitthvað við þessar að- gerðir. Báru drenginn hálfan km Er lífsmark var með drengn um tóku þær stöllur hann á milli sín og báru í átt til kaup túnsins. Af ferðum telpunn- ar, sem fór að sækja hjálpina er það að segja að hún náði þangað eftir allmikil hlaup og gerði föður Aðalsteins, Stefáni Stefánssyni starfsmanni kaup- félagsins í Hrísey, aðvart. — Hann brá skjótt við og fór út á eyna og mætti hann telp- unum, sem höfðu borið Aðal- stein litla að minnsta kosti hálfan kílómeter. Presthjónin aðstoða Stefón fór svo með dreng- inn heim og var síðan sóttur sóknarprestur og kona hans, sem bæði hafa hjálpað til er slys hafa borið að höndum. Jafnframt var sent eftir lækni til Dalvíkur og kom hann eftir stuttan tíma. Stefán faðir drengsins skýr- ir svo fró, að þegar drengur- inn kom, var hann með með- vitund en ákaflega kaldur Og blár í andliti, en prestshjónin hófu að nudda hann og virt- ist hann kominn til fullrar meðvitundar er læknirinn kom. Fékk lugnabólgu Nóttina eftir fékk Aðal- steinn iitli mikinn hita um 41 stig, mun hafa fengið lungna- bólgu en er nú hress orðinn Og leikur sér eins og önnur börn. Stefán faðir hans telur að Svanlaug litla hafi bjargað lífi drengsins, en hún segist hafa fengið nasasjón að þess- um öndunaræfingum í skáta- félagi Reykjavíkur á sl. vetri, en hún er úr Reykjavík, að því er blaðið hefði getað frétt og dóttir Árna Tryggvasonar leik ara. — St. E. Sig. heimilis að Sögavegi 196, varð fyrir strætisvagni og slasaðist á höfði. Var Viðar á hjóli er þetta skeði. Mjög mikið var um árekstra í gær hér í bænum. Voru þeir 10 þegar frá er talið fyrrgreint slys. Er þetta mjög óvenjulegt í jafn góðri færð og veðri og var í gær. Ekki urðu önnur slys á mönnum en fyrr greinir. Skákin HAAG, 28. ágúst. — Biðskákir úr 5. umferð í heimsmeistara- móti unglinga í skák fóru sem hér segir: Zuidema Hollandi og Calvo Spáni jafntefli, Diekstra Hollandi vann Jakobsen Dan- mörku. I 6. umferð vann Calvo Guð- mund Lárusson, Zuidema vann Gulbrandsen Noregi, biðská.k varð hjá Pfleger Vestur-Þýzkal. og Westerinen Finnlandi, Ghe- orghiu Rúmeníu vann Thomson Skotlandi, Parma Júgósl. vann Kinnmark Svíþjóð, Kuindshi Rússl. vann Nagy Ungverjal. Efstir í A-fl. eru þessir: 1—Z Gheorghiu og Parma 5Yi vinning hvor, 3—1 Zuidema og Kuindzhi 3Vi hvor, fimmti Nagy 3. ,,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.