Morgunblaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVIVBTAÐIÐ Þriðjudagur 29. ágúst 1961 fþróttáskóli í Reykjahlíð ínÝLoKIÐ er í Reykjahlíð síðasta íþróttanámskeiði félaganna Hösk- uldar G. Karlssonar og Vilhjálms Einarssonar, sem báðir eru vel- þekktir fyrir þátttöku í íþróttum, Vilhjálmur í þrístökkinu og Höskuldur gamall landsliðsmað- ur í 100 metra hlaupi. 300 kaup- staðabörn hafa notið góðs af starfi þeirra félaganna í sumar og komizt burt úr þrengslum, amstri og ryki, sem alltaf fylgir sumri kaupstaðanna, en hafa í staðinn teygað að sér heilnæmt f jallaloft og leikið sér I íþróttum undir sijórn færustu manna. C Flutt í Reykjadal Blaðamaður fór á vit þeirra fé- lagði leið sína inn Reykjahlíð, sem nú hefur verið breytt í íþróttaskóla. Þeir félagarnir hafa þarna fest kaup á geysimikilli eign, Reykjahlíð, sem Stefán heit inn Þorláksson byggði fyrir nokkrum árum, en arfleiddi Mos fellskirkju að .Segjast þeir fé- lagar hafa mætt einstakri lipurð og greiðvikni forráðamanna kirkj unnar við kaupin. Við innkeyrsluna sér maður ný byggða hlöðu og þar segja þeir félagar grundvöllinn að sundlaug. í gólfi hlöðunnar er kvos, sem hægt er að nota sem sundlaug, en afrennslisvatn frá gróðurhús- um í nágrenninu má nota í laug- ina og frárennsli mun hægt að fá. Við lítum á húsakynnin, 270 ferm. -f 70 ferm. óinnréttaður svefnskáli allt hið myndarlegasta, harðviðarklætt í hólf og gólf og hinn veglegasti bautasteinn byggjandanum, sem fyrir dauða sinn lagði svo fyrir að húsin yrðu notuð sem íþrótta og æskulýðs- heimili. Úti fyrir ráða félagarnir yfir 4,3 ha. svæði, sem þeir eiga von- andi eftir að fylla af ýmsum gerð- um af íþróttavöllum, knatt- spyrnu- og handknattleiksvöll- um o. s. frv., en sem stendur hef- ur rennislétt túnið fyrir austan heimilið verið notað undir íþrótt- ir. Sund hefur og verið iðkað í nágrenni Reykjahlíðar. Skildu jöfn — eftir framlengdan leik Á laugardag léku Þróttur og Vestmamraeyingar til úrslita í íslandsmóti 2. flokks á Melavell- inum. Leikurinn var hinn skemmti- legasti, mjög fjörugur, enda gerðu áhorfendur allt sem í þeirra valdi stóð til að hvetja lið sín. Meðal um 1200 áhorfenda munu hafa verið um 500 Vest- mannaeyingar, sem lögðu leið sína í bæinn gagngert til að sjá leikinn. — Áhugi það! Þróttarar voru mjög ágengir fyrstu 20 mínúturnar og skora úr vítaspyrnu, en Vestmannaey- ingar svara og ná yfirhöndinni er um 5 mínútur eru til hálfleiks- loka. Síðari hálfleikinn höfðu Þróttarar mun betur og sýndu þá litlu knattspymu, sem sást, jöfnuðu metin með laglegu skoti og hefðu með réttu átt sigur skil inn. Framlenging leiksins reynd- ist ekki næg til að útkljá mótið og mun nýr úrslitaleikur fara fram á laugardaginn kern»»- á Melavellinum. • Hvað um framtíðina? — Það er spurning sem vakn- ar er við spjöllum við félagana yfir kaffibolla. — Við munum væntanlega halda áfram næsta sumar með svipuðu sniði og við gerðum í sumar bæði í Reykholti og hér í Reykjadal. Veturinn aftur á móti Framhald á bls. 23. Vesturbæingar unnu f ót- og körfu- bolta - Austurbæingar í handbolta SUNNUDAGURINN var dagui íþróttanna hjá Reykjavíkurkynn ingunni. Fóru fram sýningar við Melaskólann í fimleikum og glimu, knattleikir fóru fram á Melavelli og kepptu Austur- og Vesturbæingar í handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu og loks kepptu frjálsíþróttamenn í nokkrum greinum á Laugar- dalsvelli. Var þessi Reykjavík- urþáttur íþrótta vel heppnaður og margir fylgdust með. Úrslit í frjálsíþróttakeppninni í Laugardalnum: Stangarstökk Valbjörn Þorláksson ....... 4,30 Heiðar Georgsson........... 3,90 Valgarður Sigurðsson ÍR .. 3,60 I 100 m hlaup Valbjörn Þorláksson ...... 11,1 lfar Teitsson KR.......... 11,2 I Þórhallur Sigtryggsson KR 11,6 ★ Handknattleikur Á Melavelli hófst keppni með handknattleik og körfu- knatlleik. Handknattleikskeppn- in var heldur daufleg, enda vant aði ýmsa af góðum mönnum. Austurbæingar voru með sam- antínt lið úr mörgum félögum gegn kjarna KR-liðsins í Vestur- bænum. En Austurbæingar sigr- uðu örugglega með 6 gegn 4 (3—1 í hálfleik). ic Körfuknattleikur 1 körfuknattleiknum var keppnin jafnari og lengst af tvísýn mjög. Vesturbæingar með Enska knattspyrnan 3. UMFERÐ ensku deildarkeppn- innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deild Aston Villa — Chelsea .......... 3:1 Burnley — Bolton ............'.. 3:1 Cardiff — Blackpool............. 3:2 Fulham — Everton ............... 2:1 :4 Leicester — W.B.A............... Wolverhampton — West Ham. 2. deild Plymouth — Luton .... Preston — Newcastle Sunderland — Stoke ......... 2:1 Skoska bikarkeppnin hélt einn- ig áfram sl. laugardag og urðu úrslit m.a. þessi: Airdrieonians — Dundee ...... 0:5 Kilmamock — St. Mirren ....... 6:1 Glasgow Rangers — Third Lanark 5:0 Staðan í ensku deildarkeppn- inni að þremur umferðum lokn- um er þessi: 1:0 1. deild (efstu og neðstu lióin) 6:1 Sheffield W. 3 3 0 0 11:3 6 2:0 Manchester City 3 3 0 0 11:6 6 5:1 Manchester U. 3 2 1 0 10:4 5 4:3 N. Forest 3 2 1 0 6:3 5 3:2 Ipswich 3 0 1 2 5:8 1 Chelsea 3 0 1 2 5:8 1 2:2 Bolton 3 0 1 2 3:7 1 4:1 Blackburn 3 0 1 2 2:8 1 2:2 1:3 2. deild (efstu og neðstu liðin) 1:0 Liverpool 3 3 0 0 10:0 6 2:0 Newcastle 3 2 1 0 2:0 5 5:0 Huddersfild 3 2 1 0 7:2 5 0:3 0:1 Middlesbrough 2 0 0 2 3:6 0 4:0 Bristol Rovers 3 0 0 3 0:8 0 f 3. deild hafa Reading, Chryst al Palace og Peterborough öll 6 stig eftir þrjá leiki. Þorstein Hallgrímsson sem aðal- skyttu voru þó öruggari á körfu skotum, en Austurbæingar náðu hins vegar betra spili þó þeir fengju ekki árangur að sama skapi. Vesturbæingar höfðu allt- af forystu en sigruðu með 4 stiga mun, 28 — 24 stig. Var góður rómur gerðar að báðum þessum leikum. i( Knattpyrna Þá komu knattpsyrnumenn til leiks. Vesturbæingar höfðu KR-liðsmenn að meginuppistöðu en Austurbæjarliðið var sund- urleitara. Framan af veitti þó Austurbæingum sízt verr, en smám saman náðu KR-ingarnir tökum á leiknum fyrir Vestur- bæ. Fyrri hálfleikur var þó marklaus. En í upphafi þess síð- ari skoraði Vesturbær tvívegis — skoraði Guðmundur Óskars- son fyrra markið laglega með góðu skoti. En hið síðarnefnda skoraði Ellert Schram eftir góða fyrirgjöf og spil á hægri kanti. Voru Vesturbæingar vel að sigri komnir í þessum leik, þó leik- urinn og knattspyman væri aldrei rismikil. Það örlaði á samleik hjá Vesturbæ en Aust- urbæingar voru heillum horfnir og því lakari sem lengur leið. fþróttamenn í „þjálfun66 Vínarborg, 28. ágúst. FREMSTU íþróttamenn Bulgariu verða sendir til Rússlands til „sér stakrar þjálfunar" í kennisetning um kommúnismans. Það er búlgarska dagblaðið Rabotnis- hesko Delo, sem skýrir frá þessu í dag. FYRRA mark Vesturbæjar.. Gúðmundur Óskarsson (lengst' t.v.) skorar með góðu skoti | sem Björgvin réði ekki við. — Ljósm. Mbl. K.M. Frant sótti 12 mörk til Búss ltrnds — og lét ekkert í staðinn KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fram hefur nú lokið keppnisferð sinni í Sovétríkjunum og eru leik- menn á heimleið. Fram lék alls þrjá leiki. Tapaði það hinum fyrsta gegn Eistlandsmeisturun- um í Riga með 0 gegn 3. í öðrum leiknum mættu þeir Spartak og var leikið í Vilna. Fram tapaði þeim leik með 0 gegn 5. f síðasta leiknum sem fram fór nú um helgina mætti Fram liði frá Minsk. Enn tapaði Fram, nú með 0 gegn 4. Alls hafa Framarar fengið á sig 12 mörk í keppnisförinni, en skorað ekkert! Bikarkeppni Um helgina fóru fram tveir leikir í Bikarkeppni KSÍ. Á laug ardagskvöldið léku Víkingur og nrýliðarnir í 1. deild, Isafjörður. ísfirðingum reyndist létt að sigra, skoruðu alls 8 sinnum, en þrjú taldi dómarinn vafasöm og unnu þeir því 5 : 0. Á sunnudagskvöldi léku Þrótt- ur og Akranes (b-liðin) og var þetta annar leikur liðanna, sá fyrri fór 3 :3 á Akranesi. Þrótt- arar tóku snemma völdin í sín- ar hendur og skoruðu 3 mörk á 15 mín. Eftir það var eins og ein- hver höfgi færðist yfir liðið og Akurnesingar verða mun ágeng- eri og Donni, eina landsliðsstjarn- an, sem lék með liðinu skorar fyrra mark Akurnesinga. í síðari hálfleik skoraði Donni aftur, þá úr vítaspyrnu, eftir að Bill hafði hrint honum ólöglega innan víta- teigs. Þróttarliðið var greinilega betra liðið, en hefði ekki átt að hætta þrátt fyrir yfirbuAlina, **** ****** Þrír ísl. milliríkjadómarar ÍSLENDINGAR eiga nú þrjá millirikjadómara í knatt- spyrnu. Nú nýverið hefur KSÍ að fengnum tillögum dómara- nefndar KSÍ tilkynnt þrjá milliríkjadómara íslenzka til alþjóða knattspyrnusambands ins. Þeir menn er hljóta til- nefningu landssambanda sinna hljóta sjálfkrafa viðurkenn- ingu alþjóðasambandsins og er staðfesting FIFA nánast forms atriði. Einar Hjartarson form. dóm aranefndar KSÍ skýrði blaðinu frá því, að dómararnir þrír er valdir hafa verið til þessa sæmdarheitis i röðum dómara séu Haukur Óskarsson, Hann- es Þ. Sigurðsson og Guðbjörn Jónsson. Haukur var sá eini þeirra þremenninga er hafði réttindin áður, en tilnefningar fara fram árlega á alþjóða- dómurum. Allir þessir þrír eiga Iangt starf að baki sem dómarar og hafa allir hlotið lof og viður- kenningar fyrir öryggi í dóm- arastörfum. Þeir hafa og kennt öðrum dómuium, einkum hef- ur Hanr.es fengizt mikið við það. Það er ánægjuefni að fsl. dómarar fái viðurkenningu fyrir störf sín. Milliríkjadórn- ari verður enginn nema sá er á langt og mikið starf að baki sein dómari, en það er eftir- sóknarvert fyrir hvern dómara að fá slíka viðurkenningu sem felst í því að vera tilnefndur milliríkjadómari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.