Morgunblaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1961, Blaðsíða 10
ro MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 29. ágúst 1961 Vélfluga dró svifflugu Þórhalls á loft af flugvellinum. Svifflugan og þotan vúktu mesta athygli Þúsundir sáu flugsýninguna á sunnudaginn ÞÚSUNDIR Reykvíkinga streymdu út á flugvöll eftir há- degi á sunnudaginn til þess að horfa á flugsýningu Flugmála- félags íslands. Þúsundir höföu og safnazt saman uppi á Öskju- hlíðinni, enda er útsýnið þaðan hið bezta yfir flugvallarsvæðið. Og á Hringbrautinni, allt frá Miklatorgi vestur að Gamla garði, var samfelld röð bíla og fylgdist fólk þaðan með sýn- ingunni, sem heppnaðist ágæt- lega, enda var veðrið hið ákjós- anlegasta. SVIFFLUG Þórhalls Filippus- sonar vakti einna mesta at- hygli á flugsýningunni á sunnudaginn. Lék hann ótrú- legustu listir og var honum óspart klappað lof í lófa, þeg- ar hann lenti. Þórhallur er þrítugur, en lærði svifflug 13 ára að aldri. Síðan hefur hann flogið mjög mikið og er fræknastur ís- ★ ♦ ★ Sýningin var haldin í tilefni 25 ára afmælis Flugmálafélags- ins og hófst hún með því að Baldvin Jónsson, form. félagsins, bauð gesti velkomna. Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra, flutti því næst ræðu. Árnaði hann fé- laginu alls hins bezta og þakk- aði því unnin störf. Gat ráð- herra þess, að þetta væri sjö- unda flugsýningin á Islandi. Sú fyrsta hefði verið haldin á Sand skeiði 1938 og var þá sýnd þar ein íslenzk flugvél. Mikil breyt- ing hefði nú orðið á flugflota okkar, enda væri íslendingum lífsnauðsynlegt að efla og auka flugflotann sem kostur væri. Eyþjóðir verða að kappkosta lenzkra svifflugmanna. í fyrra lauk hann fyrri hluta hins svonefnda gull-C prófs. Flaug hann tilskilda 300 km. og 155 km betur í einum áfanga, eða mólli Köln og Flensburg i Þýzkalandi. Síðari hlutanum lauk hann í sumar, en sú raunin er að hækka flugið af eigin ram- leik um 3000 metra. Sleppti hann þá vélflugunni í 300 m hæð og fór upp í 5100 m. Þá skorti hann ekki nema 200 m til þess að fá „demant" í gull- Cið. En hann treysti sér ekki hærra þar sem hann hafði ekki súrefnistæki, því þarna uppi í 15—16.000 feta hæð er loftið orðið æði þunnt. Þetta afrek vann Þórhallur yfir Sandskeiðinu og var ekki nema tæpa klukkustund á flugi. Hann reynir sjálfsagt við fyrsta demantinn bráðlega aft ur, en til þess að ná hæstu gráðu í svifflugi þarf hann tvo „demanta" í viðbót: Fljúga 300 km eftir fyrirfram ákveð- inni leið og fljúga síðan 500 km í einum áfanga. Fyrri raunina er hægt að leysa hér á landi, t.d. frá Sand skeiði til Hornafjarðar. Síðari raunina er ekki hægt að leysa hér nema fljúga í þríhyrning og þá þarf það mikinn mann- afla og útbúnað til þess að bera vitni svo að allt sé lög- legt, og óvíst er, að Þórhallur geti fengið síðasta „demant- inn“ hér heima. Myndin var tekin á sunnu- daginn, þegar Þórhallur steig út úr flugunni að sýningu sinni lokinni. (Ljósm. Mbl. KM). innar, sem einna mesta athygli vakti. Þórhallur Filippusson sýndi listir í svifflugu. Eins hreyfils flugvél dró fluguna á loft og allhátt yfir flugvellinum sleppti Þórhallur strengnum. Fór hann nú hverja bakfalls- lykkjima á fætur annarri og lék hinar ótrúlegustu listir, svo að undrunarkliður fór um á- horfendaskarann. Var það greini legt, að þarna var mikill kunn- áttumaður á ferðinni. Lækkaði hann smám saman flugið og í lokin steypti hann flugunni yfir áhorfendahópinn framan við flugturninn, hækkaði flugið síð- an, tók krappa beygja og sett- ist fallega nokkra metra fram- an við áhorfendaröðina. — Reyndur svifflugmaður, sem horfði á, sagði, að lending Þór- halls hefði bezt sýnt kunnáttu hans miklu betur en allar bylt- urnar í loftinu. ★ ♦ ★ Næsta atriði var einnig mjög skemmtilegt. Ungur flugmaður, Þórður Finnbjörnsson, sýndi ýmsar listir á lítilli kennslu- flugvél. Flaug hann lágt yfir flugvallarsvæðinu, bylti sér á alla lund, gerði bakfallslykkju og fór í spinn. Var þetta mjög faglega gert og skemmtilega, enda fylgdust áhorfendur með af brennandi áhuga. Þórður er nýbyrjaður hjá Loftleiðum, fyrst sem siglingafræðingur, nú 2. flugmaður. ★ ♦ ★ Síðan var sýnt hvernig sv' fluga er dregin á loft með vindu. Flugbátur Landhelgis- gæzlunnar, Rán, flaug lágt yfir og dró merkjaflögg og skaut blysum — og síðan kom þyril- vængja frá varnarliðinu. Sýning hennar vakti óskipta athygli, enda sýndu flugmenn- irnir mikla leikni. Þeir flugu í allar áttir, ef svo mætti segja, meira að segja aftur á bak — og þótti mörgum mikið um. Að lokum var sýnt hvernig mað- ur er dreginn upp í þyrlu, þeg- ar um björgun er að ræða. Það voru sams konar þyrlur með sama útbúnað, sem dró banda- rísku geimfarana upp úr geim- förunum eftir að þau lentu í sjónum. ★ ♦ ★ Næsta atriði sýningarinnar var einnig varnarliðsins. Tvær könnunarvélar, Neptune og Constellation ,flugu lágt yfir flugvöllinn með miklum gný. Sú fyrri er tveggja hreyfla, en hefur auk þess tvo þrýstilofts- hreyfla. Var hraði Neptune mik- ill og hávaðinn eftir því. Báðar þessar flugvélar eru í rauninni fljúgandi ratsjárstöðvar og sagði kynnir sýningarinnar, að sú stærri, Constellation, hefði hvorki meira né minna en 31 manna áhöfn. Síðasta atriðið var hópflug orrustuþotu frá varnarliðinu. Þær voru sex saman og flugu í hnapp lágt yfir völlinn. Fyrir- liðinn tók sig síðan út úr og kom lágt inn yfir völlinn á „full um hraða“, eða um 1000 km hraða, að því er kynnirinn Framh. á bls. 17 Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri, var sjálfur við stýri flugvélar flugmála- stjórnarinnar í hópfluginu. Þarna stígur hann út úr vélinni. signngar og göðar samgongur við umheiminn, sagði ráðherra. Við höfum byggt okkur mynd- arlegan kaupskipaflota, en nú, á öld hraðans, nægir hann okk- ur ekki. Við verðum að leggja á leiðir loftsins — og það höf- um við líka gert. ★ ♦ ★ Sagðist ráðherrann vænta þess ,að þessi sýning yrði til þess að glæða áhuga manna enn meira á fluginu, einkum pilt- anna. Margir þeirra mundu sjálfsagt stíga á stokk og strengja þess heit að ganga í þjónustu flugsins, þegar þeir yxu úr grasi. Að svo mæltu setti Ingólfur Ji son 7. flugýning- una á Isiandi. ★ ♦ ★ Hófst sýningin með hópflugi eins og tveggja hreyfla flug- véla. Voru þær nær 20 talsins, bæði í eigu einstaklinga og fé- laga. Fyrstur fór Björn Páls- son á sjúkravélinni, þá komu fleiri tveggja hreyfla vélar, en hægfleygustu kennsluvélarnar ráku lestina. ★ ♦ ★ Þá hófst sá þáttur sýnmgar- Þyrlan vakti óskipta athygli, ekki sízt „björgunin“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.