Morgunblaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. sept. 1961 MORGVISBLAÐIÐ REYKVÍSKU hjónin Gísli Arn kelsson, kennari, og Katrín Guðlaugsdóttir, sem vígð voru til kristniboðsstarfs í Afríku á uppstigningardag s.l., eru nú fyrir alllöngu komin á ís- lenzku trúboðsstöðina í Konsó í Eþíópíu, ásamt börnum sín- um tveimur, Guðlaugi og Val- gerði Arndísi. Gert er ráð fyr- ir, að fyrsta starfstímabil þeirra verði fimm ár. Sam- kvæmt bréfum, sem þau hafa skrifað, vegnar þeim vel á hinu nýja heimili sínu suður undir miÖbaug. Þau fóru flug- leiðis til Addis Abeba, höfuð- borgar Eþíópíu, Og gekk sú ferð að óskum. Hins vegar lentu þau í nokkrum brösum, er haldið skyldi til Konsó, enda stóð regntíminn þá yfir, og eru bílvegir þá ekki upp á margra fiska þar syðra. ís- lenzki læknirinn Jóhannes Ól- afssón tók á móti þeim í Addis Abeba, Og fóru þau síð- an suður til Irgallem, þar sem Jóhannes starfar ásamt Ás- laugu konu sinni. Þaðan skyldi svo haldið leið, sem er tæpir 400 km og hægt er að fara á tveim dögum, þegar bezt læt- ur. En óhöppin eltu þau, svó að þau voru ekki kominn til Konsó fyrr en eftir rúmlega tveggja vikna erfiða ferð. Fyrstu kynni af „kjikka“ — í fyrstu var vegurinn ekki ólíkur íslenzkum þjóð- vegi, segir í bréfi frá hinum 11 ——— . ■ - . .■ .. : 1 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur ,Grát þú eigi“ Klæðaskortur og fátækt einkenna flesta frumstæða menn. Flest Konsóbörn ganga nakin eða vefja um sig druslum. Það er stórkostlegt að eignast buxur eða fallegan kjól! — Hér hefur stórasystir tekið litla bróður á bakið. Erfitt ferðalag kristniboðanna ungu hjónum. — En þeirri sæl unni lauk nú brátt. Fyrr en varði lá leiðin upp á hóla og fjöll, niður í gjár og gljúfur. Á okkar mælikvarða teldist slíkur vegur ófæi, og flestir mundu kalla hann vegleysu, en hér er mælikvarðinn allt annar. Við ókum í steikjandi hita allan daginn, en með kvöldinu kólnaði heldur, og vegurinn fór síversnandi. Ekki batnaði heldur, þegar fór að hellirigna, og áður en langt um leið, hófust okkar fyrstu kynni af hinum fræga Töframaðurlnn Barrlsja Garmó var fyrsti Konsómaðurinn, sem sagði opinberlega skilið við andadýrkun þjóðflokks síns. Það var árið 1956. Hann hafði verði djöflaprestur í mörg ár og slátrað tugum fórnardýra til þess að friða illu andana — og hjörtu fólksins. Nokkur ár liðu, áður en f jölskylda hans var skírð. Myndin sýnir Benedikt Jasonar- son, sem starfar í Konsó ásamt Gísla Arnkelssyni, er hann skírir yngsta barn Barrisja. „kjikka“ (leirleðju) hér í landi. Að jafna því saman við að aka í graénsápu, væri þó aðeins að gefa smá vísbend- ingu, en litla hugmynd um að farirnar sjálfar. Þótti Okkur lítið til um þá viðkynningu, enda varð hún til þess, að við náðum ekki á fyrsta áfanga- stað fyrr en klukkan hálfeitt um nóttina. Okkur þótti ekki fært að vekja upp þar, sem við höfð- um .hugsað okkui að gista. Snerum við okkui því til lög- reglunnar svokölluðu á staðn- um og báðum um aðstoð. Vís- aði hún okkur á næsta ,,hótel-bet“, gistihús. Þar feng um við hvert sinn klefa með einu rúmi og stól. Helzt minnti þetta á óhreinan skammar- krók, en það veitti þó skjól og svefn, svo langt sem það náði. Viff verffum sýningargripir Morguninn eftir lögðum við upp um 10-leytið og hugðumst ná til Chencha fyrir myrkur, en þangað er 100 km leið. Hef ur norski læknirinn Högetveit þar bækistöð. Margt fer þó öðru vísi en ætlað er, og urð- um við að sætta okkur við að komast aðeins rúmlega hálfa leið, eða til Borada. Þar beið okkar annað „hótel-bet“. í dyrunum mættum við . gagg- andi hænsnaskara, sem bauð okkur velkomin, og einkan- lega voru börnin himinlifandi yfir slíkum móttökum. Þó fækkaði heldur í móttökulið- inu, eftir að við höfðum beðið um ingjera-vott, því að sá rétt- GUÐSPJALL þessa dags segir fagra sögu: Að lítilli borg, sem heitir Nain á íslenzku myndi hún heita Fagri bær — koma glaðir menn, og sólin hellir sínu bjarta, heita skini yfir hópinn. f borgarhlið- inu bregður þeim. Þar mætir þeim dapurleg fylking fólks, sem fer með líki sorgarför. Stígandin í frásögn Lúkasar er hnitmiðuð: Á líkbörunum liggur ungur maður. Móffir hans gengur á eftir líkinu. Einkasonur henn- ár er borinn dauður út. Gleði vegfarendanna hljóðnar. Þetta' er hásumardagur, og sól- in hellir gullregni geislanna yfir þessa grátlegu mynd. En hvað gagnar hér hennar glitrandi geislaskin? Barnlausri, grátinni móður verður það fremur til ama en yndis. Bærinn hennar er svo fallegur, að menn nefna hann Fagrabæ. En hverju máli skiptir það móður, sem er lömuð af sorg? Þegar hugarlöndin eru hjúp uð harmi, missir ytri fegurð ljóma og lit. Um huga unga vegfarandans læsir sig heit samúð. Hvarmar hans roðna, brjóst hans bifast. Sorg ekkjunnar leysir úr læð- ingi orku, sem með honum býr. „Grát þú eigi“, segir hann og snertir líkbörurnar. Þeir, sem sorgarförina fóru út úr Nain, ganga fagnandi inn í borgina og glaðir. ur kvað vera beztur úr hænsna . kjöti. Óneitanlega var spaugi- 7 legt að sjá kvöldmatinn sinn hlaupa óttasleginn undan tveim fílefldum karlmönnum, | sem hugðust annast matseld- ina. Allt þetta tók góða stund, en á meðan reyndum við það í fyrsta sinn á ævinni að vera sýningargripir. Fólkið bókstaf- lega spratt upp úr jörðinni, og var ekki laust við, að við yrðum hálffeimin. Öllu má þó venjast, Og áður en yfir lauk, vorum við farin að venj ast áganginum. — I býti næsta morgun var enn haldið af stað, og náðum við til Chencha rétt um myrkur. Trúið þið mér, er ég segi ykkur, að við vorum heila átta klukkutíma að aka aðeins 17 km? Stundum urðum við að vaða leirinn, „kjikka“, upp á miðjan legg, meðan regnið streymdi niður. — Við fengum oft á leiðinni að þreifa á almætti Guðs. Við gátum af öllum hjarta tekið undir með eþíópskum manni, sem barðist áfram sömu leið og við, er hann sagði: „Við getum ekki skilið, hvernig okk ur tókst það, en hjálpin kom frá himni“. Snúiff við Á leiðinni til næsta áfanga staðar voru tvær ár, og vegna vatnavaxta voru þær ófærar, og biðum við því í Chencha á aðra viku. Var þá ákveðið að snúa við og aka aftur til Irgallem, aðsetursstaðar Jó- hannesar, og reyna hiha leið- ina til Konsó. Er sú leið all- miklu lengri, en oftast áhættu minni. En áður en þangað var komið, festist bíllinn svo ræki lega í leirnum, að enn var snúið aftur, enda bættust við norskir fylgdarmenn og Jó- hannes, og fylgdust bílarnir að. Allt gekk að vonum hólfa leiðina, en þá brotnaði öxull í okkar bifreið. Ekki var unnt Frh. á bls. 17. „Grát þú eigi“, — var sagt vW móður, beygða af sorg, brotna af harmi, og þau orð eru sögð við oss á þessum haustmorgni meðan bjarkirnar eru að fölna liljur og lauf að blikna. Hvað segja þau nú við oss? Þau segja með sannfæringar- krafti barnlausri móður, að tár sín skuli hún stöðva, því að barn ið hennar lifi þótt látið sé, og að þá fagnaðarstund skuli hún síðar lifa, að faðma að sér barnið aftur, — og líði mörg ár, þá ekki sem barn, þótt dáið hafi í bernsku, heldur sem ungan mann eða mey, sem þroskazt hafi í dýrðarheim- um Drottins. Við öldunginn, sem finnur, að fjör og heilsa hnígur, ellin er að verða einmanaleg, hrörnunin óðfluga að ágerast. er sagt: „Grát þú eigi“, — ævihaustið er nauð- synlegur undanfari annarra og betri tíða, það er brú. sem öld- ungurinn verður að ganga, inn í vormorgun betri veralda. Við þá, sem sjá að ævin líður ört og finna með sársauka. að viðleitnin er veik og hið góða mjög í molum, er sagt: „Grát þú eigi“, gakk öruggur inn í um- breytingu dauðans, því að eftir sólarfall átt þú að lifa sólarupp- rás í öðru heimkynni, þar sem Guð gefur þér ný tækifæri, nýja möguleika til að binda í heild það, sem í brotum var hjá þér áður. Við þá, sem hugdaprir horfa á vinahópinn þynnast og sjá allt vera að smáþokast að endamiði alls holds, er sagt: Grát þú eigi“, markmiðslaus hnígur hún ekki að ósi hin mikla móða mannlífs- ins. Allt er í föstum skorðum, stráið jafnt og hin stóra eik, vorgrænt blómið jafnt og visn- andi haustlaufið, lúta lögmálum, sem ekki haggast. Og þegar lauf þitt er fölnað, haustnóttin hinzta liðin, leiðir þig vinur til vina- funda. Og þá muntu fagnandi sjá, að Þar bíða vinir í varpa. sem von er á gesti. (D. Stef.). Er hún annað en blekking þessi kristna von? Hvað segja þér helgar Ritning- ar? Er það sennilegt, að allsherj- artrú mannkyns, vottuð meðal allra þjóða, allra æðri trúar- bragða, sé heilaspuni einn? Er það trúlegt, að örugg von vitr- ustu manna kynslóðanna sé hug- arburður? Þeim vitnisburði segist þú ekki treysta og engu trúa um þetta mál. En ekki fáir vitrustu menn þessarar aldar segja. að um þetta þurfir þú engu að trúa. Rannsak- aðu með gagnrýni og hleypidóma Iaust sálræna reynslu samtíðar | þinnar, og bá verða á vegi þínum J staðreyndir, sem á engan annan viðunandi hátt verða skýrðar en sem vitnisburðir þess að látnir lifi. Þessu segist þú ekki heldur geta treyst. Horfðu þá á haust- laufið, sem bærist í blænum fyr- ir utan gluggann þinn -í dag. Þú horfir á þá dýrlegu, fölnandi feg- urð, en horfðu lengra. Veturinn líður, það vorar á ný, og upp af frækornunum, sem haustmoldin hylur, rís lifandi mergðin af dvala og klæðir jörðina að nýju. „Grát þú eigi“, — segja við þig guðsbörn merkurinnar, sem nú eru að kveðja að sinni sitt skamm vinna sumarlíf. Sama lögmáli lýtur þú og þau. Sjáðu, hvílíku skarti þau bú- ast, er þau ganga til svefns. Á bleikri mörk, hverju bliknuðu laufi, átt þú að lesa lögmál árstíð anna, samleik lífs og dauða, svefns og vöku, sumars og vetrar. „Grát þú eigi“, — í dásamlega öruggri hendi er þetta allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.