Morgunblaðið - 17.09.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 17.09.1961, Síða 15
Sunnudagur 17. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 ftáJæreyjur\ I Tjaldur er nú í viðgerð eftir áreksturinn á dögunum. eina samgöngutæki Færeyinga við útlönd, vandaður mynd var tekin af Tjaldur í höfninni í Tórshavn. En þetta skip og glæsilegur er helzta og oft farkostur. Þessi Fiugvöllurinn kemur, ef Islendingar vilja fljúga sama er að segja um kæliskip- ið, sem líka er í flutningum milli eyja. Færeyingar verða því oft að fá leiguskip frá út- löndum til þess að sækja út- flutningsafurðir sínar, því framleiðslan er ört vaxandi og markaðslöndin eru mörg. En Færeyingar eru ekki í vandræðum með að manna kaupskipaflota sinn, því þar er farmennskan eftirsóknar- verð. Á Tjaldur er skipshöfn- in t.d. öll færeysk að 1. véí- stjóra, bryta, matsveinum og þjónustufólki undanteknu. — Danirnir elda matinn og fram reiða, sagði einn af forystu- mönnum Skipafélagsins okk- ur. Við Færeyingar eigum enn ekki þjálfað lið tilþessaðann ast þá hlið málsins á fyrsta flokks farþegaskipi. Við höf- um ekki fengið tækifæri til þess að þjálfa okkar fólk til slíkra starfa, það er ekki fyrr en nú að Færeyingar eru að byrja að fást við slíkt. Við höfum alla tíð verið önnum kainir við að draga fisk úr sjó. ÞEGAR við ferðumst með flugvél milli íslands og meg- inlands Evrópu, liggur leiðin oft yfir Færeyjar. Ef skyggni er gott sjáum við niður á eyj arnar, naktar og kaldranalegar í úfnum sjó. Færeyingarheyra líka oft til flugvélanna okkar. þegar þær fara yfir, en þeir leggja ekki við hlustirnar, eins og fólkið í bæjunum á fslandi, þegar beðið er eftir flugvélinni að morgni dags. Færeyingar þekkja ekkert til flugsamgangna — aðeins þeir, sem ferðazt hafa í útlöndum. Að kveldi dags göngum við niður Niels Finsens-götu, aðal- götuna í Tórshavn, og skyndi- lega berst flugvélardynur að eyrum okkar. Samkvæmt klukkunni gæti þetta verið Loftleiðaflugvél á heimleið. Hún setti að verða í Reykja- vík eftir tæpar tvær stundir. Við stönzum og horfum til lofts. Umferðin á götunni er töluverð, en margir líta við og horfa forvitnislega á þennan náunga, sem mænir upp í loft- ið. Þetta er skiljanlegt, því flugvélar eru ekki til í hinum færeyska heimi — og þar sem við stöndum í hjarta Tórshavn erum við enn tæpa tvo sólar- hringa að heiman, enda þótt Loftleiðavélin verði heima eft ir tæpar tvær stundir. sjó og landi. Flugmaður var fenginn frá Bretlandi, en svo illa tókst til, að flugvélin stór skemmdist í lendingu í fyrstu innanlandsferðinni og þar með lauk fyrsta kaflanum í flugsögu Færeyinga. Næsti kafli er enn ekki haf- inn og flugvöllurinn á Vaagey hefur grotnað niður. Engin noth. mannvirki eru þar núna og að sjálfsögðu vantar allan nauðsynlegan öryggisútbúnað. Stöku sinnum kemur það fyr- ír, að Katalína eða DC-3 fra danska flughernum lendir þar, en'annað er það ekki. Flugvöll inn þyrfti að byggja upp, ef færa ætti í nothæft ástand. En samkvæmt athugun, er lands- stjórnin lét nýlega fara fram á flugvallarmálinu mundi verða heppilegra að byggja nýjan flugvöll á Sandey. Þar lægi hann betur við fyrir höf- uðstaðinn og þar gætu braut- irnar líka orðið lengri. Nýr völlur kostar samkvæmt áætl- uninni 20 millj. danskra króna og Færeyingar hafa nóg að gera með sínar milljónir svo að fyrst um sinn verða skipin að nægja þeim. Hekla eru ekki í fðrum og Gullfoss kemur aðeins við í sérstökum tilvikum. Færey- ingar fá þá póst aðeins hálfs mánaðarlega frá útlandinu og daginn áður en Tjaldur fer til Hafnar skrifa líka allir Færey ingar sendibréf. >f’ * -K FLUGVÖLLURINN GROTNAÐI NIÐUR Að vísu er flugvöllur á Fær- eyjum. Bretar byggðu hann á styrjaldarárunum, á Vaagey, og þangað er hálfrar annarrar stundar bátsferð frá Tórs- havn. Þetta er lítill flugvöllur, sem ekki mundi nægja milli- landavélunum okkar. — En eftir að Bretar fóru í lok styrjaldarinnar reyndu Færey ingar að notfæra sér þennan völl, sem þeir höfðu fengið upp í hendurnar fyrirhafnar- laust, eins og íslendingar fengu Reykjavíkurvöll. Nokkr ir framámenn í Færeyjum stóðu fyrir stofnun félags til kaupa á lítilli eins hreyfils flugvél, sem bæði gat lent á ALLIR SKRIFA SAMA DAGINN Og þegar Tjaldur flautar á ytri höfninni í Tórshavn er mikið um að vera. Þá fara allir þeir, sem vettlingi geta valdið, á stúfana- og margt er um manninn á bryggjunni, þegar skipið leggst að. Tjaldur er helzta og oft eina samgöngutæki Fær- eyinga við útlönd. Á sumrin siglir hann vikulega milli Tórs havn og Kaupmannahafnar. Þá koma Drottnningin og Hekla líka við í Færeyjum og segja má, að eyjarnar séu í góðu sambandi við útlandið yfir sumarmánuðina, enda þótt stytzta ferð til útlandsins taki tæpa tvo sólarhringa. Verra er þetta að vetrinum. Þá siglir Tjaldur aðeins hálfs mánaðarlega, Drottningin og MWMMW ÞRJU SKIP Það er Skipafélagið Föroy- ar, sem á Tjaldur. Félagið var stofnað 1921 og síðan hefur það annazt samgöngur við Kaupmannahöfn, fyrst með leiguskipum, síðar eignaðist það eigin skip, Tjaldur. En það fórst og eftir stríðið keypti Skipafélagið gamla Gullfoss, sem þá varð hinn ann ar Tjaldur. — Það var 1953 að nýi Tjaldur kom til sög- unnar og gamli Gullfoss var seldur í brotajárn. Þriðji Tjaldur er glæsilegt skip, 2,660 tonn, og hefur rúm fyrir 380, farþega að sumrinu, en 260 að vetrinum. Færeying ar eru hreyknir af þessu skipi. það geta þeir líka verið. Yfir- leitt siglir það fullskipað far- þegum, því sá, sem ekki hefur séð kóngsins Kaupmannahöfn, er ekki nema hálfur maður. Tjaldur getur líka flutt all- mikið af vörum og hefur auk þess kælda lest, sem tekur 50 tonn. Þetta er einakældalest in, sem er í færeyskum skip- um í millilandasiglingum og flytur Tjaldur megnið af hraðfrystum inn- og útflutn- ingi Færeyinga. — Skipafélag ið á líka nýtt flutningaskip, Blikur, sem er um 1,300 tonn og siglir milli Færeyja og út- landa — og nú ætlar félagið að láta byggja nýtt flutninga- skip sem á að verða 1500 tonn og auk þess að hafa rúm íyrir 60 farþega. — Kjölbro í Klakkvík á þar, að auki lítið flutningaskip, liðlega þúsund tonn — og þar með er upp- talinn sá floti, sem Færeying- ar eiga til flutninga milli ianda. DANIR ELDA MATINN Olíuskip eiga þeir ekki nema til flutninga á milli eyjanna. Þetta er mjög lítið skip — og :-k VILL SAMVINNU VH) ÍSLENDINGA Enda þótt segja megi, að Tjaldur fullnægi þörf Færey- inga fyrir fólksflutninga milli landa, gera forystumenn þar í landi sér fulla grein fyrir því, að Færeyjar verða að kom- ast í flugsamband við umheim inn. Það er stór þáttur í þeirri alhliðaþróun, sem leiðtogar Færeyinga vinna kappsamlega að. — Það verður dýrt fyrir okk ur að byggja flugvöllinn, sagði Peter Mohr Dam, lögmaður. þegar við ræddum við hann. — En flugvöll verðum við að fá fyrr eða síðar. Það eru bara svo margar framkvæmdir, sem við verðum að leggja 20 milljónir í — eða meira. — Nú vitum við það, að flugsamgöngur innan Færeyja mundu aldrei standa undir sér fjárhagslega, og ekki höf- um við sjálfir bolmagn til þess að kaupa flugvél og starf- rækja til millilandaflugs, hélt 'hann áfram. — Ég hef verið að athuga, hvort ekki væri hægt að fá lán í Danmörku til að byggja flugvöllinn hér, en í því máli er enn ekki fengin niðurstaða. En eftir að flug- völlurinn væri kominn, þá hefði SAS sennilega forgangs- rétt til að fljúga hingað. Ég er hins vegar viss um að þeir kæra sig ekki um það — og þess vegna hefur mér komið til hugar, hvort ekki yrði hægt að fá íslendinga til að koma hér við á sínum flugvélum á ieiðinni til Kaupmannahafnar einu sinni l viku til að byrja með. Ef ég hefði vissu fyrir því að eitthvert /iugfélag byrj aði að fljúga hingað strax og flugvöllurinn væri kominn yrði miklu auðveldara að vinna málið. Við byggjum ekki nýjan flugvöll til þess að láta hann standa ónotaðan eins og þann gamla, sagði Iög- maðurinn. ii!' h.j.li.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.