Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 3
"V Sunnudagur t5. oM. 1961 r._________________________ MORGVISBLAÐIÐ ' HINN MIKLI og fagri Eiger- tindur í svissnesku Ölpunum hefur freistað margra fjalla- garpa um dagana. En margir 'hafa orðið að lúta í lægra haldi og hverfa heim aftur með sárt ennið — sumir hafa jafnvel ekki átt svo góðra kosta völ, heldur týnt lífinu í stormum og hríðarbyljum, eða hrapað í hrikalegum hlíðum fjallsins. Vitað er að a. m. k. tuttugu menn, sem flestir voru taldir afbragðs fjall- göngumenn, hafa farizt við til raunir til að klífa Eigertind. Flestir hafa menn þessir far- izt í norðurhlíð tindsins, sem er óhemju erfið uppgöngu, enda á tindurinn því frægð- ina fyrst og fremst að þakka. Eigertindur er 3970 m. yfir sjávarmál. Árið 1858 var hann fyrst klifinn — að vestan, en sú hlið fjallsins er tiltölulega auðveld uppgöngu. Hinsvegar var norðurhlíðin fyrst klifin árið 1938 og varð nafn Eiger- tinds þá nefnt í sömu andrá verjum tókst að klífa tind- inn. Þeir voru Ludwig Vörg, Andreas Hackmair, Fritz Kasparek og Heinrich Hadrer, í annað sinn tókst að klífa norðurhlíðina árið 1947 og síðan hafa tugir manna leyst þá þrekraun af hendi. En — eins og áður segir hafa maxg- ir orðið frá að hverfa og mörg mannslíf týnzt. Á árunum 1952—57 voru gerðar að minnsta kosti fjórar mis- heppnaðar tilraunir og þeirra á meðal er sú, er nú verður nánar sagt frá. ★ Fyrir þremur vikum fund- ust lík tveggja manna sem létu lífið í hlíð Eigertinds ár- ið 1957. Fundur þeirra varð til að svipta að nokkru hulu af sögu leiðangurs þeirra, sem í voru fjórir menn. Þar af fórust þrír, en aðeins eitt lík fannst. Sá er eftir lifði, er Ítali, Claudio Corti að nafni. Hafa ýmsir orðið til þess að draga í efa sannleiksgildi frá- sagnar hans £if ferðinni — og sem nöfnin Matterhorn og Montblac. Upp norðurhlíðina hafði alltaf verið farið að sumar- lagi, þar til í fyrravetur. Af tiu kunnum fjallgöngumönn- um, sem gerðu tilraunir til þess að klífa norðurhlíðina á árunum 1935—38 biðu átta menn bana, en tveir sneru aftur á miðri leið. Það var ioks í júlí árið 1938, eins og fyrr segir, sem fjórum Þjóð- hafa ýmsar gildar ástæður legið til þess. en nú virðast færðar sönnur á, að hún hafi í meginatriðum verið rétt. Sennilega verður aldrei fyllilega ljóst, hvað raunveru lega bar að höndum þeirra félaga dagana 3.—8. ágúst 1957. Frásagnir Cortis af ferð þeirra þá daga hafa verið nokkuð ósamhljóða og erfitt að henda reiður á, hvar hann heldur sig við staðreyndir. Björgunarleiðangurinn að starfi á toppinum. í baksýn sést tindurinn Hið eina, sem menn vita með vissu er, að 3. ágúst 1957 lögðu tveir ítalskir menn á norðurhlíð Eigertinds. Það voru þeir Claudio Corti, sem þá var 28 ára og Stefano Longhi, þá 44 ára að aldri. Treim dögum síðar, 5. ágúst, lögðu svo tveir Þjóðverjar, Gunther Northdurft og Franz Mayer einnig á brattann og hófu hina hættulegu ferð. Þeir voru báðir 22 ára. Þjóð- verjarnir og ítalirnir vissu hvorugir af annars ferðum upphaflega. Ferðin sóttist mjög hægt. Bæði hjá ftölunum og Þjóð- verjunum. Það var raunar ekki að undra um hina fyrr- nefndu, því Longhi hafði alls ekki nægilega reynslu til að fara slíka hættuför. AUk þess villtust þgir af leið þegar í upphafi ferðarinnar og hlutu af því verulega töf. Hinsveg- ar hefur alltaf verið ráðgáta, hvað tafði för Þjóðverjanna svo í upphafi, því þótt ungir væru að árum, voru báðir kunnir sem reyndir og dug- miklir fjallgöngumenn, eink- um Northdurft sem hafði unn ið mörg afreksverk í fjöllum. Eftir að Þjóðverjarnir og ítalirnir hittust miðaði enn hægar áfram. Af frásögnum Cortis virtist mega ráða. að þeir hafi alls ekki unnið sam an — fremur í andstöðu hver við annan. Enda virðist Ijóst, a?S þeir hafi orðið að beita handapati til þess að gera sig skiljanlega því hvorugir hafi skilið annars mál. Hinn 8. ágúst — fimm dögum eftir að ítalirnir lögðu .af stað, voru þeir allir samankomnir á klettasillu, en þaðan er eftir þriðjungur leiðarinnar upp á tindinn. Er hér var komið þurftu fjórmenningarnir að fara lá- rétt yfir þar sem kallað er „Vegir guðanna" þangað sem heitir „Hvíta köngurlóin“ og síðan upp skorninga að síð- ustu snjó'hettunni. Að því er Corti segir, taldi enginn þeirra sér raunar fært að kom ast þetta eins og þeir voru þá á sig komnir. Þó héldu þeir áfram, þótt þreyttir væru, bundnir saman tveir og tveir. Ekki höfðu þeir lengi farið, þegar Longhi skrikaði fótur og hann rann niður hjamið. Corti tókst að stöðva hann og halda honum uppi með Hellepart dreginn upp með Corti á bakinu. reipinu sem skarst inn í greip ar hans. I é«lnum fyrir neðan streymdu að hundruð áhorf- enda, sem með aðstoð sjón- auka fylgdust með þessum síðasta þætti hinnar hörmu- legu ferðar. Flugvélar flugu umhverfis tindinn með frétta Ijósmyndara innanborðs. Leið Sögumenn í þorpinu Grindle- wald við rætur tindsins töldu næsta ógerlegt að koma mönn unum til aðstoðar þar sem þeir væru, því það var fjarri hinni réttu leið yfir hlíðina. En nokkrir færir fjallagarpar hófu þegar undirbúning að björgun, er þeir vissu hvem- ig komið var. ★ Árið 1958 kom út í Vestur- Berlín bók um Eigertind, eft- ir Heinrich Harrer, sem hann nefnir „Hvíta Köngurlóin“ (Die Weisse Spinne). Harrer var eins og fyrr var sagt, einn hinna fjögurra manna, sem fyrstir klifu norðurhlíð Eiger- tinds. Hann er innan við fimmtugt, en á að baki sér langan feril sem fjallgöngu- maður og landkönnuður. Á styrjaldarárunum var hann handtekinn af Bretum í Ind- landi, en tókst árið 1944, eftir margar misheppnaðar tilraun- ir að flýja til Tíbets. Þar kynntist hánn og varð kenn- ari Dalai Lama og hef- ur sagt frá veru sinni þar í bókinni Sjö ár í Tíbet, — sem komið hefur út í íslenzkri þýð ingu. í bókinni um Eigertind fjallar Harrer ítarlega um ferðalag þeirra félaga 1957 og frásagnir Cortis af því. Þar rekur hann að nokkru orð- rétta frásögn Cortis og m. a. þar sem segir „Longhi kallaði til mín að láta sig síga svo sem tvo metra. Hann svifi þarna í lausu lofti en sæi þægilega sillu rétt fyrir neðan. Eg gerði eins og hann bað. . . Síðan fékk ég Þjóðverjana til þess að hjálpa mér að síga svo sem fimmtán metra niður. ísvegg- urinn hafði þarna um það bil 70—80 gráðu halla. Eg kom nú auga á Longhi í um 20 metra fjarlægð og spurði hvort hann væri særður. Hann svaraði mér því aðeins, að hann hefði ekki lengur getað haldið sér, Framhald á bls. 7. Norðurhlíð Eigertinds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.