Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. okt. 1901 MORGVNnL4Ð1Ð 13 Hl<i..mji,inu« GÓÐIR hljómleikar grundvall ast á tilfinningum — og mik- illi hlýju og samúð. Fyrir mér haldast músik og geðshræring í hendur. Hinir raunverulegustu og sönnustu dagar jassins og blásturshljóðfæranna voru rétt fyrir og um aldamót — á undan „The Roarin’ Twenti- es“. Fyrsta reynsla mín af Dixieland-jassinum var þrung in samúðartilfinningu og gleði — það voru fyrstu klúbbarn- ir. Og návökurnar og jarðar- farirnar í New Orleans, þar sem músikin var svo ríkur þáttur, eru einkennandi fyrir uppruna jassins — já því að jassinn er í raun og veru runn- inn frá hinum dauðu. Sem barn vakti ég oft lengi Og horfði og hlustaði á það, sem fram fór á návökunni. — Við sitjum umhverfis líkið sem er á miðju gólfi. Jóm- frúrnar ganga framhjá. Þú Louis Armstrong Louis Armstrong skrifar IMávökurnar og jarðarfarirnar i IMew Orðeans eru einkennandi fyrir uppruna jassins verður gripinn geðshræringu eins og allir aðrir. Hljóðfæra- leikararnir byrja og koma öll- um á hreyfingu. Næsta dag er líkið kistulagt, en á með- an leikur hópur blásara. Þeg- ar syrgjendurnir birtast í dyr unurn hættir músikin, en bassa trumban hljómar áfram. Hún hljómar lágt — rum, tum, tum — og líkfylgdin heldur af stað. Það er alltaf einhver að syngja. Útfararmarsar eru leiknir. á leiðinni til líkhúss- ins — þar lærði ég söngva eins og til dæmis: „When the Saints Go Marching in“, „High So- ciety“, „Oh, Didn’ the Ram- ble“ og marga fleiri. En megn- ið af músikinni byggðist á inn blæstri augnbliksins — tónar sem mönnum flaug í hug Og þegar komu fram á hljóðfær- inu. Hljómsveitin Iék í vagni sínum og fólkið söng — Þarna voru kádiljákarnir, sem tekn- ir höfðu verið á leigu, hjúkr- unarkonurnar sem önnuðust ættingjana og allir aðrir, sem komnir voru til að syrgja hinn látna ög samgleðjast honum með að komast til annars heims. Við gröfina náði músikin há marki — og þannig upphófst jassinn Þess vegna hleypir hann lífi í fólkið Eg var meðal fólksins þá og er það enn. Eg mun alltaf verða hluti af á- heyrendum — ekkert annað — þaðan fær maður innblástur- inn meðan á leiknum stendur. Allt mitt líf í músikinni hef ég verið að læra af viðbrögð- um fólksins. . — ★ — A öðrum tug aldarinnar átti jassinn einna mestu fylgi að fagna í Chicago og svo er enn. Þar voru „The Boll Weevils“, „Baby“ Dodds, Coleman Hawk ins, Joe Smith, „Red“ Nichols, Fletcher Henderson og „King“ Oliver. Þegar ég var ungling- ur hlustaði ég á þessa stór- laxa spila meðan aðrir strákar voru úti að slást. Kapphlaupið við götustrákana varð mér ágæt lífsfílósófísk lexía. Eg vildi heldur heyra músik — þér skiljið — dægurlög. Vildi heldur syngja og „svinga" með trompetinu mínu. Undr- izt ekki þó ég segi syngja með trompetinu, — það er eins hægt að syngja með því eins og röddinni — va, va, mute — og hljóðfærið grætur eða hlær. Og svo er sveigjan og itring- urinn. Þegar sungið er í „sving“ verður það að vera eins Og „fljótandi“ — það er hinn tilfinningalegi grundvöll- ur, hinn mikli þáttur jassins sem ekki ér hægt að læra af blöðum. Sumar af mínum beztu stundum átti ég með „King“ OliVer, þegar ég lék á trompet fyrir hann í Chicago ásamt Honoré Dutray, sem lék á trombon, Johnny Dodds á klarinettu, Lil Hardin á píanó, „Baby“ Dodds á trumbur, Bill Johnson bassa og Bud Scott og John St. Cyr á banjó. Það var um líkt leyti — í kringum 1925 — sem við Bessie Smith lékum og sungum inn á plöt- ur hjá Parlophone lögin Reck- less Blues, St. Louis Blues og Cold in hand Blues. Eg elska góða músik — hvort sem það er jass, sígild músik eða dægurlög og ég hugsa að fólk um allan heim sé sama sinnis — er ekki svo? Við eigum Öll minningar frá gömlum og góðum dögum. Um fólkið í heiminum, sem kom á hljómleika í trú og hamingju. Við eigum ekki að auka á áhyggjur þess, heldur gefa það sem fólkið vill heyra, góða músik. Þegar ég var veikur á Italíu hljóp Eileen Farrell oft í skarð ið fyrir mig á hljómleikum og ég var henni þakklátur. Það kom bá vel í ljós, að hún- gat sungið dægurlög eins vel og hinar stórfenglegu óperu- aríur. En það var ekki fyrr en ég kom heim og sá dagblöð- in, að mér skildist hvað ég hafði verið afskaplega veikur. Blöðin sögðu, að éa hefði legið í móki. — Þegar ég var lítill í New Oreleans var aðeins ríku fólki leyft að liggja í móki. — Hitler Krúsjefí Framh. af bls. 9. einnig í ljós þá hagsmuni, sem einokunarhringir auðvaldsins eigi að gæta í vopnaiðnaðinum, og hagsmuni heimsveldissinnanna, er noti styrjaldir sem tæki stefnu sinni til framdráttar. (Þessi orð eru gamalkunn úr ræðum Hitl- ers). Nú, jæja, segja Rússar þá, ef vestrænar þjóðir leggja svona mikla áherzlu á eftirlit og umsjón í sambandi við afvopnunarsátt- mála, þá eru Sovétríkin reiðubú- in að láta undan þessum hleypi- dómum og heimta „allsherjaraf- vopnun undir ströngu eftirliti." En þegar vestrænir samninga- menn reyna að ræða um fram- kvæmdaratriði hins fyrirhugaða eftirlits, þá kemur á daginn, að alit raunverulegt eftirlit er ekk- ert annað en njósnastarfsemi, að fyrst verður að komast að sam- komulagi um afvopnun, áður en nokkru eftirlitskerfi er komið á, Og að hvernig sem allt veltist, verði kommúnistaríkin á einn eða annan hátt að hafa neitunarvald um allt eftirlit innan þeirra sjálfra. • Einræðisríki gegn lýðveldi Á tímum Hitlers komust sam- komulagsumleitanir um afvopn- un aldrei svo langt, að þræta um eftirlit réði úrslitum. Enginn dreg ur samt í efa, að Hitler hefði svikið hvers konar afvopnunar- samninga, sem hann hefði undir- ritað, þegar höfð er í huga saga nazistastjórnarinnar og vitneskja sú um hugarfar Hitlers og félaga hans, sem við höfum fræðzt um sf gögnum eftir heimsstyrjöldina. Það er reyndar svo, að alræðis- stjómarfar í flokksríki hefur vafa lausa yfirburði fram yfir lýðræð- isriki, þegar um það er að ræða, hvort virða beri slíka samninga. í lýðræðisríki myndi afvopnun- •rsamningur verða lögákveðin skuldbinding, og sérhver tilraun til samningsbrota væri lögbrot, sem yrði afhjúpað og vítt opin- berlega í þjóðfélagi, þar sem til er sjálfstæður pólitískur minni- hluti og írjáls blaðapressa. í al- ræðisríki af nazista- eða komm- únistategund eru allar aðgerðir ríkisins huldar leynd, og almenn- ingi er alls ekki kleift að rann- saka opinberar framkvæmdir, sem ríkisstjórnin vill halda leynd um. Jafnvel þótt leyniþjónustu erlendra ríkja tækist að kómast á snoðir um ólöglegan vígbúnað myndi skýrslum þeirra verða neitað. Það er heldur ekki nóg að segja, að lýðræðisríki geti end urhervæðzt, ef það uppgötvar, að hinn aðilinn heldur ekki samn inginn. Á þeim tíma, þegar þjóð lýðræðisrikisins hefur sannfærzt um að samningurinn hefur verið rofinn, og vill taka að vígbúast, getur verið of seint fyrir hana að komast úr lífshættulegri aðstöðu. • Hættuleg trúgirni Þessi atriði eru vitanlega ofar- lega ofarlega í hugum þeirra vestrænu embættismanna, sem þurfa að fást við afvöpnunartil- lögur Sovétríkjanna. Aftur á móti hefur það ekki verið svó auðvelt að sannfæra vestrænt almennings álit um að hættulegt sé að semja um slíkar tillögur. Hér er eink- um átt við vissa dálkahöfunda og blaðaritst.jóra, sem setja sig á háan hest og líta stórt á sig og háleitar skoðanir sinar. Einnig verður að taka tillit t:'l skoðana „hlutlausu'* þjóðanna, og þær eru Oft mjög móttækilegar og næm- ar fyrir Kommúnistískum afvopn- unaráróðri. Að auki bætist við, að á Vesturlöndum er töluv'ert um fólk, sem — þótt það hneigist ekki að kommúnisma i stjórnmál- um — er reiðubúið að trúa á til- boð Krúsjeffs, á sama hátt og „Times“ í Lundúnum trúði frið- arræðu Hitlers árið 1935. Meira að segja meðal þeirra, sem eru ekki svo trúgjarnir, gætir til- hneigingar til þess að segja sem svo, að samkomulag um afvopn- un væii ómaksins vert, jafnvel án starfshæfs eftirlits- og um- sjónarkerfis, því að álit alls mannkynsins myndi þvinga fram hlýðni við slíkt samkomulag — sama almenningsálit heimsins, sem hugsjónamenn treystu einu sinni á aö myndi halda aftur af Hitler. • Hótanir Krúsjeffs Það, að Krúsjeff skuli hafa gripið til tungutaks beinna ógn- ana vegna Berlínarmálsins, hefur auðvitað reynt á trúarlund þeirra sem treystu á friðarvilja hans. Árásargjarn einræðisherra, sem reynir að blekkja heiminn með hjali um friðsamlegan tilgang sinn, verður fyrr eða síðar, til þess að fá sitt fram, að ógna og hóta með orðum og gerðum, sem eru ósamrýmanlegar fyrri um- mælum, er voru einungis yfir- skin. Þegar Krúsjeff segir Amilio Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu, að flugvélar, sem fljúgi'um „loft- göngin“ til Berlínar skv. gildandi samningum, verði skotnar niður: þegar hann hefur kjarnorku- sprengjutilraunir á ný og gortar af þvi, að Ráðstjórnarríkin muni senn eiga sprengjur með 100 megatonna sprengjukrafti, og þegar hann lýsir því yfir, að Bretland, Frakkland og ítalía séu „gíslar“ Sovétveldisins vegna þess að þau muni aldrei voga sér að berjast, — þá sér heimurinn og heyrir nýjan Krúsjeff. Hann er ekki lengur hinn alþýðlegi um- ferðasölumaður og innfjálgur postuli friðsamlegrar sambúðar; hann er þá ósvífinn og óskamm- feilinn fjárkúgari, sem hótar heimsstyrjöld, fái hann ekki leyfi til að þröngva kommúnistískri yfirdrottnun upp á íbúa Vestur- Berlinar. • Réttið mér litlafingur, og ... Engu að síður kynnir Krúsjeff sjálfan sig enn sem boðbera frið- arins. í miðju hættuástandinu, sem hann hefur skapað af ásettu láði, reynir hann að tendra vónir um tímabil friðar og góðvilja, sem muni renna upp, bara ef hægt sé að yfirstíga þennan eina erfiðleika. Verði látið undan kröf um hans, muni frelsi Vestur- Berlínar verða verndað óg ábyrgzt með tryggingum, sem eigi á einhvern hátt að verða bet- ur bindandi og öruggari en samn ingarnir, sem hann hefur nú róf- ið. Þar á ofan heldur hann því fram, að Berlínarmálið sé alger- lega einstætt, og ef einungis sé hægt að ryðja því úr vegi, þá sé ekkert lengur því til fyrirstöðu, að þjóðir heims lifi saman í hinu sæla samræmi og samlyndi, sem hjarta hans girnist svo mjög. Með hans eigin orðum: „Látum oss leita af alvöru og í góðri trú að iausn á vandamálinu um gerð þýzkra friðarsamninga, svo að vér getum í tíma stöðvað skrið ríkjanna ofan í helvíti eldflauga- Og kjarnorkustyrjaldar. Þá mun allt falla í ljúfa löð aftur. Þá verða ekki einungis engar kjarn- Orkusprengjutilraunir, heldur verður kjarnorkustríði ekki einu sinni hótað“. O — X — X — o Vestrænum þjóðum er þannig lie;tið gullinni framtíð, ef þær aðeins vilja láta undan í Berlín. Alveg eins og Hitler kvaðst eng- ar fleiri kröfur myndu gera, ef V ann fengi sínu framgengt í Tékkó-Slóvakíu, þá ætlar Krús- jeff aldrei að ónáða heiminn framar, ef hann fær sínu fram- gengt í Berlín. „Þá mun allt falla í ljúfa löð aftur“, og það mun verða eilíft sólskin eftir dimm- virðið. En hin vestrænu lýðræðis- ríki munu gera sig sek um óbæt- anlega heimsku og klappaskot, ef þau trúa því. Gefist Vesturveldin upp í Berlín, mun það einungis verða Krúsjeff hvatning til enn frekari yfirgangs og ofbeldis. Sé hægt að hræða Vesturveldin nú með hótun um kjarnorkustyrjöld (nuclear blackmail), hvað er því þá til fyrirstöðu, að sama ógn- unin verði endurtekin aftur og aftur til þess að þröngva vilja Moskvu upp á „gíslþjóðirnar" í Evrópu, og að lokum á Bandaríki Norður-Ameríku líka? Við vit- um, hvað gerist á enda þeirrar brautar. Styrjöldin hefst ári síð- ar en Miinchen. (Lausl. þýtt). Utvegsmenn Almennur fundur útvegsmanna ,sem ætla að láta báta sína stunda síldveiðar við SV-land í haust, verður haldinn í íundarsal Landssambands ísl. út- vegsmanna, í Hafnarhvoli, mánudaginn 16. október kl. 8,30 r.iðdegis- Fundarefni: Síldarsamningarnir. Landssamband ísl. útvegsmanna. i /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.