Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. okt. 1961 HOIRCUNBL 4 ÐIÐ 7 ÞAÐ er ekki óhugsandi, að þaS verði gervihnettirnir, sem leysa vamdamál sjónvarps á íslandi. Það er staðreynd, að kostnaðurinn við það að út- vega sjónvarpsefni í slíka stöð er mjög mikill, en nýjar fram- farir í endurvarpssendingum vekja vonir um að ekki líði á löngu, þar tii að hægt verði að senda sjóiuvarp um allan heiminn. Eins og kunnugt er, þá hafa útvarpsöldur þann eiginleika, að þær endurvarpast frá á- kveðnum lögum í lofthvolfi jarðar, og þess vegna er hægt að hlusta á útvarp hvaðan- æva frá hnettinum. Sjónvarps öldur, sem eru miklu styttri og par af leiðandi með hærri tíðni, hafa ekki sama eigin- leika, heldur smjúga í gegn um lögin og hverfa út í geim- inn. Allar sjónvarpssendingar takmarkast því við sjóndeild- arhringinn. Að sjálfsögðu er hægt að senda sjónvarpsefni eftir straumleiðslum milli fjar lægra landa. Nægir að benda á, að all flestir Evrópubúar gátu fylgst með því í sjónvörp um sínum, þegar Gagarin kom Gervihnettir til Móskvu eftir sína fræki- irhafnarmikið og kostnaðar- legu för. En slíkt er mjög fyr- samt, fyrir utan það, að mynd- irnar verða því óskýrari, sem lengra dregur. Það, sem sjón- varpstæknifræðinga dreymir nú um, er sá dagur, þegar gervihnettir verða látnir end- urvarpa sjónvarpsefni um all- an hnöttinn. • Máninn sem endurvarps- stöð Þetta eru engir hugarórar, því tilraunir með sendingar um gervihnetti hafa þegar verið framkvæmdar og það ' með góðum árangri. Hinir stóru belgir, sem Bandaríkja- menn sendu upp og kölluðu „Bergmál“, eru þegar frægir, en með þeim gátu þer sýnt Og sannað, að talsímasamband með endurvarpi frá belgjun- 1 um er mjög hentugt. En það eru ekki aðeins gervihnettirn- ir, sem geta endurvarpað raf- segulöldum, sem sendar eru út frá jörðinni. Mánlnn er einnig mjög hent ugur fyrir slík endurvörp, þrátt fyrir fjarlægð sína frá jörðinni. 11. febrúar sl. átti sér stað atburður, sem e. t. v. markar tímamót í sögu fjarskipta. Þann dag átti sér stað samtal milli vísindamanna í Ástralíu ánnars vegar og í Bandaríkj- unum hinsvegar. Samtalið var sent með loftskeytum en með ( endurvarpi frá mánanum. Vegna hinnar löngu leiðar, sem skeytin þurftu að fara, tók það hvert Orð 2,44 sekúnd- ur að fara á milli áfangastað- anna, en vegalengdin, sem skeytin fóru var yfir 700.000 km. Stytzta leiðin milli áfanga staðanna var aftur á móti að- eins um .13.000 km. Tilraunin sýndi, að máninn var vel hugs anlegur sem endurvarpsstöð, en ef hann ætti einn að full- nægja þörfinni, þá yrði hann fljótlega „troðfullur", en fjar lægðin er auk þess full mik- il fyrir sendingarnar. En til- raunin hefur mikið vísinda- legt gildi, og er ein af fyrstu þrepunum í hinum mikla himnastiga, sem reisa þarf. Ekki aðeins upp, heldur einnig umhverfis hnöttinn. • Efnið „geymt“. Önnur leið til þess að flytja sjónvarpsefni og annað efni milli fjíarlægra landa með að- stoð gervihnatta, nýtir ekki endurkastshæfileika þeirra, heldur tekur við sendingum frá Jörðu niðri, þegar gervi- hnötturinn er yfir sendistaðn- um. Síðan geymir gervihnött urinn sendingarnar á segul- spólu, þar til hann er yfir þeim stað, sem sendingarnar eiga að fara til. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi, að gervhnötturinn sendi frá sér sama efni nokkrum sinnum til mismunandi staða á leið sinni umhverfis hnöttnn. En áður en þetta verður að veruleika, verður þó að leysa ýms vandamál, t. d. orkuþörf ina fyrir gerfihnettina, því að öruggt má teljast að sólar rafhlöðurnar duga ekki ein- göngu í þessu sambandi. En vísindamönnum vex ekkert í augum nú á tímum, svo hver veit. E. t. v. getum við fs- lendingar fylgst með sjón- varpi frá Evrópú eða Banda- ríkjunum eftir nokkur ár. Björgvin Hólm. — Eigertíndur Framhald af bls. 3 því að hann fyndi ekki leng- ur til handanna fyrir kulda. Síðan bað hann mig að bjarga sér. Eg reyndi að hughreysta hann og bað hann reyna að bjarga sér dálítið sjálfur Og gerði svo margar árangurslaus ar tilraunir til þess að draga hann upp . . . Þjóðverjarnir gátu reyndar litla aðstoð veitt við það, því að annar þeirra var orðinn uppgefinn og hinn, Franz, varð að halda okkur báðum föstum , . , Eftir þriggja klukkustunda árang- urslausar björgunartilraunir báðum við Longhi að koma sér eins vel fyrir á sillunni og hann gæti, meðan við færum upp á toppinn. Þaðan skyld- um við fá aðstoð Við að bjarga honum. Þegar hann samsinnti því, lét ég svefnpokann minn og lyfjabúnað síga niður til hans. Við kvöddum hann með loforði um að gera allt sem í okkar valdi stæði honum til bjargar. Það var í síðasta sinn, sem ég sá vesalings Stefano.“ Klukkan var níu að morgni. Corti og Þjóðverjarnir héldu áfram, en á Hvítu Köngurlónni kom steinn fljúgandi í höfuð Cortis Og hann hrapaði niður nokkra tugi metra, áður en Mayer fengi að gert. Þegar Mayer sá hvernig komið var, taldi hann Corti á að bíða með an þeir Northdurft lykju ferð inni upp á tindinn. Mayer skildi tjaldbúnað eftir hjá Corti — þeir kvöddu hann og klifruðu áfram upp. Þá var klukkan 3 e. h. að því er Corti segir. Nú er þess að gæta, að Cörti hefur gefið nokkuð ósam- hljóða frásagnir af atburðum þessum í viðtölum við frétta- menn og fjallgöngumenn, en sagan um fall Longhis hefur ekki verið rengd, því að djúp merki sáust eftir reipin í lóf- um Cortis. ★ í bók sinni segir Harrer frá því að 7. ágúst Iögðu tveir Austurríkjamenn af stað upp norðurhlíð Eigertinds. Véður var gott fram eftir deginum, en versnaði mjög er á leið og varð undir kvöldið svo slæmt, að þeir félagar, Wolfgang, Stefan og Götz Mayr, reyndir fjallamenn, sneru þegar við og héldu til byggða. Er mönnum ráðgáta að Þjóðverjarnir og ítalirnir skyldu ekki gera hið sama eða þá dveljast um kyrrt í Hvítu köngurlónni. Ekki sízt þar sem kom fram í frásögn- um Cortis, að Northdurft hefði verið mjög veikur. Þó segir hann að engum þeirra hafi dottið í hug að snúa aftur. Á föstudeginum — 9. ágúst — fór björgunarleiðangur á stúfana. í honum tóku þátt hinir færustu fjallgöngumenn frá Þýzkalandi, Austurríki, Póllandi, Sviss, Frakklandi, Hollandi og Ítalíu. Veður var áfram eftir tveim aðgengileg- um leiðum að vestan upp á topp tindsins. Corti var þá ná- lægt fjögur hundruð metrum fyrir neðan þá, en tonghi ná- lægt 500 metrum. Allan laug- ardaginn unnu þeir með hin- um ágæta björgunarútbúnaði en án árangurs. Á sunnudags- morgun tókst að láta Alfred Helleport frá Þýzkalandi síga niður í Hlíðina. Hann batt Corti á bak sér og kom honum upp á toppinn. Þá var reynt að láta franska fjallgöngu- manninn Lionel Terray (Hann var annar af tveim mönnum er klifu norðurhlíð Eigertinds árið 1947) síga niður til Long- his, en loftskeytatækið sem notað var til að vísa honum leiðina,' bilaði, og áður en varði hafði myrkrið skollið á með hríðarstormi. Björgunarmennirnir fikrúðu sig niður með Corti — en. tókst áður að kalla til Long- his að þeir kæmu aftur upp næsta dag að sækja hann. Hann kallaði aðeins tvö orð á móti: — Hungur. — Kuldi. Næsta dag færðist stormurinn í aukana svo ekki var viðlit fyrir björgunarmenn að kom- ast upp. í þeim stormi lézt Longhi. Þá hafði hann verið tíu daga og níu nætur í norð- urhlíð Eigertinds. Lík hans fannst er storminn lægði. ★ En störm umræðna og efa- semda lægði ekki. Hvar voru Þjóðverjarnir tveir? Hvers vegna komust þeir svona lítið áfram allt frá upphafi ferðar- innar. Sumir staðhæfðu, að Corti hefði neitað Þjóðverjun- um um að hafa forystuna og enn aðrar og alvarlegri stað- hæfingar komu fram. Ýmislegt í frásögnum Cortis þótti benda til þess að hann hafi frá upp- hafi verið ófyrirgefanlega ó- kunnur staðháttum í fjalls- hlíðinni og að hann hafi alls ekki kynnt sér það, sem áður hafði verið um tindinn skrif- að. Enn fremur var því haldið fram, að hann hefði talið Longhi á að koma með sér í þessa ferð, vitandi að hann hafði alls ekki nægilega reynslu til að fara þetta — en hann hafði verið svo gagn- tekinn af þeirri hugmynd að verða fyrstur ítala til að klífa norðurhlíð Eigertinds. Ennfremur kom fram í nokkrum útgáfum af frásögn Cortis, að Þjóðverjarnir hefðu týnt meginhluta útbúnaðar síns, en ekki verður greint með vissu hvað það var sem þeir týndu. f frásögnum sín- um hefur Corti hins vegar alltaf haldið því fram, að Northurft hafi haldið ná- kvæma dagbók yfir ferð þeirra — því sé um að gera að finna lík Northdurfts, þvi í dagbókinni sé að finna sönn- ur á máli Cortis. Og nú — fjórum árum síð- ar er lík Northdurfts fundiðog dagbókin einnig. Síðustu þrjár vikurnar hefur leynilögreglan í Bern unnið stöðugt. að því að reyna að ráða fram úr velkt- um blöðum bókarinnar, en jafnvel kemískar aðferðir hafa reynzt árangurslausar. Skrift in er gersamlega máð burtu af vindi og vatni. Hjá dagbók- inni fannst einnig myndavél með átekinni filmu, en hún var líka ónýt. En staðurinn, þar sem líkin fundust segir sína sögu. Þau fundust í vesturhlíð fjallsins, þar sem venjulega er farið niður á auðveldastann hátt. Þau voru aðeins um klst. gang frá hóteli. Þangað hefðu þeir Northdurft og Mayer ekki komizt nema með því að fara upp alla leið norðan megin — yfir toppinn og niður að vest- an. Að öllum líkindum hafa þeir dáið 9. ágúst 1957 — e.t.v. hrapað, en þó er sennilegast að snjóskriða hafi fallið á þá. Einn björgunarmannanna, sem Mynd þessl sýnlr mana klífa norðurhlíðina. Á leið- inni eru margir staðir, þar sem klettaveggur er þvl sem næst lóðréttur. Harrer segir frá því í bók sinni, að oft hafi menn orðið að binda sig fasta á slíkum stöðum og hafast þar við næturlangt — hafa þeir jafnvel sofið þannig hangandi utan í veggnum. kleif fjallið til bjargar Corti fór um örfáum skrefum frá líkunum, þar sem þau lágu, grafin í snjónum — e. t. v. voru þeir þá enn lifandi. Af þessu virðist ljóst að þau atriði frásagnar Cortis, sem mestu máli skipta séu rétt og sönn — Þjóðverjarnir hafi haldið áfram upp tindinn Og skilið þá Longhi Og Corti eftir. En þeir komust aldrei til að ná í hjálp. Þótt svo ýmis atriði í ferða- frásögn Cortis séu enn óljós er sennilegt, að hann verði í framtíðinni laus við óþægi- legar efasemdir manna um þennan afdrifaríka leiðangur í ágúst árið 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.