Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORCV1SBLAÐ1Ð Þriðjudagur 24. okt. 1961 4 r Hammarskjöld og Luthuii veitt Friðarverölaun Nðbeis Ósló, 23. okt. (NTB) NÓBELSNEFND norska Stórþingsins tiLkynnti í dag, að hún hefði úthlutað Frið- arverðlaunum Nóbels fyrir árin 1960 og 1961. Friðar- verðlaunin 1960 hlýtur Al- bert John Luthuli, leiðtogi Þjóðþingsflokksins í Suður- Afríku, en frið arverðlaunin 1961 voru ve>*' Oag Hammar skjöld, fyrr idi aðalfram- kvæmdastj . ameinuðu þjóð- anna, að honum látnum. — Verðlaunin eru 226 þúsund og 250 þúsund sænskar krón- ur (ísl. kr. 1.883.000,00 og 2.- 083.00 ,00). Fulltrúar á þingi Sameinuðu þjóðanna og starfsmenn samtak- anna hafa í dag látið í ljós á- nægju- sína yfir því að minn- ingu Hammarskjölds hafi verið sýndur þessi sómi. Eru menn sammála um að ekki hefði önn- ur sæmd betur hentað minn- ingu þess manns, sem ætíð var forvígismaður í baráttu fyrir friði í heiminum. 1 dag var haldin minningar- hátíð um Dag Hammarskj öld í Westminster Abbey í London að viðstöddu fjölmenni. Meðal gesta voru fulltrúar Breta- drottningar, Harold Macmillan, forsætisráðherra, fulltrúar Verka mannaflokksins og Frjálslynda flokksins auk sendiherra ýmissa erlendra ríkja. Albert John Luthuli Andstæðingur Verwoerds Albert John Luthuli, forseti Þjóðþingsflokksins í Suður- Afríku (ANC), er fyrsti blökku- maðurinn, sem hlýtur Friðar- verðlaun Nóbels. Hann er fædd- ur í Suður-Ródesíu 1898, en fluttist með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku árið 1906. Lut- huli gekk í kristniboðsskóla í Natal og seinna í kennaraskóla. Árið 1935 var Luthuli kjörinn höfðingi ættflokks síns, sem er grein af Zulu-ættbálkinum. — Hann hefur barizt ötullega gegn kynþáttastefnu Verwoerds, for- sætisráðherra. Á síðasta ári var ANC-flokkurinn bannaður eftir langvarandi baráttu gegn vega- bréfaskyldu blökkumanna í S- Afríku og Luthuli handtekinn. Honum var seinna sleppt og býr nú með ættflokki sínum í þorpi nofekru í Natal og er bann- að að ferðast eða taka þátt í fundarhöldum. Á ÖÐRUM tímanum aðfaranótt sunnudags var fiskbill á leið inn í Reykjavík, hlaðinn af góðýsu, lúðu, gaddaskötu o fl. ferskmeti úr fiskaríkinu. Þegar bíllinn var að komast yfir Kópavogsbrúna, opnaðist afturhurð á honum, og út rann fiskfarmurinn. Kr ekki að orðlengja það, að fiskurinn dreifðist upp alla brekkuna á Digraneshálsi, en bílstjórinn varð ekki missis síns var, fyrr en inn í höfuðborgina var komið. Þetta var á einum mesta um- ferðatímanum, þegar prúðbúið fólik var að halda heim úr sam- kvæmum og skemmtihúsum í Reykjavík. Margir farþegar FRA Suður-Grænlandi til Hjaltlandseyja liggur mikið lægðardrag, og austast í því er kröpp lægð, sem stefnir í áttina til Islands. Fylgir henni mikið regn- svæði, sem mun hafa gengið vestur yfir landið í gærkvöldi og nótt. Sunnan við dragið er vest- anvindur, kalt loft frá norð- uprsvæðum Kanada. Vestast í því er éljagangur, en skúrir og hagl, jafnvel þrumuveður, þegar kemur austur undir Bretlandsey j ar. höfðu hug á að birgja sig upp í sunnudagsmatinn, námu staðar og tóku að iðka fiskveiðar á þurru landi. Kom þarna að um síðir múgur og margmenni, og hafði það verið ógleymanleg sjón að sjá pelsklæddar hefðarfrúr á háum hælum vaðandi í fisfekös- Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi i SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Norðan stinningskaldi og rigning öðru hverju fram eftir nóttu, austan eða SA kaldi og skúrir á morgun. Vestfirðir og miðin: Hvass NA, stormur á miðunum, rign- í ing einkum í nótt. Norðurland, NA-land og mið t in: Hvass austan og rigning í nótt, léttir til með SA kalda í fyrramálið. Austfirðir, SA-land og mið- in: Allhvass austan og rign- ing í nótt, SA stinningskaldi og skúrir á morgun. inni og tínandi upp siorugar ýs- ur, sem settar voru aftur í skott. Aðrir voru á annars konar fiskiríi inni í bílum og máttu ekki vera að því að nema staðar, enda hugur í mönnum til stór- ræða eins og hjá hinum fiski- mönnunum. Ófeu þeir yfir afl- ann, sem kramdist ofan í götuna. Gerði af því slífca hálku, að vekja varð upp vinnuflokk til að hreinsa götuna svo að ekki hlyt- ust af slys. Danskt skip strand- aði í Hornafj.ósi Fiskirí á þurru landi Lúðvík neitar að svara Friðardúfur starfa bara á \ etrum eins og saumaklúbbar MORGUNBLAÐIÐ hringdi til nokkurra þekktra manna í gær og lagði þessa spurn- ingu fyrir þá: „Hvert er álit yðar á kjarn orkusprenginkum Sovétrikj- anna nú með sérstöku tilliti til ákvörðunarinnar um að sprengja 50 megatonna sprengju?" Viðbrögð þeirra, er hringt var til, voru sem hér segir: Lúðvík Jósefsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins: ,JÉg óska ekki eftir að svora þessari spumingu“. Hannibal Valdimarsson, for seti Alþýðusambands Islands: „Ég er algerlega andvígur slíku tiltæki. Hef annars ekki meira um málið að segja, svona paa staaendi Fod“. Jóhannes úr Kötlum, rit- Ihöfundur: „Ég er á móti öll- um kjarnorkusprengingum. Þetta er allt sama vitleysan. Ég er algerlega andvígur kappakstri stórveldanna í þessu efni, og hvað viðvíkur 50 megatonna sprengjunni, þá er ég auðvitað ekki sízt á móti slíkum heljarspreng- ingum“. Eðvarð Sigurðsson, formað- ur Dagsbrúnar: „Ég er and- vígur öllum kjarnorkusprengj um yfir höfuð. Nei, ég veit ekki til að hliðstæð mál hafi verið á dagskrá hjá Dags- brún, svo að ég geri alls ekki ráð fyrir að félagið geri neina samþykkt um kjam- orkusprengingar Rússa. — Nei, ég vil ekkert segja um afstöðu okkar pólitísku sam- taka. jAlls ekkert". Frú Sigriður Eiríksdóttir, meðlimur „Alheimsfriðarráðs ins“ og hinna íslenzku „Menn ingar- og friðarsamtaka kvenna": „Hafið þið einhverj ar sannanir fyrir því að Rússar hafi sprengt stóru sprengjuna? Annars er ég á móti öllum kj arnorkuspreng- ingum — hvort sem þær eru í austri eða vestri". Aðspurð hvers vegna Menningar- og friðarsamtök kvenna hefðu ekki mótmælt sprengingum Rússa kröftuglega: „Um það skal ég ekkert segja. Ég er ekki í stjórninni. Hins vegar er þetta nú fyrst og fremst vetrarstarfsemi — og fyrsti fundurinn verður núna í vik- unni“. Hverjum eru fslendingar hlekkjaðir? Morgunblaðinu voru send- ar í gærdag samþykktir, sem gerðar voru á fundi miðnefnd ar svokallaðra „samtaka her- námsandstæðinga“ á sunnu- dag, svó og afrit af orðsend- ingu sömu samtaka til sendi- herra Sovétríkjanna á Is- landi. I upphafi samþykktanna segir, að samtök þessi vilji ■ nú „kunngera mótmæli sín gegn þeirri fyrirætlun stjórn- ar Sovétríkjanna að láta nú f þessum mánuði sprengja 50 megatonna risavetnis- sprengju“. Meginmál og að því er virðist aðalatriði sam- þykktanna fjallar hins vegar um það, að íslendingar eigi að hverfa frá samstöðu sinni með vestrænum þjóðum.' Sér staklega er það fordæmt, að íslenzka þjóðin sé „hlekkjuð" þeim aðila, sem „mestar til- raunir“ hafi gert með kjarn- orkuvopn. Virðist miðnefnd samtakanna álita, að íslend- ingar séu hlekkjaðir Sovét- ríkjunum, því að síðustu sprengingar þeirra eru lang- mestar allra slíkra tilrauna, eins og kunnugt er. Að lok- ixm er því beint „til allra ís- lendinga að gera kröfur frið- samra milljóna mannkyns“ að sínum kröfum. I orðsendingu sinni til sendiherra Sovétríkjanna segja fulltrúar samtaka þess- ara, að „tilraunir með kjama vopn sé beint tilræði við mannkynið“. Þar segir og: „Tilkynning stjómarvalda Sovétríkjanna þess efnis, að þau hyggist sprengja 50 mega tonna kjamasprengju í til- raunaskyni hefur vakið undr un og skelfingu um allan heim og kallað fram hin hörð ustu mótmæli“. Samtökin mótmæla síðan þessari óhæfu og „skora ein- dregið á stjómarvöld Sovét- ríkjanna að hætta við þessa ómannúðlegu helsprengjutil- raun“. Sendiherrann er að lokum beðinn um að koma orðsendingunni áleiðis. Skipstjórinn bað ekki um hafnsögumann HORNAFIRÐI. 23. október. — Dansfet flutmngaskip tók niðri í Hornafjarðarósi snemma í gær- morgun. Hefur ekki verið hægt að ná því út enn vegna veðurs. ÖUu er óhætt um borð í skipinu. Hér er um að væða danska skipið Ansula, sem er með 300 lestir af sementi og annan vam- ing handa varnarliðinu á Stokks nesi. Skipstjórinn á skipinu ósk- aði efeki eftir hafnsögumanni, iþegar hamn kom í fyrrinótt, og lagði hjálparlaust í ósinn snemma í gærmorgun. Þegar skipið var komið klakk- laust inn fyrir. tók skipstjórinn stefnu á Melabryggju. en hún er aðeins ætluðu trillubátum í sam bandi við flugvöllina, fyrir vest- an ósinn. Skipið tók niðri rið Óslandið, áður en það kæmist að Mela- bryggju, _ og situr þar enn. Það stendur á leirbotmi. svo það mun ekki hafa skemamst. en sennilega verður að losa eitthvað úr því, ^ALÞINGIS áður en reynt verður að ná þvi út aftur. Skipstjórimm kallsCi é hafn- sögumamn í morgun og bað um aðstoð, en efcki er hægt að at- hafma sig við skipið vegna veð- urs, svo hanin verður að sitja þama um sinn. eða þar til veðr- ið lagaist. — G. S. , , . DAGSKRA á fundum Alþingis i dag »r sem hér segir: Sameinað Alþingi: — Vantraust á ríkisstjórnina, þáltíll. — Hvemig ræða skuli. Efri deild: _ 1- Dómsmálastörf, lög- reglustjóm, gjaldheimta o. fl., frv. — 1. umr. — 2. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. — 3. Skemmtanaskattur 1962, frv. — 2. umr. NeSri deild: — 1. Lausaskuldir bænda, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.). — 2. Aburðarverksmiðja, frv. — 1. umr. — 3. Atvinnubótasjóður, frv. — 1. umr. — 4. Ferðaskrifstofa rikisins, frv. — 1. umr. — 5. Landsútsvör, frv. — 1. umr. Fundur 1 Sameinuðu þingi hefst kl. 13:30 og deildafundir strax að honum loknum, væntanlega aðeins litlu siðar. litringsins; gætti hér TITRINGURINN frá hlnni hrikalegu kjamorkuspreng ingu Rússa í gærmorgun kom fram á landskjálfta- línuriti á einum jarð- skjálftamæla Veðurstofu Is lands. Klukkan 8.36 eftir Greenwich-tíma (7.36 eft- ir núverandi tíma hér) kom daufur titringur fram á mælinum, sem mun stafa frá sprengingu 50 megalesta kjarnorku- sprengjunnar norður og austur af íslandi, sennilega einhvers staðar í hafinu milli Svalbarða (Spitzberg- en), Franz Jósefs-Iands og Novja Semlja. 50 mega- lesta sprengjukraftur jafn- gildir sprengj umætti 50 milljóna lesta af TNT- sprengiefni. — Þessi tími kemur heim og saman við tímann, sem Svíar segja sprengjuna hafa verið sprengda á. Þegar þessi æ g i 1 e g i eyðingarmátttur leysist úr læðingi, hefur jarðskorpan skolfið svo mjög, að jarðhræringin kemur fram sem léttur landskjálfti víða um heim. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.