Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. okt. 1961 Við báðum um það sama og þjóðir Afríku og Asíu segir ungverski rithofundurinn Tibor Meray sem talar 1 Tjarnarbíói í kvöld I GÆR hitti ungverski blaða- maðurinn og rithöfundurinn Tibor Meray íslenzka fréttamenn á Hótel Borg og ræddi við þá um ungversku byltinguna og annað sem þeim lék hugur á að heyra úr margháttaðri reynslu hans. Meray er hingað kominn á veg- um félagsins „Frjáls menning“ í tilefni af fimm ára afmæli ung- versku byltingarinnar, og til- kynnti formaður félagsins, Jó- hannes Norflal, að Meray mundi haida fyrirlestur í Tjarnarbíó kl. 8,30 í kvöld til að minnast bylt- ingarinnar. Kallar hann fyrir- lestur sinn „Ungverjaland Og kommúnistaríkin fimm árum eft- ir ungversku byltinguna“. Mun Meray ræða um atburðina í Ung- verjalandi og almenn viðhorf nú, stöðu rithöfunda, listamanna, menntamanna og kjör almenn- ings. Jafnframt mun Páll Kolka fyrrv. héraðslæknir flytja ávarp. Tibor Meray er aðeins 37 ára gamall, fæddur í Búdapest 1924. Hann lauk prófi í ungverskum og latneskum bókmenntum við háskólann í Búdapest. A árunum 1946—1955 vann hann fyrir mið- stjórn kommúnistaflokksins, sem framkvæmdastjóri menningar- deildarinnar. Einnig átti hann sæti í útgáfuráði flokksins. Hann var fréttaritari í Kóreu á árun- um 1951—’53 og ritari ungverska rithöfundasambandsins 1953—’55. Rekinn fyrir „hægri villu 1 ársbyrjun 1955 var Meray rekinn frá blaði kommúnista- flokksins fyrir „hægri villu“ Og stuðning við Imre Nagy. Hann tók mjög virkan þátt í uppreisn- inni í Ungverjalandi og var þar meðlimur í byltingarráði ung- verskra menntamanna. I nóvem- ber 1956 flúði hann til Júgóslav- íu og hefur dvalizt í Frakklandi síðan 1957. Tibor Meray er stór- virkur Og góður rithöfundur, hef- ur m. a. hlotið ungversku Koss- uth-bókmenntaverðlaunin. Meðal bóka hans má nefna „Ovininn", skáldsögu sem komið hefur út á flestum vestrænum tungum; „Þrettán dagar sem skóku Kremil“, bók sem fjallar um Imre Nagy og ungversku bylt- inguna; og svo „The Revolt of the Mind“ (Uppreisn hugans), en þá bók samdi hann ásamt ung- verska rithöfundinum Tamas Aczel, sem kom til Islands fyrir nokkrum árum. Loks má nefna skáldsöguna „Maðurinn sem ekki hafði yfirskegg", sem er nýlega komin út á þýzku, en ensk og frönsk útgáfa eru í undirbúningi. Mikil blóðtaka ekki þolað; því var svarað með skothríð; síðan hófust bardagar; og loks brutu Rússar uppreisnina á bak aftur, uppreisn sem kvikn- aði í einu vetfangi án nokkurs undirbúnings. Svo var Nagy rænt Og hann líflátinn fyrir þremur árum. Og flóttamannastraumur- inn jókst dag frá degi þegar séð var fyrir eridann á byltingunni. iffir 200.000 manns flúðu land. Það var nnkil blóðtaka fyrir litla þjóð. Meray minnti í þessu sambandi ó orð sem Lenin lét einu sinni falla: „Flóttamaður er maður sem greiðir atkvæði með fót- unum“. Var það heimskulegt? „Bylting okkar brást“, sagði Meray. „Var ekki heimskulegt að byrja nokkurn tíma á henni? Þetta er auðvitað heimskuleg spurning. Sagan spyr ekki hvort hlutir séu skynsamlegir eða heimskulegir — þeir gerast bara, Og við því er ekkert hægt að segja. En í beiskju okkar köstum við samt fram þessari spurningu. Og svarið er: Nei, það var ekki heimskulegt. Byltingin í Ung- verjalandi sannaði vestrænum þjóðum, að í Austur-Evrópu búa milljónir manna sem biðja um sama frelsi og þjóðirnar í Afríku og Asíu. Byltingin í Ungverja- landi sannaði hlutlausum þjóðum, að valdhafar kommúnismans hafa hlutleysi að engu. Imre Nagy hafði lýst yfir hlutleysi Ungverjalands, en það var kæft í fæðingu. Byltingin í Ungverjalandi var líka vísbending um það, að ekki verður endalaust hægt að fresta frelsun Austur-Evrópu undan áþjáninni. Þetta vandamál vofir yfir leiðtogum kommúnismans á meðan ekki er reynt að leysa það á réttlátan hátt.“ Samband betra en áffur Meray var spurður hvernig sambandið milli flóttamanna og Ungverja heima fyrir væri, hvort þar væri nokkur samgangur. Hann sagði að sambandið væri mjög gott og flóttamennirnir vissu um allt sem gerðist í Ung- verjalandi. Þeir fengju að sjálf- Tibor Meray sögðu ungversk blöð, og þegar maður riefði starfað við þessi blöð, kynni maður að lesa á milli línaima. Þá væru núverandi stjórnarvöid miklu frjálslyndari en stjórnin fyrir byltinguna að því er snertir ferðaleyfi og vega- bréf. Það væri tiltölulega auðvelt fyrir Ungverja nú, að fá vega- bréf til útlanda. Aður hefðu eng- ir nema tryggir flokksmenn feng- ið vegabréf. Engir góðir höfundar í flokknum nú Um samtök rithöfunda í Ung- verjalandi, sem fyrir byltinguna voru mjög athafnasöm, sagði Meray, að þau væru nú að mestu úr sögunni. Þau hefðu verið deild í flokknum fyrir byltinguna, en nú væru sárafáir rithöfundar í kommúnistaflokknum, og eng- inn hinna betri. Jafnvel höfund- ar með kommúnískar sannfær- ingar væru ekki í flokknum. Að- ur hefði baráttan milli höfunda og gagnrýnenda farið fram innan flokksins, en nú ætti hún sér stað utan hans, þ. e. a. s. flokks- bundnir gagnrýnendur væru sí- fellt að ráðast á beztu höfund- ana, og þess vegna þjöppuðu rit- höfundar sér nú saman til bar- áttu gegn flokksvaldinu og ein- sýninni. Flokkurinn stimplar alla þá sem ekki eru á línunni, þ. e. a. s. þá sem lýsa lífinu eins og það er, „existensjalista", þó það þætti sennilega skrýtin nafn- gift í Frakklandi. Minni harka Meray sagði að nú væri ekki lagt nærri eins hart að fólki og áður að taka virkan þátt í pólitísku lífi. Aður fyrr var sí- íellt verið að skipa verkamönn- um að sækja hina og þessa fundi eftir vinnutíma, t. d. fund hjá MIR eða einhverjum svipuðum íélagsskap. Þá var orðtakið: „Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur“. Nú hefur þetta snúizt við, og orðtakið virðist vera: „Ef þú ert ekki á móti okkur, þá ertu með okkur“. Með- an valdhafarnir fá að sitja óáreitt ir eru þeir m. ö. 0. ánægðir. Meray sagði að ungverska bylt- ingin hefði áreiðanlega bjargað stjórn Gómúlka í Póllandi, sem Rússar ætluðu sér að bola burt, og jafnframt verið Pólverjum viðvörun um að ganga ekki of langt í frelsisbaráttu sinni. Hann sagði að spennan milli valdhafa Og almúga væri nú miklu meiri en áður í öllum ríkjum kommún- ismans, einnig í Sovétríkjunum. Einhvern tíma hlyti því að koma til uppgjörs eða róttækra breyt- inga. Rakosi var alltaf á járnibrautarstöðinni Þegar Meray var spurður um gömlu kommúnistaforingjana í Ungverjalandi, sagði hann að þeir væru allir komnir heim' aft- ur nema Rakosi. Sumir segðu að hann væri 1 Ytri-Möngólíu, og gæti það vel átt sér stað, því kona hans væri mongólsk, en aðr- ir segja að hann sé enn í Moskvu. Um skeið skrifaði hann Krúsjeff orðsendingar um ástandið í Ung- verjalandi og stjórn Kadars, og aflaði sér þá einkum upplýsinga með því að fara daglega niður á aðaljárnbrautarstöðina í Moskvu og hitta Ungverja sem voru að koma frá Búdapest. En þegar Kadar frétti þetta, bað hann Krúsjeff að fjarlægja Rakosi frá Moskvu eða a. m. k. banna hon- um að fara á járnbrautarstöðina! Ernö Gerö, sem kvaddi Rauða herinn á vettvang í ungversku byltingunni,. býr í Búdapest, en er orðinn blindur. Hegedus, sem um skeið var forsætisráðherra, og ýmsir aðrir fyrrverandi ráð- herra stunda einhver minni- háttar störf í Búdapest og halda hópinn, rifja upp gamla velgengn isdaga og slá hver öðrum gull- hamra. Þetta kvað vera mjög einangraður hópur. Deila Kína og Sovétríkjanna öriagarík Að lokum vék Meray að deil- unni milli Sovétríkjanna og Kína og kvað hana miklu merkilegri °g þýðingarmeiri en menn gerðu sér almennt ljóst á Vesturlönd- um. Deilan hefur nú staðið í A fundi sínum við fréttamenn í gær hóf Tibor Meray máls með því að þakka fyrir hinar góðu móítökur sem hann hefði fengið á Islandi. Kvað hann einkenni- legt til þess að hugsa, að á þess- um degi fyrir nákvæmlega fimm árum heíði hann slegizt í hóp með blaðamönnum, rithöfundum, stúdentum Og verkamönnum í Búdapest til að biðja um sjálf- stæði til handa landi sínu og nýja stjórn undir forsæti Imre Nagys, til að votta Gómúlka og hinni nýju stjórn hans í Póllandi samúð og til að fara þess á leit að Ungverjar og Rússar tækju upp nýtt og betra samband á grundvelli jafnréttis og gagn- kvæmrar virðingar. En þetta var • Hyrnumjólk eða flöskumjólk Ung húsmóðir í Keflavík hefur skrifað Velvakanda. — Gagnrýnir hún það fyrirkomu lag þess einokunarfyrirtækis, sem selur okkur mjólkina, að í Keflavik fæst nær eingöngu mjólk I hymum. Þeir, sem mæta kl. 9 að morgni í mjólk urbúðinni, geta stundum feng ið keypta flöskumjólk, en eft ir kl. 9:30 er vonlaust að fá annað en hyrnumjólk. Nú vilja margir kaupa fyrrnefndu mjólkina bæði þar sem hyrn urnar nýta illa ísskáparúm, og ekki sízt vegna þess að hyrnu mjólkin er 40 aurum dýrari. Fjölskylda, sem kaupir 4 lítra af mjólk á dag, neyðist til að eyða um 600 krónum meira á ári en hún kærir sig um, ef hún verður að kaupa hyrnu- mjólk. Húsmóðirin segir í bréfi sínu að sé spurt um á- stæðuna fyrir þesari fram- komu einokunarverzlunarinn- ar, sé svarað, að Reykvíkingar vilji heldur flöskumjólk, og því sé ekki annað en hyrnu- mjól'k eftir handa Keflvíking um. Hvers vegna kvarta þá eumir Reykvíkingar um vönt un á hyrnumjólk? Húsmóðir- in segir að lokum, að fólk eigi heimtingu á að geta valið um hvorar umbúðirnar sem er, a. m.k. meðan tvenns konar verð er við lýði. • Einokunarfyrirtæki Velvakandi getur af heilum hug tekið undir með húsmóð- urinni í Keflavík, en hætt er við, að hér verði við ramman reip að draga, þar sem einok unarvald Mjólkursamsölunn- þrjú ár, sagði hann, og klofning- urinn verður æ dýpri. Arásir Krúsjeffs á Albaníu og „Molotov- hópinn“ voru ekki annað en dul- búin árás á Kína og stefnu Mao Tes-tungs. Þegar kommúnista- leiðtogar deila sín á milli er það miklu hatramari og hættulegri leikur en menn gera sér ljóst. Stalin drap alla samherja sína fyrr eða síðar, og Krúsjeff mundi ekkert kjósa frekar en koma Mao fyrir kattarnef. Þannig hugsa kommúnistar, og svona hugsuðu líka þaþólikar fyrir eina tíð; mað- ur sem gekk af kaþólskri trú var þúsund sinnum verri en Múham- eðstrúarmaður eða hindúi. Og til að trúarbrögð séu máttug má ekki vera nema ein kenning, heil og óskipt. Byltingin ekki aðeins „barefli'* Meray kvað sárt til þess að vita að vestræn ríki virtust oft líta á ungversku byltinguna sem hand hægt barefli á Rússa, þegar þau hefðu sjálf vonda samvizku. Bylt- ingin væri notuð sem innantómt vígorð til að slá vopnin úr hönd- um Rússa, ef þeir dirfðust að gagnrýna eða fordæma aðgerðir Vesturveldanna, eins Og t. d. ör- lög Lúmúmba. Við gerðum ekki byltinguna í Ungverjalandi til að breiða yfir vestræna nýlendu- stefnu eða aðra vestræna smán- arbletti, sagði Meray að lokum. Við gerðum byltinguna til að fá a. m. k. svipað frelsi Og hin nýju ríki Asíu og Afríku eru nú að fá hjá fyrrverandi nýlendukúgur- um. Rauða blikan MILLI kl. 4 og 5 í gærdag sást óvenjulega björt blika á suðurhimninum. Var þetta himinbál svo magnað og blossa mikið á tíma, að sumum varð ekki um sel og töldu jafnvel, að hin djöfulmagnaða kraft- bomba Rússa, sem sprengd var í gærmorgun, hefði sent þess ar logatungur upp í himiib- hvolfið. Hringdu margir til Morgunblaðsins í gær til þess að leita staðfestingar á sænsku fréttinni, sem lesin var í há- degisútvarpinu, um spreng- ingu atómsprengju, er jafngilti 50 milljónum tonnia af TNT, í Sovétríkjunum, og spurðu um leið, hvort nokkurt sam- band gæti verið milli þeirra óskapa og blikunnar rauðu. — Glampi frá svo hryllilegri sprengju myndi að vísu sjást um óravegu, en þessi óhugn- anlega blika mun sennilega hafa stafað af sól og mistri. ar getur að sjálfsögðu snið- gengið eða hundsað öll sjálf- sögð lögmál frjálsrar verzlun ar. Hjá einokunarfyrirtækj- um hlýtur viljinn til að þókn ast og geðjast viðskiptavinun um alltaf að vera takmarkað ur, ekki sízt. þegar þau verzla með slíka nauðsynjavöru sem mjólk er. Allir þurfa á mjólk að halda, og þegar aðeins eitt fyrirtæki selur hana án sam keppni, svo að menn geta ekki snúið sér til annarra, sem betri þjónustu veita, þá er sá, sem neyðist til að kaupa hjá því, ekki lengur viðkiptavin- ur, heldur réttur og sléttur kúnni sem getur bara hypjað sig, ef hann er ekki ánægður. • Myndir úr forsetaför Úr bréfi frá „Almúgamanni“ um myndirnar í Mbl.-glugg- anum: „Víst var það vel til fundið af Morgunblaðinu að sýna þessar myndir, en of fáir eiga þess kost, jafnvel hér, að sjá þær í sýningarglugga, svo hvað þá um landana vestra, sem raunar eiga þó mestan réttinn. Er það ekki einsætt, að þeirra vegna beri að gefa út bók um förina, með sem flestum myndum, en líka nokkuð af ræðunum vestan hafs og heildarfrásögn af ferðinni? Og þannig þarf að ganga frá bókinni að hún verði að sæmilegum notum einnig fyrir þá, er ekki lesa íslenzku. Vonandi að þetta verði tekið til athugunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.