Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL 4ÐIÐ Þriðjudagur 24. okt. 196r IITAN UR HEIMI Dagur Sam- einuðu þjúðanna ÍJtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Auglýsingar Og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÝR FORMAÐUR OG VARAFOR- MAÐUR í SJÁLFSTÆÐÍSFLOKKNUM í SUNNUDAGINN fór fram formanns- og varafor- mannskjör Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundi flokksins. Kjörið var leynilegt og án tilnefningar. Úrslitin voru samt svo eindregin, að eng- um getur blandazt hugur um, að Sjálfstæðisflokkurinn stendur einhuga að baki hinnar nýju íorystu. Bjami Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, vék að því, er kunngjörð höfðu verið úrslit formanns- kosningar, að sér væri mik- ill vandi á herðar lagður með þessu kjöri, og Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðiáflokksins, sagði, er hann þakkaði traust það, sem sér hefði verið sýnt, að hann ætti þá ósk helzta að sér og hinum nýja formanni flokksins mætti auðnast að ráða fram -úr málum hans á sama hátt og Ólafi Thors, fyrrverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins, og Bjarna Benediktssyni sem varafor- manni hefði tekizt um langt skeið. Sjálfstæðismenn um land allt fagna hinni nýju for- ystu. Þeir gera sér grein fyr- ir því, að þeir hafa lagt mikla ábyrgð á herðar þess- ara tveggja manna, en þeir munu líka auðvelda störf- in. Hinn óbreytti flokksmað- ur mun hvar sem hann er búsettur, vinna þrotlaust fyr ir hugsjónir Sjálfstæðis- flokksins, svo að forysta hans mun hvarvetna finna þann samhug og traust, sem bezt mun endast henni til afreka í þágu lands og þjóð- ar. — STEFNAN MÖRKUÐ i ÖÐRUM stað í blaðinu er ■**• birt í heild stjórnmála- ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. Þessi fundur er haldinn á miðju kjör- tímabili og þess vegna var ekki talin ástæða til að af- greiða tillögur um einstaka þætti þjóðmálanna, eins og venja er til á þeim lands- fundum, sem marka kosninga stefnuskrá flokksins. Hins vegar var samþykkt almenn ályktun um þjóðmálin, þar sem jafnframt eru raktir þeir þættir stjórnmálanna, sem í nánustu framtíð þarf að taka afstöðu til. Um einstaka þætti þessar- ar ályktunar verður nánar rætt síðar, en ályktunin í heild túlkar bjartsýni þá og þrótt, sem eirikenndi öll landsfundarstörfin. Þar er áherzla á það lögð, að hvergi sé hvikað frá stefnu þeirri, sem ríkisstjórnin hefur mark að í efnahagsmálum. Sam- staða okkar með öðrum lýð- ræðisþjóðum skuli treyst og meginkapp lagt á að sem allra flestir einstaklingar hins íslenzka þjóðfélags verði fjárhagslega sjálfstæðir. Í því efni skilur milli Sjálf- stæðisflokksins og annarra íslenzkra stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisstefnan boðar það, að fjármagn þjóðfélagsins skuli vera hjá þegnunum í sem rikustum mæli. Því þurfi að dreifa meðal borg- aranna í stað þess að safna hinu fjárhagslega valdi stöð- ugt meir á hendur hins op- inbera. Meginatriðið er það að landsfundur Sjálfstæðisflokks ins hefur lýst því einróma yfir, að ekki komi til mála að hvikað sé um hársbreidd frá viðreisninni. Þeirri stefnu verður fylgt fram, svo að ís- lendingar fái ár frá ári að búa við bætt lífskjör og blómlegt þjóðlíf nái að þró- ast. AFMÆU BÝLTINGARINNAR ¥TM þessar mundir er 5 ára afmæli ungversku bylt- ingarinnar. Þess atburðar er minnzt um allan hinn frjálsa heim og vart mun til sá ís- lendingur, sem um þessar mundir leiðir ekki hugann að harmleik þeim, sem fyrir fimm árum snart svo hjörtu íslenzku þjóðarinnar, að fá eða engin dæmi munu um jafn almenna samúð. Ungverska þjóðin hafði sem einn maður risið upp gegn kúgurum sínum. Hún hafði tekið stjórn sinna mála í eigin hendur. Ríkisstjórn var sett á laggirnar og röð og reglu komið á. Frelsið hafði verið endurheimt. Þá dynja yfir heimsbyggð- ina þau hryllilegu tíðindi, að öflugar sveitir rússneskra bryndreka leggi til atlögu við ungversku þjóðina. Fall- byssuskothríð skekur höf- uðborgina. Fólkið snýst van- búið til varnar, þótt fyrir fram væri vitað að þessi ójafni leikur gæti ekki endað nema á einn veg. Borgar- arnir verjast um nokkurt skeið og fjöldi fórnar lífi FYRIR sextán árum gerðu full- trúar 50 ríkja, sem áttu sameig- inlegar minningar um hörmung- ar heimsstyrjaldarinnar og sam- eiginlegan ásetning um að koma í veg fyrir ítrekun þeirra, með sér sáttmála um alþjóðlega hegð- un sem átti að útiloka styrjaldir, varðveita friðinn og tryggja öll- um þjóðum betra líf. Þessi sáttrháli var Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Hún tók gildi 24. október 1945, og síðan hefur þessa atburðar verið minnzt á ári hverju um allan heim með sérstökum hátíðahöld- um á Degi Sameinuðu þjóðanna. Margar breytingar hafa átt sér stað í heiminum síðan Stofnskrá- in var undirrituð. Ein hin mikil- vaegasta hefur verið síhækkandi alda þjóðemisvitundar sem fært hefur mörgum þjóðum sjálfstæði. Hin nýstofnuðu ríki hafa fengið upptöku í Sameinuðu þjóðirnar og breikkað grundvöll þeirra, aukið siðferðilegan mátt þeirra og sameiginl'jgan vísdóm. Á síð- asta ári fengu 17 ný ríki — 16 þeirra í Afríku — upptöku í sam- tökin, og er meðlimatalan komin upp í 100 ríki. Önnur lönd, sem brátt munu hljóta sjálfstæði, fá aðild að samtökunum jafnskjótt og þau eru reiðubúin. Ýmsar aðrar breytingar hafa átt sér stað, svo sem hin gífur- lega fólksfjölgun í heiminum og hin ævintýralega framvinda vís- indanna sem fært hefur mann- inum vald yfir kjarnorkunni og gert honum kleift að kanna óra- víddir geimsins Þessar breytingar og aðrar, sem minna láta yfir sér, hafa sett mark sitt í Sameinuðu þjóðirnar, því þær eru í senn spegilmynd og snar þáttur hins alþjóðlega lifs. Samtökin hafa orðið að semja sig að breytingunum, því þær hafa fært út verksvið þeirra og í mörgum tilfellum lagt þeim á herðar nýja ábyrgð. sínu. Ungverska útvarpsstöð- in sendir stöðugt út neyðar- kall til hins frjálsa heims, að reyna að gera eitthvað til að koma til hjálpar. En lýðræð- isþjóðirnar treystast ekki til að gera neitt það, sem til bjargar gæti orðið, því að heimsstyrjöld er hótað. Skothríðinni lyktar, en eft- Með árunum hafa Sameinuðu þjóðirnar vaxið að reynslu. Að- ferðum þeirra í alþjóðlegu sam- starfi hefur verið beitt með góð- um árangri við lausn margvís- legra vandamála. Þær hafa tak- markað og haft hemil á atburð- um sem leitt gátu til alvarlegra átaka; þær hafa stöðvað árásir. Viðleitni þeirra á vettvangi mann úðarmála hefur dregið úr hörm- unum flóttamanna og bjargað milljónum barná frá sjúkdómum og hungri. Þær hafa komið á og stjórnað víðtæku kerfi gagn- kvæmrar hjálpar millf hinna há- þróuðu svæði heimsins og þeirra svæða sem vanrækt hafa verið. Sameinuðu þjóðirnar eða sér- stofnanir þeirra hafa gegnt al- þjóðlegu hlutverki lögregluþjóns, hagfræðings, vísindamanns, lög- fræðings, læknis, bankastjóra, fátækrafulltrúa o. s. frv. Þær hafa látið deiluaðilum í té hlutlausan vettvang þar sem andi hógværðar og sáttfýsi hefur stuðlað að því að draga úr alvar- legum viðsjám og mynda breið- ari grund\ öll fyrir samkomulag. Á fundum þeirra hafa þjóðir heimsins saniið og sent frá sér yfirlýsingar eins og Mannrétt- indaskrána, Yfirlýsinguna um réttindi barna og hina nýsömdu Yfirlýsingu um veitingu sjálf- stæðis til handa nýlendum, en þær munu allar sín áhrif á þró- un mannlegs réttlætis. Á síðustu mánuðum hefur Sam einuðu þjóðunum verið lagt á herðar erfiðasta verkefni þeirra — aðgerðirnar í Kongó. Þróunin þar hefur orðið svo flókin og valdið þvílíkum deilum, að á- stæða er til að leggja áherzlu á nokkur gnmdvallaratriði sem ýmsir hafa haft tilhneigingu til að gleyma eða stinga undir stól. Kongó-lýðveldið fór fram á hjálp Sameinuðu þjóðanna. Þeirri umleitun var svarað þegar í stað. Sameinuðu þjóðirnar skipulögðu ir standa blóði drifnar götur Búdapestborgar og mann- virki í rústum. Á ný er hel- fjötrunum smeygt á þessa hugdjörfu þjóð. Miklum fjölda tekst að vísu að flýja land, en flestir verða á ný að búa við kúgun. Um leið og við minnumst þessarar harmsögu, þá hljót- í snatri bæði hernaðarlega og almenna aðstoð. Aðildarríkin sendu hersveitir til að koma á lögum og reglu, eins og beðið var um, og skyldu þær vera til taks þangað til Kongó-búar sjálfir væru þess umkomnir að varð- veita innanlandsöryggi. Fjár- framlögum frá aðildarríkjunum, sem Sameinuðu þjóðirnar veittu viðtöku og ráðstöfuðu, var varið til víðtækrar almennrar hjálpar- starfsemi, sem brýn þörf var á. Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa frá upphafi miðazt við á- kvæði Stofnskrárinnar og við umboðið sem fólst í ályktunum. Öryggisráðsins og Allsherjar- þingsins. Einasta markmið þeirra var að gera Kongó-búum kleift að hafa á hendi fulla stjórn eigin móla. í þeim margvíslega vanda, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið gagnvart á síðustu árum, hafa þær verið knúðar til að viður- kenna og fást við þann bitra veru leik alþjóðamála, að etórveldin eru tvístruð. En í heimi, sem sundrað er af andstæðum hug- myndakerfum, er þörfin fyrir stofnun eins og Sameinuðu þjóð- irnar meiri en ekki minni. Sameinuðu þjóðirnar veita stjórnarerindrekum tækifæri til órofins sambands árið um kring og til opinberra umræðna um öll vandamál; þær skapa ómetanleg- ar aðstæður fyrir smáríki og hlut laus ríki til að hafa jákvæð áhrif á umræðurn?" og ályktanir; þær eru sameiginlegur fulltrúi allra þjóða heims: af öllu þessu leiðir að þær eru tilvalin brú milli andstæðra valdablakka og hags- munahópa. Á sama tíma halda Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra áfram að færa út kvíar efnahags- legrar og félagslegrar þróunar, og stuðla þannig jafnt og þétt að því að draga úr misrétti og bæta lífskjör manna víða um heim. Með þessu móti ryðja þær úr vegi einni meginorsökinni fyrir alþjóðlegri misklíð. Dagur Sameinuðu þjóðanna er í senn tákn og hvatning. Hann táknar félagsskap þjóða sem vinna að sameiginlegri velferð sinni. Hann er hvatning um að gera þennan félagsskap svo mátt ugan, að friður og velmegun megi ríkja. um við að láta í ljós þá von og ósk, að þessari ógn megi lykta og ungverska þjóðin og aðrar þær þjóðir, semhneppt ar eru í fjötra, megi öðlast frelsi á ný. Jafnframt strengj um við þess heit að koma í veg fyrir að aðrir verði of- urseldir ógnarstjórn komrn- únismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.