Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 2
 2 MORCVTSBLAÐIÐ Laugavdagur 11. nðv. 1961 y 4 UTAN UR HEIMI IHerkur fundur í Finnlandi: Forsætisráðherrar Norður- landa ræöast viö Kampmann Bjarni1 Gerhardsen Erlander um moguleika þess að mynda „eina ríkisheild á Norðurlondum — á eins morgxun sviðum og unnt er“ 1 DAG og á morjun sitja for- sætisráðherra Norðurlandanna fimm á ráðstefnu í Finnlandi til þess að f jalla um uppkast samnings milli. landanna, sem miðar að nánari samvinnu þeirra á ýmsum sviðum — og raunar felst í samningi þess- um (eða uppkastinu, eins og það liggur fyrir) að landamæri skuli ekki lengur vera hindr- un í vegi víðtæks samstarfs Norðurlanda á ýmsum sviðum félags- og efnahagsmála. Eða eins og segir í fréttagrein þeirri frá AP, sem hér fer á eftir: í íormála fyrir uppkast- inu segir . .. að stjórnir (land anna) vinni að því að mynda á Norðurlöndum eina ríkisheild á eins mörgum sviðum og unnt sé. ★ t SKUGGA ÁDEILU BÚSSA Helsinki, 10. nóv. (Einka- skeyti til Mbl. frá AP. — Carl O. Bolang). Porsaetisráðherrar Norður- landa — Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Svi- þjóðar — koma saman hér í dag til þess að hefja viðræður um nánara samstarf og tengsl Norðurlanda — viðræður, sem fara fram í skugga „diplómat- ískrar“ ádeilu Rússa á Skand- inavíu (í orðsendingunni til Finna um sl. miánaðamót). Hinir fimrn forsætisráðherr- ar munu halda fundi um hel'g- ina í Hanko (Hangö), sem er 7800 manna bær um 160 km suðvestur af Helsinki, höfuð- borg Finnlands. — Hankoskag inn, sem er við miynni Finnska flóa, var á sínum tíma sovézk flotastöð — 1940—’'41. Forsætisráðherramir, Viggo Kampmann, Danimörtku; Tage Erlander, Svíþjóð; Martti Miat tunen, Finnlandi; Bjarni Bene diktsson, íslandi, og Ejnar Gerhardsen, Noregi, munu koma saman hér í Helsinki seint i kvöld og aka síðan sam an til Haniko snemma í fyrra- málið. Viðræður þeirra fara fram í Regatta-hótelinu, við sjóbaðstaðinn í Harnko — frammi á odda skagans. Orðsending Sovétríkjanna til Finnlands frá 30. Okt. sl., þar sem farið var fram á við- ræður varðandi samstarf urn varnarmál landanna, er ekki á dagskrá forsætisráðherrafund- arins, en embættismaður 'úr sænSka utanríkisiáðuneytinu lét svo um mælt í dag, að orðsendingin „hljóti að koma til athugunar í óformlegum viðræðum ráðherranna“. — Fundurinn, sem er haldinn á vegum Norðurlandaráðs, hafði verið ákveðinn löngu áður en Rússar sendu Finnum um- rædda orðsendingu. * FJALLAR UM VÍÐTÆKT SAMSTARF Meginviðfangsefnl ráð- herraf undarins er að ræða upp kast að samningi um nánara samstarf hinna fimm þjóða (sem telja samtals rúmar Z0 milljónir manna) á sviði menn ingarmála, löggjafar og efna- hagsmála. — Auk ráðherranna og ráðgjafa þeirra, sitja ráð- stefnuna nú um helgina for- menn sendinefnda hvers lands í Norðurlandaráiði. Umrætt samningsuppkast hefir sérstök nefnd í Stokkhólmi gert. Því er ætlað að vera grund- völlur frekari umræðna ríkis- stjórna landanna. Er þess vænzt, að nokkrir fundir og ráðstefnur verði haldnar áð- ur en samningsuppkastið verð ur lagt fyrir þing viðkomandi' þjóða til staðfestingar. í formála fyrir uppkastinu — en það tekur yfir tólf blað- síður — segir, að stjórnir Dan merkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar vinni að því að mynda á Norðurlönd- um eina rikisheild á eins mörg um sviðum og unnt sé. Enn fremur segir, að ríkisstjórnir Iandanna vilji, þegar er þvi verður við komið, samræma atvinnuhætti þeirra og koma á hagnýtri skiptingu vinnu- afls. Texti samningsuppkastsins er í niu köflum sem heita: 1) Almennar reglur. 2) Samvinna á sviði laga og réttar. 3) Samvinna um menningar- mál. 4) Samvinna um efnahags- mál. 5) Samvinna um þjóðfélags- mál. 6) Samvinna á sviði umferð- ar- og samgöngumála. 7) Samvinna á sviði utanrík- isþjónustu og aðstoðar við vanþróuð ríki. 8) Stofnanir er stuðli að nor- rænni samvinnu. 9) Staðfesting samkomulags- ins. Þeir ræðast við í Moskvu: — Karjalainen og Gromyko ★ AFSTAÐAN TIL MARK- AÐSBANDALAGANNA Sú þeirra 40 greina samn- ingsuppkastsins, sem líklegust er til að valda ágreiningi, fjall ar um efnahagssamvinnu 1 framtíðinni. Hún hljóðar svo: — Aðildarríkin ættu að vinna að því, að tryggja þá sam- vinnu, sem þegar er hafin og miðar að því að útrýma höft- um á frjáisum viðskiptum milli Norðurlandanna, og í framtíðinni að efla og færa út þessa samvinnu, eftir því sem auðið er. í athugasemdum fylgir sú skýring, að með þessu sé átt við, að aðildarrikin skuli freista þess að viðhalda þeim árangri, sem þegar hafi náðst innan Fríverzlunarsvæðisins (EFTA) — og korna í veg fyr- ir, að nýjar hindranir komist á milli Norðurlanda, ef eitt eða fleiri þeirra lái ekki aðild að hinu víðtækara Efnahags- bandalagi Evrópu. — Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð eru aðilar að EFTA — en þar hefir forusturíkið verið Bretland. Finnland varð aukameðlimur fyrr á þessu ári, en Island hef- ir ekki átt hlut að þróuninni í viðskipta- og markaðsmál- um Evrópu að undanförnu. — Jafnframt því sem Finnar gerð ust aukaaðilar að EFTA-banda laginu, gerðu þeir sérsamn- ing við Sovétríkin. 1 þessum samningi var Rússum tryggð sama aðstaða á finnskum mark aði eins Og EFTA-ríkjunum. A fyrra helmingi þessa árs voru 35% af utanríkisviðskipt um Finnlands við EFTA-rilk- in, 30% við riki Efnahags- bandalagsins og 19% við Sovét ríkin og fylgiriki þeirra. Nefnd sú í Stokkhólmi, sem gerði uppkastið að samstarfs- samningi Norðurlandanna, er niú verður fjallað um á for- sætisráðherrafundinum í Han ko, tók sérstakt tillit hinnar sérstöku aðstöðu Islands, sem á svo að segja allt sitt undir útflutningi fiskafurða. Og í lokagrein samningsins, er lagt til að eftirfarandi athugasemd verði gerð, ef hann hlýtur staðfestingu: — Með tilliti til sérstöðu Finnlands, getur hvert hinna landanna, sem þess óska, sett fyrirvara varð- andi viss atriði í greinum samningsins. A VARÚÐ — VEGNA RÚSSA Samningsuppkastið fjall- ar ekki að neinu leyti um mál stjórnmálalegs og hernaðar- legs eðlis. Þrjú af löndunum fimm, Danmörk, Nöregur og íslands eru aðilar að Atlants- hafsbandalaginu, en Svíiþjóð og Finnland fylgja hlutleysis- stefnu. Þá eru Danir að sækja um fulla aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu og búizt er við, að Noregur taki ákvörðun fyrir nýár um hvort sækja skuli um fulla eða takmark- aða aðild að bandalaginu. Tal ið er líklegt, að Svíar sæki um takmarkaða aðild um miðj an desemibermánuð en Finnar bíða um hríð eftir að sjá frek- ari framvindu þessa máls. Hef ur varúð þeirra enn aukizt vegna sovézku orðsendingar- innar. Utanrí'kisráðherra Finn- lands, Ahti Karjalainen er nú á leið austur til Moskvu til undirbúnings viðræðu við sov étstjórnina um orðsendingu hennar. Er búizt við að Karja- lainen komi til Moskvu með járnbrautarlest á laugardags- morgun og ræði við Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna strax sama dag. Verkefni Karjalainens er ekki að hefja þær formlegu viðræður, sem Rússar hafa óskað eftir, heldur að fá ná- kvæmar upplýsingar um það hver tilgangur Rússa er með orðsendingunni. Svíum var einnig sent afrit af orðsendingunni. En þar að auki fókk Tage Erlander for- sætisráðherra á mánudag bréf frá Krúsjeff. Bréf þetta, sem var sex síður, var syar við stuttu símskeyti frá Erlander þar sem hann mótmæli risa- sprengjutilraunum Rússa. 1 bréfi sínu endurtók Krúsjeff margar þær árásir vegna end urvopnunar Vestur-Þjóðverja, sem fram komu í orðsending- unni til Finna. — ★ — (Með þessari grein birtast myndir af forsætisráðherrum Norðurlanda — nema Martti Miettunen, forsætisráðherra Finnlands, sem blaðinu tókst því miður ekki að fá mynd af). Þingaö í Moskvu um Berlín MO'kvu, Bonn, London, París og Washington, 11. nóv. SENDIHEKRAR Breta, Banda- ríkjanna, Frakka og V.-Þjóðverja í Moskvu sátu á rökstólum í dag og ræddu nýjar tillögur Rússa í Berlínarmálinu, er haft eftir áreiðanlegum heimildum. Tals menn ríkisstjórna stórveldanna vestan járntjalds létu sér fátt um finnast og töldu ekki ástæðu til neinnar fajartsýni. Ríkisstjórnt- uuum baíði ekki borizt neinar tillögur að austan — og töldu ekki mikla von um stefnubreyt- ingu hjá Rússum. En samkvæmt heimildum frétta stofana höfðu Rússar sett fram tillögur í fjórum meginliðum, þó ekki ýkja frábrugðnar fyrri til- lögum um samn efni. Samkvæmt þessum fréttum voru tillögurnar sem hér segir: 1) Hornárhsveldin fjögur í Berlín geri samkomulag um riý- skipan í stjórn borgarinnar og verði vestui veldunum jafnframt tryggðar frjáisar samgönguleiðir við borgina — og frelsi borgar- búa tryggt. 2) Ráðstjórnin geri samning við a-þýzku stjórnina þar sem sú síðarrieínda viðurkennir samn ing fjórveldanna um Berlín og heitir að virða rétt vesturveld- anna. 3) Vesturveldin, þar á meðal V.-Þýzkaland, viðurkenni full- veldi A Þýzkalands. 4) Ráðstjóinin undirritar ekki fnðarsamninga við A.-Þýzkaland fyrr en samkomulag hefur náðst um þrjú fyrrgreind atriði. Talsmaður v-þýzku stjórnar- innar sagði í dag, að þessar nýju tillögur, sem blöðin ræddu um, i sátu tveggja stunda viðræðufund hefðu eKki veiið ræddar á fundi í gær. sendiheira Bonn-stjórnarinnar í 1 LondOn sagði stjórnartalsmað Moskvu og Krúsjeff, þegar þeir' Framh. á bls. 23. NA tS hnúiar / SVSOhnúíar X Snjókoma f 06 i 7 Skúrír K Þrumur Kutíashi Hitaskit H Hasl 1 L Lasq! | P"" v./"r- ’~c;»rr r LÆGÐIN fyrir suðaustan landið eyðist nú ört og sleppir völdum. En ein kemur þá önnur fer. Undan strönd Labrador er vaxandi lægð og stefnir á Suður-Grænland. Verður hún sennilega nálægt íslandi á sunnudag, þá farin að hægja á sér, og má búast við suðlægri átt af henni með þíðviðri og vætu sunnanlands. Veðurspáin ki. 10 í gærkvöldi SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Norðan gola eða kaldi og léttskýjað til fyrra- máls, þykknar upp með SV kalda síðdegis, stinningskaldi og dálítil rigning annað kvöld. Ves.firðir og miðin: NA og síðar austan gola, skýjað en úrkomulítið. Norðurland til Austfjarða og niiðin: NA kaldi, þokuloft og sums staðar rigning í nótt, léttir til með sunnan golu á morgun. SA-land og miðin: Norðan kaldi, léttskýjað. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.