Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 5
Laugaidagur 11. nóv. 1961
MORCVNBLAÐIÐ
5
Björn Landström segir dönskum bóksölum frá bók sinni.
BÓKIN „Skipið“ eftir Björn
Landström er nýlega komin
í bókabúðir. Er hún á dönsku
gefin út af bókaútgáfunni
Gyldendal í Kaupmannahöfn.
Bókin segir sögu skipsins í
6000 ár fram til vorra daga
og kom hún fyrst út í Sví-
þjóð í fyrra. Er rún prýdd
810 teiknuðum myndiim bæði
í litum og svart hvítum og
eru þær allar gerðar af höfund
inum.
x-x-x
Björn Landström er fæddur
í Finnlandi 1917 og bjó þar til
BÚK UM
ársins 1959, en þá fluttist hann
til Svíþjóðar. Hann er málari
og auglýsingateiRnari og mjög
mikils metinn bókaskreytinga
maður. Aðaláhugamál hans
hefur alltaf verið skip og allt
þeim viðkomandi, hafið og sjó
ferðasögur. Hefur hann þegar
skrifað fjórar bækur u-m þessi
efni. Og vöktu þær tvær
fyrstu mesta athygli, en önn
ur fjallaði um siglingu um-
hverfis jörðina, og hin u.m
ferð Leifs Eiríkssonar til Vín
lands.
Landström hafði í mörg ár
leitað að bók, þar sem saga
skipsins væri sögð í mynd-
um, en hún var alls ekki til.
Þess vegna ákvað hann að
gera slíka bók sjálfur.
Verkið var allt annað en
auðvelt, an Landström er
bæði listamaður, rithöfundur
og könnuður. Hann er einn af
þeim fá mönnum, sem glímir
við örðugleikana eins og eitt
hvað sem á að sigra. Og það
skal verða gert, þó það taki
mörg ár.
Þegar Landström hafði safn
að efninu gekik verkið fljótt
fyrir sig og á tveimur árum
varð bókin til.
Hefur hún vakið mikla hrifn
ingu og bókaútgáfufyrirtæki í
tíu löndum hafa þegar tryggt
sér útgáfurétt.
Bókin er ávöxtur vitneskju,
sem LangStröm safnaði úr þús
undum bóka, á löngum ferða
lögum, heimsóknum á öll söfn
í Evrópu, sem hafá að geýma
minnjar um siglingar og með
því að tala við fjölda fróðra
manna og yfirvalda.
SKiPIÐ
Bókin kom út í Danmörku í
ágúst í sumar og í tilefni þess
bauð útgáfufyrirtækið Gylden
dal 300 dönskum bóksölum,
flestum frá Kaupmannahöfn
og nágrenni á kvöldsiglingu
yfir sundið til Málmeyjar og
leigði til þess ferjuna „Absa-
lon“.
Grímur Gíslason, forstjóri
Innkaupasambands bóksala,
var einmitt staddur í Dan-
mörku um þessar mundir og
var honum boðið með í för-
ina. Náðum við tali af honum
fyrir skömmu og báðum hann
að segja okkur frá henni:
— Þetta var mjög ánægju-
leg ferð, sagði Grímur. Mér
var boðið með, því að forstöðu
menn útgáfunnar vildu sjá
hvort nokkur munur væri á
íslenzkum bóksölum og dönsk
um, en það sýndi sig að svo
var ekki.
Veðrið var mjög fagurt á
meðan á ferðinni stóð, en siglt
var mjög hægt, því að á leið
inni yfir til Svíþjóðar var
framreiddur glæsilegur kvöld-
verður. A borðin var dreift
tveimur kvæðum, sem ort
höfðu verið um „Skipið" í
tilefni fararinnar. Voru þau
kyrjuð við raust undir borð-
um og spilað undir.
í þeim hluta ferjunnar, sem
venjulega er notaður sem bíla
geymsla hafði verið komið fyr
ir ræðustól og sætum fyrir
boðsgesti Og talaði Björn Lang
ström þar um bók sína, ©n for
maður danska bóksalafélags-
ins þakkaði. Þegar til Málm-
eyjar kom tók á móti okkur
lúðrasveit slökkviliðsins þar
og lék fyrir hönd sænsku bóka
útgáfunnar Forum, sem bauð
okkur velkomna. En það var
Forum, sem fyrst gaf út „Skip
ið“. Viðdvölin í Málmey var
stutt, aðeins farið inn í toll-
búðina þar og aftur út í skip-
ið.
Var síðan siglt aftur til Dan
merkur. Eins og ég sagði í
upphafi, var ferðin öll hin
ánægjulegasta og boð útgáf-
unnar mjög höfðinglegt. Hef-
ur hún það fyrir sið að bjóða
bóksölum upp á eitthvað slíkt
af og til í tilefni af útgáfu
nýrrar bókar.
— Við notuðum tækifærið __
og spyrjum Grím Gíslason,
hvort ekki séu fleiri bækur
frá Gyldendal komnar á mark
aðinn hér.
— Jú, það má t.d. nefna 10
bindi með verkum Martin A.
Hansen. Hina stóru matreiðslu
bók Gyldendals, handbók, sem
í eru upplýsingar um sauma-
skap og flestar tegundir handa
vinnu og svo myndskreytta
biblíu. Er hún mjög vegleg
og fengum við hana senda í
trékössum, eitt eintak í hverj
um og er hún fyrsta bókin,
sem við fáum í slíkum um-
búðum. I
1 dag verða gefin saman i borg-
eralðgt hjónaband Ragna Brynj-
arsdóttir, Selvogsgötu 7, Hafnar-
firði og Sigurjón Pétursson, Berg-
staðastraeti 64, Reykjavík.
1 dag verða gefin saman í hjóna
band af sr. Jóni Þorvarðssyni ung
frú Bára Sigurbergsdóttir, Há-
teigsvegi 50 og Helgi Sigurjóns-
®on, Barmahlíð 11. Heimili ungu
bjónanna verður að Rauðalæk 47
Gefin verða saman í hjónaband
1 dag af séra Þorsteini Björns-
syni, ungfrú Jóna Guðrún Guð-
mundsdóttir, Hólmgarði 10 og
Þorleifur Oddur Magnússon,
Miklubraut 11. Heimili brúðhjón-
anna verður að Njörvasundi 4.
4. þ.m. voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Þorvarðs
®yni, ungfrú Olöf Sigríður Ste-
Eiginmaðurinn sat og gortaði
við vini sína:
— Heima hjá mér ákveð ég
alit, sem máli skiptir, en kona
mín hitt.
■— Hvað ákveður konan þín?
— Ja, hún ákveður hvaða teg
und af bíl við kaupum, hvert við
förum í frí, hvað við borðum og
hvernig húsgögn við höfum.
— En hvað er það eiginlega,
sem þú ákveður?
— Eg ákveð alla stærri og mik
ilsverðari hluti, t.d. hvort ísland
eigi að vera í NATO eða ekki.
fánsdóttir og örn Pálmi Aðal-
steinsson, bifreiðastjóri. Heiimili
þeirra er í Eskihlíð 35.
Svava H. Jónsdóttir, Elliheimil
inu Hlévangi, Keflavík, er 50 ára
í dag. Hún dvelur í dag á heim-
ili frænda síns, Ólafs Ingibers-
sonar, Miðtúni 1, Keflavík.
Til sölu
þýzk Gratez eldavél, setu-
sófi 3ja manna og dregill
á hagkvæmu verði. Hátúni
6 4. hæð íbúð 22
Danskur Pedicure
stóll úr stáli til sýnis og
sölu, rakarast. Hvemsg 108
Hráolíuofnar
til sölu. Uppl. gefur Harald
ur Ágústsson Framnesv. 16
Keflavík Sími 1467.
Píanó — Píanó
Nokkur góð notuð píanó
nýkomin
Helgi Hallgrímsson
Ránarg. 8 — Sími 11671.
Leikfélag Rejkjavíkur
Háskólabíó.
Barnaskemmtun
til ágóða fyrir húsbyggingasjóð L. R. verður haldin
sunnudaginn 12. nóv. kl. 3.
Skemmtiatriði:
m. a. út myndabók Jónasar Hallgrímssonar.
Karius og Baktus
Hljómsveit Svavars Gests.
Hljómsveit leikara.
Aðgöngum. í Háskólabíói og Iðnó frá kl. 2 í dag.
Hljóm'eikar
verða í Austurbæjarbíói
li sunnud. 12. nóv. kl. 15.
L'iusöngur:
VALENTINA
MAXIMOVA.
Einsöngvari Akademiska óperii oa ballettleikhússins
í Leningrad, heiðraður listamaður Sambands rúss-
nesku Sovétiíkjarmp.
Einieikur og undirleikur Vera Podolshkaja kennari
við Tónlistarbáskól ann í Moskvu.
Aðgöngumiðasala í bókabúð Máls og menningar
Laugavegi 18, Bókabúð KRON Bankastræti, Mír-
salnum, Þingholtsstræti 27 og Austurbæjarbíói.
Verð kr. 5(1 hver miði.
M í R.
Alltaf opið
Athugið að gróðvrhúsin eru fjll af hinum viður-
kenndu fögru blómum í þúsuudateli og nýjungar
eru alltaf hjá
PALL V. MICHFLSIN, Hveragerði.
Útgeiðaimenn — Skipstjóim
Þeir útgerðarinenn. sem þegat- hafa pantað hjá oss
herpinætur og þorskanet. Svo og aðrir útgerðar-
merjn gjöri svo vel að hafa samband við undirritaða
á Hótei Borg næstu daga, Tva.r Faxaflóanætur til
sölu seinni h'uta mánaðarins.
Sýnishorn ug tet.kningar fyrirliggiandi.
Netiamenn h.f. Dalvík
Kristinn Jónsson, N. P. Utzon, Cbristian Nielsen.