Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.11.1961, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐ1Þ Laugardagur 11. nóv. 1961 Meðferð einka- mála I héraði til umræðy í efri deild Á FUNDI efri deildar í gær var tekið fyrir stjórnarfrumvarp um meðferð einkamála í hér- aði. Samþykkt var að vísa frum- varpinu til 2. umræðu og alls- herjarnefndar. LANGUR AÐDRAGANDI Jóhann Hafstein, dómsmálaráð herra, gat þess að lagabálkur þessi ætti alllangan aðdraganda. Honum væri ætlað að koma í stað einkamála- löggjafarinnar frá 1936 og geymi allmörg nýmæli m i ð a ð við þá löggjöf. Frumvarp þetta sé að mestu leyti samhljóða frum- varpi, e r flutt v a r á Alþingi 1955, dómsmála- ráðherra hafi 1952 skipað þrjá hæstaréttardómara í nefnd til að endurskoða löggjöf einkamála í héraði. Allsherjarnefnd neðri deildar sent það frumvarp til umsagnar lagadeildar Háskólans Og Félags héraðsdómara og Lög mannafélags íslands. Til þess að þingmönnum gefist betri kostur að átta sig á frumvarpinu fylgi sem fylgiskjöl breytingartillögur þessara aðila og loks álitsgerðir hæstaréttardómaranna. Alfreð Gíslason (K) gerði fyrirspum um, hvort gert væri ráð fyrir miklum breytingum í frumvarpinu. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, sagðist vona að frum- varpið væri lagt fram í því formi, að þingmenn ættu hægt með að endurskoða heildarlög- gjöfina. Ekki væri þó mikið orð gerandi á nýmælum, þótt gert væri ráð fyrir nokkrum breyt- ingum, t.d. um sáttanefndir og sáttaumleitanir. Ekki urðu frekari umræður um frumvarpið og var sam- þykkt að vísa því til annarrar umræðu og allsherjarnefndar. . rri • r • Iveir nyir þingmenn TILKYNfÍT var á Alþingi í gær, að Helgi Bergs, verkfræðingur og Pétur Pétursson, forstjóri hefðu tekið sæti alþingismann- anna Björns Fr. Björnssonar og Benedikts Gröndals á þingi, en þeir munu sitja þingmannafund Atlantshafsbandalagsrík j anna. Tímí til dragnótaveiða lengdur Frumvarp á Alþingi ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi frumvarpi þess efnis, að drag- nótaveiðar innan fiskveiðiland- helgi íslands skuli leyfðar frá 1. júní tii 30. nóvember í stað 15. júní til 31. október. Flutn- ingsmaður er Einar Sigurðsson. 30% aukin aflaverðmæti í greinargerð segir, að opnun fiskveiðilandhelginnar fyrir drag nótaveiðum hafi verið mjög mikilvæg fyrir útgerð smærri báta. í stórum verstöðvum, eins og Vestmannaeyjum, hafi þær breytt sumrinu úr athafnalitl- um árstíma í engu minni anna- tíma en sjálfa vetrarvertíðina. Óþarflega langur tími líði frá því vetrarvertíð Ijúki, þangað til dragnótaveiðar séu leyfðar á vorin og eins sé óþarflega löng- um tíma á haustin ætlað til að undirbúa skip á vetrarvertíð. f>ar við bætist, að nóvember hafi áður fyrr oft verið einhver bezti aflamánuðurinn. Ætti því þessi viðbót, hálfur júní og all- ur nóvember, að auka aflaverð- mæti um 30%. Umræðum um Seðlabankann ekki lokið A FUNDI neðri deildar í gær var enn tekið fyrir frumvarp um Seðlabanka íslands og tóikst ekki að ljúka 1. umræðu, þótt fundi væri fram haldið alllengi eftir að venjulegum fundartíma deildar- innar var lokið. Þá höfðu þeir Eysteinn Jónsson (F), Jón Skafta son (F) og Ingi R. Helgason (K) tekið til máls og voru ræður þeirra mjög samhljóða fyrri ræð- um stjórnarandstæðinga um, að útgáfa bráðabirgðalaga um þetta efni bryti bága við stjómar- skrána, auk þess sem gengisfell- ingin hefði verið óþörf. Gekk Ingi svo langt í þessu samibandi, að hann sagði, að forseti lýðveld- isins hefði brugðizt skyldu sinni gagnvart Alþingi með því að samþykkja útgáfu bráðabirgðalag anna. Dag skal að kveldi lofa — ný skáldsaga Elinborgar Lárusdóttur kemur út á morgun á sjötugsafmæli skáldkonunnar Á MORGUN á skáldkonan Elin- borg Lárusdóttir sjötugsaimæli. 1 tilefni af því kemur út á bókaforlagi Norðra skáldsaga eftir Elinborgu, sem heitir „Dag skal að kveldi lofa“. if Framhald Þessi nýja bók skáldkonunn- ar er framhald skáldsögunnar „Sól í hádegisstað“, sem kom út í fyrra og vakti mikla athygli. Töldu ritdómarar að sú saga væri með beztu skáldritum Elinborgar Lárusdóttur. if Söguleg skáldsaga „Dag skal að kveldi lofa“ er söguleg skáldsaga og gerist á æskuslóðum höfundar. Persónur sögunnar eru margar sannsögu- legar, þó að nöfnum sé breytt, og atburðir flestir af sama toga spunnir. Fer ekki milli mála, að sögufróðir menn um 17. öldina, fólk hennar og viðburði, kenni í sögunni svip og örlög þess tíma, að því er útgefendur herma. Sagan kemur út á morgun til heiðurs skáldkonunni sjötugri. Fyrirspurn á Alþingi unt öflugri sjónvarpsstöð í UPPHAFI fundar neðri deildar í gær kvaddi Þórar- inn Þórarinsson sér hljóðs utan dagskrár og kom með þá fyrirspurn til utanríkis- ráðherra, hvort rétt væri, að varnarliðinu hefði verið veitt heimild til að reisa nýía og sterkari sjónvarps- stöð í Keflavík. 1 SAMRÁÐI VIÐ RlKISUTVARPlÐ Utanríkisráðherra, Guðmund- ur 1. Guðmundsson, sagði, að árið 1955 hefði póst- og síma- málastjóri í samráði við Ríkis- útvarpið v e i 11 1 e y f i til sjón- varpsreksturs á Keflavíkurflug- velli. Utanríkis- ráðuneytið hefði þ á f y r i r sitt leyti s e 11 þau skilyrði, að sjón varpssendingar yrðu takmarkað- ar að styrkleika og einnig skyldi sá hringur, er sjónvarpssendingar næðu til, vera takmarkaður. Tilgangurinn hefði verið sá, að sjónvarpssend ingar næðu ekki til Reykjavik- ur. Á þessu ári hefði svo varn- arliðið farið fram á leyfi til að reisa nýja sjónvarpsstöð, þar sem sjónvarpsstöðin væri svo úr sér gengin, að illt væri að reka hana, og of lítill styrkur væri í sendingunum. Póst- og símamálastjóri hefði af þessu til efni ritað utanríkisráðuneytinu bréf, þar sem greint var, að hann og útvarpsstjóri væru á einu máli um að veita bæri leyfið, en spurzt fyrir um, hvort utanríkisráðuneytið hefði nokk- uð við það að athuga. — Svo reyndist ekki vera, enda hefði komið í ljós, að sú takmörkun á styrkleika og sjónvarpshring, sem verið hafði, hafði haft litla þýðingu, þar eð næstum því eins vel sást til sjónvarpsins í Reykjavík og á Keflavíkurflug- velli. Umbeðið leyfi hefði póst- og símamálastjóri því veitt í samráði við útvarpsstjóra og með samþykki ráðuneytisins. — Leyfið sé því -*eitt með sama hætti og 1955. ÞÖRF A EFTIRLITI Þórarinn Þórarinsson (F) sagði, að umsóknin hefði aldrei komið til útvarpsráðs, og hefði útvarpsstjóri og póst- og síma- málastjóri farið út f y r i r verk- svið sitt. — Hér á| væri um tölu- vert alvarlegt - ^ I mál að ræða, er J erlendum aðila m væn veitt ieyfi ™ t i 1 sjónvarps- M rekstrar, er næði I Bfc ' ~ l i I .i ll Faxa- ■■ &Æm. flóa, án þess að setja skilyrði um rekstur og veita íslenzkum aðila aðstöðu til að fylgjast með og hafa eft- irlit með sjónvarpssendingum. TÆKNILEGIR ÖRÐUGLEIKAR Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra, sagði, að póst- og símamálastjóri hefði lagt áherzlu á, að útvarpsstjóri lýsti samþykki sínu og hefði ekkert við orkubreytingamar að athuga. Þá hefði póst- og síma- málastjóri talið, að ekki væri unnt af tæknilegum ástæðum að taka þannig úr sjónvarpshringn- um, að sjónvarpið næði ekki eins vel til Reykjavíkpr og Keflavíkurflugvallar. Þá hefði þannig verið gengið frá því í upphafi, að Islendingar gætu haft eftirlit með sjónvarps- og útvarpssendingum eins og þeir vildu og ráðið því um dagskrá, er þeim sýndist. Varnarliðið hefði einmitt leitað eftir sem nánustu samstarfi við íslend- ingá um rekstur stöðvarinnar. Ekki hefði samt verið talin ástæða til að hlutast til um hann. LÍTIÐ MENNINGAR- FYRIRBRIGÐI Einar Olgeirsson (K) neitaði því, að íslenzkir embættismenn tækju sér slíkt vald, sem gert hefði verið með því að gefa slíkt leyfi. Sggð ist hann líta á það s e m mikið vafamál, hvort h æ g t væri a ð veita leyfi til út varps- og sjón- varpssendinga á Keflavikurflug- velli vegna þess, að Ríkisútvarpið hefði á s 1 í k u einkaleyfi. Hið eina rétta væri að banna slíkar sendingar, sem væri lítið menningarfyrirbrigði og gætti ekki hlutleysis. — Og meðan þær eru á annað borð leyfðar, sé sjálfsagt, að varnar- liðið beri eitt skömmina af þeim. BARNASKEMMTUN Leikfé- Iags Reykjavíkur í Háskóla- bíói hefur náð miklum vin- sældum eldri og yngri áhorf- enda. Þrjár sýningar hafa ver- ið fyrir fullu húsi og hafa færri komizt að en vildu. — Skemmtunin er endurtekin á morgun kl. 3. Meðfylgjandi mynd er af einu skemmtiatriða, þ. e. hljómsveit leikara. sem leik- ur þarna af mikilli snilld. Hlutavelta Slysa- varnadeildar kvenna Á MORGUN, sunnudag, heldur Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík sína árlegu hluta- veltu í Listamannaskálanum. Eru konurnar búnar að safna mörg- um og sumum góðum gripum, er Reykvíkingar hafa látið af hendi rakna og hefst 1-lutaveltan kl. 2. Slysavarnadeildirnar vinna sem kunnuigt er að því að afla tækja og annarra hluta sem til slysavarna heyra. Kvennadeildin í Reykjavík hefúr t. d. á síðasta ári lagt 160 þús. kr. til slysa- varna. Síðast í sumar lögðu kon- urnar fram fé til kaupa á manps- líkani er notað er til kennslu á „munn-við-munn“ björgunarað- ferðinni. Fjárins aflar deildin með merkjasölu á Góudaginn og hlutaveltu á haustin, og leggja konurnar mikla vinnu í undir- búning. Skora þær nú á Reykvíkinga að duga sér sem endranær og freista gæfunnar á hlutaveltunni á morgun. Aukið öryggi ú opnuni vélbótum ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu um, að kannaðir skyldu verða mögu- leikar á bættri aðstöðu til Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Is- firðinga ÍSAFIRÐI, 10. nóv. — Aðalfund- ur Sjálfstæðisfélaga Isfirðinga var haldinn að Uppsölum sl. mið- vikudagskvöld. Formaður félagsins, Guðfinnur Magnússon, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. — Högni Þórðarson, bæjarfulltrú), flutti ræðu um bæjarmál og flokksmál. Guðfinnur Magnússon ga- ekki kost á sér til endurkjörs, og var Eyjólfur Bjarnason, raf- virkjameistari, kosinn formaður í hans stað. Aðrir í stjórn félags- ins eru Jón Halldórsson, bruna- vörður, Kristján Guðjónsson, verkamaður; Bárður Jakobsson, fulltrúi og Samiúel Jónsson, for- stjóri. — AKS. rekstrar opinna vélbáta og auknu öryggi sjómanna á slík- um bátum. Flutningsmenn til- lögunnar eru þrír Alþýðuflokks- Umfangsmikil atvinnugrein í greinargerð segir, að eftir útfærslu landhelginnar hafi færzt nýtt líf í útgerð opinna vélbáta hérlendis og sé hér um umfangsmikla atvinnugrein að ræða. —. Trillurnar leggi á land afla fyrir tugi milljóna króna á ári. Þó séu þær að ýmsu leyti homreka, bæði hvað snertir lánamál og aðstöðu þeirra í höfnum. Einnig séu fiskvinnslu- stöðvarnar kenjóttar, hvað snertir að taka á móti afla þeirra, og hafi það skapað tölu- verða erfiðleika fyrir trillubáta- sjómenn. Þá segir, að öryggisútbúnaður á opnum bátum sé lítill sem enginn og sé það alvarlegt mál, sem verði að gefa gaum að. Císli Einarsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 1963L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.