Morgunblaðið - 11.11.1961, Page 12
12
MORCUNBL 4Ð1Ð
LaHgardagur 11. nóv. 1961
tJtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Frarakvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: A.rni Garðar Krisíinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HVAR ER SAMDRÁTTURINN?
EGAR viðreisnarráðstaf-'
anir voru gerðar í fyrra,
hófu Framsóknarmenn upp
mikið hróp um það, að allt
væri hér að farast. Þá var
það sem þeir.fundu upp áþví
að líkja ástandinu í íslenzku
þjóðlífi við það, sem var á
tímum Móðuharðinda.
Fljótt fundu þeir að Móðu-
harðindatalið féll ekki í sem
beztan jarðveg, breyttu nokk
uð til og fóru að tala um
samdrátt og kreppu. Síðan
hefur orðið „samdráttar-
stefna“ löngum verið þeim
hugfólgnast.
Með samdrætti er að sjálf-
sögðu átt við það, að dregið
hafi stórlega úr framkvæmd
tun, atvinnuleysi og fátækt
ríki. Þess vegna spurði Morg
unblaðið Tímann að því fyr-
hr skömmu, hvar hið mikla
atvinnuleysi væri. Morgun-
biaðinu er ókunnugt um, að
nokkurs staðar ríki atvinnu-
leysi, þótt ef til vill sé ekki
ails staðar fyllsta atvinna
sem menn vildu sinna, eins
og sumir telja að sé í Hafn-
arfirði.
Víðast um land háttar hins
vegar þannig til að beinn
skortur er á vinnuafli. í öll-
tun starfsgreinum þjóðfélags-
ins er meiri eftirspurn eftir
vinnuafli en framboð. Þetta
þekkja allir þeir, sem þurfa
að leita að mönnum til starfa.
Morgunblaðið leyfir sér að
beina þeirri spurningu til
Tímans á ný, hvar atvinnu-
leysi sé, hvar hinn mikli
samdráttur lýsi sér? Að vísu
væri það í samræmi við alla
blaðamennsku Tímans að
svara ekki spurningunni, en
endurtaka þeim mun oftar
að samdráttur sé, hér ríki
kreppu- og samdráttarstefna.
KJARABÓTA-
STEFNA EÐA
KJARASKERÐING
ARSTEFNA
17NDA þótt kommúnistum
^ hafi í sumar, með aðstoð
Framsóknarleiðtoganna, tek-
izt að hindra þær kjarabæt-
ur, sem hægt var að fá og
fresta um stund árangri við-
reisnarinnar, ber hiklaust að
taka upp baráttu fyrir kjara-
bótastefnu að nýju. í allan
fyrravetur bentir Morgunblað
ið á ýmsar leiðir, sem fara
mætti til að bæta kjörin, en
á það vildu kommúnistar
ekki hlusta.
Því miður valdi hin komm-
úníska forysta Dagsbrúnar
verkfalla- og kjaraskerðingar-
stefnu en hafnaði kjarabóta-
stefnunni. í dag neitar því
enginn maður, að stefna hóf-
legra, árlegra kauphækkana,
án verkfallsátaka hefði orðið
launþegum happadrýgri en
langvinnt verkfall og óraun-
hæfar kauphækkanir. En
slíkar beinar kjarabætur eru
ekki það eina, sem unnizt
hefði, ef kjarabótastefnu
hefði verið fylgt.
Morgunblaðið benti m. a.
á, að vinna ætti að því að
koma á ákvæðisvinnufyrir-
komulagi sem allra víðast,
tryggja ætti verkamönnum
sem flestum vikulauna-
greiðslur, koma ætti upp
samstarfsnefndum launþega
og vinnuveitenda innan hinna
stærri fyrirtækja og sérstakri
stofnun til rannsóknar á
greiðslugetu atvinnuveganna,
þar sem launþegar hefðu að-
stöðu til að kynnast af eigin
raun, hve mikilla raunhæfra
kjarabóta væri hægt að
vænta.
Gegn öllu þessu börðust
kommúnistar með þeirri af-
leiðingu sem alkunnug er nú
orðin. En til þess eru vítin
að varast þau og þess vegna
verða launþegar að hverfa
frá kjaraskerðingarstefnunni.
Kjörorð þeirra verður að
vera: Kjarabætur án verk-
falla, þótt vígorð kommún-
ista sé: Verkföll án kjara-
bóta.
DRAUGANETIN
T^IORGUNBLAÐIÐ birti í
gær nokkrar myndir af
netatrossum með úldnum og
nýjum fiski, sem komið höfðu
upp í vörpu togara. Það var
ógeðsleg sjón og tekur af öll
tvímæli um það, að net, sem
glatast, halda áfram að veiða,
að einhverju marki a.m.k.
Eins og Morgunblaðið upp-
lýsti, hafa tilraunir verið
gerðar til að slæða netin, sem
glatast á vertíðinni. Hafa
þær borið nokkurn árangur,
en virðast þó hvergi nærri
fullnægjandi. Deilur eru uppi
um það í hve ríkum mæli
eigi að heimila netaveiðar, en
meðan þær eru stundaðar í
stórum stíl, virðist óhjá-
kvæmilegt að gera allt, sem
unnt er, til að slæða upp net,
sem glatast, því að óverjandi
er að skerða fiskstofnana
með trassaskap. En þar að
auki er það sízt líklegt til
að bæta aðstöðu okkar, þeg-
ar við vinnum að friðunar-
málum fiskimiða, ef hægt er
að benda á rányrkju og slóða
skap okkar sjálfra.
mMb*
SVO SEM skýrt var frá í frétt
um um sl. helgi hefur Nathalia
Trotsky, ckkja Leo Trotskys
skrifað niiðstjórn kommún-
istaflokks Ráðstjórnarríkjanna
bréf og krafizt ranmsóknar á
morði manns hennar. I viðtali
við franska blaðið „France-
Soir“, sagði frú Trotsky: —
Enginn er lengur í nokkrum
vafa um, að maðurinn minn
var myrtur árið 1940 í Mexico
að skipun Stalíns. Nú þegar
Krusjeff hefur sýnt fram á
hrýðjuverk Stalíns og félaga
hans, er kominn tími til að
málið verði rannsakað að nýju
frá grunni.
Frú Trotsky er nú um átt-
rætt Og býr í Mexico. Krafa
hennar til kommúnistaflokks-
ins er í fjórum liðum:
• Endurskoðuð verði öll gögn
vaiöandi málaferli í
Moskvu árin 1936—’38, þar
sem Trotsky og sonur
þeirra Leon Sedoff voru
ákærðir, en þeir voru
hvorugur i landinu, meðan
réttarhöidin fóru fram.
morð Trotskys rannsakað?
• Rannsökuð verði öll gögn
og aívik í sambandi við
morðið á Trotsky.
• Uppiýsingar verði veittar
um aídrif sonar þeirra sem
handtckinn var árið 1935 Og
ekki hefur spurzt til síðan.
• Gefm verði út heildarút-
gafa af ritum Trotskys.
Það var árið 1929, sem
Tro+sky og kona hans fóru al-
íarin frá Sovétríkjunum — en
þá hafði Stalín tekizt að bola
honum úr embætti varnar-
málaráðheira og síðan úr
flokknum. Hófst valdabarátta
þeirra þegar eftir lát Lenins
árið 1924.
A þessum fimm árum misstu
þau hjonn. tvær dætur sínar
og einn son, með válegum
hætti, sem Trotsky o. fl. töldu
Stalín eiga hlutdeild að.
Yngsti sonur þeirra Serge
Sedof var handtekinn árið
1935 og hefur ekki spurst til
hans síðan. — Trotsky og kona
hans ferðuðust víða um heim
og fluttu áróður fyrir heims-
byltmgunni og kommúnism-
anum. Með stuðningsmönn-
ura sinum stofnaði hann
„Fjórða alþjóðasamband verka
lýðsins" og á vegum þess fé-
lagsskapar sendi ekkja hans
bréfið nú til Moskvu.
Arið 1940 var Trotsky myrt-
ur í vinnustofu sinni-. Morð-
inginn vai handtekinn en
aldrei 1ókst fyllilega að gera
grein fynr hver hann var.
Hann var sem kunnugt er, lát-
inn laus úr íangelsi árið 1959,
hélt þá þegar austur fyrir járn
tjald. Trotsky lifði í útlegðinni
í stöðugum ótta við útsendara
Stalins, sem mun jafnframt
hafa haft rika ástæðu til að
óttast Trotsky. Hann húðfletti
perscnudýrkunina og sá ljós-
lega nazismann í stalínisman-
um. En þrátt fyrir það er ekki
víst, að Krúsjeff taki til greina
bón ekkjunnar. Túlkun hans
á kenningum Leníns er með
öðru móti en túlkun Trotskys
á þeim — auk þess sem
Krúsjeff bcðar a. m. k. í orði
kveönu friðsamlega sambúð
þjóða, en Trotsky dó í stað-
fastri trú á heimsbyltingu
kommúnismans.
Sindra
stóllinn
I FYRRADAG gafst blaðamönn-
um kostur að sjá hinn svonefnda
Sindrastól, em hlotið hefir mikla
viðurkenningu í Bretlandi. Einar
Asmundsson forstjóri Sindra
skýrði svo frá að á s.l sumri
heði fyrirtæki hans fengið um
það tilmæli frá brezkri plastverk
smiðju að hún fengi að sýna stól
frá fyrirtæki hans á plastsýningu
sem haldin var í London. Stóllinn
er af gerðinn H-5 og töldu sýn-
endur hann hafa þá kosti að vera
formlegur, þægilegur og klædd-
ur sérstæðu áklæði, sem er is-
lenzkt lambskinn.
Stóllinn hlaut mjög glæsileg
ummæli í brezkum blöðum. í
september sl. voru þeir feðgar
Einar og Ásgeir sonur hans, en
Framh. á bls. 15.
Alltof seint hefur verið
vakin athygli á þessu vanda-
máli, en stjórnarvöldin hafa
nú tekið þau föstum tökum,
og má því gera ráð fyrir að
úr verði bætt.
Hér hefir stólnum verið komið fyrir við fjárhús af gömlu
gerðinni.