Morgunblaðið - 11.11.1961, Page 13

Morgunblaðið - 11.11.1961, Page 13
Laugardagur 11. nóv. 1961 MOItGVTSBL AÐIÐ 13 Gengisbreytingin 1960 var í samræmi við óskir og stefnu sjávarútvegsins Ræða Sverrss Júlíussonar við setningu að alfundar Landssam bands isl. úfvegsmanna 9 þ.m. GOÐIR FUNDARMENN, fulltrú ar og gestir! Eg vil fyrir hönd stjórnar LÍU bjóða yklkur veikomna á 22. að- alfund samtakanna. Um það verður vart deiit, að sú efnahagslega uppbygging, er íslendingar hafa unnið að á þess ari öld, á að langmestu leyti rót sína að rekja til sjávarútvegsins. An þeirrar dirfsku og þeirrar bjartsýni, er oft hefur auðkennt aðgerðir útvegsmanna, væri Is- land nútímans allt annað en það er í dag. Rétt gengisskráning grundvallarnaúð'syn T>að verður að viðurkenna, að útvegsmenn hafa ekki alltaf gert sér nógu glöggva grein fyrir, hvort raunverulegur reksturs- grundvöllur væri fyrir hendi, þeg ar þeir réðust í byggingu fiski- skipa. Þar hefir verið að verki sá stórhugur, er einkénnt hefir nú lifandi kynslóð. Áhugamál þeirra hefir verið að búa skip sín sem bezt úr garði, svo þar færi traust fleyta, er hefði mikla möguleika á að afla sem mestra verðmæta, er fiski- göngur kæmu á miðin. Það hefir orðið hlutskipti heild arsamtaka útvegsmanna að berj ast fyrir því, að viðunandi rekst ursgrundvöllur væri fyri hendi hjá undirstöðuatvinnuvegi lands manna. Eg sé ekki ástæðu til þess nú að rifja upp í hvaða formi þjóð arheildin hefur sniðið sjávarút- veginum stakk á undanförnuim érum, heldur minnast á síðustu ráðstafanir í þeim efnum. Þjóðin hafði leitað bráðaibirgða úrræða um langt árabil, tii lausn ar efnahagsmálum sínum. En á öndverðu árinu 1960 myndaðist jþingmeirihluti fyrir því að leysa efnahagsmálin með nýrri gengis skráningu, er væri grundvölluð á tilkostnaði við vel rekin sjáv- arútvegsfyrirtæki. \ Útvegsmenn tölduð að hér væri rétt að farið, enda höfðu l»eir margsinnis látið í ljós þær skoðanir, að meginstoðin undir heilbrigðu efnahagskerfi þjóðar- innar væri, að gjaldmiðillinn yrði á hverjum tíma skráður í sam ræmi við eðlilegan tilkostnað sjávarútvegsins. Þótt deila megi um, hvort nógu langt var gengið með gengiskrán ingunni í febrúar 1960, var hér tvímælalaust stefnt í rétta átt. Stofnlánin, rétt stefnt, framkvæmd ófullnægjandi. Utvegsmenn hafa á undanförn um árum haldið því fram, að brýna nauðsyn bæri til, að þjóð- arheildin sæi sjávarútvegsfram- leiðslunni fyrir stofnlánum til langs tíma, svo að heilibrigður grundvöllur væri fyrir eðlilegri uppbyggingu framleiðslunnar, og hún gæti Skilað afrakstri, bæði til þeirra, sem beint og óbeint vinna að henni, eða setja fjár- magn sitt í útflutningsframieiðsl una. Því hefir oft verið haldið fram, ®ð vegna þess öryggisleysis, er íslendingar hafa búið við efna hagslega séð á undanförnum ár- uim, væri vart við því að búast, að til væru sjóðir, er hefðu það hlutverk að lána til langs tíma, á meðan krónan héldi stöð ugt áfram að falla, eins og hún hefir gjört síðasta áratuginn. Höfundar núverandi efnahags etefnu í þjóðfélaginu sáu nauð- syn þess, að sjávarútvégsfram- leiðslan fengi aðgang að stofn- lánum, og gæti með því breytit lausaskuldum, er myndast höfðu við uppbyiggingu fyrirtækjanna, í löng lán með hóflegum vöxtum. Þegar það var tilkynnt á aðal fundi Landssambandsins í fyrra *ð slíkit spor yrði stigið, gerðu margir útvegsmenn sér vonir um, að það myndi auka mjög hag- ræði fyrir framleiðsluna og myndi, þegar áhrifa af lána- breytingunni færi að gæta, losa um rekstrarfé hjá framleiðsl- unni. Það verður heldur ekki annað séð en að ríkisstjórn íslands og löggjafinn hafi í upphafi haft fullan skilning á að hraða fram- kvæmd miálsins, þar sem ríkis- stjórnin gaf últ bráðabirgðalög 5. janúar s.L í hinu stutta þingfríi, eða nok'kruim döguim áður en þing koœn saman, lögin uim opnun nýrra lánaflokka við Stofnlána- deild sjávarúfcveigsms. Eg ætla ekki að fara að halda þvú fram, að sá dráttur, sem varð á afgreiðslu þessara máia, hafi eingöngu verið þeim að kenna, er framikvæmdina hiöfðu með hönd um, svo oft voruim við fbrsvars menn útvegsmanna brýndir með iþví, að það stæði á uppgjöri og upplýsinguim frá framleiðendum og útvegsmönnfum sjálfum, en framikvæmda aðilar töldu að ekki væri hægt að hefja af- greiðslu fyrr en upplýsingar lægju fyrir frá öllum aðilum, er undir þessar lánabreytingar gæfcu komið. Eg gjöri ráð fyrir, að iim þessi mál verði mikið rætt á þessum fundi, og gefst þá tækifæri til skýringa og gagnrýni á hina ýmsu þætti málslns, en ég vil þó lesa hér bréf, er skrifað var 21. júní s.l. trl stjórnar Seðlabanka íslandis, en afrit af því voru send til sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins og beggja gjaldeyrisbank- anna: Bréf LÍÚ til stjórnar Seðlabankans. „Vér skírskotum til fundar, er fulltrúar vorir áttu með yður mánudaginn 19. þ.m., svo og mats nefnd Stofnlánadeildar sjávarút- vegsins þann sama dag, í sam- bandi við framkvæmd lána skv. lögum frá 5. janúar 1961 og reglu gerð frá 14. janúar 1961. A fundinum með yður tók for maður nefndarinnar, Sverrir Júl íusson fram, að sér findist, að möt þau, er matsnefnd Stofnlána deildarinnar hefði gert á endur kaupsverði fiskibáta, virtust vera mjög úr samhengi við þau möt sem fram hefðu farið nú að und anförnu, og þá sér í lagi við möt Samábyrgðar Islands á fiski skipum, og tók hann nokkur dæmi máli sínu til skýringar, þar sem m.a. kom fram, að bátur hefði hlotið 18.9% afskrift eftir rösklega 24 mánaða starfstíma, allt miðað við endurkaupsmats- verð þeirra. I tilefni af þessari gagnrýni, upplýsti formaður miatsnefndar- innar, Björn Tryggvason, að mats nefndin hefði endurskoðað mat Kristins Einarssonar á bátum með hliðsjón af athugunum nefnd arinnar á kostnaðarverði all- margra báta, sem fluttir hefðu verið inn nú síðustu árin. Við þessa athugun nefndarinn ar hefði komið í ljós, að mats- verð Kristins Einarssonar, sem byggt er á smíðaverði báts innan lands, hefði reynzt 20.4% hærra á stálbátum en kostnaðarverð þeirra báta, sem matsnefndin lagði til grundvallar endurskoð un sinni, og 15.7% hærra á tré bátum. í tilefni af þessari athugun hefði matsnefndin kveðið upp þann „úrskurð“ að lækka skyldi matsverð um 15% á stálbátuim og um 10% á trébátum, og skyldi þessi lækkun ná til heildarverðs bátsins. Við nánari fyrirspurnir af vörri hálfu upplýsti nefndin, að við athugun nefndarinnar hefði að- eins verið tekið tillit til þeirra greiðslna, sem inntar voru af hendi í erlendri mynt, hinsvegar sleppt öllum greiðslum vegna smíði bátsins og heimflutnings, sem inntar voru af hendi í ísl. kr., Sverrir Júlíusson svo sem heimsiglingarkostnaði, öllum bankakostnaði, kostnaði af leyfisgjöldum og vaxtakostn- aði, meðan á smiði skipsins stend ur. Ef rétt er að matsnefndin hafi látið undir höfuð leggjast að taka tillit til þeirra kostnaðarliða, sem að framan eru rakin, við endur- skoðun sína á yirðingargjörðum skoðunarmanna, leyfum vér oss vinsaimlegast að fara þess á leit við stjórn Seðlabankans, að hún hlutist til um að matsnefndin end urskoði fyrri ákvörðun sína um niðurskurð á virðingaiígjörðum skoðunarmannanna. Vegna þessarar gagrrrýni vænt um vér þess faStlega, að fulltrú- um okkar verði gefinn kostur á að kynna sér nánar á hvem Jiátt nefndin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að lækka beri allar virðingargjörðir bátaflotans um 10—15%. Þá væntum vér þess, að stjórn Seðlabankans veiti oss fullan stuðning við að fá því framgengt við ríkisstjórnina, að lán þau, sem veitt kunna að verða, verði undanþegin þinglýsingargjaldi. Vér væntum þess að heyra frá yður við fyrsta tækifæri. Virðingarfyllst, t f.h. Landsaimbands ísl. útvegs- manna“. Þó að hér sé aðeins sýnishorn af sjónarmiðum forsvarsmanna sjávarútvegsins, þá höfum við á undanförnum mánuðum orðið mjög varir við óánægju með ýmsa framkvæmda þætti stofnlánanna. Þótt útvegsmenn hafi ekki nema í fáum tilfellum formlega kvart að við stjórn sambandsins, þá hafa margir látið óánægju sína i Ijós, en hlífzt við að láta sín mál verða sérstakt umræðuefni. Þess vegna má segja, að það hafi orðið miklir meinbaugir á, er enginn fulltrúi útvegsmanna, eða framleiðslunnar, skyldi nokkru sinni vera tilkvaddur, hvorki við samningu matsregln- anna eða við afgreiðslu málsins í heiid. Þótt ég gæti nefnt ýmis dæmi varðandi hin einstöku mál, sem ég í huganum gagnrýni mjög, þá mun ég ekki gjöra það að þessu sinni, enda er farið með máiefni hvers viðskiptaaðila bankans sem einkamál, en ég get ekki lát ið hjá líða að lýsa vonbrigðum mínum yfir framkvæmd málsins í heild, og þáð er trú mín, að núverandi ríkisstjórn eigi eftir að sjá að minnsta kosti tvennt í sambandi við þetta mál, sem get ur haft afdrifaríkar afleiðingar. í fyrsta lagi: Lánaveitingin nær ekki tilgangi sínum, meðal ann- ars vegna hins lága mats á eign unum, og í öðru lagi: Fram- kvæmdin hefur í veigamiklum at riðum orðið önnur en fulltrúar ríkisstjórnarinnar skýrðu fyrir fulltrúum þessara samtaka í nóv ember mánuði fyrir einu ári. Kauphækkanir ofviða sjávarútveginum án geng- isfellingarinnar. A undaförnum árum hefir þrá faldlega verið á það bent, að sjávarútvegsframleiðslan gæti ekki staðið undir þeim kröfum, er þjóðarheildin hefur gjört til hennar. Avallt þegar leitað var bráðabirgðaúrræða um lausn kaupgjalds og verðlaigs í landinu, þá kostaði það mikla baráttu að fá staðreyndir viðurkenndar og hlut framleiðslunnar leiðréttan á ný. Nú á þessu ári risu kaupgjalds kröfur svo hátt, að ýmsir at- vinnurekendur létu undan þeim kröfum, og samið var uim hærra kaupgjald en framleiðslan gat borið. Eg tel að ríkisstjórnin hafi farið rétt að, er hún breytti geng inu í byrjun ágústmánaðar s.l. Miðað við yfirlýsta stefnu ríkis stjórnarinnar, gat hún ekki jafn að metin og haldið jafnvægi í þjóðarbúskapnum á annan hátt. Þótt á hinn bóginn ýmislegt í þeim bráðabirgðalögum, og þá sérstaklega hin mjög svo hækk- uðu útflutningsgjöld, sé þannig vaxið, að heildarsamtök útvegs- manna hefðu viljað segja sitt á- lit, áður en þau voru lögfest. Eg vil ekki móta neina stefnu í þessum ávarpsorðum, heldur mun fundurinn væntanlega taka mál þessi til meðferðar. Góð samskipti útvegs- manna og sjómanna. - Eg hefi ávallt haft þá bjarg- föstu trú, að engar stéttir í þjóð félaginu skildu betur sjónarmið hvorrar annarrar en sjómenn og útvegsmenn, og liggja margar orsakir til þess. Ef engin annarleg sjónarmið ráða, ættu þeir að geta komið sér saman, vegna þeirra nánu tengsla, sem milli þessara aðila eru, þótt á hinn bóginn sé ekkert við því að segja, að þeir deili nokkuð um skiptingu arðs- ins. Eg vitna í þessu sambandi í þá víðtæku endurskoðun og breyt- ingar, er áttu sér stað á öndverðu þessu ári, þegar samningar tók- ust um hlutáskipti á bolfisk- veiðum, sem segja má að næðu til alls landsins. Þótt full sam- staða næðist ekki, verður þó að viðurkenna, að betur tókst til en fyrirfram var hægt að búast við. Nökkur félög hafa nú sagt upp þessum samningum, en sé tak- mark sjómannasamtakanna fyrst og fremst það, að fá viðurkennda aðild að fiskverðssamningum og samræmingu á tryggingarmálum sjómanna, þá ætti sú uppsögn ekki að leiða til stöðvunar um áramót. Síldveiðisamningarnir og reksturafkoma síldveiði- skipanna. . En útvegsmenn hafa farið fraim á endurskoðun síldveiðisamn- inga; þvi miður var á s.l. vori ekki sú samstaða meðal útvegs manna, sem nauðsynleg er í því málL Eg trúi því, þegar við útvegs menn um land allt sýnum þá samstöðu, sem nauðsynleg er, þá munu sjómenn sýna sanngirni í endurskoðun síldveiðisamning- anna, enda viðurkennt í orði, að þær miklu breytingar, sem átt hafa sér stað, bæði hvað útbún að skips og veiðitækja snertir, þöli engan samanburð við útbún að þeirra tíma, er núgildandi samngar voru grundvallaðir á. Sjómenn munu því sjá, að það er þeirra hagur, að öll skip, er á síldveiðar fara, séu útbúin m.eð fullkomnustuAækj um, bæði kraft blökk, stóra fiskileitartækinu og hihum beztu veiðarfærum. En því aðeins geta útvegsmenn vænzt þess að fá aðstöðu til að búa flotann þessum tækjum, að þeir geti skilað andvirðinu aftur á hæfilegum tíma. Síldyeiðarnar á s.l. sumri gengu vel, og er það eina sumar ið í 17 ár, er aflabrestur hefur ekki órðið. Meðal hásetahlutur yfir sumarið nam, með orlofi: 46.394.50. Við höfum skipt öllum flotan um í tvo flokka og gjört áætlun: 1. Bátar yfir 100 rúmlestir, með hringnót, og 2. Bátar undir 100 rúmlestum. Aflaverðmætið er miðað við uppgjöf Fiskifélags Islands, en kostnaðaráætlanir eru byggðar á áætlunum, er LIU gerði í byrjun síðastliðinnar síldarvertíðar, og <S> fara þær hér á eftir: T A F L A I. Fastakostnaður í 3 mán. Verðmæti skips kr. 6.500,000,00. Úthald 70 dagar. — Meðaltal afía á sumarsíldveiðum 1961 hjá bátum yfir 100 rúmlestir: 56 bátar með fullt úthald á hringnót. TEKJUR: 1. Síld í salt og frystingu 4114 195,00 ....... kr. 802.230.00 2. Síld í bræðslu 7140 126.00 .................. — 899.640.00 kr. 1.701.870.00 GJÖLD: 1- Olía ......................................... kr. 89.460.00 2. Hafnargjöld ................................... — 7.000.00 3. Veiðarfæri ..................................... — 140.000.00 4. Hlutir skipshafnar 51,76% .................... ... 880.888.00 5. Trygging áhafnar ........................... — 8.250.00 6. Viðhald skips .................................. — 70.000.00 7. Trygging skips ................................. — 54.844.00 8. Vextir af rekstrarlánum ........................ — 6.044.00 9. Opinber gjöld .................................. — 16.806.00 10. Skrifstofukostnaður .......................... ... 33.612.00 11. Vextir af höfuðstól ........................ ..... 56.875.00 12. Fyrning ........................................ — 146.253.00 13. Ýms kostnaður ............................... —. 15.000.00 14. Akstur o. fl.................................... — 5.000.00 15. Trygging á afla og veiðarfærum ........... — 7.400.00 16. Geymsluleiga ................................... — 1.575.00 17. Trygging á munum skipv., líf- og örorkutr. .. — 3.548.00 18. Viðhald veiðarfæra .......................... —. 80.000.00 19. Fastakaup yfirmanna ............................ — 5.503.00 20. Ábyrgðartrygging ............................... — 989.00 21. Hagnaður ...................................... — 72.823.00 kr. 1.701.870.00 Framh. á bls. 14«

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.