Morgunblaðið - 11.11.1961, Page 17

Morgunblaðið - 11.11.1961, Page 17
Laugaicíagur 11. nóv. 1961 MORGVJSBLAÐIÐ 17 Guð/ón Vigfússon stjóri — EINN af þekktustu og reyndustu bifreiðastjórurr. þessa lands Guð- jón Vigfússon, iézt af afleiðingum bifreiðasiyss 3. nóvember síðast- liðinn. Minningarathöfn um hann fer fram i dag 1 Dómkirkjunni kl. 10,30, en jarðneskar leifar hans virða lagðar til hinztu ihvíldar í gmfreit foreldra hans í Laugardælakirkjugarði í Flóa. Með Guðjóm Vigfússyni er fall inn í valinn á bezta aldri, aðeins 52 ára, góður drengur og mikill dugnaðarmaður. Hann fæddist 10. október i909 í Þorleifskoti í Flóa. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Sólveig Snorradóttir frá •Þórustöðum í Olfusi og Vigfús Jónsson.frá Iðu í Biskupstungum, er lengi bjuggu í Þorleifskoti í Flóa. Að Guðjóni stóðu hinar traustuslu og merkustu ættir. 1 imóðurætt var hann af Bergsætt Og Engeyjarætt, en í föðurætt var hann í beman karlegg kómin ®f Einari presti og sálmaskáldi í Eydöltun, foður Odds biskups I Skálholti. Þessar ættir eru vel }>ekktar og er óþarfi að rekja þær frekar. Guðjón ólst upp í foreldra húsum og vandist allri venjulegri sveitavinnu. Hann fór í Búnaðar- ekólann að Hvanneyri og útskrif aðist þaðan búfræðingur. Hann naut handleiðslu hins þekkta skólastjóra Halldórs Vilhjálms- sonar, og minntist hans ávallt af mikilli virðingu og þakklæti. Það átti ekki fyrir Guðjóni að liggja að veiða bóndi í sveit, þó hugur hans stæði til þess, en fiann hefði orðið hlutgengur þar eins og við öli önnur störf. Eg held, að bann hafi alltaf saknað sveitarinnar, en enginn má sköp- un renna. Guðjón fluttist til Reykjavíkur vorið 1934 ásamt móður sinm, og bjó síðan með fcenni meðan henni entist aldur, 'lengst af á Snorrabraut 36. Milli Guðjóns og móður hans var mik- ið ástriki, og gerði hann allt, sem í har.s vaJdi stóð, til að gera henni ævikvöldið sem ánægju- legast og bjartast. Síðustu ár hennar annaðist hana Guðrún Þorsteinsdóttir af mikilli kost- gæfni Og umhyggju. Eftir að móðir Guðjóns dó, bjuggu þau Guðrún saman og urðu mjög sam hent, og mynduðu fallegt heimili í Eskihlið 10. Heimili þeirra var hið fegursta og þar var mjög gestkvæmt. Þar var mjög ánægju iegt að koma og njóta gestrisni húsbændanna. Margir áttu erindi við Guðjón vegna margvíslegra starfa hans, bæði í sambandi við atvinnu hans og þátttöku hans í félagsmáium. En Guðjón var nukill ánugamaður um allt, sem hann á ar.nað borð hafði afskipti af. Guðjón rak mikla byggingar- starfsemi í félagi við Magnús bróður sinn, en þeir voru sérstak- lega samhentir frá fyrstu tíð, svo að af bar. Þeii ráku saman fyrir- tækið „Múr“ ásamt fleirum, og byggðu saman mörg hús og önn- uðust ýmiskonar framkvæmdir Og verk. Gaðjón Vigfússon var afburða starfsmaður. Honum nægði ekki að vinna venjulegan vinnudag, starfsþróttur hans og iöngun til að gera þjóðfélaginu sem mest gagn var svo mikill, að fcann lagði nótt við dag. Hann rak síðustu árin mikinn bifreiða- akstur og annaðist sérleyfisflutn- jnga í féJagi við Guðmund J. Jónasson fjaliabílstjóra norður til Hóimavíkur. Guðjon var mikill félagshyggju maður. Hann tók virkan þátt í íélagi sétleyfishafa. En mér eru efst í huga störf hans i Arnes- ingafélaginu í Reykjavík. Þar Minning unnum við saman á annan ára- tug, og bar þar aldrei skugga á. Hann lét sig aldrei vanta og var virkur félagi til allra starfa. Hann var gjaidkeri þess félags um 12 ára skeið til dauðadags, og var lyflistöng þess um flesta hluti. Hann iét sig sérstaklega varða afskipti félagsins við heima bvggðina, svc sem skógrækt og varðveizlu sögulegra merkisstaða í Arnesþmgi t. d. við Ashildar- mýri. Guðjón Vigfússon var sérstak- lega hjalpsamur og margir missa vinar í stað. Við Arnesingar 1 Reykjavík og félagsskapur okk- ar, höfum mikið misst við fráfall hans. Fyrir okkar sjónum verður skarð hans vandfyllt, þó tímarnir b.ði. X hugum okkar verður allt bjart um minningu hans. Eg sendi vandamönnum hans innilegar samúðarkveðjur. Merkið stendur, þó maðurinn falli. Hróbjartur Bjarnason. HIÐ snögga og. óvænta fráfall Guðjóns Vigfússonar kom eins og hreggsvalt él yfir vandamenn hans og vini og minnti enn einu sinni á dauðans óvísan stað og tíma. Hann • lézt hinn 3. þessa mánaðar af afleiðin'gum bifreið- arslyss, er bar að tveimur dög- um áður, er hann var að vinnu sinni skammt fyrir utan bæinn. Hann féll frá með vinnutækið í höndum, óskertum áhuga og kröftum, aðeins 52 ára að aldri. Guðjón var fæddur í Þorleifs- koti hjá Laugardælum í Flóa 10. ókt. 1909, og voru foreldrar hans Vigfús bóndi þar Jónsson bónda á Iðu á Skeiðum Vigfússonar og kona hans, Sólveig Snorradóttir á Þórustöðum í Olfusi Gíslason- ar, er kominn var af Kröggólfs- staða- og Engeyjar-ættum, en móðir Sólveigar var Kristín Odds dóttir frá Þúfu í Ólfusi, dóttir Odds bónda Björnssonar og Jór- unnar, hinnar nafnkunnu og mik ilhæfu yfirsetukonu, Magnúsdótt ur í Þorlákshöfn Beinteinssonar, og er sá ættleggur nánar rakinn í Bergisætt. Þau Vigfús og Sólveig bjuggu í Þorleifskoti hátt á f jórða áratug. Eignuðust þau 7 börn, misstu eitt ungt, en 6 komust til fullorðinsára: Kristín, kona Jóns Þorkelssonar bónda í Smjördöl- um í Flóa, Ingveldur, kona Sig- urjóns Hákonarsonar verkam. í Reykjavík, Snorri verkam. í Reykjavík, kvæntur frændkonu sinni Kristínu Gísladóttur frá Torfastöðum í Grafningi, Þórhild ur, kona Þórarins Jónssonar bónda í Sölvahvoli í Flóa, Magnús húsasmíðameistari, kvæntur Sólveigu Guðmundsdótt ur frá Indriðastöðum í Skorra- dal og Guðjón, sem nú er kvadd- ur. Ólust þau systkin upp hjá for- eldrum sínum að gömlum íslenzk bifreiða- um hætti og fengu það vegar- nesti, sem góðir foreldrar geta börnum sínum bezt í té látið: virðingu fyrir heiðarlegri vinnu og ræktún drenglundar og hjálp- semi við náungann. Þennan arf úr föðurhúsum hafa þau systkin ávaxtað með sæmd. Vigfús í Þorleifskoti lézt 1938, og árið eftir brá Solveig búi og fluttist til Reykjavíkur með börn um sínum, sem eftir voru heima. Setti hún þar saman heimili með Guðjóni syni sinum, og bjuggu þau mæðgin ávallt saman, með- an Solveig lifði, en hún dó 1957. Reyndist Guðjón henni góður sonur, svo sem bezt varð á kosið, enda gat hún ekki til þess hugs að að fara annað. Eftir að hún hætti að geta staðið fyrir heimil- inu, réðet þangað sem ráðskona Guðrún Þorsteinsdóttir frá Kirkjuvogi í Höfnum, sem þá var orðin ekkja, og varð hún síðan lifsförunautur Guðjóns. Er annálað, hve vel hún hugsaði um Solveigu, móður haras, eftir að hún var orðira lasburða og elli- hrum. A hiran bóginn sýndi Guð- jón syni Guðrúnar, Magnúsi, er hjá þeim var, föðurlega um- ’hyggju og greiddi götu hans á marga lund, og sérstöku ástfóstri tók bann við böm Magnúsar, sem eru ung að aldri. Eftir að Guðjón fluttist suður, stundaði hann alla tíð bifreiða- akstur sem aðalstarf, ýmist inn- anbæjar eða á langleiðum með farþega, en í viðlögum var hann með flutningabíla með vörur eða byggingarefni. I síðastliðin 5 ár var hann sérleyfishafi á leiðinni Reykjavík—Hólmavík og sá um fólks- og vöruflutninga á þeirri leið. I starfi sínu sem bifreiðar- stjóri var Guðjón mjög vinsæll og ávallt boðinn og búinn til að gera möranum greiða. Jafnframt þessu aðalstarfi vann hann jafn- an í viðlögum að húsabyggingum hér í bæ með Magnúsi, bróður sínum, ýmist fyrir hann eða í félagi við hann. Voru þeir bræð- ur mjög samrýndir og studdu hvor annan. Guðjón Vigfússon var feiknar starfsmaður og vann oft tveggja manna verk, enda var hann þrek- menni hið mesta, mikill vexti og rammur að afli. Hann var hið mesta ljúfmenni í umgengni, falslaus og einlægur, léttur í skapi og gamanyrtur. Hann hafði yndi af því að taka á móti geet- um á hinu vistlega heimili þeirra Guðrúnar, þar sem bæði voru samhent um höfðinglegar veiting ar. Greiðanmaður var hann hinn rnesti og einn sá maður. sem hægt var að leit til, ef á bjátaði. Eg kynntist Guðjóni Vigfús- syni fyrst og mest af samstarfi okkar í mörg ár í Arnesingafélag inu í Reykjavík, en hann var gjaldkeri félagsins síðastliðin 12 ár. I því starfi vann hann sér óskorað traust félagsmanna, enda sparaði hann hvorki fyrir- ’höfn né jafnvel eigið fé til þess að gera hlut félagsins sem bezt- an. Einnig þar verður vandfeng- inn maður í hans stað. Við vinir Guðjóns senduim heimili hans og ástvinum einlæg ar samúðarkveðjur og fylgjum honum síðasta spölinn með sökn- uði og eftirsjá eftir góðum dreng. Guðni Jónsson. 9 LOFTLEIÐIS LANDA MILLI .........FLJÚGIÐ MEÐ HINUM NÝJU HRAÐFLEYGU FLUG VÉLUM LOFTLEIÐA ÞÆGILEGAR HRADFERDIR HEIMAN OG HEIM FORD ER GÓÐUR FÖRUNAIJTIJR FORD I dag og á morgun sýnum við glæsilegar nýungav frá FORD, bifreiðir og vélar. þ. á. m. verður hinn glæsti CONSUL CAPRI sem hér er sýndur i fyrsta sinn og diselvélar af morg'im slærðuir. og gerðum fyrir bíla og báta. Sýningin er innanhúss að Laugavegi 105 opin í dag laugardag og á morgun sunnudag frá kl. 10—22. — A.ÐGANGUR OKEYPIS. FORD UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N HF. FORD ER GÓÐUR rÖRUNAUTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.