Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 1
24 síður
48. árgangar
Rússar vilja Frakka að
samningaborðinu i Genf
'á, að komið verði á almennri alls
herjarafvopnun og beri að neyta
allra ráða til þess að ná því
marki. Tillögurnar eru í þrem
meginliðum: —
Sovétríkin, Bandaríkin, Bret-
land og Frakkland verði ásátt um
að:
1) gera engar tilraunir með
kjarnavopn í andrúmsloftinu, úti
í geimnum eða undir sjávarfleti.
2) nota sínar eigin aðferðir til
Bera fram nýjar tillogur:
Bann við kjarnvopnatilraun-
um. án eftirlits
Þessi mynd var tekin út
eftir hafnargarðinum (Norður
garðinum) í Ólafsfirði, þegar
óveðrið stóð sem hæst. Garð
urinn hvarf alveg í mesta sjó
ganginum. — Fleiri myndir
frá Ólafsfirði eru á baksíðunni
og á 13. síðu, en myndir frá
Dalvik á 3. síðu.
(Ljósm.: Haraldur Þórðarson)
að fylgjast með því að samkomu-
lagið sé haldið.
3) gera engar tilraunir með
kjarnavopn neðanjarðar, þar sem
vænta megi samkomulags um eft
irlit meo slíkum tilraunum.
ítrekað er, að geri eitthvert
Vesturveldanna tilraunir með
kjarnavopn meðan viðræðurnar í
IGenf fara fram — Frakkland
meðtalið — muni Sovétstjórnin
draga af því sínar ályktanir og
Igera viðeigandi ráðstafanir.
Ekki telur Sovétstjórnin á-
Framh. á bls. 2.
Finnar í kreppu
Moskvu, Washington og London
27. nóv. AP — NTB — Reuter.
• Á morgun — þriðjudag —
hefjast að nýju viðræður í Genf
um bann við tilraunum með
kjamavopn.
• Sovétstjórnin Iýsti því yfir
í dag, að kominn væri tími til
þess, að Frakkar tækju þátt í
viðræðunum í Genf og er þess
vænzt, að fulltrúi hennar leggi
|>að til formlega þegar á fyrsta
fundinum á morgun.
• Sovétstjómin tilkynntl jafn-
framt nýjar tillögur. sem fulltrúi
hennar myndi leggja fram í
Genf. Er aðalatriði þeirra, að
bannaðar skuli kjarnavopnatil-
raunir — en án alþjóðlegs eftir-
lits.
Dómni 11. des.
JERÚSALEM, 27. nóv., — NTB
— AP — Opinberlega var til-
kynnt í Jerúsalem í dag, að dóm
ur yrði kveðinn upp í máli Adolfs
Eichmanns hinn 11. des. n.k.
• Því fer fjarri að tillögum
Rússa sé vel tekið, enda engu
lengra gengið en áður til móts
við fyrri tillögur Vesturveldanna
um tiíraunabann. Aðalágreinings
efnið er, hvernig eigi að fylgjast
mcð því, að bann sé haldið og
telja Vesturveldin það ekki
kleift svo öruggt sé, nema með
alþjóðlegu eftirliti. Á það vilja
Rússar ekki fallast.
Erlendum fréttamönnum i
Moskvu var snemma í dag afhent
eintak af tillögum Rússa og sér-
stök yfirlýsing um að tími sé til
kominn, að Frakkar taki þátt í
viðræðum um bann við kjarn-
vopnatilraunum. Til þessa hafa
aðeins Rússar, Bandaríkjámenn
og Bretar setið á rök&tólum í
Genf. Síðar í dag var sendiherr-
um hlutlausra ríkja í Moskvu af-
hent eintök af tillögunum og yf-
irlýsingunni.
• Bannið byggt
á frjálsum vilja.
í tillögum Sovétstjórnarinnar
segir, að hún leggi alla áherzlu
K.HÖFN og
HAMBORG, 27. nóv. (NTB. —
Reuter) —
Hið óháða dagblað í Kaup-
mannahöfn, Information, fjallar
í dag um útvarps- og sjónvarps-
ræðu Kekkonens Finnlandsfor-
seta, sem hann hélt í gær eftir
komu sína frá Novosibirsk, —
þar sem hann ræddi við Krúsjeff
forsætisráðherra. Segir blaðið að
Finnar hafi verið gerðir að varð-
hundt norðursins og sé full á-
stæða til þess að óttast að sá varð
hundur neyðist til að halda vöku
sinni' sovéskum augum.
Blaðið segir að ræða Kekkon-
ens haft minnt Dani óþægilega
á þá daga er þeir voru hernumd-
ir. — Það, sem Kekkonen forseti
hafði að segja, snertir fyrst og
fremst finnsku þjóðina, segir
blaðið — það Finnland, sem á
alla okkar samúð. En það snertir
einnig Danmörku og sambandið
milli hinna norrænu landa á nýj-
an og óþægilegan hátt. Finnski
forsetinn hefur neyðzt til þess
að fallast • á. að Finnland verði
einskonar vörður gagnvart Norð
urlöndum — það hefur verið sett
ur nýr varðhundur norðursins.
Menn hafa fulla ástæðu til að ótt
ast, að sá varðhundur neyðist til
að standa sína vakt með sovézk-
um augum.
• Finnar í kreppu.
Svenska dagbladet skrifar
einnig um ræðu Kekkonens og
Framhald á bls. 23.
Viðskipti
MOSKVU, 27. nóv. — NTB. —
I dag hófust í Moskvu viðraSður
um nýjan viðskiptasamning milli
Noregs og Rússlands. Núgildandi
samningur landanna rennur út
31. desember nk. en hann hefur
gilt í þrjú ár. Er þess vænzt, að
viðræðurnar taki tvær vikur og
annar samningur verði gerður,
einnig til þriggja ára.
Árleg vöruskipti landanna hafa
numið rúmlega 700 milljónum
ísl. kr. Norðmenn hafa einkum
selt Rússum herta feiti, sildar- og
fiskiafurðir, en íengið frá þeim
aftur hveiti, rúg, steinoliu og
ýmsa málma.
FiomiMj
Voroshilov
sjdlfsmorð?
RÓM.-27. nóv. — NTB—AFP —
Óstaðfestur orðrómur hefur leg-
ið í lofti í Vínarborg og Róm
í dag, þess efnis, að Voroshilov
markskálkur, fyrrum forseti
Sovétríkjanna, hafi framið sjálfs
morð. Þess er skemmst að minn
ast, að Voroshilov sætti ákær-
um fyrir flokkssvik á 22. flokks-
þingi kommúnista í sl. mánuði.
Hann játaði mistök sín og ákvað
þá Krúsjeff, forsætisráðherra,
að tekið skyldi á málum hans
með mildi. Við hersýningu á
Rauða torginu á byltingarafmæl
inu var Voroshilov hins vegar
vísað frá grafhýsi Lenins og
fenginn staður við hlið kuoM
er seldi rjómaís.