Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl. — e f t i r 1 o k u n — Innlendar fréttir: 2-24-84 Erlendar fréttir: 2-24-85 IÞROTTIR Sjá bls. 22 270. tbl. — Þriðjudagnr 28. nóvember 1961 Norðangarðurmn kom með UNDANFARNA dag-a hafa bor- izt fréttir af borgarisjökum út af Horni. En það mun vera alveg undantekning ef ísjakar sjást hér við land í nóvembermánuði. Blað ið leitaði ísfregna hjá Jóni Ey- þórssyni, veðurfræðingi. Jón sagði að þarna væri sjálf- •agt um að ræða flækingsborgar ísjaka, sem hefðu orðið fyrir norð angarranum um daginn, er hefði rekið þá upp undir landið. Þetta virtust vera nokkrir jakar, þó erfitt sé að átta sig á tölu þeirra, þar sem margir aðilar tilkynna um þá. og væru jakamir vitan- lega varasamir fyrir skip. í gær- morgun var hvasst á austan á þessum slóðum, svo að jakar þess ir fá vonandi byr vestur og vtrða horfnir þegar birtir upp, eagði Jón. Hann telur að jakar þessir eigi lítið skylt við ísröndina við Grænland. Yfirleitt keyrir norð- anáttin ísinn upp að Grænlands- ströndinni, nema hann sé kom- inn langt austur eftir. Rafmagnslaust í ÓVEÐRINU sem geisaði i fyrrinótt, slitnuðu víða raf- magnslínur á orkuveitusvæði Sogsins og urðu nágrannasveit- ir Reykjavíkur rafmagnslausar í gærmorgun. Fór rafmagn af Hafnarfirði, Mosfellssveitinni, Kjalarnesi og Kjós, Lögbergi, Vífilsstöðum og Suðumesjum. Framkvæmdir ÁRNESI, 24. nóv. — Allt fram að hríðarveðrinu mikla, var unnið að vegagerð og jarðabót- um lokið imdir byggingu vegar frá Hafralæk að Hólmavaði, ca. 3 km. leið. Lokið var að brjóta um 60 hektara iands fyrir hið nýstofnaða kornræktarfélag. — Hafin er vinna við raflínu að Knútsstöðum og Sandsbæjum til 10 býla. Raflína til 11 bæja verður væntanlega tengd í Reykjadal um helgina frá raf- veitusvæði Laxár, en fram- kvæmdir hófust við hana í sum ar. — Fréttaritari. Enn hríð á iVorðatisturlandi: Bændur önnum kafnir við að bjarga fé sínu úr fönn í FYRRINÓTT og gærmorgun snjóaði um allt land og síðdegis var enn hríð á Norðausturlandi. Ríkir nokkur óvissa um afdrif kinda þar, sem hægt hefur verið að kanna málið, virðast f jár skað- ar þó .minni en menn óttuðust. Þó munu kindur hafa farizt t. d. 25 á Tjörn í Skagahreppi og langt er frá að öll kurl séu komin til grafar í þeim efnum. Vegir á Norðurlandi eru enn ófærir eða illfærir, þó er víða verið að reyna að brjótast með mjólkurbila. Og símasambands- laust er enn á suma staði á NA- landi vegna bilana á Tjörnesi og í Kelduhverfi. Einnig er enn raf- magnsskömmtun á orkuveitu- svæði Laxárvirkjunar. Fréttaritarar blaðsins á ýmsum stöðum a óveðurssvæðinu hafa símað eftirfarandi frásagnir: VfÐAST GÓÐAR HEIMTUR Á STRÖNDUM Gjögri, Strandasýslu, 27. nóv. — í gær og í dag hefur verið hér gott veður og eru allir búnir að kanna fé sitt, en fjáreigendur ótt- uðust mjög um það úti í norðan- Jóhann Hafstein ræðir iðnaðarmál — á aðalfundi Varðarfélagsins LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR heldur aðalfund sinn í kvöld i Sjálfstæðishús- inu. og hefst hann kl. níu. Á dagskrá fundarins er: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Jóhann Hafstein. dóms- málaráðherra, flytur ræðu: - ÞRÓUN IÐNAÐAR, auk- in tækni og fjármagn. bylnum, sem hér geisaði um helg ina. Sem betur fer eru víðast hvar góðar heimtur. Á einstaka bæ vantar 2—3 kindur. Heyrt hefi ég að þrjár kindur hafi farið í sjóinn. Þetta er einn versti nOrðanbyl- ur sem elztu menn hér muna. Sjó- gangur geysilegur og gekk sjór- inn langt upp á land. Skaðar hafa nær engir orðið hér í byggðar- laginu, að undanskildu því að kjöiurinn brotnaði mikið á trillu- bátnum Sigrúnu á Gjögri, sem búið var'að setja svö hátt upp fyr ir veturi m, að allir töldu hana örugga. En nú er allt í einu, komið svo gott veður, að Björn Pálsson gat lent hér til að sækja sjúkling. Á SKAGÁ REKUR KINDUR Á FJÖRUR Skagaströnd, 27. nóv. — Talið er nú víst að 25 kindur frá Tjörn í Skagahreppi hafi farizt í óveðr- inu fyrir helgina, eftir því sem bóndinn þar Sveinn Sveinsson sagði. Mikið hefur verið leitað í gær og í dag og frekari .leit yrði vart gerð, s&gði hann. Nokkrar kindur hafa þegar fundizt reknar Þessi mynd sýnir Sæþór, Ij skipið, sem kastaðist upp i f jöru í Ólafsfirði í óveðrinu og flóðinu aðfaranótt laugar dags. Skipshöfnin reyndi að sigla skipinu út úr höfninni kvöldið áður, en það fékk á sig stórsjó í hafnarmynninu, svo að því var snúið við og rennt upp í sand. — Sjá og myndir á forsíðu og á 13. síðu. (Ljósm.: Hákon Hertervig) á fjöru og einnig vantar enn yfúr 1C kindur frá Ósi. — Þ.J. 16 LÖMB DREGIN ÚR FÖNN I TÚNINU Suðárkróki, 27. nóv. — Engar teljandi skemmdir urðu hér eða annars staðar í Skagafirði í ofsa- veðrinu fvrir helgina, hvorki á bátum, né mannvirkjum. Smáveg is skemmdir urðu á vegum í ná- grenni Sauðárkróks. Hins vegar ríkir nokkur óvissS um afdrif sauðfjár, er var fjarri heimahögum áður en óveðrið skall á. Aðallega mun fé hafa vantað í Skagafjarðardölum og á Skaga Og annars staðar þar sem jarðir liggja að heiðlöndum. Frá Framh. á bls. 23. Hús brann í Smálöndum UM KL. hálf níu í gærmorgun var slökkviliðið kvatt upp í Smá- lönd, en þar hafði kviknað í múrhúðuðu timburhúsi. Stóðu logarnir út úr öllum gluggum er að var komið, en um 8—9 km. leið er frá slökkvistöð og þangað upp eftir. I húsi þessu býr Friðsteinn Helgason, verkstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur með fjöl- skyldu sinni. Eru 7 manns í heimili. Var hann farinn í vinnu og börnin í skóla, en húsmóðirin var heima. á Orsökin ókunn I fyrrinótt var svo mikið óveður, að rafmagn fór í Smá- löndunum og einnig í Mosfells- sveitinni. Er talið sennilegt að sprenging hafi orðið í katlinum, þegar rafmagnið kom á aftur og kviknað í út frá olíukyndingunni. Annars er ekki vitað um það fyrir víst. ★ Vatnslaust Er slökkviliðið kom á stað- inn var vatnslaust, þar eð sérstök dæla sér hverfinu fyrir vatni, en Vatnslaust var i hverfinu dælan gengur fyrir rafmagni. Varð slökkviliðið því að sækja vatn á tankbílum niður í Elliða- ár. Voru notaðir 5 bílar, fengnir tveir að láni á flugvellinum. Gekk slökkvistarfið því seint. Áhlaupaveður í Kjósinni VALDASTÖÐUM í Kjós, 27. nóv. í nótt var áhlaupaveður í Kjós- inni. Var allmikil veðurhæð með snjókomu á austan. Dreif niður töluverðan snjó á skömimum tíma og á kafla framimi í sveitinni er nú seinfarið á bílum. Sumir bændur voru farnir að hýsa einhverjir búnir að taka lömb. Og voru menn ekki ó- hræddir um að eitthvað kynni að hafa farið í fönn. Hið múrhúðaða timburhús er svo til ónýtt að innan. Meirn brok úr Skíða SKAGASTRÖND, 27. nóv. — | Nú þegar veðrið hefur lægt , fannst enn rekið úr vélbátn- ' um Skíða. Var það lestarlúga I og nokkrar skilrúmsf jalir. Rak | þetta fyrir vestan Hindisvík á . Vatnsnesi. Einnig fann vél- báturinn Vísir lóðabelg merkt I an Skíða norðvestur frá Skaga j strönd, er hann var að leita ‘ að línu, sem hann skildi eftir ( þegar óveðrið skall á s.l. mið- | vikudag — Þ.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.