Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 28. nóv. 1961 23 — Bændur Framh. af bls. 24. því síðla á kiugardag, er veðrinu slolaði nokkuð. hafa bændur og búalið leitað kinda og nokkuð heiur ..faKdizt af fé, flest af því íennt en Ufandi. Á innanverðum Skaga vantaði á sumum bæjum svo til allt fullorðið fé Og einnig á mörgum bæjum í Vesturdal. Til marks um fannkyngið skal þess getið að á einum bæ á Skaga voru 16 lömb dregin úr snjó á túninu, en öll lifandi. Nokkuð hefur borið á því að tófa legðist á hið fennta fé, aðallega fram til Dala. Enn verður ekki sagt með vissu hve miklum skaða þetta kann að valda bændum á þeim jörðum sem mest vantaði. Ég hefi heyrt að á austanverð- um Skagafirði hafi engar telj- andi skemmdir orðið á veginum við Haganesvik, við svokallaða Sandvík, en þar flæddi sjór á land og skoiaði burtu þjóðvegin- um á 100 m. kafla. — jón. ERFIB FÆRB í EYJAFIRÐI Akureyri, 21. nóv. — Veður er nú miklu betra í Eyjafirði en undanfarna daga. Lítið hefur snjó að í dag, brugðið til þíðviðris, en mjög dimmt er í lofti, einkum norðantil i firðinum. 1 dag komu til Akureyrar mjólkurbílar, búnir drifi á öllum hjólum og ætlaðir til ferða í snjó. Eingöngu slíkum bílum mun vera fær sú leið. Þetta eru sömu bílarnir sem sækja mjólk- ina fram Svarfaðardal, og gekk þeim mjög treglega að ná mjólk- inni í fyrradag. Frá Grenivík var fært í dag og hafðí vegagerðin aðstoðað bif- reiðarnar með ýtum. Sú leið er þó aðeins fær mjög öflugum bif- reiðum. Yfir Vaðlaheiði var far- ið í morgun. Hafði vegagerðin lát ið vta þá leið, en síðdegis í dag fennti mjög í slóðina Og mun hún nú ekki fær. Áætlunarbíll- inn frá Húsavík hefur ekki kom- ið til Akureyrar í dag. Vegurinn um Dalsmynni mun vera fær, en illfært beggja vegna við hann. Fréttir hafa borizt um það, að snjóflóðarhætta sé í Dalsmynni, en framkvæmdastjóri vegagerðar ríkisins á Akureyri, Guðmundur- ur Benediktsson, telur að slíkar fregnir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Engin snjóflóða- hætta sé þar en hinsvegar séu vegir við enda Dalsmynnis illfær- ir. Fram Eyjafjörð er sæmilega fært og hafa allar mjólkurbif- reiðar þaðan komið til Akur- eyrar í dag. Bílalest stórra flutn ingabíla, sem var á leið frá Keykjavík. kom til Akureyrar i Tiótt. Bifreiðastjórarnir segja færð ina þunga, einkum í öxnadal og nutu þerr aðstoðar þá leið til Akureyrar. Áætlunarbílar Norð- urleiða hafa ekki komið til Akur- eyrar enn. En að óbreyttu veðri munu þeir koma á morgun. Flóabáturinn Drangur kom frá Sauðárkróki ,til Akureyrar í nótt. Hann hafði viðkomu á Siglu firði, Ólafsfirði og Dalvík. Erfitt var að athafna sig á Ólafsfirði, aðeins hægt að taka farþega Og póst, en engum vörum hægt að skiia eða taka. Á Dalvík var að- staðan öllu betri. Kl. 8 í fyrra- málið mun skipið fara sömu leið til baka og reyna að komast á sem fiestar hafnir. Skipsmenn segja sjóinn genginn mikið niður, en í sumum höfnum erfiða að- etöðu vegna brotinna bryggja og braks i höfnum. — St. E. Sig. STÓRGRÝTI BARST Á LAND í FLATEY Húsavík, 27. nóv. — Símasam- bandslaust er enn við Kópasker vegna mikilla bilana á Tjörnesi Og í Kelduhverfi. Reynt hefur ver ið að koma á bráðabirgðasam- bandi í dag, en ekki tekizt. En ákveðið er að viðgerðarflokkur frá Landsímanum komi frá Reykjaxík, strax og hægt verður að fljúga. En það var ekki hægt í dag vegna óveðurs. Sjór gekk hærra á land í Flat- ey en menn muna um áratugabil, og bar á land stórgrýti. Bryggj- an mun ekki hafa skemmzt að öðru leyti en því að raflögn eyði MORCVJSBI4ÐIÐ •' ■’ fcf lagðist alveg. Sjórinn bar svo grjót á land, að um stéttimar, er að' bryggjunm liggja, er sem um stórgrýtisurð sé að fara. Beítu- skúrar brotnuðu eitthvað og sjór gekk í geymsluhús Og olli skemmdum á salti og fleiru. En Flateyingar voru nýbúnir að af skipa síðustu sendingu saltfisks frá síðastliðnu sumri. Vegir sem næst sjó liggja skemmdust. HUNDAR GRAFA FÉ ÚR FÖNN 1 MÝVATNSSVEIT Jóhannes á Grímsstöðum segir þessar fréttir helztar eftir óveðr ið. Vonir standa til að fjárskaðar í Mývatnssveit séu ekki teljandi, en erfiðleikar hafa verið miklir því að alla óveðursdagana hafa menn unnð að því að leita þeirra kinda, serti vantað hefur og koma þeim sem fundizt hafa til húsa. Nokkrar kindur hafa verið grafn ar úr fönn, en Mývetningar eiga sérstaklega góða fjárhunda, sem finna fennt fé og fara stundum á móti vindi langar leiðir og er þá grafið eftir tilvísun þeirra og oft ast með árangri. Vegna vondrar veðurspár fyrir þetta óveður, fóru bændur, sem fé eiga austan við Nýja hraun þangað austur til að reka það saman, þvi þannig ver þaS sig betur og em nú í dag að búa sig undir leiðangur þang að aftur. Þessu veðri fylgdi ekki eins mikið stórfenni, eins og nóv- emberveðrinu í hitteðfyrra. — Fréttaritari. BRYGGJA MEÐ ÞYKKUM SKJÓLVEGG MOLAÐIST Á Þórshöfn var enn austan stór hríð-í gær og snjór lá alveg fram að sjó, að sögn fréttaritara blaðs ins. Vegurinn út á Langanes var ófær, en orðið fært eftir vegin um til Raufarhafnar. Byrjað var í fyrradag að ryðja flugvöllinn. Stóð á honum snjór í óveðrinu, en hann er líklega ekki mikið skemmdur. í dag var þó ekki hægt að athafna sig þar við vinnu. Guðmundur Ágústsson hjá Olíu félaginu tjáði blaðinu í gær að hann hefði átt tal við umboðs- mann félagsins á Þórshöfn. Sagði hann að 13 m hefðu brotnað framan af brimbrjótnum, sem byrjað var að byggja fyrir tveim ur árum, en hann er byggður úr 2—4 lesta steinum. Telja heima menn þó að þrátt fyrir það, hafi brimbrjóturinn varið hinar bryggjunar, svo þær molnuðu ekki niður í veðrinu og þá jafn- framt hlíft bátunum. Á Bakkafirði er bryiglgja m,eð einhverjum þykkasta skjólvegg sem til er á landinu. f sumar var byggð utan um hann þykk sem- entskápa og bryggjan um leið lengd um helming. Skjólveggur inn nær áfram fram á nýju við bótina. Sú viðbót brotnaði nú al- veg niður. Þá sagði Guðmundur að hann hefði talað við Hrísey á laugar- dag. Þar stóð olíugeymirinn, sem er nærri sjó, sífellt umflotinn. EKKI SLÆMT Á HÉRAÐI Loks áttum við tal við frétta ritara blaðsins á Egilsstöðum. Hann kvað þar ágætis veður. Þar snjóaði að vísu, en ekki kominn svo mikill snjór að auðvelt mundi að gera fjallvegi aftur færa. — íþróftir Framh. af bls. 22. helgar, en þá verður gert út um mótið. Gangur leiksins: 4:0, 4:1 5 :1. Hálfleikur: 6:1, 6:3, 8 :3, 8 : 5. Mörk Víkings: Pétur 3, Jóhann og Rósmundur 2 hvor og Sigurð- ur Hauksson 1. Mörk IR: Gunnlaugur og Matthías 2 -hvor, Gunnar 1. K o r m á k r. Staðan í meistarafl. karla 1. Fram 4 3 0 1 60:36 6 stig. 2. KR 4 3 0 1 56:36 6 - 3. Víkingur 4 3 0 1 47:30 6 - 4. IR 4 2 1 1 44:41 5 . 5. Armann 5 2 0 3 56:63 4 . 6. Valur 4 1 1 2 42:51 3 - 7. Þróttur 5 0 0 5 43:82 0 - Óskaplegt basl, — O, betta er óskaplegt basl, sagði Víkingur á Grund- arhóli, fréttaritari blaðsins á Hólsfjöllum, er við hringdum í hann í gær og spurðum hvernig gengi að bjarga fénu , | í óveðrinu sem verið hefur á Norðurlandi. Hann sagði, að í allan gærdag hefði verið suð- austan hríð og nú væri enn spáð slæmu veðri. Það sem gerði bændunum erfiðast fyr- ir væri það að þó stytti upp, þá stæði hléið ekki nægilega lengi til að hægt væri að ná heim fénu, og auk þess flyti allt í húsunum þegar þvi væri náð inn svo klakabrynjuðu og það færi illa saman að þrífa bleytuna og reyna að finna annað fé úti í hríðinni. Víkingur sagði, að varla nokkur maður væri búinn að ná inn öllu sínu fé. Alautt ver dagana áður en óveðrið skall á og féð dreift. En það var bót í máli, að Veðurstofan spáði slæmu veðri og byrjuðu þá margir að smala heim. Ann- ars kvað hann sjaldgæft að fé færist í stórum stíl á Hólsfjöll um. Innan við 10 kindur á bæ væri ekki óalgengt þegar verst væri, og hann héldi að ekki yrði það »vo slæmt núna. Tvídregin úr fönn á einum degi Víkingur sagði að féð hefði ékki verið neitt illa farið eftir fyrsta áhlaupið á fimmtudag og föstudag. Þegar stytti upp á laugar- dag fór hann að leita að kind- um sínum »g náði nokkrum kindum heim. Fann hann þá kindur j fönn við túngirðing- una. Ein gat varla gengið, þvi hinar höfðu troðizt að henni við girðinguna. Hann kom kindunum heim á tún og sagði tveimur sonum sínum, 7 og 8 ára gömlum, að hýsa þær með an hann héldi áfram leiðinni. Þegar hann kom til baka, var hann aftur skollinn á. Dreng- irnir höfðu fyrst reynt að koma tveimur kindum heim, en gáfust upp við það. Víking- ur fór að leita og fann ekki kindina, sem hann hafði áður segir fjárbóndi dregið úr skaflinum, En á leið inni heim steig hann ofan á hausinn á henni í myrkririu og dró hana þar í annað skipti á sama degi úr fönn. Eins sagði hann frá annarri kind, sem hann fann afvelta vegna hriðarinnar sunnan í barði. Hafði sett stóran skafl alls staðar, aðeins skafið af þar sem hann var stóðu lapp- irnar á henni upp úr. Eins hafði hann frétt um að Benedikt á GrímsStöðum hefði fundið 5 lömb ósjálf- bjarga í gær. Það er aðallega erfiðleikar að koma þessu í lag, sagði Vikingur Guðmundsson á Hólsfjöllum Víkingur. Og til þess höfum við enga möguleika fyrr «a veðrið lagast. Nú er aðeins að létta til, en þá er komið myrk ur. Leitar upp 1 hólana Víkingur sagði að sums staðar hafði rifið vel af í veðr inu, en annars staðar hefði snjórinn safnast í 3—4 m djúpa skafla og þaðan af dýpri. Yfirleitt leitaði féð sunnan í hávaðahóla eða upp undir toppa á sandhólum. Því fé sem skriði í skjól væri miklu hættara, en það væri óalgengara. Söntfskeanmtun /tíþýðukórsins A EFNISSKRÁ Alþýðukórsins i S.V.I.R. á söngskemmtun hans í I gærkvöldi voru 16 kórlög, stór og smá, eftir íslenzka höfunda, og auk þess Credo úr messu i As-dúr — Grimsby Town Framh. af bls. 3. í réttinum sem sönnunar- gagn, enda teljast slíkar upp- tökur ekki sönnunargagn að íslenzkum lögum. (Þess má geta, að Bárður mun vel kunnugur ensku réttarfari, enda er hann félagi í sam- tökum enskra lögfræðinga). if Verjandi að ésk Listers I sambandi við ummæli Listers skipstjóra um verj- andann, Jón Grímsson, sagði Bárður Jakobsson m. a., að Jón hefði strax verið skip- aður réttargæzlumaður List- ers og fylgzt með rannsókn málsins frá upphafi. Hefði skipstjórinn síðan lýst því yfir, að hann óskaði eft- i r, að Jón Grímsson yrði skipaður verjandi sinn við réttarhöldin. Væri þetta bók- að eftir Lister — og bók- unin undirrituð af honum, eigin hendi. — Hvað Lister og verjandanum hefir svo farið á milli, get ég að sjálf- sögðu ekki um dæmt, sagði Bárður, — en hins vegar vil ég taka það fram, að sér- hver bókun var þýdd á ensku og lesin fyrir Lister og hon- um sérstaklega bent á að fylgjast vel með og gera sín- ar athugasemdir, ef honum þætti ástæða til. En skipstjór inn gerði aldrei eina einustu athugasemd við bókanir rétt- arins. Þá kvaðst Bárður vilja taka það skýrt fram, að List- er hefði ekki óskað eftir að leiða fleiri vitni í máli sínu en stýrimanninn og loft- skeytamanninn — og væri því sú fullyrðing hans, að synjað hefði verið beiðni um, að aðrir af áhöfn togarans fengju að bera vitni, út í bláinn, svo sem aðrar ásak- anir hans um - „réttarfarsleg- an skrípaleik", samkvæmt framangreindri frétt. eftir Schubert. Meira en helm- lingur kórlaganna voru eftir söng istjórann, dr. Hallgrím Helgason, I og milli þátta á efnisskránni lék Jórunn Viðar Sónötu hans nr. 1 fyrir píanó. Fyrri hluti efnisskrárinnar var yfirleitt betur sunginn en siðari hlutinn, enda auðveldari í meðförum. Þrjú íslenzk þjóð- lög í útsetningu Jónasar Tómas- sonar eru færð í sundurgerðar- lausan en þó áheyrilegan búning og nutu sín vel. íburðarmeiri eru sjö þjóðlög og alþýðulög í radd- setningu dr. Hallgríms, mörg þeirra mjög pólífón og margslung in í raddfærslu. Slíkur búningur fer einföldum alþýðulögum mjög misvel, og stundum liggur við, að frumhugmyndin sjálf drukkin algerlega í úrvinnslunni. A síðari hluta efnisskrárinnar vakti sérstaka athygli mótettan. Þitt hjartans barn eftir dr. Hall- grím, byggð á gömlu íslenzku sálmalagi, fallegt verk og vel unnið, en hinn vandsungni mið- kafli þess riaut sín því miður ekki sem skyldi. Tvö síðustu lög- in, þáttur úr „Friði á jörðu“ eftir Björgvin Guðmundsson og messu kaflinn eftir Sohubert, ,voru naumast nógu vel æfð, — það var söngur „án fínpússningar", ef svo mætti segja, þunglama- legur, og tónhendingar sumstað- ar sundurslitnar, jafnvel í miðju orði. Ymislegt fleira mætti að sjálf sögðu að söngnum finna, en það er ekki síður ástæða til að vekja athygli á þvf, að hér hefir fáliðaður kór skilað langri og mjög erfiðri efnisskrá að mörgu leyti vel, og er sérstök ástæða til að minnast á, hvað söngur- inn var yfirleitt hreinn, líka í þeim lögum, sem flóknust eru að byggingu og hljómasambönd- um. Og þá er það ekki síður virðingarvert, hve mikla rækt kórinn leggur við að kynna ís- lenzkar tónsmíðar. Píanósónatan nr. 1 eftir Hall- grím var ágætlega leikin af Jórunni Viðar. Þetta er mynd- arlegt verk, karlmannlegt í hugsun og fremur óvenjulegt að formi. Það ætti skilið að heyr- ast oftar í meðförum hinna mörgu ágætu píanóleikara okk- ar. Tónleikarnir voru haldnir í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, og munu vera fyrstu tónleikar, sem þar eru haldnir. Hljómburður í kirkjunni er mjög góður, og má mikið vera, ef ekki verða ýmsir til að feta í spor Alþýðukórsins þangað, ef kirkjan er fáanleg til tónleika- halds. Jón Þórarinsson. — Finnar Framh. af bls. 1. spyr, hvað verða muni, ef Sovét- stjórnin telji sig komast að því, að Finnland sé ekki eins góður varðhundur og æskilegt sé. Ann ars vegar verða Finnar að horf- ast í augu við óútreiknanlegar kröfur Sovétstjórnarinnar — og hinsvegar að gera sér Ijósa þá hollustu, sem hin sérstæðu tengzl Norðurlandanna hafa skapað. Það er augljóst, segir blaðið, að Finnland er í kreppu. Hinsvegar segir Hamborgar- blaðið „Die Welt“, sem er óháð, að hróður Kekkonens forseta hafi mjög vaxið við Moskvuferðina — en þ- sé ljósara en áður að Finn ar hafi sáralítið svigrúm í stjórn- málum. Telur blaðið líklegt, að djarfleg ummæli Halvards Lange utanríkisráðherra Noregs og varnarmálaráðherrans Gud- mund Harlem hafi haft nokkur áhrif á Krúsjeff. Þeir lýstu því báðir yfir, að Krúsjeff skyldi ekki takast að hræða Noreg úr NATO eins og Stalín eg Molotov hefðu hrætt landið í NATO. Loks segir kínverska komm- únistablaðið Kansan Uutiset, að ræða Kekkonens sýni framar öllu, að Finnar skilji raunveru- leika finnskra stjómmála og hvernig sé háttað sambandi þeirra við umheiminn, einkum þó við Sovétríkin. Segir blaðið augljóst, að það sé ekki orðsend- ing Sovétstjórnarinnar til Finna, sem orsaki spennu í alþjóðamál- um heldur hernaðarundirbúning- ur Vestur-Þjóðverja og þanda- manna þeirra við Eystrasalt. Leiðréttin«r I GREIN um Danilíus Sigurðssoa skipstjóra s.l. þriðjudag féll nið ur setning þar sem börn hans voru talin upp. Þar sem kom að Guðrúnu, sem búsett er á Hellis sandi, féll úr setning, þannig: Guðrún búsett , á Hellissandi gift Almari Jónssyni matsveini frá Dalvík, Erla búsett í Rvík gift Vilhjálmi Sigurjónssyni og síðan eins og í greininni stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.