Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. nóv. 1961 MORCVISBLAÐIÐ Frá Dalvík Mikið tjón varð í Dalvík í ó veðrinu fyrir helgi. Ilafnar- garðurinn brotnaði á löngum kafla, gömul uppfylling inni í höfninni brotnaði mikið og fleiri spjöll urðu. Myndirnar hér á síðunni tók Kári Sigfússon á sunnu- dag. Sú stærri sýnir (í bak- sýn), hve garðurinn er illa farinn eftir óveðrið. Sú minni sýnir bát, sem sökk Verkfall í París PARÍS. 27. nóv. — NTB — Reut- er. — Á morgun hefst væntan- lcga í París verkfall járnbrautar- starfsmanna og verkamanna í gas og rafmagnsverum og nær verkfallið um land allt. Um fimm hundruð þúsund verkamanna taka beinan þátt í verkfallinu en viðbúið er, að ' það stöðvi vinnu milljóna annarra og lami með öllu samgöngur og marg- þáttaða starfsemi aðra. Verkfallið er gert til að knýja fram launahækkanir. Hafa verka lýðsfélögin hafnað tilboði ríkis- stjórnarinnar um 2.25% launa- hækkun frá 1. janúar 1962 og 1.25% hækkun til viðbótar síðar. Járnbrautarverkamenn í París gera sólarhringsverkfall sem hefst kl. 3 síðd. (ísl. tími). Verika menn við gas- og rafmagnsver leggja niður vinnu í fyrramálið en þeirra verkfall stendur 11 klukkustundir. Réttar sakbornings gætt í hvívetna’ BREZKI togarinn „Grims- by Town“, sem tekinn var að ólöglegum veiðum út af Vestfjörðum um miðj- an mánuðinn, kom heim til Grimsby sl. sunnudag, að bví er segir í skeyti til Mbl. þaðan. — Segir þar frá harðri gagnrýni skip- stjórans, Don Listers, á réttarhöldin á ísafirði, er hann lýsir sem „réttar- farslegum skrípaleik“ — en Lister var dæmdur í 200 þús. kr. sekt fyrir land helgisbrot og 2ja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr ir tilraun til að sigla varð skipið Albert niður. — í fréttaskeytinu til blaðsins segir m. a.: — Mál mitt var von- laust frá byrjun við þessi réttarhöld, sagði Lister skipstjóri, þegar hann kom til Grimsby. — Ég fékk — secjír dómsíormaour i máli sliipstjórans á Grimsby Towa, sem kvartar um „réltarfars- legan skrípaleik66 á ísafirði ekki einu sinni lögfræð- ing til þess að annast vörn mína. Maðurinn, sem skip aður var verjandi, reynd- ist alls óhæfur. Hann und- irbjó vörnina, án þess svo mikið sem að ræða við mig. ★ „Skothraður" skipstjóri á Albert Lister hélt því fram, að hann hefði „einungis fengið að leiða sem vitni stýrimann minn og loftskeytamann. Þeir (þ. e. rétturinn) synjuðu um, að aðrir af áhöfninni fengju að bera vitni.“ Lister sagði að togarinn hefði að vísu verið innan fiskveiðitakmark anna, en ekki verið að veið- um, „og þá kom þessi skot- hraði (,,trigger-happy“), ungi skipstjóri á fallbyssubátnum að okkur að aftan og dembdi á okkur tólf skotum. Sex þeirra voru skörp, og eitt af þeim fór aðeins 19—20 metra frá togaranum. Á „Aðeins hótun“ í sambandi við þær ásak- anir, að hann hefði tvisvar reynt að sigla á varðskipið, sagði Lister: — Ég hafði að vísu í hótunum að sigla á það — en það var aðeins hótun, því að ég varð að hugsa um öryggi skipshafn- ar minnar. Skipstjórinn kvaðst hafa verið á leið til lands til þess að fá læknis- hjálp handa einum skipverja sinna og viðgerð á öðru rat- sjártæki togarans, þegar hann var tekinn. Réttar Listers gætt í hvívetna Blaðið hafði samband við Bárð Jakobsson, fulltrúa bæj arfógetans á tsafirði, sem var dómsformaður við réttarhöld in í máli Don Listers, og skýrði honum frá fyrrgreind- um ummælum skipstjórans. Bárði fórust m. a. orð á þá leið, að hann gæti staöið við það, hvort heldur hér , eða í Englandi, að réttar Listers skipstjóra hefði verið gætt í hvívetna og hann ekki verið hlunnfarinn á nokkurn hátt, enda hefði honum ver- ið fenginn réttargæzlumaður þegar í upphafi, umboðsmað- ur útgerðar skipsins hefði verið viðstaddur öll réttar- höldin, tveir meðdómendur verið í málinu — o. fl. mætti telja, sem var trygging fyrir réttri málsmeðferð. Bárður tók það fram, að segulbands- upptakan af orðaskiptum Listers og skipherrans á Al- bert hefði ekki verið nótuð Framhald á bls. 23. S í\ K S í LI \ \ Eí Framsóknarblaða- mennska Smásýnishorn af hinni óheið- arlegu blaðamennsku Fram- sóknarmanna gaf að líta í rit- stjórnargrein í Tímanum si. sunnudag. Var þar rætt um leiðara í Morgunblaðinu frá deginum áður, en í Mbl. stóð: „Tíminn spyr síðan, hvaða þætti vamarmálanna Morgun- blaðið vilji efla. Því miður verður að játa, að blaðið hefur ekki heldur nægilega þekkingu til að svara þeirri spurningu. Það er auðvitað ekki á færi annarra en herfræðinga og þá þeirra, sem þekkingu hafa á vörnum Atlantshafsbandalags- ríkjanna í heild, þvi að í þessu efni er um samræmda heildarstefnu að ræða. AÐ SJÁLFSÖGÐU META SVO ÍS- LENZK STJÓRNARVÖLD TIL- LÖGUR SÉRFRÆÐINGA 1 IIERMÁLUM Á HVERJUM TlMA“. Tíminn getur um fyrri hluta málsgreinarinnar, en sleppir efni síðari hlutans og segir síð- an: „Morgunblaðið vill með öðr- um orðum gefa erlendum her- fræðingum sjálfdæmi í vamar- málum laudsins". Þetta er mjög táknræn Tíma- blaðamennska. íslendingar hafa úrslitaráðin Eins og i ritstjórnargrein Morgunblaðsins var sagt, þá meta íslenzk stjórnarvöld að sjálfsögðu allar tillögur sérfræð inga í hermálefnum og taka endanlegar ákvarðanir um, hvað í þeim efnum skuli hér gert. Timinn segir hinsvegar, þegar hann hefur sleppt að skýra frá þessu sjónarmiði Morgunblaðsins: „Morgunblaðinu er hinsvegar ekki fast í hendi sjálfstæði ís- lendinga í þessum efnum frem- ur en öðrum“. Fyrst eru blekkingarnar sett- ar fram, síðan er lagt út af þeim, að Morgunblaðinu sé „ekki fast í hendi sjálfstæði ís- lendinga í þessum efnum“ og síðan er bætt við orðunum: fremur en öðrum“. Á næstu síðu Tímans er varið löngu máli í að tala um þá félagana, MacCarthy og John Birch, sem réttilega er sagt, að síður eu svo hafi styrkt lýðræðið. En hvað segja menn þá um það, þegar því er haldið fram, að stærsta og áhrifamesta blaði landsins sé sama um sjálfstæði fslendinga? Heldur Tíminn að slíkur áróður sé líklegur til að styrkja trú manna á lýðræði og andstöðu við einræðis- og of- beldisstefnur? Að ráða niðurlögunum á eftir Síðan segir Tíminn að for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins sé sama, þótt kommúnistar eflist. „Þeir treysta á, að nið- urlögum þeirra geti þeir ráðið á eftir, ef unnt er að lama um- bótabaráttuna nægilega". Þessi fullyrðing er auðvitað órökstudd og fjarstæð, en hins- vegar gefur hún nokkurt sýnis- hom af hugsanagangi Fram- sóknarmanna. Það er opinbert leyndarmál, að þeir hyggjast taka upp stjórnarsamstarf við kommúnista, ef þessir tveir flokkar næðu meirililuta á AI- þingi, og hugsa þá sem svo, að í þeirri stjórn muni Framsókn- arflokkurinn ráða en kommún- istar ekki, á sama hátt og svip- aðir flokkar héldu í Ieppríkjun- um á sínum tíma, þótt raunin yrði önnur, eins og mönnum er kunnugt. Framsóknarmenn hafa verið að plægja jarðveginn fyr- ir slíka stjórnarsamvinnu og m.a. fundið það út, að skilja rækilega afstöðuna til vam- arliðsins og Atlantshafsbanda- lagsins, vegna þess að við er- um samningsbundnir til að vera áfram í Atlantshafsbandalaginu og þess vegna gætu kommúnist- ar ekki krafizt úrsagnar úr því. Hinsvegar mundu kommúnistar neita að starfa með Framsókn án þess að varnarliðið yrði rek- ið úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.