Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1961 „Útileg-umennirnir eða Skugga Sveinn eru engan veginn mikils háttar skáldverk. Það er ósköp auðgert að fetta fingur út í sitthvað varðandi efnisatriði, byggingu, persónugerðir og stíl, — að ekki sé nú talað um þá, sem leita þarna þess, sem þar átti aldrei að vera, djúp- settrar speki eða háfleygs skáid- skapar, En hvað svo sem lær- dómsmenn á leikbókmenntir og fagurfræði kunna að segja, stendur sú staðreynd óhögguð, að agnúar Skugga-Sveins hafa ekki orðið honum að fjörlesti. Karlinn er nú að komast á aðra öldina, jafnkeikur sem í fyrstu“, skrifar prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson í formála fyrir ný- útkominni útgáfu af leikritum Matthíasar Jochumssonar. Matthías samdi Útilegumenn- ina, ein.s og leikurinn hét fyrst, x jólaleyfinu 1861, en hann var þá í 5. bekk menntaskólans og fluttu Skólapiltar leikritið í febrúar- mánuði. í fyrrnefndri ritgerð vitnar Steingrímur í ummæli Matthíasar sjálfs um leikinn og viðtökurnar: „Eg bjó til eða sull- aði eða skrúfaði saman leikrit í jólafríinu. I»að heitir Útilegu- mennirnir og er í 4 þáttum með Ijóðmælarusli hér og þar. Mér leiddist þessi danska „kommidia" sem griðkonur hérna segja, og tók mig því til, og þó þetta rit mitt í raun og veru sé ómerki- legt, gjörði það þó hvínandi lukku; ég var æptur fram á scenuna, og klappaði pöbullinn yfir mér, svo ég varð áttavilltur.“ Síðan hefur leikurinn verið færður svo oft upp á íslandi, að enginn veit tölu á, og á sínum tíma umsamdi Matthías leikrit- ið hvað eftir annað. Meiri söngur Og nú, þegar rétt öld er lið- in frá því að þessi vinsæli leik- lu: var saminn, er Skugga- Sveinn enn sýndur sem jóla- leikrit Þjóðleikhússins. Æfingar standa því sem hæst um þessar mundir, og morgun einn í vikunni leit fréttamaður blaðsins þar inn. — Frammi á sviðinu heyrist Ásta (Snæ- björg Snæbjarnar) skrækja uppi í ímynduðum klettum, og Klemens Jónsson, sem er leik- stjórinn, gefur Haraldi (Yaldi- mar Örnólfssyni) leyfi til að láta hina slösuðu stúlku bjarga Leikstjórinn stjórnar æðislegum bardaga milli byggðar- og útlegumanna. (Ljósm. Ol. K. Mag.) finnum við út á laugardaginn, þegar þeir æfa með okkur, svarar leikstjórinn aðeins. — Komið þið þá með púkafarald- urinn, stynur Jón og hallar sér aftur. Ég rek augun í plastkletta, sem hallast þar upp að vegg. — Við notum nú plast í fyrsta sinn í útisviðin, segir Klemens. -— Gunnar Bjarnason gerir leik- tjöldin. Þau eru mjög létt, þú sérð að búið er að hífa sum þeirra upp í loftið. Sviðsskipt- ingarnar eru margar og erfið- ar. Þetta er heilmikið stykki. sér sjálfa úr ógöngunum í þetta sinn, því Valdimar hafði snúið sig í axlaliðnum í Sundhöllinni, og ekki þótti ráðlegt að láta hann rogast með kvenmann eins og á stóð. Þau Valdimar og Snæbjörg eru nýliðar á leiksviðinu, og hefur Klemens því haft þau, ásamt Erlingi Vigfússyni lengur á æfingum en þjálfuðu leikar- ana eða í 2% mánuð. Snæbjörg lék að vísu í ýmsum stykkj- um á Sauðárkróki, en Valdimar segist aðeins einu sinni hafa leikið, þegar hann var 10 ára gamall, og aldrei döttið í hug að þetta ætti fyrir sér að liggja. — Það er gamla vandamálið, leikararnir eru ekki söngvarar og söngvararnir ekki þjálfaðir í að leika, nema auðvitað Jón Sigurbjörnsson, sem leikur Skugga-Svein, segir Klemens. — í þetta sinn færum við Skugga-Svein upp með 25 söngv um, bætum níu við þá, sem venjulega hafa verið notaðir og látum syngja þá nær alla. Ljóð- in voru öll til í handritum Matthíasar, en ýmist ekki not- uð eða leikararnir sögðu þau aðeins fram. Karl Runólfsson samdi lögin. T.d. bætast 3 ný lög við í stofu sýslumanns og vinnufólkið í Dal myndar kór og syngur nokkrum sinnum. ' Skugga-Svcinn (Jón Sigurbjömsson) og Ketill skrækur (Árni Tryggvason) Það er því geysimikill söngur í leiknum, og hefur Carl Billich æft söngvarana. Ég hugsa að leikritið hafi ekki fyrr verið fekið eins heillegt, en við höf- um í öllu fylgt texta Matthías- ar. T.d. tökum við núna með galdrasenu, þar sem Valur Gíslason leikur galdramann, en henni hefur oftast verið sleppt. — Og þess vegna verðurðu að hafa svo mikið af fólki sem getur sungið í hlutverkunum? — Já, Snæbjörg og Erlingur eru söngvarar, og Valdimar hefur ágæta söngrödd. Harald- ur verður líka að hafa gott út- lit, og Valdimar er ljóshærður og fallega vaxinn og hraustleg- ur í slagsmálunum. — Já, og alveg eins og Har- aldur á að vera, barnalegur og naiv, skýtur Kristinn Hallsson inn í og sendir Valdimar stríðnislegt augnaráð. Kristinn léikur annan stúdentinn, hinn leikur Erlingur. En þeir syngja nokkur falleg lög, sem kunnugt er. — Skugga-Sveinn sveiflar atgeir Gunnars Nú er röðin komin að úti- legumönnunum. — Ögmundur (Rúrik Haraldsson) og Ketill skrækur (Árni Tryggvason), með rauða hárkollu bundna með silkibandi undir kverk, taka sér stöðu á leiksviðinu. — Ketill er eins skrækur og efni standa til. Viðurnefnið og Björnsson leikur auðvitað Sig- urð. Það hífur hann gert 1 þremur uppfærslum áður. einu sinni á Akureyri og tvisvar hér. Hann setti leikinn á svið I Þjóðleikhúsinu 1952, þegar hann var síðast leikinn hér. Þá var hann sýndur 45 sinnum. Og Haraldur kann frá ýmsu að segja frá eldri uppfærslum á Skugga-Sveini. Hann man t.d. eftir síðustu sýningunni í Iðnó, þegar Tryggvi Magnússon lék Grasa-Guddu. Prentaðir höfðu verið strimlar með áletruninni: „Síðasta sinn“, til að líma yfir auglýsingarnar. Þegar Grasa- Gudda svo fór út af sviðinu, hló allur salurinn. Haraldi varð litið aftan á Tryggva. Þar stóð með rauðum, stórum stöfum: „Síðasta sinn“! Hann kann líka söguna af því, þegar Skugga-Sveinn datt út af leiks'viðinu í Vestmanneyj um. Allir hlógu, en leikarinn stóð upp sármóðgaður og sagði: Andskot- ann eruð þið að hlæja, þetta stendur í leikritinu. Eða þegar Erlendur O. Péturs- son, sem lék Skugga-Svein, fékk Harald Á. Sigurðsson til að hlaupa í skarðið og taka að sér smáhlutverk eitt kvöld £ KR- húsinu. Þá kom Haraldur inn og hrópaði: — Skugga-Svdinn er dauður. Hann stökk í Tjörnina með Ketil á bakinu. Well, well, sagði Skugga-Sveinn En þegar einhver segir söguna af Vestur-íslendingnum í hlut- verki Skugga-Sveins, sem rann víst í brjóst þegar hann átti að sofa í dimmuim hellinum á svið- inu, en vaknaði svo þegar ýtt var við honum, reis upp og sagði: „Well, well,“ ja, þá segir Haraldur ekkert, en það er kímniglampi í augunum á hon- um, eins og hann kannist við þetta atvik. — Ekkert leikrit hefur verið oftar sýnt á íslandi en Skugga- Inga Þórðardóttir leikur Grasa-Guddu og Haraldur Björns- son Jón í Dal í fjórða sinn. jafnkeikur sem fyrr röddina lagði honum til leikari einn árið 1866 og hefur það haldizt síðan. Og brátt geisist Skugga-Sveinn inn 1 venjuleg- um rykfrakka með hinn ægi- lega atgeir Gunnars á Hlíðar- enda reiddan til höggs. Atgeir- inn er raunverulega úr málmi og æðiþungur, en leikararnir láta ekkert á sig fá þó þessu vopni sé sveiflað yfir höfðum þeirra. Brátt leggst Skugga- Sveinn niður til að sofa. — Bara að púkarnir stökkvi nú ekki ofan á mig, segir hann og rís aftur upp við dogg. — Það Leikararnir eru 18, auk ballett- stúlknanna, sem leika púka og í hljómsveitinni eru 16 menn. Við erum með ýmislegt nýtt, enda á maður aldrei að endur- taka fyrri sýningar. Þetta stendur í leikritinu Nú er hlé. Hópur af leikurum fær sér kaffi og brauðsneið frammi í kaffistofunni. Stúlka kemur ofan úr saumastofunni með svarta sauðskinnskó með hvítum bryddingum, sem hún þarf að biðja stórbóndann Sig- urð í Dal, að máta. Haraldur Sveifrn, og það er eina leikritið, sem komin er hefð á, segir Har- aldur. Það hefur verið sýnt | skemmum, pakkhúsum og jafn- vel baðstofum um land allt. Jó- 'hann Sigurjónsson sá það í bað- stofunni heima, er bræður hana léku. Hann varð heillaður og seinna sagði hann við mig: — Eg held, ég hafi hlotið mína vígslu þar. Sjálfur sá ég það fyrst á Sauð- árkróki, þegar ég var 8 ára ganv all, heldur Haraldur áfram. Þá var það uppfært svo realistískt Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.